Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 25
VÖd^^vMÖUIJMWMÍ^wBk*:# ♦•4'%.4-J*. r* 4 » 4 O Í1KI KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Byrjaö meö stæl Kvikmyndaklúbbur íslands byrjar með trukki á síðara misseri og býður okkur að sjá verð- launamyndina Landslag í þoku eftir Theo Angelopoulos. Hún vann evrópsku Felix-verðlaunin í lélegustu sjónvarpsútsendingu áratugarins seint á síðasta ári, en vann einnig silfurbjörninn I Fen- eyjum árið 1988. Einnig verður sýnd Ferð til Kithira eftir sama leikstjóra, en annars er ma. lögð áhersla á myndir f rá sænsku gull- öldinni, film-noir, auk mynda frá meisturum á borð við Antonioni, Tarkovskíj, Fellini, Klimov og Eisenstein. Landslag í þoku, eða Topio Stin Omichili, var sýnd í gær- kvöld, en verður einnig sýnd á laugardag einsog venja er með myndir klúbbsins. Þarsem hún hefur þegar verið sýnd og fjallað var sérstaklega um hana í Þjóð- viljanum í gær er varla ástæða til að ítreka það hér. Hinsvegar skal minnt á að möguleiki er á auka- sýningum verði aðsókn góð. t næstu viku verður síðan sýnd Ferð til Kithira sem Angelopou- los gerði árið 1984 og hefur eins- og margar mynda hans ferðalag sem þema. Hún segir frá gömlum kommúnista, sem verið hefur í útlegð í Moskvu frá borgarastyrj- öldinni í Grikklandi, en snýr aft- ur til föðurlandsins og krefst eigna sinna. í febrúar verða sýndar nokkrar af klassískum sænskum myndum frá þriðja áratugnum. Tvær myndir verða eftir Mauritz, Fjár- sjóður herra Arne og Saga Gunn- ars Hede, og Stormurinn og Fjalla-Eyvindur eftir Sjöström. Af film-noir myndum verða sýndar Gun Crazy sem Joseph Lewis gerði árið 1949, Ace in the Hole eftir Billy Wilder og svana- söngur Renoirs í Bandaríkjun- um, The Woman on the Beach. Þá verður sýnd Orphée eftir landa hans Jean Cocteau, Sól- myrkvi Antonionis, Solaris eftir Tarkovskíj og Kvennabær Fellin- is. Que viva Mexico eftir Eisen- stein verður sýnd og einnig hin magnaða Komdu og sjáðu eftir landa hans Elem Klimov (varð nr. 2 í áratugaruppgjöri Þjóðvilj- ans en er skrifuð Idí í smotrí á frummálinu - (sjá sýningarskrá). í maí verða síðan „cult-myndir“ á borð við Frankenstein eftir Andy Warhol og The Pit and the Pend- ulum og The Masque of the Red Death eftir Roger Corman. Að síðustu verður reynt að sýna Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson. Að öðru leyti vil ég í skjóli plássleysis vísa á ágæta sýningar- skrá Kvikmyndaklúbbsins og hvetja sem flesta til að verða sér úti um skírteini. Regnboglnn Famlly Business ★★ (Fjölskyldumál) Talsverð vonbrigði frá úrvalsdeildinni. Ekki er greinilegt hvort aetlunin var að gera gamanmynd eða drama eða hvorttveggja. Dramað er misheppnað, gamanmyndin skárri, sérstaklega hnyttin tilsvör Conner- ys. Leikur er í lagi en allir hafa gert betur. SSL 25 ★★★ Frísklegt og vel heppnað byrjandaverk frá Óskari. Gæti allt eins verið upphaf að íslenskri nýbylgju og hefur allt sem þarf til að vekja góðar vonir um framhaldið. Háðið er oft á tíðum yndislegt. Mlracle Mile ★★ (Óvænt aðvörun) Um margt mjög sérstök mynd og oft undarlega stutt ámillispennu, frumleika og væmni. Engin hetjudýrkun hér, einsog venjulega I svona klukkumyndum, en óvænta endinn vantar. L'Ours ★★★ (Björninn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óð sínum til náttúrunnar en það verður ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- lífi. Aðalleikararnir fara á kostum! Le dernler metro ★★★ (Síðasta lestln) Pað fer að verða siðasta tækifæri fyrir fólk að sjá þessa dásamlegu mynd Truff- auts. Óðurinn til leikhússins og stríðsá- ranna kemst vel til skila í myndrænu and- rúmslofti. Catherine Deneuve hefur sjald- an verið meira sjarmerandi en einmitt hér. Laugarásbíó Back to the Future II ★★ (Aftur til framtiðar 2) Enginn vafi er á að fyrri myndin var mun betri, enda byggist þessi leikur á ferskri hugmynd sem á að koma á óvart alla myndina. Hér er samt sumt gott: tækni- brellur og einstaka atriði, en mörg fara þau forgörðum (hjólabrettið td.) þegar reynt er að stæla frumburðinn. En það er aksjón. The Land Before Tlme ★★ (Fyrstu ferðalangamlr) Ágætis teiknifantasia og vitaskuld skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Amerfski draumurinn var þó betri á sínum tíma. Parenthood ★★★ (Barnabasl) Ein af hlýlegri myndum Ron Howards með hóþ úrvalsleikara. Allt býsna vel gert, en flest hefur maður samt séð einhvers staðar áður. Pelle erobreren ★★★★ (Pelle sigurvegari) Sannarlega meistarverk ársins og það albesta sem komið hefur frá Dönum og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille August hefur tekist að gæða fjórðung skáldsögu Nexös einstöku lífi með yndis- legri epískri frásögn. Samleikur Hvene- gard og Von Sydows er með ólíkindum og kvikmyndatakan gullfalleg. Upplifun sem enginn má láta framhjá sér fara. Húrra fyrir Dönum. Rlver of Death 0 (Dauðafljótið) Lélegasta Alistair MacLean mynd sem gerð hefur verið, en þær kalla nú ekki allt ömmu sína. Bíóhöllin Honey, I Shrunk the Klds ★ (Elskan, óg minnkaði börnln) Gamalkunn hugmynd verður aukaatriði I tæknibrellum nútímans. Auðvitað enj nokkur skondin atriði inná milli, en flest er jtetta aðeins fyrir 10 ára og yngri. Turner and Hooch ★ (Löggan og hundurlnn) Bolabíturinn stelur senunni hór og hirðir einu stjörnuna, en annars voða þunnt og venjulegt. Góðu brandarana hafði maður oft séð I úrklippum áður. Nöldur: Spottisw- oode kom ekkert nálægt Coctail einsog ranglega er farið með I auglýsingu. Oliver & Company ★★★ (Óllver og félagar) Það liggur við að þessi sé frekar fyrir þá fullorðnu. Bein skírskotun til Dickens er vel gerð og persónurnar eru frábærar og skýrt mótaðar. Allir í bíó, allt frá börnum til ömmu og afa. Young Einstein ★ (Ungi Einstein) Víruð mynd frá Yahoo Serious, en grínið fer að mestu forgörðum. Sniðugt að henda gaman að þessum fræðum en hann hefur ekki lært heima um Einstein og eðlis- fræðina. Bíóborgin Dead Poets Society ★★★ (Bekkjarfélagið) Peter Weir nær sér aftur á strik eftir mis- heppnaða Moskítóströnd. Hér er öll vinns- la óaðfinnanleg en auðvitað má velta sér uppúr undarlegri hegðan ýmissa persóna. Best er hve vel tekst að skapa eðlilegt og trúverðugt andrúmsloft þegar misjafnlega þroskaðir drengir reyna að hafa „Caipe Diem“ að leiðarijósi. Weir sýnir hæfileika sína í leikstjóm með mögnuðum atriðum og agaðri stjórn á drengjunum - I anda skólans illræmda. Glæsilegar landslag- stökur Seales eru I anda klassíkur á borð við Barry Lyndon. Turner and Hooch (sjá Bíóhöll) Honey, I Shrunk the Kids (sjá Bíóhöll) Oliver & Company (sjá Bíóhöll) Háskólabió Black Raln ★★ (Svart regn) Ridley Scott svíkur ekki hvað hvarðar glæsilegt útlit, Ijós-skugga, birtu-gufu, snotra notkun á telelinsum á breiðtjaldi ofl., en vonandi er hann ekki að síga niður til bróður síns Tony. Að vísu jjokkalegasti tryllir en sagan er nauðaómerkileg og endirinn hræðilegur miðað við hve löggan Douglas var aumkunarverður karakter. At- hugasemd: Þótt Scott eigi margt sameigin- legt með Adrian Lyne (Fatal Attraction) þarf ekki að auglýsa þá sem sama mann- inn. Stjörnubíó See No Evil, Hear No Evll ★* (Skollaleikur) Pryor og Wilder leggja enn einu sinni í þúkk og nú aftur undir stjórn Hillers. Góð hugmynd (blindur og heyrnariaus) en smekksatriði hvernig unnið er úr henni. Að- dáendur beggja aðalleikaranna hljóta að skemmta sér en [jeir keyra um þverbak einsog oft áður. Ghostbusters II ★ (Draugabanar 2) Jafnvel aödáendur tyrri myndarinnar verða fyrir vonbrigðum því hór er of mikil endurtekning. Greinilega gert með dollara- merki i augunum og skulum við bara vona að seðlarnir verði notaðir á árangursrikari hátt. Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt í hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náö auknum þroska sem listamaöur og byggir mynd sína vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs- hópa. • 8 ’ 1. prentun AUK-dagatalsins „AF LJÓSAKRI' öbbbÉiöSlilíliktítlöEtobtöhistlMöbav T ii a to a B u H J A A ••“U' II' I) i) ll lli 11! 11! 11' 11: JhlíutfJitdltíV.-llUÍLlltULríLrtfcl'löltílclXlflliritaTB antriitototiaiitoatiiiUHUiítiaasifirrriiiicissto': er uppseld hjá útgefanda. 2. prentun væntanleg úr bókbandi. Sölustaðir: Casa, Epal, Gegnum glerið, Katel, Nýhöfn, Bókabúð Steinars, II TT T'W' T' 1 Bóksala stúdenta, Eymundsson, Mál og menning, Penninn, Veda, Hans I I | Petersen, Álafossbúðin, íslenskur heimilisiðnaður, Land og saga, ■* Rammagerðin og íslenskur markaður Keflavíkurflugvelli. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Ólafsfirði Alþýðubandalagið í Kópavogi í nýju Ijósi: Kalda stríðið búið - hvað tekur við? Félagsfundur Alþýðubandalagið á Ólafsfirði boðar til félagsfundar sunnudag- inn 21. janúar klukkan 20.30 í Tjarnarborg. Dagskrá: 1. Sveitarstjórnarkosningar. 2. Bæjarmálin. 3. Landsmálin — Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og land- búnaðarráðherra. 4. Önnur mál. Stjórnin Fundur í bæjarmálaráði verður haldir.i 22. janúar n.k. í Pinghóli, Hamraborg 11 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 1990. 2. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi Breyttir tímar heima og erlendis - ný tækifæri jafnaðarmanna Opinn fundur verður í Ársal Hótels Sögu þriðjudaginn 23. janúar kl. 20.30. Á þessum fundi munu formenn íslensku jafnaðarflokkanna ræða breytta stöðu heimsmála og áhrif þeirra breytinga á hlutverk hernaðarbandalaganna, íslenska flokkakerfið o.fl. Fundarstjóri: Ævar Kjartansson útvarpsmaður. Jón Baldvin Ólafur Ragnar Alþýðubandalag Akraness Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akranesi mánudaginn 22. janúar klukkan 20.30 í Rein. Dagskrá: 1. Kynning á tillögu að skipulagi Akratorgssvæðis. 2. íþróttamál - Framkvæmdir. 3. Málefni SFA. 4. Fjárhagsáætlun 1990 - Framkvæmdir. 5. Önnur mál. Mætum öll. Stjórnin AB Kóþavogi Þorrablót Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í Þinghóli Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar kl. 19. Nánar auglýst síðar. Félagsfundur Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi heldur almennan félagsfund mánudaginn 22. janúar í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 20.30. Dagskrá: 1. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga. 2. Önnur mál. Félagar, mætum öll. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 20. janúar n.k. milli kl. 10 og 12. Heitt verður á könnunni og eru félagar hvattir til að mæta. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.