Þjóðviljinn - 19.01.1990, Side 28

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Side 28
Konur eru ölnæmari en kariar Konur eru næmari fyrir áfeng- isáhrifum en karlar vegna þess að magi þeirra inniheldur minna magn af efnahvötum sem brjóta niður vínanda, og hleypir því meira áfengismagni út í blóðrás og lifur konunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu lækna við Sínaífjalls-læknaskólann í New York. Höfundar skýrslunnar segja að niðurstöðurnar skýri hvers vegna konum sé hættara við lifrarsjúkdómum en körlum og myndi þá af minna tilefni og eftir skemmri drykkju. Niðurstöðurnar séu jafnframt gott tilefni til þess að ráðleggja konum að hafa taumhald á drykkju sinni. Reuter-fréttastofan hefur það eftir einum af höfundum skýrsl- unnar að konur þurfi að meðal- tali þriðjungi minna áfengismagn en karlar til þess að ná sömu áf- engisáhrifum. Hann sagði jafn- framt að ef niðurstöður rann- sóknarinnar reyndust réttar gæfu þær tilefni til þess að endurskoða reglur um það hversu mikið áfengismagn sé leyfilegt að taka inn áður en sest er undir stýri. Auk lifrarsjúkdóma er talið að áfengi geti átt þátt í sjúkdómum eins og hjartaáfalli, háum blóð- þrýstingi, beinþynningu og sumum tegundum krabbameins. Áfengi getur einnig skaðað fóstur á meðgöngutíma og orsakað of lítinn þunga þess við fæðingu. Sérfræðingar sem hafa tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar segja þær áhugaverðar þótt mælanlegur efnafræðilegur mis- munur á milli kynjanna hafi ekki reynst afgerandi mikill hvað þetta snerti. Nauðsyn sé á enn frekari rannsóknum. Þeir segja að læknavísindin hafi áður skýrt ölnæmi kvenna umfram karla með því að líkami þeirra hefði að geyma hlutfallslega meiri fituvef og minna vatn. Þessi nýja rann- sókn bendir hins vegar til þess að orsökin sé efnafræðileg og að hennar sé að leita í efnakljúfum í maga. Rannsóknin bendi jafn- framt til þess að maginn gegni mun stærra hlutverki við það að brjóta niður vínanda en áður var talið. Lifrin er hins vegar eftir sem áður það líffæri sem sér um að brjóta niður meginþorra alls áfengis í líkamanum. -ólg Samtök ofæta festa skj í sessi Sniðin eftir AA-samtökunum. Axel Guð- mundsson: Stórt skref að byrja að tala (slensku OA-samtökin - Over- eaters Anonymous, samtökfólks sem á við átvandamál að stríða- verða átta ára í febrúar, en 30 ár eru síðan fyrstu samtökin fóru af stað í Bandaríkjunum. Fram að þessu hefur vitneskjan um þau hér á landi borist milli manna án þess að þau hafi beinlínis verið aðgengileg fólki, en nú hafa þau fengið pósthólf (1783,121 Reykjavík) og fá síma á næst- unni. „Það er engin meðlimaskrá til og nafnleynd er haldið,“ sagði Axel Guðmundsson tengiliður í samtökunum, „en við áætlum að á annað hundrað manns nýti sér samtökin núna, ef til vill ennþá fleiri. í heiminum öllum eru um 150 þúsund manns í OA“ Axel sagði að samtökin væru sniðin eftir AA-samtökunum: „Félagsgjöld eru engin, rekstrar- féð fæst inn með samskotum. Fólk hittist á fundum og ræðir vanda sinn, deilir reynslu sinni, vonum og styrk með öðrum. Það er stórt skref að byrja að tala. Eins og alkóhólistar halda sig frá fyrsta sopanum halda ofæturnar sig frá fyrsta bitanum, en eins og ofdrykkjumenn hætta ekki að drekka allan vökva þá hætta of- æturnar bara að borða mat sem þær þola ekki. Þetta er dæmigert velmegunarvandamál og eykst jafnt og þétt hér á landi.“ Samtökin starfa nú á fjórum stöðum í Reykjavík (í Árbæjar- kirkju, Barónsstíg 20, Hával- lagötu 16 og í Mýrarhúsaskóla), á Hólmavík, Sauðárkróki, Akur- eyri, Húsavík og Flúðum, og ver- ið er að stofna deildir á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Fundir eru opnir öllum sem vilja hætta ofáti. SA Vindlinga- tálbeita Vesturevrópskir og þó einkum vesturþýskir framleiðendur iða nú í skinninu eftir að vinna mark- aði í A-Evrópu. Þannig segir tímaritið Der Spiegel frá því að vesturþýska tóbaksfyrirtækið BAT, sem framleiðir HB- sígarettur, hafi sent 50.000 sígar- ettupakka gefins til hinnar rikis- reknu tóbakseinkasölu í Dresden í A-Þýskalandi. Verða sígarett- umar seldar þar á 4 austurþýsk mörk pakkinn. Vesturþýska tóbaksfyrirtækið hefur sagt að hér sé um „vinar- gjöf“ að ræða, sem muni jafn- framt auka því vinsældir í A- Þýskalandi til frambúðar. En ætl- un fyrirtækisins er að hefja út- flutning til A-Þýskalands í nán- ustu framtíð. Hingað til hafa inn- fluttar sígarettur aðeins fengist í sérstökum gjaldeyrisverslunum fyrir forréttindafólk í A-Þýska- landi. -ólg Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu Í989, skulu skila launamiðum vegna greiddra iauna á þartilgerðum eyðu- blöðum til skattstjóra. Frestur til að skila launamiðum rennur út 22. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.