Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 5
_____________________________________________________________________ Aflamiðlun Allar upplýsingar á borðið Stjórnarformaður Aflamiðlunar: Það verður engin leynd yfirstarf seminni néyfir úthlutun útflutningsleyfa. Mun veita sín fyrstu leyfi á föstudag eftir viku. Ekki í húsnœði utanríkisráðuneytisins Eg lít svo á sem og öll stjórnin að allar upplýsingar um útflutn- ingsleyfi á ferskum fiski sem og aðrar upplýsingar er lúta að starfsemi Aflamiðlunar muni verða uppá borði í stað þeirrar leyndar sem verið hefur um þessi mál hingað til, sagði Sigurbjörn Svavarsson formaður stjórnar Aflamiðlunar. Nýskipuð stjórn Aflamiðlunar hélt sinn fyrsta fund í fyrradag og fundaði síðan aftur í gær. Á þess- um fundum hefur stjórnin verið að fara yfir stöðuna og hvernig staðið hefur verið að úthlutun út- flutningsleyfa á ferskum fiski með tilliti til magns og skiptingar þess á hina ýmsu markaði. Þar fyrir utan hefur stjórnin á þessum fundum sínum verið að koma sér saman um ákveðnar vinnureglur sem vinna á eftir í framtíðinni. Fljótlega eftir helgina verður svo fyrirhuguð starfsemi Aflamiðlun- Norðurlandaráð Hús Eirflcs rauðaí Nuuk Menntamála- og samstarfsráð- herrar Norðurlanda samþykktu í gær að fjalla á fundi sínum 9. maí um tillögu þess efnis að Norður- landaráð taki þátt í kostnaði við byggingu menningarmiðstöðvar í Nuuk á Grænlandi. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra var í Grænlandi nýlega og hefur mælt sérstaklega fyrir þessari hugmynd. Nú eru liðin 1000 ár síðan Eiríkur rauði nam land í Brattahlíð og hefur af því tilefni verið stungið upp á því að húsið beri nafn hans. Ráðgert er að þrír aðilar greiði til jafns hver sinn þriðjunginn við stofnkostnað og rekstur hússins, Norðurlandaráð, Landsráðið í Grænlandi bæjarsjóður Nuuk. í maí munu ráðherrarnir einnig fjalla um þær tillögur sem fram hafa komið um 10% niðurskurð á framlagi Norðurlandaráðs til menningarmála og ýmsir hafa mótmælt harðlega. M.a. barst ráðinu undirritað mótmælaskjal frá mörgum þekktum einstak- lingum í íslensku mennta- og menningarlífi. ÓHT HM-handbolti Spánn vann Islendingar töpuðu fyrir Spán- verjum í æsispennandi leik á Heimsmeistaramótinu í gær í Tékkóslóvakíu með 18 mörkum gegn 19. Spánverjar náðu tveggja marka forskoti strax í byrjun leiksins en síðan náðu íslending- ar að jafna. Um miðbik fyrri hálf- leiksins náðu íslendingar tveggja marka forskoti en þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn 11:11. í upphafi síðari hálfleiks náðu Spánverjar síðan yfirhönd- inni á ný og leiddu leikinn allt þar til um 9 mínútur voru til leiks- loka. Þá náði Sigurður Gunnars- son að jafna leikinn 16:16. Á lok- amínútunum náðu Spánverjarnir yfirhöndinni á ný og náðu tveggja marka forskoti. Það var síðan fyr- ar kynnt útgerðarmönnum og fiskkaupendum og á hvern hátt þær upplýsingar sem hún hefur yfir að ráða geta nýst þeim við útflutning og fiskkaup til inn- lendrar fiskvinnslu. Sigurbjörn sagði að starfsemi Aflamiðlunarinnar yrði ekki í húsnæði utanríkisráðuneytisins og er verið að leita að hentugu húsnæði fyrir hana. f dag verður væntanlega síðasti fundur svo- kallaðrar kvótanefndar, sem hef- ur haft með höndum veitingu út- flutningsleyfa með fisk í gámum hjá viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Það verður síðan ekki fyrr en eftir eina viku sem stjórn Aflamiðlunar mun úthluta sínum fyrstu útflutningsleyfum. í ráði er að ráða í það minnsta tvo starfsmenn að Aflamiðlun- inni og sagði Sigurbjörn að þær stöður yrðu ekki auglýstar. Nauðsyn væri á að ráða til starfa hæfa starfskrafta og yrði það gert í samráði við stjórnina. „Það hlutverk sem bíður okkur í stjórn Aflamiðlunar verður trúlega ekki neitt sældarbrauð en við munum kappkosta að gera okkar besta“, sagði Sigurbjörn Svavarsson. Umhverfisvernd Lýst eftir meiri arangn / Aœtlanir um varnir gegn mengun íhafi og lofti samþykktar á þingi Norðurlandaráðs jj^j orðurlandaráð samþykkti Þingi Norðurlandaráðs lýkur eftir hádegi í dag og kemst lífið þá aftur í eðlilegt horf í Háskólabíói. í gær fór fram umræða um umhverfismál og voru m.a. samþykktar áætlanir um varnir gegn mengun. tvær áætlanir um varnir gegn mengun í gær. Annars vegar um varnir gegn mengun í hafinu, hins vegar gegn loftmengun. Ræðumenn í gær voru þó margir Verkalýðsfélögin Eftirlit gengur vel A annað hundrað manns hafa hringt á einni viku. Mest kvartað undan bílatryggingum, bifreiðaskoðun og sérfrœðiþjónustu lœkna sammála um að Norðurlönd þyrftu að gera enn betur í um- hverfismálum en raun ber vitni og ná enn betri árangri. Fjallað var um áætlun gegn mengun í hafinu á aukaþingi ráðsins í nóvember 1988, en um- hverfisráðherrar landanna sam- þykktu hana í janúar í fyrra. Það sem nú var verið að samþykkja var endurskoðun þessarar áætl- unar. Áætlunin felur í sér að mörk þess sem losa má í hafið af skað- sömum efnum eru lækkuð. Hið sama gildir um áætlunina gegn loftmengun. Þar er rætt um að minnka losun koltvísýrings, brennisteins og köfnunarefna út í andrúmsloftið. Skrifstofa verðlagseftirlits verkalýðsfélaganna hefur hlotið góðar undirtektir almenn- ings. A annað hundrað manns hafa hringt með margvíslegar ábendingar um hækkanir á verði vöru og þjónustu frá því hún tók til starfa fyrir einni viku. Leifur Guðjónsson, starfsmað- ur skrifstofunnar, sagði í samtali við Þjóðviljann að helstu um- kvörtunarefnin væru hækkun bifreiðatrygginga, skoðunar- gjalds bifreiða og hækkun á sér- fræðiþjónustu lækna. Þá sagði hann að allmikið hefði verið hringt vegna hækkana á verði bensíns sem gengu í gildi í gær. Sem dæmi um hækkun á lækn- isþjónustu sagði Leifur að í hann hefði hringt manneskja sem í fyrrasumar þurfti að fara til sér- fræðings einu sinni í viku í tólf vikur og þurft að greiða 630 krón- ur í hvert skipti. Fyrir sömu þjón- ustu nú þyrfti hins vegar að greiða 1500 krónur fyrir hvert skipti. Bankarnir hafa einnig fengið sinn skerf af kvörtununum. Leifur sagði að fólk héfði m.a. kvartað undan hækkunum á leigugjaldi fyrir bankahólf og hækkunum á þóknun bankanna úr 0,75 í 1,8 prósent. Leifur sagði að fólk lýsti al- mennt ánægju sinni með framtak Staðan í riðlunum A-riöill Leikir U—J—T Mörk Stig C-riöill Leikir U—J—T Mörk Stig Svíþjóö 2 2—0—0 45—37 4 Spánn 2 2—0—0 37—35 4 Ungver|aland 2 2—0—0 41—34 4 ísland 2 1-0—1 45—42 2 Alaír 2 0-0—2 35-42 0 Júgóalavla 2 1—0—1 45-45 2 Frakkland 2 0-0—2 36—44 0 Kúba 2 0-0—2 50-55 0 B-riöill D-riöill Rúmenia 2 2—0—0 51—41 4 Sovétríkin 2 2-0—0 61—37 4 Su&ur-Kórea 2 1—0—1 45-43 2 A.-Þýskaland 2 2—0—0 51—39 4 Svias 2 1—0—1 30—33 2 Pólland 2 0—0—2 38—51 0 Tikkóalóvakia 2 0—0—2 29—38 0 Japan 2 0-0—2 38—61 0 irliði íslenska landsliðsins Þorgils Óttar sem náði að minnka mun- inn niður í eitt mark og þar við sat þrátt fyrir að fslendingar áttu tækifæri til að jafna leikinn á lok- asekúndunum. Markhæstir leikmenn íslenska liðsins voru þeir Alfreð Gíslason með 6 mörk og Bjarki Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson með 3 mörk hver. Af markvörðum ís- lenska liðsins varði Guðmundur Hrafnkelsson 6 skot og Einar Þorvarðarsson einnig. Aftur á móti varði spænski markvörður- inn alls 15 skot og þar af eitt víti. Þá var íslendingum vísað af leikvelli alls 6 sinnum eða í sam- tals 12 mínútur. Úrslit í öðrum leikjum í gær voru þessi: A-riðill: Alsír - Ung- verjaland 16:22. Frakkland-Sví- þjóð 18:25. B-riðill: Sviss - S- Kórea 17:21. Rúmenía - Tékk- óslóvakía 25:17. C-riðill: Júgóslavía- Kúba 28:27. D-riðill: Japan-Sovétríkin 16-35. Pólland - Áustur-Þýskaland 17:25. -grh verkalýðsfélaganna. „Þá er það okkar að reyna að sýna fram á að við skilum einhverjum árangri," sagði Leifur. Símatími hjá verðlagseftirliti verkalýðsfélaganna er kl. 9-12, og síminn er 624230. „Ég vil hvetja alla til að taka þátt í þessu, því raunverulega það eina sem getur fært okkur aukinn kaup- mátt er að sýna aðhald í verð- lagsmálum," sagði Leifur Guð- jónsson, starfsmaður verðlags- eftirlits verkalýðsfélaganna. -gb í umræðum um tillögurnar voru ræðumenn yfirleitt sam- dóma um að Norðurlönd þyrftu að gera hærri kröfur en tillög- urnar bera með sér. Hjörleifur Guttormsson vék sérstaklega að ástandinu á íslandi og sagðist telja að íslendingar stæðu ekki undir þeim fögru orðum sem hér eru viðhöfð um umhverfisvernd, enda fengist alls ekki nægilegt fé til þessa málaflokks. Þingi Norðurlandaráðs lýkur eftir hádegið í dag. -88 Suður-Afríka Fulltrúi ANC í heimsókn Pritz Dullay, fulltrúi Afríska þjóðarráðsins í Danmörku, kom til íslands í gær til að taka þátt í tónleikum tileinkuðum frelsun Mandela. í dag mun Dullay hitta Steingrím Hermannsson forsæt- isráðherra og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra að máli. Líklegt er að hann muni fara fram á að engin slökun verði á innflutningsbanni á s-afrískar vörur á meðan Apartheid ríkir í landinu, en Afríska þjóðarráðið hefur hvatt til þess að ekki verði hróflað við efnahagslegum refsi- aðgerðum á S-Afríku á meðan kynþáttastefnan er við lýði. Á morgun kl. 17 mun Dullay tala á fundi sem Vináttufélag fs- lands og Kúbu og Pathfinder- bóksalan standa fyrir í Sóknar- salnum Skipholti 50A. Á fundinn kemur einnig Ama- do Rivero frá Kúbu, en hann er yfirmaður Norðurlandadeildar ICAP, stofnunar um vináttu- tengsl Kúbu við aðrar þjóðir. Kynnt verður sérstaklega rit- gerðasafn Fidels Castro, „In De- fence of Socialism", sem Pathfinder-bókaforlagið gaf út á síðasta ári. Þar er m.a. fjallað um þátt Kúbana í baráttunni gegn Apartheid-stefnunni í S-Afríku. Auk þess munu um 50 bókatitlar liggja frammi á fundinum, ásamt með veggspjöldum og merkimið- um. Túlkað verður á íslensku á fundinum og hægt verður að kaupa kaffiveitingar. -Sáf Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.