Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Page 19
ISLGARMENNINGIN Lífið í leikhúsinu—leikurinn í lífinu Stefnumót frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld Síðasta frumsýning í Þjóðleik- húsinu fyrir lokun og endurbygg- ingu er Stefnumót, sýning sem er sett saman úr sjö örstuttum verk- um eftir fimm erlenda merkishö- funda og verður frumsýnd í kvöld. Þar leiða saman hesta sína fjórir leikstjórar, sem hafa aldrei áður sett upp í Þjóðleikhúsinu og tólf af leikurum hússins, en helmingur þeirra hefur starfað við Þjóðl- eikhúsið allt frá fyrstu starfsárum þess. Leikritin sem mynda heild í Stefnumóti eru Þrír leikarar - eitt drama, eftir Ghelderode, Bið- stöðin og Það er nú það, eftir Pinter, Tilbrigði við önd, eftir Mamet, Staður og stund og Leikæfing, eftir Barnes og Góð til að giftast, eftir Ionesco. Þýð- endur eru Árni Ibsen, Ingunn Ásdísardóttir, Karl Guðmunds- son, Sigríður M. Guðmundsdótt- ir og Sigurður Pálsson og leik- stjórar Ásgeir Sigurvaldason, Ingunn Ásdísardóttir, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hlín Agnarsdóttir, sem hefur yfirumsjón með sýningunni. Ingunn og Sigríður Margrét segjast vera mjög ánægðar með að hafa fengið þetta verkefni. - Þótt við höfum öll nokkra reynslu sem leikstjórar hefur ekkert okkar leikstýrt í svona stóru atvinnuleikhúsi áður eða unnið með svona reyndu fólki, segir Sigríður Margrét. - Það hafa komið fram hug- myndir um það í Þjóðleikhúsinu að gera svona sýningar að árviss- um viðburði, því þannig er hægt að gefa nýju fólki tækifæri til að spreyta sig án þess að hver um sig þreyti sína frumraun í húsinu með því að setja upp stóra sýn- ingu. Eins skapast þarna tækifæri Bríet Héðinsdóttir og Bryndís Pétursdóttir í hlutverkum sínum í einum einþáttunganna: Það er nú það eftir Pinter. Mynd - Kristinn. til að sýna verk eftir þessa þekktu höfunda, en ekkert þeirra íeikrita sem við setjum þarna upp hefur verið sýnt hér áður, aðallega vegna þess að þau eru svo stutt að ein og sér geta þau ekki staðið sem heil sýning. Örverkin eftir Pinter taka til að mynda aðeins um fimm mínútur í flutningi. - Þessi sýning er mjög einföld að allri gerð. Við höfum reynt að gera umgjörðina stílhreina og einfalda, og þessi hógværa um- gjörð gerir það að verkum að leikarinn fær mjög vel að njóta sín. - Við tengjum verkin með tón- list. Allt eru þetta sjálfstæð heil verk nema Tilbrigði við önd, en það verk er í heild sinni 15 atriði, sem öll snúast um sama þema og myndu taka um klukkustund í flutningi ef við tækjum þau öll með í sýninguna. Við höfum aft- ur á móti valið nokkur þessara tilbrigða og þau dreifast um dagskrána og mynda eins konar stef. - Tónlistin er mjög mikilvægur þáttur. Jóhann G. Jóhannsson vann mikið út frá verkunum þeg- ar hann samdi hana svo hún er ekki eingöngu tenging heldur tekur hún upp þá stemmningu sem er í verkunum og er þar að auki oft upphafstaktur að þeim. - Verkin voru öll valin út frá einu þema, segir Ingunn, - og það þema er Lífið í leikhúsinu og leikurinn í lífinu. Þetta eru ann- ars vegar verk, sem taka á lífi og starfi leikarans frá ýmsum sjónar- hornum, og hins vegar verk sem sýna hvernig manneskjan er alltaf að leika hlutverk í lífinu. Við erum alltaf að lenda í aðstæð- um þar sem við förum að leika einhver hlutverk og kannski er manneskjan alltaf að leika. - Mér finnst okkur hafa tekist að setja þarna saman fjölbreytta og hlýlega sýningu, sem myndar heild þrátt fyrir fjölbreytnina vegna þessa sameiginlega þema, Tilbrigðanna sem ganga sem stef í gegn og tónlistarinnar sem ram- mar sýninguna inn. - Samstarfið við leikarana hef- ur verið mjög gott og gefandi. Við sem teljumst ungir leik- stjórar höfum, trúi ég, öll lært mikið af samstarfinu við þetta reynda og flinka fólk. Það hefur að hluta til verið erfitt að vinna að þessari sýningu vegna þeirra erf- iðu aðstæðna sem hafa skapast vegna fyrirhugaðrar lokunar og breytinga í Þjóðleikhúsinu. Þarna hafa verið stöðug funda- höld og fólk hefur verið meira og minna í lausu lofti, en það breytir ekki því að allir hafa verið boðnir og búnir til að gera allt fyrir þessa sýningu til að stuðla að því að hún komist upp og verði sem best. Með hlutverk í sýningunni fara Bessi Bjarnason og Rúrik Har- aidsson, sem báðir fóru á eftir- laun í vetur, Baldvin Halldórs- son, Bryndís Pétursdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arn- finnsson, sem öll voru með í opn- unarsýningu hússins og eiga því fjörutíu ára starfsafmæli. Auk þeirra koma við sögu þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Gunnar Bjarnason hannar Ieikmynd og búninga og sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. lG Barátta ástar og dauða Óperan Dídó og Aeneas flutt í Langholts- kirkju á þriðjudag. Sigurður Pálsson: Leggjum áherslu á einfaldleikann íslenska hljómsveitin, söng- hópurinn Hljómeyki, dansarar og einsöngvarar flytja óperuna Dídó og Aeneas eftir Henry Purcell í Langholtskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Verður þetta frumflutningur óperunnar hér á landi, 300 árum eftir að hún var fyrst sett upp í Englandi, en hún hefur þá sérstöðu að hafa ein enskra ópera verið sett upp reglulega í Evrópu allt frá frum- flutningi fram til þess tíma að óp- erur Brittens komu til sögunnar. Helga Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og stjórn- andi er Guðmundur Emilsson, Hlíf Svavarsdóttir er dansskáld sýningarinnar og Sigurður Páls- son leikstýrir. Áður en flutningur óperunnar hefst mun Þorkell Sig- urbjörnsson tónskáld flytja inngangsorð og rekja sögu óper- unnar og efni. Hlíf Svavarsdóttir segir dans- arana undirstrika stemmningu óperunnar, auk þess sem þeir séu oft nokkurs konar milliliður á milli tónlistarinnar og atburða og persóna á leiksviðinu. - Það er ekkert nýtt að dansarar taki þátt í sýningunni, segir hún, - óperan var sett upp í stúlknaskóla í Eng- landi í fyrsta sinn, og þá var mikið dansað. Það er að vísu frekar gert ráð fyrir að kórinn sé settur á hreyfingu, en vegna tíma- og plássleysis var erfitt að koma því við og því fengum við dansarana til liðs við okkur. - Þetta er alveg þrælskemmti- leg ópera, segir Sigurður Pálsson. - Hún er orðin 300 ára og hefur verið sýnd jafnt og þétt öll þessi ár svo það er óhætt að segja að það sé komin á hana góð reynsla. Sagan um Aeneas er fengin meðal annars hjá Virgli, en óper- an segir frá Aeneasi, sem er ný- kominn úr Trojustríðinu. Hann lendir í óveðri og hrekst til Kar- þagó þar sem hann hittir ekkjuna Dídó, - og það grípur um sig ást. Síðan koma ill örlög til sögunnar í formi seiðkonu og tveggja norna, sem eru eins konar persónugerv- ingar hinna illu örlaga. Þetta er ekki nema rúmlega klukkustundar verk, en gerist á einum fjórum stöðum. Nú erum við í rými, sem er ekki ætlað sem leikhús og hefur því ekki úr þeim hlutum að spila sem venjuleg leikhús hafa, fyrir nú utan það að fjárhagsgeta þeirra sem að þessu standa er mjög takmörkuð, svo það var ekki um það að ræða að gera neina „venjulega“ upp- færslu. Við höfum því orðið að byggja á einföldum og skýrum lausnum og höfum lagt áherslu á hreinan og sterkan einfaldleika í sýningunni. Þótt sviðsmyndin sé einföld endurspeglar hún þá afstöðu, sem við höfum tekið við túlkun verksins, að það neikvæða afl sem seiðkonan og nornirnar eru tengist valdastóli Dídóar og hugs- Frá æfingu á Dídó og Aeneasi, Seiðkonan (Jóhanna V. Þórhallsdóttir) og nornirnar tvær (Elísabet F. Eiríksdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir). Mynd - Kristinn. anlega Dídó sjálfri, það er að segja, í hennar huga fer fram bar- átta ástar og dauða. Dídó er í upphafi óperunnar ekkja, sem hefur afneitað ást- inni. Það er því skiljanlegt að ein- hver þáttur í henni sjálfri vilji halda áfram að vera syrgjandi og afneiti þessari ást á Aneasi. Okk- ar túlkun er sú að þau andstæðu öfl, sem þarna takast á séu hluti af henni sjálfri frekar en að það illa sé eitthvert óraunverulegt afl sem allt í einu fer að blanda sér í málin. Við höfum valið sömu lausn hvað varðar guðina Júpíter og Merkúr, sem þarna koma við sögu. Þessir fornu guðir eru óneitanlega svolítið fjarlægir manni, sem situr úti í sal í Lang- holtskirkju í dag. Þess vegna eru þeir báðir túlkaðir sem hluti af þessum seiðkvennaöflum. Svo má ekki gleyma því að Hljómeyki er afburða kór, hljómsveitin er mjög góð og þarna eru líka frábærir einsöngv- arar og dansarar. Við köllum dansarana hreyfikórinn vegna þeirra hlutverks, sem milliliður á milli atburðarásar og tónlistar, sýningin verður öll miklu skil- virkari og sterkari vegna þeirra þátttöku. Tvær söngkonur fara í sýning- unni með sín fyrstu óperuhlut- verk hér á landi, þær Erna Guð- mundsdóttir, sem syngur hlut- verk Belindu, og Jóhanna V. Þórhallsdóttir sem er seiðkonan. Elín Ósk Óskarsdóttir fer með hlutverk Dídóar og Sigurður Bragason er Aeneas. Elísabet F. Eiríksdóttir syngur hlutverk konu í för með Dídó auk hlut- verks aðstoðarnomar, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir er að- stoðarnorn og Júlíus Vífill Ingv- arsson er í hlutverki sjómanns. Hreyfikórinn eru þau Björgvin Friðriksson, Helena Jónsdóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Lilja ívarsdóttir, Pálína Jónsdóttir og Soffía Marteinsdóttir og hljóð- færaleikarar strengjasveit ís- lensku hljómsveitarinnar auk Önnu Magnúsdóttur og Hauks Hannessonar, sem leika fylgi- raddir á sembal og selló. Lýsingu annast Sveinn Benediktsson og Björn Þorgeirsson. LG Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.