Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 23
 ars"«erfoSa^o» 8 aðsetjauppgnmur. Breið- hyltingar í sælu- vímu Alla þessa viku hafa staðið yfir Sælu- dagar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hefðbundin kennsla hefur legið niðri en í stað hennar hafa nemendur tekið þátt í ýmiskon- ar hópstarfi og má segja að hægt hafi verið að velja um allt milli himinsog jarðar, dáleiðslu, ísklifur, ÁTVR kynningu, flippi, flugkennslu, kvik- myndun og þannig mætti lengi telja. Hápunktur Sæludaganna var vafalítið árshátíð skólans sem haldin var á Hótel íslandi á miðvikudag. Þar var m. a. fluttur söngleikur eftir Valgeir Skagfjörð af nemendum skólans og eru myndirnar hans Jim Smart teknar við það tækifæri. ÁkvöröunarstaöuR Key West Guðmundur Karlsson stundar siglingar með íslenska ferðamenn frá Fort Lauderdale til Key West í Flórída Siglingin frá Fort Lauderdale til Key West er ævintýri líkust, segir Guðmundur Karlsson skip- stjóri á lítilli lystisnekkju, sem hann hefur gert út frá Fort Lauderdale í Flórída í vetur. Guðmundur fer í dagsferðir, þriggja daga ferðir eða vikuferðir meðfram ströndinni og um „Vatnavegina“ og skerjagarðinn alla leið til Key West, sem er syðsta eyjan undan Flórída. Það- an eru aðeins 90 mflur til Kúbu. Guðmundur hefur siglt með bandaríska ferðamenn og ís- lenska jöfnum höndum í vetur, og segir þessa útgerð vera ævint- ýri líkasta. Nú stefnir hann að því að bjóða þessar ferðir fyrir ís- lendinga í auknum mæli í gegnum ferðaskrifstofuna Sögu. Fort Lauderdale er í þriggja og hálfs tíma akstursleið frá Orlando á Flórída, sem er reglulegur við- komustaður Flugleiða. Dagsferðin sem við förum frá Fort Lauderdale er um Miami- flóann, þriggja daga ferðin er til Key Largo nyrst og vestast í skerjagarðinum og vikuferðin er til Key West. Flórída-lyklarnir eða Flórida Keys, eins og þeir heita á ensku, eru eyjarani sem liggur í suður og austur frá Flórídaskaganum. Eyjarnar eru allar tengdar saman með brúm, og er ein þeirra sú lengsta í heimi. Eyjarnar eru allar byggðar, en misjafnlega mikið, og er Key West sú fjölmennasta. Byggðin og andrúmsloftið á þessum syðstu eyjum N-Ameríku ber mikið svipmót af latneskum áhrifum frá suðurhluta álfunnar, og er því ekki dæmigerð fyrir Bandaríkin. Meðal þeirra sem áttu sumarhús á Key West voru BoaZfirande Kqy Jtico' L Amrrican ShoaJ Flórídaskagi Lystisnekkjan rithöfundurinn Hemingway og Truman bandaríkjaforseti. Guðmundur segir að sjórinn við skerjagarðinn og í Miami-flóa sé alltaf sléttur og silfurtær, og víða megi kafa niður á ævintýra- leg kóralrif og skoða litskrúðugt sjávarlíf. Veiði sé ágæt á stöng, en tegundirnar hafi ekki íslensk nöfn. Ef farið er út á opið haf í Flórídasundinu má einnig veiða stærri fiska eins og sverðfisk og túnfisk. Guðmundur segist fara með sjóstangveiðifólk út í Golf- strauminn á lystisnekkjunni til veiða, sé þess óskað. Veðurfar á þessum slóðum er gott á vetrum, 22-30 stiga hiti að jafnaði. Lystisnekkja Guðmundar rúmar vel 9-10 manns í dagsferð en gott svefnpláss er fyrir 6 far- þega í tveim svefnklefum fyrir 6 daga ferðir. Auk svefnklefanna eru um borð stór setustofa, eld- hús og messi og öll þægindi. Hvernig kom það til að þúfórst í þetta starf? Mitt líf hefur alla tíð snúist í kringum sjóinn. Ég er vélfræð- ingur, og stundaði sjó, aðallega á togurum til 1963. Fór þá í land í nokkur ár og hafði m.a. eftirlit og milligöngu um skipabyggingar fyrir íslendinga erlendis. Fór svo Guðmundur Karlsson: Það er góð stangveiði í skerjagarðinum. Ljósm. Kristinn. í kaupskipaútgerð um tíma, en hætti henni 1986. Ég stefni nú að því að vinna við þessa ferða- mannaþjónustu á veturna en koma heim á sumrin. Guðmundur segir að siglingar hans um skerjagarða og vatna- vegi Flórída séu seldar á verði sem sé vel samkeppnisfært við hliðstæðar siglingar á Miðjarðar- hafi. Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.