Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
Égtek
nærri mér
óhamingju
íslands
ENNLIFIR ANDINN
FRÁ HRIFLU
f fáum orðum sagt: allt efni
leiksins og túlkun þess miðar að
niðurlægingu mannssálarinnar og
að brjóta niður reisn hennar og
göfgi sem þó býr í hverjum einum
í raun og veru. Það er eins og hér
sé reynt að vekja eins konar að-
dáun áhorfenda á þessum
lágkúrulegu eðlisþáttum sem hér
er reynt að hefja til vegs.
Ég las það ekki alls fyrir löngu að könnun
hefði verið gerð á því hvort þjóðir væru ham-
ingjusamar. Það kom á daginn að íslending-
ar voru allra þjóða hamingjusamastir.
Eða svo héldu þeir sjálfir.
Ég hefi alltaf átt erfitt með að trúa þessu.
Ég á fullt af ættingjum í öllum aldursflokkum
og af báðum kynjum og í öllum flokkum og ég
hefi ekki orðið var viö þessa íslensku ham-
ingju.
Það er ekki lifandi í þessu landi fyrir and-
skotans veðrinu, segir einn.
Það er ekki lifandi í þessu landi fyrir þess-
um djöfuls stjórnmálamönnum, segir annar.
Ef að þessir unglingar sem berja hvern í
hausinn sem liggur vel við höggi eiga að erfa
landið, þá er ég farinn, segir sá þriðji.
Það er ekki einu sinni hægt að stóla á
handboltann til að halda höfði segir sá fjórði.
Og ég ætla ekki að segja ykkur hve margir
það eru sem tönnlast við mig á mestu ógæfu
Islendinga sem er fastur hryggjarliður í þeirra
tilveru. En hún er sú hve brennivínið er orðið
dýrt. Maður hefur bara ekki efni á því að éta
lengur.
Svona gengur það nú fyrir sig. Eg hefi velt
þessu mikið fyrir mér og ég held að Islend-
ingar segist vera hamingjusamir vegna þess,
að annars haldi umheimurinn að þeir séu
eins og hverjir aðrir guðs volaðir sveitamenn
sem aldrei hafa neitt heyrt eða séð eða reynt
og húki norður í rassgati á eyðiskeri, grænir
af öfund út í heiminn þar sem gul sítrónan
grær og vínið steypist fram í dumbrauðum
fljótum.
Ég held að við séum í rauninni mjög óham-
ingjusamir.
Það virðast vera okkar örlög og hlutskipti í
tilverunni.
Tökum til dæmis efnahagsmálin sem hafa
það fyrir sið á íslandi að vera hin verstu mál.
Við höfum náttúrlega haft vonda ríkisstjórn
einhverra framsóknarkomma. Sem væri
nógu slæmt út af fyrir sig, ef að fiskurinn í
sjónum væri ekki búinn að stinga okkur af og
óþægilegt verðlag á afurðum erlendis og út
breiðist vaxtarkreppa og efnahagslegur
sinadráttur sem leggur fyrirtækin afvelta svo
þau mega sig hvergi hræra fyrir vaxtanauðg-
unum og yfirgnæfandi framboði á eiginfjár-
skorti. Meðan alþýðan barmar sér sárt yfir
bensínhækkunum og neikvæðri aukningu
kaupmáttar og sálardrepandi framvindu
lánskjaravísitölunnar eða hvað þetta nú allt
heitir á siðuðu og æsingalausu máli.
Það er sama hvar gripið er niður.
Svo heyrði ég í útvarpinu held ég, að nú
væri að koma betri tíð. Það væri að koma
jafnvægi í fjármálin og verðlag fór hækkandi
á erlendum mörkuðum svo að fiskvinnslan
átti að fá að lepja svolítinn rjóma í stað þess
að lepja dauðann úr skel eins og venja er til.
Mikið var ég glaður fyrir hönd þjóðar
minnar sem loks sér nú Ijósið skína við
endann á jarðgöngum lífsins.
En svo tók ég mér Tímann í hönd svona af
rælni og tilviljun og sá að þar var skrifað með
stóru letri að nú fyrst væri voðinn vís.
„Skapar lítil verðbólga bönkunum stóran
vanda?" stendur þar. Og það fór um mig
hrollur, því ég má ekki til þess hugsa að
þessum ábyrgu stofnunum, bönkunum, líði
eitthvað illa yfir því að vextir eru á niðurleið,
eins og blaðið rakti.
Þetta er vissulega skelfilegt, hugsaði ég.
Ekki tók betra við um kvöldið. Þá birtist
Steingrímur forsætisráðherra í sjónvarpinu.
Og mér brá. Langt síðan ég hef séð karlinn
svona armæddan allan eitthvað og sorrí eins
og Gamla Grána.
Og hvað var að?
Ekki annað en að ég hafði misskilið allar
fréttir. Það var að vísu að hækka verðlag á
íslenskum fiski áerlendum mörkuðum. En þá
fyrst fór að vandast málið.
Þaö verður svo mikil þensla og spenna,
sagði Hrólfurfrændi minn, þegarhann varað
útskýra þetta fyrir mér. Það fara allir að
kauþa eins og vitlausir menn. Það fara allir
að renna sér launafótskriðu og stoppa hvergi
nema úti í hafsauga. Allir kjarasamningar
verða ómark og allir ábyrgir menn í þjóðfé-
laginu með. Það verður neyslusukk og bygg-
ingasukk og tölvusukk og steinsteypusukk.
Það verður halli og skuldir og agaleysi,
stjórnleysi og ringulreið.
Og hvað eigum við til bragðs að taka,
Hrólfur minn? spurði ég.
Það verður að kveða niður þetta góðæri
með öllum ráðum, sagði Hrólfur. Þú manst
hvað segir í íslandsklukkunni um okkar
elskulegu þjóð og hennar ráðamenn?
Nei, sagði ég.
Vont er þeirra hallæri, sagði Hrólfur. Verra
er þeirra góðæri.
Lesendabréf í Tímanum
um Ljós heimsins í Borg-
arieikhúsinu
ANNARS VÆRIHÚN
ÓMARK NÁTTÚR-
LEGA
Að sjálfsögðu var frásögn sjúkl-
ingsins og konu hans eftirtektar-
verð, enda hafði hún birst áður í
einu dagblaðanna.
DV
BERERHVERAÐ
BAKINEMASÉR
BRÓÐUR EIGI
Nóg ætti að vera fyrir Bush
Bandaríkjaforseta að vera með
ráðamenn Kína, Pakistan, írak
og annan hvern bófa í Suður-
Ameríku á bakinu.
Leiðari í DV
EKKERT
MÁ MAÐUR!
í Bandaríkjunum mun sú klausa
fylgja leiðbeiningum fyrir
eigendur örbylgjuofna að bannað
sé að hita ketti í ofnunum.
DV
ÆVINTÝRASKÁLD
ENDURBORIÐ
Jón Baldvin sagði við Alþýðu-
blaðið í gær að Uffe Elleman væri
greinilega að reyna að feta í fót-
spor landa síns, skáldsins H.C
Andersens, með því að koma á
kreik kviksögum sem hvergi fást
staðfestar.
Alþýðublaðið
Ó HVE LÉTT ER
ÞITT SKÓHLJÓÐ
Ástæða er til að vona að Ellerti
Schram takist að gera einhvern
pólitískan „gambít" úr vinstri fæti
sínum, svo mjög sem hann gum-
aði af honum í DV á laugardag-
inn. Auðheyrt er að ritstjórinn
telur að mikill mundi maðurinn
allur væri hann til umræðu en
ekki fóturinn einn.
Tíminn
VÍÐA LEYNIST
LAUMUVINSTRI-
MENNSKAN
Heimurinn er að uppgötva að í
vinstra fætinum leynist líf og í
þessu lífi sprettur fram frjó hugs-
un.
2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. mars 1990
Ritstjórnargrein í DV