Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Víetnamskur sósíalismi Efnahagsumbœtur hafa skilað ótrúlegum árangri á örstuttum tíma þráttfyrir að víetnamskir kommúnistar sýni engin merkiþess aðþeir hyggist slaka á alrœði sínu í stjórnkerfinu Víetnamar komust í röð helstu hrísgrjónaútflutningsþjóða heims á síðasta ári eftir viðvar- andi hungursneyð ár eftir ár. Hagstætt veðurfar hafði sitt að segja en höfuðástæðan fyrir bætt- um hag Víetnama er samt víð- tækar efnahagsumbætur sem sagðar eru þær róttækustu og best heppnuðu í nokkru sósíal- ísku ríki. Víetnamskir kommúnistar fylgdu upphaflega harðlínu sósí- alisma að stalínískri fyrirmynd i efnahagsmálum. Hann dugði þeim ágætlega f frelsistríðinu gegn bandarísku leppstjórninni f Suður-Víetnam. En fljótlega eftir sigur kommúnista kom í ljós að miðstýríng í efnahagsmálum var ekki sériega framleiðsluhvetjandi fyrir smábændur og aðra smá- framleiðendur sem voru megin- uppistaða víetnamsks efnahags- Iffs. Árið 1986 var ástandið orðið svo slæmt að kommúnistar ákváðu að venda sfnu kvæði f kross og leyfa einkaframtak í landbúnaði, þjónustu og smáiðn- aði. Lítil sem engin framleiðslu- aukning hafði orðið í landbúnaði árum saman á sama tíma og þjóð- inni fjölgaði um eina miljón á ári þrátt fyrir stöðugan straum flóttamanna úr landi. Einkaframtakið blómstrar Efnahagsumbæturnar voru fyrst og fremst fólgnar í að draga úr miðstýringu og gefa einka- framtakinu lausan tauminn. Smábændum var úthiutað landi og þeir fengu leyfí til að selja mik- inn hluta framleiðslu sinnar á frjálsum markaði. Mótmælaaðgerðir mörg hundruð bænda í Ho Chi Minh borg fyrir tveimur árum urðu til að flýta breytingunum enn frek- ar. Gerðir voru formlegir samn- ingar við bændur um yfirráðarétt yfir landskikum til að minnsta kosti 15 ára og allt upp í 50 ár. Við það fengu bændur tilfinn- ingu fyrir því að þeir réðu sjálfir yfir landinu sem þeir ræktuðu og að afkomendur þeirra hefðu góða möguleika á að fá að halda því. Nghiem Xuan Tue háttsettur embættismaður hjá vinnumála- ráðuneytisins segir reynslu Víet- nama sýna að vonlaust sé að þvinga bændur til að ná árangri. Tran Huan Phoi aðalfram- kvæmadastjóri í ráðuneyti efna- hagstengsla við önnur ríki segir að nú sé alltaf gengið út frá því að bændur verði að græða. Engin grjón fyrir borgarsvín Skattar, sem bændur höfðu greitt með hrísgrjónum, voru lækkaðir og verðlag gefið frjálst. Við það varð hrísgrjónaverð í meira samræmi við framleiðslu- kostnað og það var hagkvæmt fyrir bændur að einbeita sér að hrísgrjónarækt. Hætt var líka að úthluta ríkis- starfsmönnum mánaðarlega 13 kílógramma skammti af niður- greiddum hrísgrjónum til þess að draga úr sóun. Þeir notuðu stóran hluta hrísgrjónanna til að fóðra svín og önnur húsdýr. Áætlað er að um 100 þúsund svín séu í Hanoi og var mikil sóun fólgin í því að gefa þeim grjón sem ætluð voru til manneldis. Umbætumar hafa þannig haft í för með sér stórbætta nýtingu á matvælum auk þess sem þær hafa hvatt bændur til að framleiða meira. Borgarsvínin verða að láta sér nægja hrat og matarleyfar af því að almenningur gefur þeim ekki forláta hrísgrjón sem hann kaupir dýmm dómum á mark- aðnum. Framleiðslu- stökk Frá því að landinu var úthlutað til smábænda hefur orðið gífurleg framleiðsluaukning í landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var mat- vælaframleiðsla Víetnama 17,6 miljónir tonna aðallega af hrís- grjónum árið 1987. Matvæ- laframleiðslan jókst upp í 19,6 miljónir tonna árið 1988 og var 20,5 miljónir tonna á síðasta ári. Hagstæð veðrátta hefur átt þátt í framleiðsluaukningunni en efnahagsumbætumar era samt sagðar aðalástæðan. Sendifull- trúar frá Austur-Evrópu segja að Víetnamar hafi náð betri og skjótari árangri með efnahags- umbótum sínum en nokkur önnur þjóð undir stjóm kom- múnista. Víetnamar stefna að því að framleiða 22 miljónir tonna af matvælum á þessu ári. Talið er að þeir hafi góða möguleika á að ná því marki svo fremi sem þeir sleppa við öfluga fellibyli sem æða stundum yfir landið á öðrum og þriðja ársfjórðungi. Hrísgrjóna- útflutningur Víetnamar, sem neyddust ár eftir ár til að flytja inn mikið magn matvæla frá Sovétríkjun- um, voru skyndilega orðnir þriðja mesta hrísgrjónaútflutn- ingsþjóð heims á síðasta ári. Þeir fluttu út 1,4 miljónir tonna af hrísgrjónum og komu næstir á eftir Thailendingum og Banda- ríkjamönnum. Thailenskir hrísgrjónakaup- menn segjast ekki óttast sam- keppnina, jafnvel þótt víetnöm- sku hrísgrjónin séu mun ódýrari en þau thailensku, vegna þess að þau er mun lakari að gæðum enn sem komið er. Víetnamar hafa aðallega flutt út hrísgrjón til Sovétríkjanna, Indlands og Kína. Stjórnvöld segja erfitt að meta heildarverð- mæti útflutningsins vegna þess að ríkið hefur ekki lengur einkaleyfi á milliríkjaverslun. Einstök fylki og jafnvel einkafyrirtæki mega líka flytja út hrísgrjón. Stór hluti útflutningsins hefur farið til að greiða niður himinhá- ar skuldir Víetnama við Sovét- menn. Þeir fengu um þriðjung út- fluttra grjóna og báðu um meira. Ný efna- hagsvandamál Þrátt fyrir mikinn og góðan ár- angur af efnahagsumbótunum hafa þær ekki gengið alveg vand- ræðalaust fyrir sig. Óðaverðbólg- an er horfin og fólk fær fylli sína af mat en atvinnuleysi hefur stór- aukist. Þegar farið var að krefjast þess af ríkisfyrirtækjum að þau skiluðu hagnaði neyddust mörg þeirra til að segja upp starfs- mönnum. Bilið á milli ríkra og fátækra hefur líka aukist. Framtakssamir kaupmenn og útsjónasamir og vinnusamir bændur hafa hagnast vel en Nguyen Van Linh aðalritari víetn- amska kommúnistaflokksins. óbreyttir ríkisstarfsmenn em ekki eins vel settir. Margir forystumenn kommún- ista em óánægðir með þessa þró- un. Tran Cong Man aðstoðarrit- ari blaðamannasambands Víetn- ams segir að kapítalismi sé góður fyrir eftiahagsþróunina en hann geti ekki bundið enda á arðrán. Víetnamskir kommúnistar verði því að finna nýja leið. Kommúnistar deila ekki völdum Þrátt fyrir efnahagsumbæturn- ar hafa víetnamskir kommúnistar þvertekið fyrir að láta af valda- einokun sinni að dæmi kommún- ista í Austur-Evrópu og Sovét- ríkjunum. Miðstjórn víetnamska komm- únistaflokksins hefur setið á fundi nú í mars og rætt um leiðir til að koma í veg fyrir að flokkur- inn glutri niður völdunum svipað og austur-evrópskir kommúnist- ar. Mikil leynd hefur hvílt yfir um- ræðum á fundinum en hann er liður í undirbúningi undir sjö- unda flokksþing víetnamskra kommúnista sem búist er við að verði haldið síðar á árinu. Undirbúningsnefnd miðstjóm- arfundisins bauð flokksfélögum, sem talið er að séu um tvær milj- ónir, að senda athugasemdir við uppkast að ályktun fundarins. Mikill fjöldi bréfa er sagður hafa borist. Þau snémst aðallega um nauðsyn breytinga á flokksforyst- unni, sem er mjög við aldur, og um mikilvægi þess að auka sjálf- stæði þingsins, gefa félagasam- tökum frelsi frá flokksafskiptum og útrýma spillingu í embættis- mannakerfinu. Umbótasinnar innan víetnam- ska kommúnistaflokksins hafa látið í ljós vilja til að draga úr beinum áhrifum flokksins sem teygja sig til allra sviða þjóðlífs- ins. Þeir hafa samt ekki gengið svo langt að lýsa yfir stuðningi við að tekið yrði upp fjölflokkakerfi. Víetnamskt salat Miklar umræður hafa að und- anfömu átt sér stað innan víetn- amska kommúnistaflokksins um leiðir til að bæta ímynd flokksins og styrkja tengsl hans við al- menning. Bui Tin aðstoðarritstjóri flokksmálgagnsins Nhan Dan segir að flokkurinn eigi að beita fortölum en ekki beinum tilskip- unum til að stjórna. Þessar hug- myndir vom reifaðar á mið- stjórnarfundi flokksins í febrúar og væntanlega hafa þær líka verið ræddar á fundi miðstjómarinnar í þessum mánuði. Nguyen Co Thach utanríkis- ráðherra Víetnama og félagi í stjórnmálanefnd flokksins segir að víetnamski sósíalisminn verði ólíkur sósíalisma annarra ríkja. Hann verði víetnamskt salat en ekki rússneskt salat eins og hann orðaði það. Búist er við áttunda flokks- þingið samþykki að taka upp þennan sérvíetnamska sósíalisma síðar á þessu ári. Fæstir eiga von á að hann felist í brotthvarfi frá einsflokkskerfi. Víetnamar hafa aldrei búið við fjölflokkakerfi. Konfúsísk hug- myndafræði á enn mikil ítök í Ví- etnömum. Samkvæmt henni er vald leiðtoga ríkisins óskorað svo lengi sem hann tryggir frið og tekst að bæta kjör almennings. Alþýða manna á heldur ekki að vasast í stjórnmálum heldur er það verkefni sérmenntaðra emb- ættismanna. Ekki má heldur gleyma því að kommúnistar komust til valda í Víetnam af eigin rammleik. Staða þeirra er því miklu sterkari en kommúnista í Austur-Evrópu sem komust á valdastól með að- stoð Sovétmanna. Þaggað niður í róttæk- um umbótasinnum Gamlir harðlínumenn undir forystu Ngueyn Van Linh aðalrit- ara flokksins hafa á síðustu vik- um unnið að því að styrkja stöðu sína með því meðal annars að draga úr áhrifum róttækra um- bótasinna innan flokksins. Klúbbur fyrrverandi bardaga- manna í andspyrnuhreyfingunni hefur verið helsti vettvangur rót- tækra umbótasinna. Hann hefur um fjögur þúsund félaga sem koma frá Suður-Víetnam. Þeir hafa oft látið í ljós gagnrýni á að efnahagsumbætumar gangi of hægt og hafa viljað að víetnam- ska þingið fengið aukið sjálfstæði frá flokknum. Klúbburinn, sem var stofnaður árið 1986, gaf um tíma út frétta- blað sem síðar var bannað. Hann hefur samt haldið áfram útgáfu á óopinberu fréttariti. Harðlínumenn hafa löngum litið forystumenn klúbbsins hom- auga og þann 4. mars síðastliðinn neyddu þeir framkvæmdastjóm hans til að skipta um formann og varaformann sem báðir hafa ver- ið áhrifamiklir talsmenn róttækra umbóta. Félagar í framkvæmdastjóm- inni segja að stjómvöld hafi hót- að að láta banna klúbbinn nema þeir skiptu um forystu. Leiðtogar víetnamskra komm- únista em því greinilega ekki á þeim buxunum að leyfa stjómar- farsumbætur til samræmis við efnahagsumbætumar. rb Stutt yfirlit Víetnam er 330 þúsund ferkfl- ómetrar að stærð. Ibúar em rúm- lega65miljónirtalsins. Þaðvar öldum saman sjálfstætt konungs- ríki í nánum tengslum við Kína. Syðsti hluti þess varð frönsk ný- lenda 1867 og Frakkar lýstu norðurhlutann franskt vemdar- svæði 1883. Kommúnistaflokkur Indókína var stofnaður árið 1930 undir for- ystu Ho Chi Minh. Víetnamar byrjuðu að leggja Víetnam undir sig í september 1940 með sam- þykki Frakka sem vom að nafn- inu til enn við völd þar til í mars 1945 að Japanar tóku öll völd í sínar hendur. Víetnamskir þjóðernissinnar í samfylkingarsamtökunum Vietn- Minh, sem kommúnistar áttu að- ild að, lýstu yfir sjálfstæði Víetn- ams í kjölfar uppgjafar Japana 1945. Frakkar sendu aftur her til Víetnams í mars 1946 og stofn- uðu leppríki í Suður-Víetnam árið 1949 en kommúnistar héldu völdum í Norður-Víetnam. Frakkar reyndu að steypa stjórn kommúnista í Norður- Víetnam en biðu hernaðarlegan ósigur árið 1954 og drógu sig til baka til Suður-Víetnams. Skær- uliðar Viet-Cong undir forystu kommúnista börðust gegn lepp- stjóm Frakka í Suður-Víetnam. Bandaríkjamenn blönduðust í stríðið 1961 og tóku fljótt við hlutverki Frakka. Brottflutningur bandaríska hersins hófst 1973 og leppstjórn þeirra í Suður-Víetnam féll í apríl 1975. Norður- og Suður-Víetnam vom sameinuð ári síðar undir merkjum sósíalisma. Víetnamar nutu mikillar að- stoðar Kínverja og Sovétmanna í frelsisstríðinu. Eftir sameiningu Víetnams slettist upp á vin- skapinn við Kínverja sem ætluðu sér stórt hlutverk við endumpp- byggingu Víetnams. Kínverskir innflytjendur í Víetnam vom of- sóttir og hrökkluðust úr landi í stórhópum. 200 þúsund Kínverj- ar flúðu Víetnam árið 1979. Ví- etnamskur her réðst inn í Kamb- ódíu 1978 og steypti stjóm Rauðra Khmera. Kínverjar refs- uðu Víetnömum með innrás 1979 en drógu her sinn fljótlega til baka eftir mikið mannfall á báða bóga. Víetnamar nutu áfram mikils stuðnings frá Sovétríkjunum en hafa að mestu leyti verið einangr- aðir á alþjóðavettvangi að öðm leyti. Að undanfömu hefur dreg- ið mjög úr aðstoð Sovétmanna en samskipti Víetnama við Kínverja fara ört batnandi. Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.