Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 26
MYNDLISTIN Art-Hún hópurinn sýnir í húsakynn- umTaflfél. Rvíkurog Skáksamb. ísl. v/ Faxafen, skúlptúrverk, grafík og myndir unnar í kol, pastel og olíu. Sýn. er í tengslum viö Stórvelda- slaginn og Búnaðarbankamótið og er opin á meðan á skákmótunum stend- ur. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Ger- hard Zeller, olíumálverk og vatnslita- myndir, opn lau. Til 8.4. Bókasafn Kópavogs, sýning á mál- verkum KimsTawatchai Wiriyolan, mán-fö 10-21, lau 11 -14 til páska, aðg. ókeypis. FÍM-salurinn, Örn Ingi, máluð mynd- verk opn lau kl. 14. Til 17.4.14-18 daglega. Gallerí Borg, Erótíka, verk e/ Alfreð Flóka, BragaÁsgeirsson, Hörpu Björnsdóttur, Jóhannes Jóhannes- son, Jón Axel Björnsson, Magnús Kjartansson, Pál Guðmundsson, Sverri Ólafsson, Valgarð Gunnars- son og Örlyg Sigurðsson. Til 3.4.10- 18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Borg Austurstræti 3 og Síðumúla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíu- myndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerí einn elnn, Skólavörðustíg 4a, KristbergurÓ. Pétursson, mál- verk og teikningar. Til 8.4.14-18 dag- lega. Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18 e/eftirsamkomulagi. Hafnarborg, Hf, opið 14-19 alla daga nema þri: Ur safni Hafnarborg- ar, opn lau. Til 16.4. Tónleikar su sjá Tónlistin. Hótel Llnd, veitingasalur, Anna Gunnlaugsdóttir, málverk. Til 27.5. íslandsbanki, Skipagötu, Akureyri, myndir eftir Jón Eiríksson. Til 2.4. Kjarvalsstaðlr, 11-18 daglega, vest- ursalur, verk Guðmundu Andrésdótt- ur, yfirlitssýn. 1958-88, opn lau kl. 14. Til 15.4. Austursalur, Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir, olíuverk og skúlp- túr, opn lau kl. 16. Til 16.4. Llstamannahúslð, Birgitta Jóns- dóttir, þurrpastelmyndir, olíumálverk og punktamyndir. Til 1.4. versl.tími. List um landið: Sigurjón Jóhanns- son, Sildarævintýrið, bæjarstjórnar- salnum á Siglufirði til 8.4. opn lau. Hringur Jóhannesson, málverk, húsi Verkalýðsfélags Borgarness, Borg- arnesi, til 8.4. opn su kl. 16. Listasafn íslands, salir 1 -5 Uppþot og árekstrar, norræn list 1960-1972, farandsýning á vegum Norrænu list- amiðst. Til 8.4.12-18 alla daga nema mán. kaffistofa opin á sama tíma, að- gangurókeypis. Mynd marsmán. Matarlandslag (Foodscape) e/ Erró, leiðsögn ókeypis í fylgd sérfræð. fi kl. 13:30. Llstasafn Elnars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Llstasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Bókmenntadagskrá su, sjá Hittogþetta. Mokka, Vilhjálmur Einarsson, lands- lagsmálverk. Norræna húsið, kjallari, Kristinn G. Harðarson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Eggert Pétursson og Ingólfur Arnars- son sýna skúlptúra, málverk, teikningaro.fi. Til 1.4.14-19daglega. Anddyri: Teikningar Williams Heine- sen og Ijósmyndir úr lífi hans. Til 1.4. 12-19 su 9-19 aðra daga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Magnús Kjartansson, málverk, opn lau kl. 14- 16. Til 18.4.10-18 virka daga, 14-18 helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, eldgosa- og flótta- myndirÁsgríms.Til 17.6. þri.fi, iauog su 13:30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16 mán-fö. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. TÓNLISTIN Lúðrasveit verkalýðsins heldur tónleika í Langholtskirkju lau kl. 17. Lög e/ Jónatan Ólafsson, Jón Múla Árnason, Sigfús Einarsson, Árna Björnsson, Karl O. Runólfsson, So- usa o.fl. Stjórnandi Jóhann Ingólfs- son. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudag- stónleikar 1.4. kl. 15:30: Stefán Ómar Jakobsson básúnuleikari og Helgi Bragason organleikari flytja verk e/ Johann frá Lublin, Purcell, Kirnber- ger, J.S. Bach og Gaillard. Jónas Sen heldur tónleika í Bústaða- kirkju mán. kl. 20:30 ávegum EPTA. Tvær rapsodíur e/ Brahms, þriðja sónata Skrjabíns, Vallée d'Óberman, Paysage og Dante-sónatan e/ Liszt. Tónafórn J.S. Bachs á upprunaleg hljóðfæri: Helga Ingólfsdóttir (sembal), Kolbeinn Bjarnason (bar- okkflauta), Ann Wallström og Lilja Hjaltadóttir (barokkfiðlur) og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir (gamba) flytja Tónafórnina í Skálholtskirkju lau kl. 20:30 og í Kristskirkju su kl. 20:30. Laufey Slgurðardóttir og Ann Toril Lindstad leika á fiðlu og orgel í Laug- arneskirkju lau kl. 17. Verk e/ Corelli, Vitali, Hándelo.fl. Kvennakórinn Llssý heldur tónleika í Langholtskirkju su kl. 16. Stjórnandi Margrét Bóasdóttir, meðl. Guðrún Kristinsdóttir. Heiti potturlnn, Duus-húsi, Kvartett Kristjáns Magnússonar leikur su kl. 21:30. LEIKLISTIN íslenska Óperan, Carmina Burana og Pagliacci, í kvöld og lau kl. 20. íslenska leikhúslð, Skeifunni 3c, Hjartatrompet, lau og su kl. 20:30. Lelkfélag Hafnarfjarðar, Hrói Höttur, lauogsu kl. 17. Leikfélag Kópavogs, Félagsheim. Kópav. Virgill litli lau og su kl. 14 og 16:15(s. 41985). Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Stóra sviðið: Töfrasprotinn lau og su kl. 14. Kjöt í kvöld kl. 20, Hótel Þingvellir, lau kl. 20. Þjóðleikhúsið, Stefnumót, í Iðnó í kvöld og lau kl. 20:30, Endurbygging, í Háskólabíó, í kvöld og su kl. 20:30. Örleikhúsið, Logskerinn, 2, frums. á Hótel Borg í dag kl. 12. HITT OG ÞETTA Kvikmyndaklúbbur Islands, Sól- myrkvi (L'Eclisse) e/Antonioni (Frakkland-italía 1962) Regnbogan- um laukl. 15. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10, kvikm- .sýn. su kl. 16: Grimmileg ástarsaga e/ Eldar Rjazanov. Myndin er byggð á einu verka rússneska leikskáldsins Ostrovskís. Skýringar á ensku, að- gangurókeypis og öllum heimill. Dagskrá um Ijóð Jónasar Hallg- rímssonar verður í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonarsu kl. 15. Fjallað um nokkur Ijóð e/ Jónas. Bergljót Krist- jánsdóttir kennari og bókmennta- fræð., Silja Aðalsteinsdóttir bók- menntafr., Þórarinn Eldjárn rithöf. Er- lingur Gíslason leikari flytur Ijóð Jón- asar. Umsjá með dagskrá hafa Páll Valsson og Guðmundur Andri Thors- son. Dönsk bókakynnlng verður í Nor- ræna húsinu lau kl. 16: Keld Gall Jörgensen sendikennari kynnir danskarbækur 1989, rithöfundurinn Helle Stangerup segirfrá ritstörfum sínum og les úr verkum sínum. Tove Ditlevsen, ævi hennarog störf, verður efni fyrirlesturs sem Auður Leifsdóttir cand.mag. heldur í Nor- rænahúsinusu kl. 16. Stef numótun í danskri blaðaútgáfu erefni fyrirlesturs Ole Knudsens Hvað á að gera um helgina? Jón Torfason íslenskufræðingur í kvöld ætla ég að fara á kosningavöku stuðningsmanna Sigríðar Kristinsdóttur vegna kosninga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Ég læt mig heldur ekki vanta á dagskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga, sem verður á Hótel Borg á morgun í tilefni af 30. mars. Á sunnudaginn tefli ég svo með Húnvetningum í deildakeppni Skáksambands íslands. blaðafulltrúa Gyldendals forlagsins í Kbh mán kl. 20:30 (Tendenser i den danske forlagsverden gennem de si- dste 5 aar.) Kvikmy ndasýn ingar fyrir börn verða í fundarsal Norræna hússins su kl. 14. Sýnd verður sænsk teikni- mynd Kalle stropp och grodan Boll, (Kalli lykkja og Bolti froskur eltast við bófa), og sænska myndin Alban. Myndirnar eru báðar með sænsku tali og ótextaðar. Aðgangur ókeypis. Hið íslenska náttúrufræðifélag heldur opinn fræðslufund í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans, mán kl. 20:30. Helgi Björnsson jöklafræðing- ur greinir frá niðurstöðum íssjármæl- inga á Dyngjujökli og Brúarjökli. Sagt frá landslagi undir jöklunum o.fl. Fundurinn er öllum opinn. Styrktarfélag vangefinna heldur aðalfund í Bjarkarási lau kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar og önnur mál. Kaffiveiting- ar. Félag eldri borgara í Kópavogi held- ur skemmtikvöld í kvöld kl. 20 í Fé- lagsheimili Kópavogs. Félagsvist- hálfkort, gamanmál, tónlist og dans til miðnættis. Ferðafélag íslands: Árstíðarferð í Viðey lau kl. 13, gengið um eyjuna. 500 kr frítt fyrir börn undir 12 ára í fylgd full. Brottför frá Viðeyjarbryggju, i Sundahöfn.Ferðirsu:kl. 10:30 Skíðaganga vestan Hengils- Marardalur. 1000kr. Kl. 13: Hella- skoðunarferð í Ölfus, takið vasaljósin með, 1000 kr. frítt fyrir börn í fylgd full. Skíðaganga Þrengsli-Lágaskarð, létt ganga 1000 kr. allirvelkomnir. Brott- för í ferðirnar frá Umfmiðst. vestan- megin. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Safnast saman uppúr hál- ftíu, nýlagað molakaffi, gengið í klst. Allirvelkomnir. Útivist, ferðir su: Gönguskíðaferð frá Þingvöllum yfir í Botnsdal í Hvalfirði, brottför kl. 10 frá Umfmiðst. bensín- sölu, stansað við Árbæjarsafn. Grænadyngja-Sog, brottförkl. 13frá Umf.bens. Ferðakynning um helgina á Umfmiðst. í tilefni af 15 ára afmæli Útivistar býður fél. jafnöldrum sínum í fríar síðdegisferðir í vor og sumar. Sannleikurinn og pólitíkin Pað var gaman að hlýða á sæn- ska blaðamanninn og rithöfund- inn Jan Guillou í Norræna húsinu sl. sunnudagskvöld. Þar fjallaði hann um fjölmiðla, viðhorf sín til þeirra og ræddi um feril sinn sem blaðamaður en hann spannar nú aldarfjórðung og er skrýddur fjölda verðlauna fyrir góða fag- mennsku. Annars staðar í blað- inu birtist viðtal við Guillou en ég ætla samt að leggja út frá ummæl- um hans á fundinum á sunnudag- inn. Kannski var aðalástæðan fyrir því hve vel ég skemmti mér á fundinum sú að Guillou staðfesti margt af því sem ég hef verið að orða í þessum pistlum mínum. Ég hef oft verið nokkuð gagnrýninn á kollega mína hérlenda og sama máli gegnir um Guillou, raunar hefur hann gengið svo nærri þeim að þeir reyna að láta eins og hann sé ekki til. Hann skammar þá fyrir hugleysi og þjónslund fram- mi fyrir valdamönnum og í Nor- ræna húsinu sagði hann að sæn- skir fjölmiðlar gætu alls ekki tal- ist vera fjórði armur ríkisvaldsins heldur partur af þeim þriðja, framkvæmdavaldinu. En það sem mér fannst einna forvitnilegast í máli Guillou var afstaða hans til blaðamennsku og af hverju hann lagði hana fyrir sig. Þegar hann var nýstúdent um miðjan sjöunda áratuginn var hann ákveðinn í að verða prófess- or í lögfræði. Svo helltist yfir hann pólitísk bylgja sem kennd er við ártalið 1968 og hann eins og margir aðrir ungir menntamenn fengu brennandi áhuga á að breyta heiminum. Þeir fundu út að blaðamennska var miklu fljót- virkari leið en lögfræðin svo þeir urðu blaðamenn og hættu við há- skólanám. Með tímanum fækkaði þessum mannkynsfrelsurum á fjölmiðl- unum. Guillou sagði að þeir hefðu fljótlega komist að raun um að heiminum yrði ekki breytt með áróðri. Lesendur hefðu ekki áhuga á honum og sæju strax í gegnum hann. Eftir urðu þeir sem höfðu áhuga á blaðamanns- faginu sem slíku og þeir komust að þeirri niðurstöðu að munurinn á blaðamennsku og skáldskap væri sá að sú fyrrnefnda byggðist á sannleikanum og engu öðru en sannleikanum. Þótt aðeins 1% innihaldsins væri uppdiktað hlyti það að flokkast sem skáldskapur. Hér kom dálítið skrýtinn svip- ur á áheyrendur og Guillou flýtti sér að bæta því við að svona væri meginreglan, prinsippið, en veruleikinn væri því miður ekki alltaf í samræmi við kenninguna. Og að sjálfsögðu væri það ekki einhlítt þótt blaðamenn héldu sig við sannleikann. Með því að velja og hafna staðreyndum væri hægt að gefa alranga mynd af veruleik- anum þótt hvergi væri í raun hall- að réttu máli. Það er mín tilfinning að viðhorf af þessu tagi hafi hægt og bítandi verið að breiðast út um íslensku pressuna. Tími áróð- ursmálgagnanna fer óðum að styttast þótt þau reyni ávallt að rífa sig upp á afturendanum fyrir kosningar. Eflaust eiga þessi orð eftir að sannast í vor eins og á fyrri kosningavorum. Þeir sem eru sama sinnis og Guillou munu þurfa að kyngja því að skoðanir þeirra eiga enn nokkuð í land. En hægt og bítandi held ég að viðhorf blaðamanna séu að breytast. Raunar hef ég haldið því fram áður að það megi dag- setja upphaf þessarar þróunar. Hún hófst með stofnun Dag- blaðsins haustið 1975. Og hún verður ekki stöðvuð. Það er hins vegar ekki samasemmerki á milli þess að skrifa eingöngu sannleikann og ekkert nema sannleikann og þess að hafa enga skoðun á einu né neinu. Það hefur mér því miður fundist vera viðhorf margra kol- lega minna. Þótt þeir rífi sig lausa undan flokkspólitíkinni er ekki þar með sagt að þeir verði að bólusetja sig gegn allri pólitík. Með því eru þeir einmitt að svíkj- ast undan merkjum, breyta sér úr fjórða hluta ríkisvaldsins í þann þriðja. Vegna þess að ef blaða- menn hafa enga skoðun gera þeir ekki annað en að enduróma skoðanir þeirra sem hæst láta í samfélaginu hverju sinni. Og það eru að sjálfsögðu valdamenn, þeir sem fjölmiðlarnir eiga að veita aðhald. Því miður virðist mér þessi skilningur eiga nokkuð langt í land hjá íslenskum blaða- mönnum. Og aðsóknin að fundi Guillou sýndist mér staðfesta þetta. Salurinn var hérumbil full- ur en starfandi blaðamenn voru að því er mér sýndist innan við tíu talsins. Af þeim var aðeins einn sjónvarpsmaður, Helgi Már á Stöð 2, en e.nginn frá ríkissjón- varpinu. Mér fannst koma þessa manns hvalreki á fjörur íslenskra áhugamanna um fjölmiðlun. Á ég að trúa því að íslenskir blaða- menn hafi engan áhuga á fjöl- miðlun? 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.