Þjóðviljinn - 30.03.1990, Qupperneq 9
7 ÚRRÍKI B ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR
NÁTTÚRUNNAR
Skelfur storð
Þorvaldur Thoroddsen, einn
afkastamesti jarðfræðingur ís-
lendinga (1855-1921), tók saman
töluvert efni um sögu jarðskjáft-
anna sem kenndir eru við Suður-
land. Par kemur m.a. fram að
elstu heimildir um þá eru frá 1157
og að a.m.k.33 sinnum hafi svo
sjálftar valdið allmiklu eða veru-
legu tjóni og stundum manntjóni.
Meðaltímalengd milli hinna
stærri Suðurlandsskjálfta er því
um 25 ár en einu sinni til tvisvar á
öld verða skjálftar af stærðinni 7
stig á Richterkvarða eða meira.
Áhrif Suðurlandsskjálftanna
má marka af mörgu: Rituðum
heimildum um hrun bæjar- og
útihúsa, sprungumyndun á
Suðurlandsundirlendinu, raski til
fjalla og fleiru. Auðvitað voru
mannvirki fram til upphafs 20.
aldar illa fallin til þess að standast
j arðskj álfta. Engu að síður benda
rannsóknir heimilda og jarðrasks
til þess að líta beri á Suðurlandss-
kjálfta framtíðarinnar sem hættu-
legar jarðhræringar á svæði sem
nær um það bil frá Hveragerði/
Þorlákshöfn austur að Heklu/
Hvolsvöllum.
Það ber að taka skýrt fram að
ekki er vitað með neinni vissu um
hve alvarleg áhrifin verða á
mannvirki og vera kann að í stað
stærstu skjálfta komi röð smærri í
næsta sinn sem eiginlegur Suður-
landsskjálfti dynur yfir. í raun er
skjálftinn hrina jarðhræringa
með ólíkum upptökum á tiltölu-
lega mjóu belti sem nær frá
Hveragerði að suðurenda Heklu.
Getum er að því leitt að umtal-
sverðar skemmdir verði á fjölda
húsa, orku- og samgöngumann-
virki munu skaðast og fólk slas-
ast; en um umfang alls þessa er
ekki unnt að segja. Áhrif í þétt-
býli í 50-100 km radíus frá aðal-
upptökum eru einnig heldur óljós
en líklegt að minni háttar skemm-
dir og ýmis konar óþægindi leiði
af skjálftunum í bæjum innan
þeirra fjarlægðamarka og í
Reykjavík. Því má svo aldrei
gleyma að óvænt atvik geta ónýtt
Yfirlitskort af Suövesturlandi. Sýndar eru sprunguþyrpingar á Reykja-
nesskaga og í vestra gosbeltinu, einnig skjálftabeltiö á Reykjanes-
skaga og tjónasvæði helstu jarðskjálfta á Suðurlandsundirlendi síðan
1700. Myndin er tekin úr grein Sveinbjörns Björnssonar og Páls
Einarssonar í Náttúru íslands (1981).
Jarðskjálftabelti Suðurlands
Grunnhugmynd aö sambandi brotalína og jarðskjálítasprungu
Suöurlandsins, eins og jarðeðlisfræðingar hafa sett hana fram.
varkárustu „spár“ eða hugl-
eiðingar af þessu tagi.
Nú orðið er vitað að landspild-
urnar beggja vegna meginlínunn-
ar (sprunga(-ur) sem liggur
austur-vestur) hökkva í gagn-
stæðar áttir (hægri-vinstri) séð frá
þeim er stendur á línunni. Þetta
er hliðrun á svokölluðu sniðgengi
sem aftur er í einhverju sambandi
við breytingar á gliðnunarbeltun-
um á fslandi eða m.ö.o. á land-
rekssvæðinum þar sem ígildi Atl-
antshafshryggjarins liggur þvert
yfir landið. A yfirborði lands á
Suðurlandi sjást samt aðallega
sprungur með norður-suður
stefnu. Umræddar hliðrunar-
hreyfingar eru ansi tregar til að
ganga eftir og því safnast há berg-
spenna fyrir í jarðlögunum áður
en þau bresta. Afleiðingin er
óvenju stórir jarðskjálftar miðað
við hræringar á sjálfum gliðnun-
arbeltunum (t.d.Reykjanesskaga
og NA-landi) en þar verða
skjálftar sjaldan stærri en 5.5 stig
á Richterkvarða.
Lengi vel hafa íslensk yfirvöld
veitt of litlu fé til rannsókna á
Suðurlandsskjálftasvæðinu. Þó
hafði tekist að fá fjárveitingar til
vísindastofnanna til þess að hefja
uppbyggingu nets skjálftamæla á
svæðinu, hefja skráningu berg-
spennu í borholum og athuga
Iandhallabreytingar og útstreymi
lofttegunda úr jörðu. Með því var
aflað dýrmætrar vitneskju og
komist yfir byrjunarörðugleika.
Markmið vísindamanna er að
afla þekkingar á sem flestum
þáttum skjálftanna og jarðskorp-
unnar og geta ef til vill sagt fyrir
um hræringar. Verulegur skriður
komst ekki á vinnu að því marki
fyrr en á þessu ári. Norðurlanda-
þjóðirnar kosta m.a. áframhald-
andi uppbyggingu mælanets með
ýmis konar gangöflun og sjálf-
virkri skráningu upplýsinga í við-
amikinn gagnabanka. Þá ættu lík-
ur á nothæfum spám að aukast
með ári hverju. Um leið skyldu
menn vona að enn verði bið á
„þeim stóra“.
Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9