Þjóðviljinn - 30.03.1990, Side 3
Jarðabók
ÁmaogPáls
öll komin út
Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns er nú öll komin
út í nýrri ljósprentaðri útgáfu á
vegum Fræðafélagsins. Þegar
frumútgáfa sjálfrar jarðabókar-
innar í ellefu bindum lauk árið
1943 skrifaði Jón Helgason á
þessa leið:
En þó að nú sé vissulega hið
mesta af, er ennþá drjúgur
spölur eftir. Verkinu er ekki
lokið að fullu. Svo er til ætlazt
að enn komi eitt bindi sem í
verði margs konar smælki við-
víkjandi jarðabókinni og sögu
hennar, svo og skrár og töflur
og ýmsar greinargerðir sem
geri bókina nýtilegri. Þetta
bindi verður torvelt viðfangs
og mun eflaust heimta meiri yf-
irlegu en nokkurt hinna. Fé-
lagið gerir sér vonir um að fá að
halda styrk þeim sem- alþingi
hefur veitt því, þangað til þetta
bindi verður fullgert og sjálft
smiðshöggið þar með rekið á
verkið. (Frón).
Nú hefur þetta smiðshögg ver-
ið rekið. í 12. bindi sem kemur út
samtímis 13. bindi er sérstök atr-
iðisorðaskrá um alla jarðabókina
en í þessu viðbótarbindi, 13.
bindinu, eru prentuð ýmis gögn
er varða jarðabókina, sum áður
prentuð hér og þar, en flest áður
óbirt.
í tólfta bindi er atriðisorðaskrá
um öll bindi jarðabókarinnar.
Slík skrá hefur ekki verið til fyrr.
Gunnar F. Guðmundsson sagn-
fræðingur, sem hefur séð um út-
gáfu bindanna beggja, hefur sam-
ið hana og undirbúið til útgáfu
með tölvuaðstoð Eiríks Rögn-
valdssonar og Vilhjálms Sigur-
jónssonar.
Jón Helgason prófessor skrif-
aði um jarðabókina þegar útgáfu
hennar lauk árið 1943, m.a. á
þessa leið:
Hún er á sína vísu nákvæmasta
íslandslýsing sem við eigum.
Hvert hérað, hver jörð kemur
fram með sínum auðkennum.
Að lesa hana er eins og að ferð-
ast um landið, líta inn á hvert
heimili, heilsa upp á hvern
bónda og heyra hann skýra frá
högum sínum. Svona bjó hann,
þetta hafði hann af skepnum,
svona var túnið, svona voru
engjarnar. Okkur er skýrt frá,
hve mikils jörðin var metin,
hvers eign hún var, hvemig
ábúandi greiddi landsskuld
sína, hvort hann reri til fiskjar,
hvort hann veiddi silung eða
sel, hvort hann hafði grasa-
tekju eða sölvafjöru og þar
fram eftir götunum. Undir
þessu var öll afkoma fólksins
og lífsbjörg komin. Á hverri
blaðsíðu birtast ný örlög, ný
lífsbarátta, sífellt stríð á sjó og
landi að hafa í sig og á, fá-
breytilegt að vísu en ávallt
nýtt. Meðan nokkur maður er
til sem lætur sig nokkuru skipta
hvernig mannfólkið hefur
dregið fram lífið á landi voru
fyrr á öldum, verður jarðabók-
in lesin. Hún er hyrningar-
steinn sem vonandi á eftir að
bera uppi mikil mannvirki at-
hugana og rannsókna. Hitt er
annað mál að valt mun að trúa
henni út í æsar. Engum þarf að
koma á óvart að barlómur karl-
anna er ekkert smáræði. Kvik-
féð er í sífelldum hættum fyrir
holgryfjum og dýjum, túnin
liggja undir skemmdum af
sandfoki og grjóthmni, aflinn
hefur bmgðizt áram saman,
rekinn hefur verið bærilegur
einhvern tíma í fymdinni en nú
sést varla kefli, laxinn er
steinhættur að ganga í ámar.
Sá er lakur búmaður sem ekki
kann að berja sér. (Frón).
----------------------------1
Akranes
Nemendur sýna
ímyndunarveikina
Listaklúbbur Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi frumsýnir gaman-
leikinn ímyndunarveikina eftir
franska leikritaskáldið Moliére
annað kvöld. Fjörutíu manns
hafa staðið að uppsetningu verks-
ins.
Helga Braga Jónsdóttir leik-
stýrir verkinu en Helena Gutt-
ormsdóttir hefur yfirumsjón með
búningum og leikmynd. ímynd-
unarveikin er ellefta uppsetning
nemenda fjölbrautaskólans.
Önnur sýning á ímyndunar-
veikinni verður á mánudags-
kvöldið og þriðja sýning á þriðju-
dagskvöldið. -gg
Hvenær snæddírðu
saltfisk síðast?
Nú er tcekifœrid til að kynnast œvintýralegum möguleikum í matreióslu á góðu hráefni!
Saltfisksréttir, saltfiskskynningar og saltfisksuppákomur verða á eftirtöldum veitingastöðum
og stórmörkuðum vikuna 26.-3l.mars.
^jefflngahúsft^
Meia desfeita - Saltfiskur með hvítum baunum
Bacalhau a gomes de sá - Saltfiskur með
kartöflum og eggjum
Bacalhau a lagareiro - Grillsteiktur saltfiskur
Bacalhau albardado - Mysuleginn saltfiskur
Verð með súpu kr. 795.-
ÞRÍR FRAKKAR HJÁ ÚLFARI
Ristaðir saltfisksbitar „ Portúgal“
Pönnusteikt saltfisksflök með hrísgrjónum
og karrísósu „ofnbakað"
Hvítlaukskryddaðir, ristaðir saltfisksstriml-
ar með piparrót
Rjómasoðinn saltfiskur í hvítlaukstómatsósu
Verð kr. 790.-
Múlakaffi
26. mars Saltfiskur í ofni með spaghetti
27. mars Saltfiskur Proven(ale
28. mars Saltfiskur að enskum hætti
29. mars Saltfisksbollur
30. mars Saltfiskur með blaðlauk og hvítri
sósu
Verð frá kr. 600,- með súpu.
Forréttir: Djúpsteiktar saltfisksbollur í
heitri tómatsósu
Grænmetissalat með saltfisksbitum
Aðalréttir: Ostgljáður saltfiskur með
kartöflumauki
Smjörsteiktur, marineraður saltfiskur með
hvítlaukssmjöri
Verð með forrétti kr. 790.-
Forréttur: Saltfisksstappa
Verð kr. 450,-
Aðalréttir: Hvítvínssoðnir saltfisksstrimlar
Verð kr. 750,-
Saltfiskur „elegant" með furusveppum og
humarsoði
Verð kr. 800,-
Saltfiskveisla í hádeginu frá kl. 12-14 í veit-
ingasalnum Skrúði. Urval saltfisksrétta á
hlaðborði, eftir spænskum og portúgölsk-
um uppskriftum.
Verð kr. 1190.- (saltfiskshlaðborð með
súpu, salatbar, forréttum o.fl.).
Verð kr. 750,- (einn saltfisksréttur).
Saltfiskskynningar
og uppákomur
/tilKUOHRÐUR
MARKAÐUR VIÐ SUND
Mánud.-fimmtud. kl. 16-18.30,
föstud. kl. 14-19.30, laugard. kl. 10-16.
HAGKAPP
KRINGLUNNI
Mánud.-miðvikud. kl. 16-19, fimmtud.-
föstud. kl. 14-19, laugard. kl. 10-16.
I Fisk- og kæliborði verður mikið af salt-
fisksnýjungum frá íslenskum framleiðend-
um.
Vörurnar fást í öllum Hagkaupsbúðunum.
1
SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA
Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, SÍF, stendur fyrir skipulagi og framkvæmd saltfisksvikunnar.
Framleiðendur innan vébanda SIF eru um 330 allt í kringum landið og eru starfsmenn þeirra um 3000 manns.
Á síðasta ári flutti SIF út rúmlega 56 þúsund lestir af saltfiski til 26 landa í öllum heimsálfum, að verðmæti rúmlega 10 milljarða króna.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3