Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 11
Ritstjórn að störfum.
Hljómsveitin Órion.
Blómlegt félagslíf
Það fréttist fljótast
sem í frásögn er Ijótast
Guðjón Jónasson: Viljum fá sömu aðstöðu og aðrir unglingar
Mikil aðsókn
í Seljaskóla í Breiðholti er
blómlegt félagslíf þrátt fyrir að
alla aðstöðu skorti. Krakkarnir
hafa sjálfir innréttað litla setu-
stofu og er það eina aðstaðan
sem þau hafa. Þetta herbergi er
langt frá því að vera nóg fyrir
1400 manna skóla segir Guðjón
Jónasson formaður nemendafél-
agsins.
í skólanum er haldið uppi svip-
aðri starfsemi og rekin er í félags-
miðstöðvum í öðrum hverfum.
Þar eru opin hús tvisvar í viku,
diskótek einu sinni í viku auk
starfsemi ýmissa klúbba. Þrátt
fyrir allt þetta starf er engin sam-
komusalur í skólanum.
Opin hús eru starfrækt í mið-
rýmum skólans sem eru langt
innan við 100 fm. Miðrýmin eru
opin svæði eða andyri við hvern
inngang skólans svo varla er hægt
kalla þau sal. Auk þess er um-
hverfið mjög óvistlegt og kalt því
ekki er öðru fyrir að fara en
venjulegri gangahitun.
„Það er alltaf verið að reyna að
finna dökku hliðarnar á ung-
lingum en aldrei litið á dökku
hliðarnar á þeirri aðstöðu sem
þeim er búin.“ segir Guðjón Jón-
asson.
„Fjölmiðlar eru fljótir að rjúka
af stað ef eitthvað neikvætt frétt-
ist um unglinga, en aldrei reynt
að finna jákvætt mannlíf."
Þegar Þjóðviljinn kom á stað-
inn voru krakkarnir önnum kafn-
ir við að koma upp sviði fyrir tón-
leika sem halda átti um kvöldið.
Sviðið var lausir pallar sem
krakkarnir skrúfuðu saman.
„Draumurinn er salur með al-
mennilegu sviði,“ sagði gítar-
leikari skólahljómsveitarinnar.
„Það segir sig sjálft að þetta er
engin aðstaða til hljómleika-
halds".
Það sem vakti mesta athygli
okkar var hið mikla líf sem var
allstaðar í skólanum. í litlum
kompum á víð og dreif um
skólann fór fram fjölbreytt starf-
semi. Ljósmyndaklúbburinn var
lokaður inni í litlum skáp við að
framkalla nýjustu filmurnar
sínar.
„Það fer hér fram kennsla í
ljósmyndun eins og í öðrum
skólum“ segir Guðjón. „En
stelpurnar koma oft og vinna
utan kennslustunda. Það er mjög
mikill áhugi á því starfi sem fer
fram hérna. Aðsókn að opnu
kvöldunum okkar hefur t.d. ver-
ið mjög mikil og dags daglega
starfa hér margir og ólíkir klúbb-
ar.“
Þjóðviljanum var boðið inn á
bókasafn skólans þar sem rit-
stjórn skólablaðsins var við störf.
Krakkarnir sátu í kringum hring-
borð sem greinilega var ætlað
fyrir mun yngri börn. Stólarnir
voru litlir og lágir og í fullu sam-
ræmi við lágborðið sem þeir voru
við. En krakkarnir létu ekki svo
smávægileg tækniatriði á sig fá,
því starfið var í fullum' gangi.
Þarna fór fram lífleg umræða um
ritstjórnargreinar og leiðara. Við
og við gullu við hlátrasköll þegar
eitthvert sérstaklega fyndið efni
kom upp á borð ritstjórnar.
Guðjón var spurður hvort þau
ættu ekki von á að fá aðstöðuna
bætta.
„Við erum marg búin að reyna
að fá úrlausn hjá borginni en
aldrei gengið. Borgin skýlir sér á
bak við viðbyggingu sem byggð
var hér við skólann fyrir nokkr-
um árum. Sú bygging var ætluð
fyrir félagsstarfsemi en vegna
húsnæðisskorts var hún tekin
undir kennslustofur.
Glymur nýtist
ekki
Þar sem engar líkur eru á að
húsnæðisþörf skólans minnki á
næstu árum sitjum við uppi án
nokkurrar aðstöðu. Það er bull ef
borgarstjórn heldur að Glymur
nýtist Seljahverfi sem félagsmið-
stöð. Glymur nýtist ekki Selja-
hverfi frekar en öðrum hverfum.
Hér vantar félagsmiðstöð, ekki
bara fyrir unglingana heldur fyrir
allt hverfið.
Krakkarnir hafa nýlega fengið
til afnota setustofu sem þau
innréttuðu sjálf með aðstoð
kennara. Herbergið hafa þau
brotið upp með upphækkuðum
palli í öðrum enda þess. Þar eru
básar þar sem hægt að sitja við
alls konar hópvinnu.
í einu horni herbergisins er
sófasett, þar situr vídeóklúbbur-
inn og horfir á eigin upptöku í
sjónvarpi. Skólahljómsveitin tók
þátt í Músiktilraunum Tónabæjar
og krakkarnir láta drjúgt af
árangri þeirra.
Krakkarnir eru öll sammála
um að aðstöðuna þurfi að bæta.
Þau eru ánægð með starfið sem
fram fer og þann árangur sem þau
hafa náð. Hann þakka þau Guð-
jóni öðrum fremur. Áður en
hann var kosinn formaður nem-
endaráðs var ekki einu sinni
þessu eina herbergi fyrir að fara.
Þá var félagslíf skólans nánast
ekki neitt. En er þetta ástand
ekki bara reglan fremur en unda-
tekningin.
Borgin
hunsar þau
Að sögn Guðjóns er í öðrum
hverfum oftast aðstaða við
skólana til félagsstarfs og einnig
félagsmiðstöðvar. Oft fer þetta
saman en húsnæði er alltaf fyrir
hendi. Krakkarnir söfnuðu
undirskriftum með hjálp foreldra
sinna í fyrra þar sem þau skoruðu
á borgina að bæta úr, en hún
skellti skollaeyrum við. Þau fóru
fram á að byggt yrði 3-400 fm ein-
ingahús á skólalóðinni. „Það
hefði ekki kostað borgina nema
17-18 milljónir.“ segir Guðjón,
„Beiðninni var hafnað við af-
Ljósmyndaklúbburinn í framköllunarherberginu.
greiðslu síðustu fjárhagsáætlun-
ar. Skólinn hérna er orðin 11 ára
og enn er hér engin aðstaða til
félagsstarfsemi. Hér er allt út um
allt. Borðtennisborðin geymd í
kassa hér á ganginum og starf-
semi klúbbana fer fram í hinum
og þessum kompum. Krakkarnir
sækja opnu kvöldin mjög vel og
klúbbarnir eru mjög virkir. Hér
er starfandi hljómsveit. Hér fer
einnig fram gítarkennsla, stelp-
urnar þar eru byrjendur en samt
mjög góðar.“
Krökkunum finnst það undar-
legt að þau geti ekki fengið að-
stöðu fýrir starfsemi sem að
þeirra mati er þegar búið að
sanna að er góðra gjalda verð.
Einingahúsið sem þau dreymdi
um var áætlað að væri hreyfan-
legt. Svo hægt væri að flytja það
burt þegar húsnæðisþörf skólans
Ekkert minna
fólk
Guðjón vill gjarna koma á
framfæri að hann telur að öll tón-
listarkennsla og tómstundastarf
eigi að koma inn í grunnskólann.
Hann segir að Það megi alveg
leggja niður alla einkaskóla.
En það veittir greinilega ekk-
ert af heilu húsi undir starf krakk-
anna í Seljaskóla. Starfsemin
löngu hætt að rúmast í því plássi
sem henni er ætlað.
Við leyfum Guðjóni að eiga
síðasta orðið, en hann segir: „Við
teljum okkur ekkert minna fólk
hér í Seljahverfi en annað fólk í
Reykjavík. Það eina sem við för-
um fram á er sama aðstaða og
boðið er upp á í öðrum h verfum. “
Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11