Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 18
Norrænt samstarf í EB?
Danir vilja fá hin Norðurlöndin inn í Evrópubandalagið. Torben
Krogh: Éað er eina leiðin til að halda lífinu í norrænni samvinnu
Norrænt samstarf er lýsandi fordæmi fyrir EB. Mynd: Kristinn.
Þaö hefur kastast nokkuð í
kekki milli danskra ráðamanna
og kollega þeirra á hinum
Norðurlöndunum vegna yfirlýs-
inga þeirra Poul Schluters for-
sætisráðherra og Uffe Elle-
man-Jensens utanríkisráðherra
um að Norðurlöndin ættu að
hætta öllum látalátum og drífa sig
í að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu. Sá síðarnefndi tók
svo stórt upp í sig að fullyrða að
öll Norðurlönd yrðu gengin í EB
fyrir 2010.
Jón Baldvin Hannibalsson og
kollegar hans í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi tóku þessi orð dan-
anna óstinnt upp og kváðu þau
koma eins og þverbiti inn í við-
ræður EFTA og EB um nánara
samstarf. Elleman-Jensen svar-
aði aftur og sagði að sér liði eins
og drengnum í ævintýrinu um
nýju fötin keisarans, hann væri
einfaldlega að benda á það sem
dönum amk. þætti liggja í augum
uppi.
Þarna er augljóslega nokkur
meiningarmunur á ferðinni og
raunar hefur hann skotið upp
höfðinu af og til á þeim sautján
árum sem liðin eru síðan danir
gengu í EB, einir þjóða á Norður-
löndum. Hafa margir haldið því
fram að allan þann tíma hafi dan-
ir siglt fyrir hægum en stöðugum
byr út úr norrænu samstarfi. Það
er því ekki úr vegi að greina hér
stuttlega frá skrifum Torben
Kroghs blaðamanns og fyrrver-
andi ritstjóra Information. Þar
koma fram viðhorf dana en sett
fram á öllu skynsamlegri hátt en
upphrópanir Elleman-Jensens.
Norræn
spennitreyja
Krogh hefur mál sitt á að fjalla
um norræna samvinnu sem sé
greinilega á leið inn í alvarlega
kreppu, hugsanlega dauðastríð.
Um þetta hafi aliir verið sammála
á fundi Norðurlandaráðs í
Reykjavík. Ástæðan fyrir þessari
kreppu eru breytingarnar sem
orðið hafa í Evrópu. I ljósi þeirra
verði takmarkanirnar sem Norð-
urlöndin leggja á sjálf sig í nor-
rænni samvinnu óbærilegar. Þær
verði að spennitreyju. „Geti full-
trúar norrænu þjóðþinganna ekki
rætt um alþj óðamál, einkum mál-
efni Evrópu, hver er þá tilgangur-
inn með því að hittast?" spyr
hann.
Hann segir að það sé ekkert
undarlegt við að það skuli vera
danir sem setja stærsta spurning-
armerkið við þessar takmarkan-
ir. Hann segir að danir hljóti
ávallt að líta á norræna samvinnu
með augum meginlandsbúa, rétt
eins. og finnar taki mið af ná-
grönnum sínum í austri og íslend-
ingar og norðmenn líti á málið
utan af Atlantshafi. „Ríkið í
miðjunni í norrænu samstarfi hef-
ur alltaf verið Svíþjóð sem hefur
ekki eingöngu notið þess að vera
sjálfstæðast í alþjóðlegu sam-
hengi heldur einnig þess að það
er stærsta smáríkið í hópnum.“
„Þessi ólíku viðhorf hafa frá
upphafi sett þróun norrænnar
samvinnu þröngar skorður. Samt
sem áður hefur hún á þeim 35
árum sem liðin eru frá því hún tók
á sig skipulegt form skilað
áþreifanlegum árangri sem rétt er
að halda á lofti nú þegar æ fleiri
sannfærast um nauðsyn aukinnar
samvinnu í Evrópu.“ Krogh
nefnir sem dæmi ferðafrelsið sem
ríkir milli Norðurlanda. Hann
segir að oft hafi vaknað vonir um
að hægt væri að koma á enn nán-
ara samstarfi. „Þær vonir hafa
alltaf orðið að engu vegna þess að
eitt eða fleiri ríki urðu að taka
tillit til voldugra nágranna í au-
stri, suðri eða vestri."
Óft hafa danir fengið að heyra
það að þeir séu vandræðabarnið í
norrænu samstarfi, að þeir séu
með allan hugann við samstarfið í
EB. „Það er í sjálfu sér ekki ó-
sanngjarnt en þessi gagnrýni hef-
ur fengið á sig nokkurn hræsni-
sblæ þegar hún berst frá hinum
Norðurlöndunum því þau hafa
ekki síður talið sig hafa hagsmuni
af því að setja norrænu samstarfi
skorður.“
Lýsandi
fordæmi
En þrátt fyrir þessar mótsagnir
hefur Norðurlöndunum tekist að
koma á samstarfsformum sem án
allrar skreytni er hægt að segja að
séu lýsandi fordæmi, til dæmis
fyrir Evrópuþingið og ráðherra-
nefnd EB, segir Krogh. Hann
bætir því við að þótt skrifræðið í
Norðurlandaráði sé kannski lítið
skárra en í EB hafi tekist að koma
á samstarfi sem skili þegnum allra
Norðurlanda áþreifanlegum ár-
angri. „Það væri út í hött að varpa
þessum árangri fyrir róða,“ segir
Krogh.
Um skeið leit þó út fyrir að það
yrði gert. Það var fyrst eftir að
EB hafði tekið ákvörðun um að
koma upp svonefndum innri
markaði. Þá voru allar líkur á því
að það myndi reynast dönum um
megn að samræma sjónarmið
Norðurlanda og meginlandsins.
„Nú er þessi hætta liðin hjá.
Breytingarnar í Austur-Evrópu
hafa breytt stöðu mála í Evrópu
með svo róttækum hætti að þegar
til lengdar er litið er fáránlegt að
gera því skóna að danir verði eina
Norðurlandaþjóðin í EB.“
Þetta var það sem þeir Schluter
og Elleman-Jensen hafa verið að
segja. Ummæli þeirra hafi valdið
nokkrum sárindum, ekki síst hjá
svíum sem skiljanlega eiga erfitt
með að sitja undir því að litli-
bróðir í Danmörku segi þeim
fyrir verkum. Þeir vilja halda
áfram viðræðum EFTA og EB
sem hafa þann tilgang að koma á
eins nánu samstarfi þessara
tveggja ríkjaheilda og hægt er án
þess að EFTA-löndin gangi í EB.
Krogh segir að gagnkvæmur vilji
sé fyrir því að þessar viðræður
hafi sinn gang og einmitt í þeim
gætu danir haft hlutverki að
gegna sem brúarsmiðir milli EB
og Norðurlanda eins og þeir hafa
oft verið nefndir.
EFTA-leiðin
ófær?
„Þetta stendur í sjálfu sér
óhaggað, þrátt fyrir ummæli
dönsku ráðherranna. Hins vegar
hefur trúin á að þessar viðræður
skili þeim árangri sem stefnt var
að í upphafi verið að gufa upp.
Jafnframt hefur trúin á að Norð-
urlönd muni, í ljósi breyttra að-
stæðna í Evrópu, verða fullgildir
aðilar að EB styrkst verulega.
Það kæmi sér einkar vel fyrir
dani. Það myndi eyða þeirri tor-
tryggni sem nú ríkir í norrænu
samstarfi í garð okkar auk þess
sem aðild Norðurlanda að EB
myndi breyta þeirri erfiðu stöðu
okkar í bandalaginu að vera út-
kjálkaþjóð sem stendur frammi
fyrir æ nánari samruna þjóðanna
á meginlandinu.
Þrátt fyrir yfirlætistóninn sem
menn hafa þóst merkja í yfirlýs-
ingum utanríkis- og forsætisráð-
herra mega menn ekki loka
augunum fyrir því að það er breið
pólitísk samstaða í Danmörku
um að hvetja hin Norðurlöndin
til að flýta sér að finna greiðfær-
ustu leiðina inn í víðtækt og náið
evrópskt samstarf. Með því móti
einu er hægt að varðveita hina
jákvæðu eiginleika norræns sam-
starfs,“ segir Torben Krogh að
lokum.
-ÞH endursagði
Gott mót, vont veður
Undanrásir íslandsmótsins í
sveitakeppni voru spilaðar á Akur-
eyri í síðustu viku. 32 sveitir spiluðu
og var þeim skipt í 4 riðla.
Úrslit urðu (sjá töflu):
Eftirtaldar sveitir tryggðu sér sæti í
úrslitum: Sveit Samvinnuferða, sveit
Modern Iceland, sveit Ólafs Lárus-
sonar, sveit Ásgríms Sigurbjörns-
sonar, sveit Tryggingamiðstöðvar-
innar og sveit Sxmonar Símonar-
sonar. Auk þessara sveita höfðu
sveitir Verðbréfamarkaðar íslands-
banka og Flugleiða tryggt sæti í úrslit-
akeppni íslandsmótsins.
Um undankeppnina er þetta að
segja: Aðstæður allar og undirbún-
ingur heimamanna var til mikillar fyr-
irmyndar. Örugg stjórnun Agnars
Jörgenssonar veitti mörgum öryggis-
kennd, enda Agnar stór hluti af móts-
haldinu. Frágangur leikskrár vakti at-
hygli og verður vonandi haldið áfram
á þeirri braut, enda mikið hagræði
fyrir keppendur að skrá úrslit í eina
handbók. Fjöldi keppenda átti í erfið-
Ieikum með að koma sér á mótsstað
og Iagði margur á sig mikið erfiði til
að vera með. Líklega þó fáir eins
mikið og Norðfirðingar, sem gengu
yfir Oddsskarðið um miðja nótt til
Eskifjarðar.
En hafi einhverjir verið í erfið-
Ieikum með að koma sér á mótsstað,
var það ekkert hjá því að koma sér af
mótsstað. Þei'r síðustu komu heim til
sín á miðvikudagsmorgun, en spila-
mennsku lauk laust eftir hádegi á
sunnudegi. Má segja að fyrir suma
(því miður) standi þessir erfiðleikar
upp úr, er frá líður. Á það var bent
fyrir mót, að ákvörðun sem þessi, að
hundruð manna leggi leið sína norður
yfir heiðar, á þessum árstíma, væri
vafasöm, svo ekki væri meira sagt.
BRIDGE
Það hefur komið á daginn, að þessar
viðvaranir áttu fullan rétt á sér. Það
er ekki við heimamenn á Akureyri að
eiga í þessu sambandi; það þekkja
flestir sem komið hafa til Akureyrar,
að þar er gott að vera. En hátt í 100
manns tepptir á þriðja dag er ekkert
til að spauga með og út í hött að tala
um óheppni í þessu sambandi. Rang-
ar ákvarðanir eiga ekkert skylt við
óheppni. Þær eru einfaldlega rangar.
Úrslitakeppni fslandsmótsins verð-
ur spiluð á Hótel Loftleiðum í páska-
vikunni. Þessi úrslitakeppni verður
óvenju sterk að mfnu mati og fjölda
sveita til alls líklegur.
Á mánudagskvöldinu á Akureyri
var slegið upp 40 para opnu tví-
menningsmóti með fisléttu yfir-
bragði. Úrslit urðu:
Hermann Lárusson -
Ólafur Lárusson 459
Jakob Kristinsson -
JúlíusSigurjónsson 449
Guðmundur Þorkelsson -
JóhannÆvarsson 425
Grettir Frímannsson -
Frímann Frímannsson 409
Anton Sigurbjörnsson -
Bogi Sigurbjörnsson 408
Anton Haraldsson -
PéturGuðjónsson 407
Reynir Pálsson -
Stefán Benediktsson 403
Hallgrímur Hallgrímsson -
SigmundurStefánsson 401
Stjórnandi var Agnar Jörgensson,
en á þriðjudagskvöldinu sá hann um
spilamennsku í Varmahlíð, á leið
sinni til Reykjavíkur.
A-riðill 1 2 3 4 5 6 7 8 e. 1. e. 2. e. 3. e. 4. e. 5. e. 6. e. 7.
Pálmi Kristmannsson, Al. 24 17 6 3 22 18 21 21 45 62 68 71 93 111
Gunnlaugur Kristjánss., Rv. 6 5 15 12 9 2 16 2 8 24 29 44 56 65
BrynjólfurGestsson, Sl. 13 25 10 16 25 10 18 25 35 48 73 91 101 117
Jón Þorvaróarson, Rv. 24 15 20 2 14 15 25 2 16 31 55 70 90 115
Samv.feröir/Landsýn. Rv. 25 18 14 25 25 25 24 25 49 74 99 124 142 156*
Valtýr Jónasson, Nl. vestra a 21 5 16 5 13 10 5 21 26 36 49 57 78
B/M Vallá, Rv. 12 25 20 15 3 17 25 25 45 60 63 80 105 117**
Trésíld, Al. 9 13 12 2 6 20 4 9 15 28 48 60 64 66
B-riðill 1 2 3 4 5 6 7 8 e. 1. e. 2. e. 3. e. 4. e. 5. e. 6. e. 7.
Modern lceland, Rv. 25 23 17 22 10 22 20 20 45 68 85 107 117 139*
Þorsteinn Bergsson, Al. 5 21 1 16 12 6 8 6 11 19 40 41 57 69
Frióþjófur Einarsson, Rnes 7 9 16 8 21 13 17 21 34 41 50 67 83 91
Delta, Rv. 13 25 14 15 15 11 25 15 30 41 54 79 93 118
Haróar bakari, VI. 8 14 22 15 15 20 25 15 40 55 75 83 97 119**
Grettir Frímannsson, Nl. e. 20 18 9 15 15 18 22 9 24 39 61 79 99 117
Örn Einarsson, Nl. e. 8 24 17 19 10 12 18 24 41 60 70 82 100 108
Einar Svansson, Nl. v. 10 22 13 1 5 8 12 10 15 37 45 58 70 71
C-riðill 1 2 3 4 5 6 7 8 e. 1. e. 2. e. 3. e. 4. e. 5. e. 6. e. 7.
ólafur Lárusson, Rv. 22 25 25 25 17 22 25 25 47 72 97 122 139 161*
Ármann J. Lárusson, Rv. 8 19 19 16 9 9 23 9 17 40 59 78 94 103
Kristinn Kristjánsson, Vf. 4 11 16 8 8 23 9 8 31 35 46 55 71 79
Guölaugur Sveinsson, Rv. 0 11 14 16 1 5 7 16 17 22 22 33 47 54
Ólafur Steinarsson, Sl. 4 14 22 14 2 12 23 14 37 39 51 55 69 91
TryggingamiÓstöóin, Rv. 13 21 22 25 25 20 25 22 47 72 97 117 130 151**
Sigmundur Stefánsson, Rv. 8 21 7 25 18 10 16 21 28 53 71 81 89 105
Ragnar Jónsson, Rnes 2 7 21 23 7 3 14 2 9 16 19 40 54 77
D-riðill 1 2 3 4 5 6 7 8 e. 1. e. 2. e. 3. e. 4. e. 5. e. 6. e. 7.
Ormarr Snaebjörnss. Nl.e. 1 18 0 22 9 11 2 2 3 21 21 43 52 63
Þórarinn Andrewsson, Rnes 25 12 5 25 10 13 0 13 38 38 50 55 80 90
Júlíus Snonason, Rv. 12 18 4 18 19 25 13 19 44 56 74 87 91 109
Ásgrimur Sigurbjömss. Nl.v. 25 25 25 22 25 15 15 22 47 62 87 112 137 152*
Ævar Jónasson. Vf. 8 0 12 8 3 23 10 8 18 21 44 52 52 64
Sveinn R. Eiríksson, Rv. 21 20 11 3 25 25 10 11 14 39 49 74 95 115
Anton Lundberg, Al. 19 17 4 15 7 2 5 17 21 36 43 45 50 69
Slmon Símonarson, Rv. 25 25 17 15 20 20 25 25 45 70 90 107 132 147**
* ■ 1. sæti; ** « 2. sæti
Mörg falleg spil sáust í undanrásun- p J092
um á Akureyri á dögunum. Og mörg ÁKG2
sem miður var unnið úr. Hér er eitt: it.
Mörg falleg spil sáust í undanrásun- p J092
um á Akureyri á dögunum. Og mörg ÁKG2
sem miður var unnið úr. Hér er eitt: 75
G102
Ólafur AKG8
Lárusson 43
54
ÁK943
Suður (landsliðsspilari) var sagn-
hafi í 4 spöðum. Út kom lauf, gosi,
drottning og tekið á ás. Lagður niður
spaðaás og í ljós kom að Austur fylgdi
ekki lit. Einhver vandamál?
Sagnhafi spilaði spaða í þrígang og
síðan smáu laufi að tíu (báðir and-
stæðingar með) og meira laufi upp á
kóng. Nú trompaði Vestur og kórón-
aði spilið, spilaði meiri spaða. Suður
var heldur betur feginn að landa þess-
um samningi og fékk raunar bónus,
þegar hjartadaman kom niður í hjart-
anu frá Austri. 11 slagir og vísast til
eina leiðin til að fá þá 11 slagi, eða
hvað?
Hér er annað:
ÁKDxx
Kx
ÁKDxx
x
xx
DG98xx
xx
Kxx
Norður (fyrrum íslandsmeistari)
var sagnhafi í 5 hjörtum, eftir að fé-
lagi hans í Suður hafði vakið á hind-
run í hjarta (2 tíglar - 4 grönd - 5 lauf
- 5 hjörtu?) Nú, út kom laufadrott-
ning, lágt hringinn og laufagosi. Enn
lágt úr borði og ásinn frá Vestri.
Sagnhafi trompaði með smáa hjart-
anu heima og gluðraði síðan hjarta-
kóng á borðið. Austur (því miður)
drap á ás og skilaði þriðja laufinu um
hæl. Því miður fékk sagnhafi umbun
(umbunarleysi) sínagoldna. því Vest-
ur hélt á tíunni þriðju í hjarta og fær
því alltaf á hana í þessari stöðu. Á
hinu borðinu voru spilaðir 5 spaðar
(?) og fór sá samningur 2 niður þannig
að 2 impar græddir var ekki eins
slæmt og ýmsir héldu. Skondinn
leikur bridge...
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ