Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 19
Astir, hjónabönd og
dularfull fyrirbrigði
Valérie Stroh í myndinni Skím, sem fjallar um hjónaband þar sem allt
leikur lengi vel í lyndi...
Átta nýjar og nýlegar
franskar kvikmyndir verða
sýndar á franskri kvikmynda-
viku, sem hefst í Regnbogan-
um á morgun. Myndirnar eru
gerðar á árunum 1988-1990
og verða frumsýndar dagana
31. mars til 4. apríl. Allar
myndirnar eru með enskum
texta og verða endursýndar í
næstu viku.
Á morgun verða sýndar mynd-
irnar Kvennamál (Une affaire de
femmes) eftir Claude Chabrol og
Leiðarlýsing dekurbarns (Itinér-
aire d‘un enfant gaté) eftir
Claude Lelouch. Kvennamál er
gerð árið 1988 og byggð á sann-
sögulegum atburðum, en þar
segir af Marie þeirri er var eitt af
síðustu fórnarlömbum fallaxar-
innar í Frakklandi. Hún aðstoð-
aði í byrjun seinni heimsstyrjald-
arinnar nágrannakonu sína við að
losa sig við óvelkomið fóstur og
leiddi það til þess að aðstoð af því
taginu varð smám saman hennar
lifibrauð.
í hinu „frjálsa“ Frakklandi
Vichy-stjórnarinnar var fjöl-
skyldan hins vegar heilög svo að
þegar einhver tók sig til og kom
upp um Marie var ekki að sökum
að spyrja, hún var dæmd til
dauða af sérstökum dómstóli í
júní 1943 og hálshöggvin þann
31. júlí sama ár.
Kvennamál er margverð-
launuð mynd, meðal annars vann
Isabelle Huppert, sem fer með
hlutverk Marie, til verðlauna sem
besta leikkona í aðalhlutverki í
Feneyjum 1988.
Leiðarlýsing dekurbarns er
nokkuð af öðru sauðahúsi en
Kvennamál. Myndin ergerð 1988
en höfundur hennar Claude Le-
louch vann Gullpálmann í Cann-
es árið 1967 fyrir sína sjöttu
mynd: Un homme et une femme,
og lítur á sjálfan sig sem eins kon-
ar dekurbarn, í það minnsta er
eftir honum haft að „Dekurbarn?
Það er að vita að guðirnir trúa á
Þig“-
Myndin fjallar þó ekki um Le-
louch sjálfan heldur um fimmtugt
dekurbarn, leikið af Jean-Paul
Belmondo, sem allt í einu tekur
til við að gera upp líf sitt, sem þó
hefur leikið við hann. Hann fær
hugmynd, sem leiðir til þess að
hann leggur allt undir, ástir, vini,
börn og aðra lífshamingju, leggur
land undir fót í leit að sjálfum sér
og leiðir sjálfsleitin hann meðal
annars til Singapour, Tahiti, San
Francisco og Zimbabwe.
Taugatitringur
í Bordeaux
Nýjasta mynd hátíðarinnar
verður frumsýnd á sunnudag, en
það er Bemskubrek (Erreur de
jeunesse) eftir Radovan Tadic,
gerð 1990. Sú mynd mun nú vera
sýnd í París við miklar vinsældir.
Á sunnudag verður líka sýnd
myndin í mesta sakleysi (En to-
ute innocence) eftir Alain Jessua
gerð 1988 og verður Jessua við-
staddur frumsýninguna (14:45).
Með aðalhlutverkin fara Michel
Serrault og Nathalie Baye, sem
leika iðjuhöld frá Bordeaux-
héraði og tengdadóttur hans.
Iðjuhöldurinn lifir rólegu mið-
stéttarlífi ásamt syni sínum og
tengdadóttur þar til hann kemst
að því dag nokkurn að tengda-
dóttirin á sér elskhuga. Sú vit-
neskja truflar hann að því marki
að hann lendir í slysi, sem veldur
bæði lömun og málleysi og þá
tekur við leynileg barátta á milli
hans og tengdadótturinnar án vit-
undar annarra fjölskyldumeð-
lima.
Tvær myndir frá árinu 1989
verða sýndar á mánudag, Skím
eða Bapteme eftir René Féret og
Manika (Manika, une vie plus
tard) eftir Francois Villiers. Skírn
segir frá ástum Aline og Pierres,
sem giftast árið 1935, eignast þrjá
syni og lifa hamingjusömu lífi,
nema þann skugga ber á hjónasæ-
luna að þau missa elsta soninn.
Þegar allt virðist í góðu gengi
tæpum þrjátíu árum seinna kem-
ur allt í einu í ljós að Pierre er
haldinn ólæknandi sjúkdómi og á
þrjá mánuði eftir ólifaða.
Sögusvið Maniku er lítið
strandþorp við Indlandshaf fyrir
tuttugu ámm. Tíu ára stúlku-
barn, Manika að nafni fer að sjá
undarlegar sýnir sem hún lýsir
fyrir foreldrum sínum, fátækum
fiskimönnum, sem ekki þekkja
annan vemleika en það einfalda
kaþólska samfélag sem þau lifa í.
Foreldrarnir óttast því að dóttir
þeirra verði álitin geðveik eða
jafnvel haldin illum anda og
ákveða að halda orðum hennar
leyndum.
Á þriðjudaginn býður kvik-
myndahátíðin áhorfendum enn á
hjónabandsmiðin með Sérher-
bergi (Chambre a part) eftir
Jacky Cukier og er myndin gerð
árið 1989. f upphafi myndar
kynnumst við Martin og Gert,
sem lifa átaka- og ástlausu lífi í
Lundúnum þar til hjónin Francis
og Marie koma til sögunnar og
pörin ákveða að flytja saman.
Með hlutverk hjónaleysanna fara
Michel Blanc, Lio, Jacques Dutr-
onc og Frances Barber.
Ástir sérvitrings
Verðlaunamyndin Ástarkóm-
edía (Comédie d'amour) eftir
Jean-Marie Rawson er áttunda
mynd kvikmyndahátíðarinnar og
verður fmmsýnd á miðvikudag
að viðstöddum leikstjóranum og
aðalleikkonu myndarinnar Ann-
ie Girardot, en með önnur aðal-
hlutverk fara Michel Serrault og
Aurore Clément. Myndin er gerð.
1989 og hefur unnið til fjölda
verðlauna og er eins og Kvenna-
mál byggð á sannsögulegum at-
burðum.
Aðalpersónur myndarinnar
eru franski rithöfundurinn og
gagnrýnandinn Paul Léautaud,
sem orðinn var þjóðsaga í lifanda
lífi, og ástkonur hans tvær, Anne
Cayssac og Marie Dormoy og
byggir myndin á dagbókum Lé-
Atta nýjar kvik-
myndir á
franskri kvik-
myndaviku í
Regnboganum
autauds, en fjallar aðeins um síð-
ustu ár hans.
Paul Léautaud (1872-1956) var
frægur fyrir orðheppni, kald-
hæðni og sérvisku svo eitthvað sé
nefnt. Hann var piparsveinn alla
tíð og bjó einn í úthverfi Parísar
ef svo má segja því hann hýsti
allajafna um fjörutíu flækings-
ketti auk þeirra flækingshunda
sem leituðu skjóls á heimili hans.
Léautaud var sem sagt dýravinur
mikill en lét sér hins vegar fátt
finnast um mennina sem honum
fundust heimskir, mikillátir og
hégómlegir þótt hann neitaði
ekki að umgangast þá.
Hann leit á sig sem spjátrung
og gáfumann en gekk til fara eins
og umrenningur og hefur þar
kannski ráðið einhverju að þrátt
fyrir frægðina var hann fátækur
mestan hluta ævinnar, eða þar til
hann var orðinn 78 ára að honum
tók loksins að græðast fé. En Lé-
autaud notaði peningana ekki
fyrir sjálfan sig heldur keypti
hann fyrir þá krásir handa hund-
um sínum og köttum.
Það er þó ekki útlit Léautauds
eða „gæludýr" hans, sem eru
meginþema myndarinnar heldur
sérkennilegt samband hans við
ástkonurnar tvær, sem báðar
voru af léttasta skeiði, svo sem og
Léautaud sjálfur þegar samband
þeirra hófst.
Önnur þeirra, Anne Cayssac,
var kona besta vinar hans, sem lét
sér reyndar framhjáhald hennar í
léttu rúmi liggja. Ánne þessi mun
hafa verið hið mesta skass, geðill
með afbrigðum enda kallaði Lé-
autaud hana pláguna og stóð í
einhvers konar ástar-haturs sam-
bandi við hana. Hin ástkonan,
Marie Dormoy, var móður-
legur bókasafnsfræðingur, sem
heillaðist af honum þótt henni
þætti ástrarbrími hans úr hófi
fram á stundum, en samband
þeirra hófst árið 1933 og hélst til
dauða Léautauds.
LG
( mesta sakleysi: Nathalie Baye
og Michel Serrault í hlutverkum
iðjuhöldarins og tengdadóttur
hans, sem eiga sér sameiginlegt
leyndarmál.
Isabelle Huppert í hlutverki Marie
í kvikmyndinni Kvennamál þar
sem segir af aðdraganda einnar
af síðustu aftökunum sem fram-
kvæmdar voru í Frakklandi.
Föstudagur 30. mars 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19