Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 8
Helgarblad
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla:® 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Símfax:68 19 35
Verð:ílausasölu 150 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar
Síðumúla 37,108 Reykjavik
Litháen og
umheimurinn
Hér á dögunum vorum viö aö fagna sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Litháa og var á þaö minnt í leiðara blaðsins, aö hvaö
sem liði mati manna á flókinni stööu umbótaviöleitni í
Sovétríkjunum, þá ættu íslendingar síst allra aö efast um
rétt Litháa til að taka stjórn sinna mála, sinna örlaga, í
sínar hendur.
Eins og fréttir herma hafa sovésk stjórnvöld meö marg-
víslegum þrýstingi reynt aö fá Litháa til aö afturkalla
sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hættulegast er, aö nýjar her-
sveitir hafa veriö sendartil landsins og láta mikiö fyrir sér
fara. Stjórnin í Moskvu heitir því reyndar aö hervaldi veröi
ekki beitt gegn Litháum og ber aö fagna slíku loforöi og
brýna sovésk stjórnvöld á aö viröa þaö. En þaö er í sjálfu
sér háskalegt aö skekja vopn, nærvera mikils herliðs,
sem landsmenn hljóta aö telja sér fjandsamlegt, er púö-
urtunna sem getur sprungið af litlum neista og af skapast
keöjuverkanir sem jafnvel taki völdin af valdamönnum.
Litháar hafa leitaö til annarra ríkja um viðurkenningu á
sjálfstæöi sínu. Þeir mæta velvilja, en þeir heyra ekki þá
viöurkenningu sem þeir biðja um. Þaö er sama hvort þeir
spyrja Svía, Dani eða Bandaríkjamenn. Svörin eru á þá
leið, að vísaö er í þjóðréttargreinar um aö Litháar hafi ekki
fullt vald á landi sínu og geti því ekki hlotið viöurkenningu.
( Sama röksemd er uppi hjá sumum ríkjum þegar þau
segja ógerlegt að viðurkenna sérstakt ríki Palestínu-
manna). Eða þá að Litháum er sagt, aö viökomandi ríki
hafi viðurkennt Litháen þegar landið varö sjálfstætt upp
úr síðari heimsstyrjöld og sé önnur viðurkenning óþörf.
Hvers vegna eru undirtektir svo daufar? Ein ástæða
liggur í augum uppi, og hún er sú, aö hvorki Svíar né
Þjóðverjar né Bandaríkjamenn vilja gera stööu Gorbat-
sjovs heima fyrir erfiðari en hún er. Þeir óttast að herskárri
öfl grípi fram fyrir hendur honum, svipti hann jafnvel völd-
um - og þá væri bæöi sjálfsákvörðunarréttur þjóöa og
friðarþróun í heiminum tekin af dagskrá um ófyrirsjáan-
legan tíma. Ekki er hægt annað en viröa slík sjónarmiö,
hvort sem menn fallast á aö láta þau ráöa gerðum sínum
eöa ekki. Hin ástæöan fyrir því aö margir gjalda sjálfstæöi
Litháens varaþjónustu en ekki mikið meir er sú, að í
rauninni finnst þeim sjálfum aö sjálfstæöisbrölt smáþjóöa
sé úrelt þjóöernisstefna, einskonar tímaskekkja. Þetta
eru þeir menn sem mest eru meö hugann viö það aö allar
þjóöir Evrópu séu hvort sem er á leið inn í eina stóra heild
þar sem þjóöríkið skiptir æ minna máli. Auk þess skal því
ekki gleymt aö ýmis Evrópuríki hafa slæma samvisku
vegna þeirra minnihlutaþjóða á sínu landi sem þau fyrr á
tíö hafa komið í veg fyrir aö fengju að færa sér í nyt fögur
fyrirheit um sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæöa þróun
menningar. Þetta leggst á eitt um aö gera menn trega á
að breyta þeim landamærum sem sagan hefur, til góös
eöa ills, skiliö samtíðarmönnum eftir í arf.
En nú er spurt: hvern hlut vilja íslendingar kjósa sér í
þessu dæmi? Því er fljótt aö svara: ef viö viljum vera
sjálfum okkur samkvæmir í eigin sjálfstæðisviðleitni, þá
fer best á því að við viðurkennum sjálfstæöi Litháa. Með
þeim einföldu rökum að smáþjóð skilji vilja og vonir smá-
þjóðar það vel að diplómatískt tafl stærri ríkja trufli ekki
þann skilning. Ef menn ekki treysta sér til aö stíga slíkt
skref, horfandi til hegðunar annarra í Evrópu eða þá
Bandaríkjunum, skal hérfram borin hugmynd til vara: að
íslensk stjórnvöld hafi frumkvæði um aö Noröurlönd stilli
saman sína strengi, sína möguleika á aö styðja rétt lithá-
ísku þjóðarinnartil sjálfsákvöröunar og friðsamlegafram-
kvæmd þess réttar.
Sóley Eiríksdóttir og Jón Axel Bjömsson við skúlptúra Sóleyjar. Ljósm. Kristinn.
í stórum dráttum
Jón Axel og Sóley á Kjarvalsstöðum
Sóley Eiríksdóttir og Jón Axel Bjömsson opna stórum veggmyndum sem málaöar eru með olíu á
sýningu í austursal Kjarvalsstaða á morgun kl. 16. krossvið og járn. Má segja að bæði sýni nokkuð
Sóley sýnir stóra skúlptúra unna í steypu, þar sem nýjar hliðar á listsköpun sinni með þessari sýningu,
samán fara traustvekjandi og ábúðarmikil form og sem standa mun til 16. apríl, og verður opið alla
ísmeygilegur húmor. daga kl. 11-18.
Jón Axei hefur lagt helming salarins undir sig með -ólg.
örn Ingi Gíslason, myndlistarmaður.
Málverkasýning
Hugmynda-
sýning
Mín tilraun til að sam-
eina venjulegt málverk
og skúlptúra, segir Örn
Ingi Gíslason mynd-
listarmaður
Á morgun hefst í FÍM salnum
nýstárleg málverkasýning. Örn
Ingi Gíslason hyggst sýna þarna
smíðuð málverk. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er talan 20 en þetta er
tuttugasta einkasýning Arnar
Inga.
„Það eru margir tugir tengdir
þessari sýningu segir Örn Ingi,
þetta er mín tuttugasta einkasýn-
ing og það eru tíu ár síðan ég
sýndi fyrst í Reykjavík. Sýningin
er afrakstur ferðalaga um norð-
urland þar sem ég vinn úr hug-
myndum sem náttúran og ástand-
ið til sveita kveikja. Það er því
engin ein hugmynd sem gengur í
gegnum alla sýninguna heldur er
hver mynd sjálfstæð eining.
Þarna er unnið með spil svo hægt
er að snúa verkinum, í miðjunni
er svo klukka svo enginn dvelji of
lengi á sýningunni. Svo eru þarna
líka þjófafælur kjörnar í forstof-
ur.“
Forvitnileg sýning á ferðinni í
FÍM salnum sem hefst á morgun
klukkan 2. hss
Helgarveðrið
Helgarveðrið laugardag og sunnudag
Hæg vestlæg eða breytileg átt og frost um nær allt land. Él um vestan- og norðanvert landið
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐj Föstudagur 30. mars 1990