Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 6
Pjakkur er orðinn ársgamall og fer senn að renna hýru auga til kvenkynsins... ...en Kandís er nokkrum mánuðum yngri og ekki farin að gefa af sér
rétta ilminn ennþá. Ljósm. Jim Smart.
Kattarækt á íslandi
DAGUR JARflAR 22. APRÍL
Móðir jörð á undir
högg að sælga
Átt þú góða hugmynd sem getur nýst henni?
Umhverfisvernd skiptir meira máli nú en nokkru sinni fyrr.
Ef maðurinn heldur áfram að misnota jörðina mun hann á endanum
gera hana óbyggilega.
Við þurfum að snúa vörn í sókn - með sameiginlegu átaki. Til þess þarf
góðar hugmyndir. Því hefur umhverfismálaráð Reykjavíkurborgctr
ákveðið að setja á stofn hugmyndabanka vegna „DAGS JARÐAR“,
alþjóðlegs umhverfisvemdardags 22. apríl næstkomandi. Þar gefst
borgarbúum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum,
tillögum og ábendingum um úrbætur sem geta orðið til að bæta
umhverfi okkar.
Með hugmyndabankanum vill umhverfismálaráð Reykjavíkur kalla á
jákvæðar og framsýnar hugmyndir um úrbætur í nánasta umhverfi
borgarbúa. Umhverfismálaráð mun fara ítarlegayfir allar tillögur sem
skilað verður í hugmyndabankann og hrinda í framkvæmd eftir því sem
kostur er og nánar verður ákveðið.
Hugmyndum og tillögum skal skila fyrir 22. apríl merktum:
Dagur jarðar
Hugmyndabanki
Skúlatúni 2,
105 Reykjavík.
UMHVERFISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKUR
Stofnfundur Kattaræktarfélags íslands verður
haldinn 4. apríl næstkomandi
í Ingólfsstræti í Reykjavík búa
tveir kynlegir kettir, sem í útliti
minna meira á pekinghund en
venjulegan íslenskan heimilis-
kött. Engu aö síður eru þeir af
sömu tegund og heimilisköttur-
inn: Felis catus. Þeir tilheyra hins
vegar einu af fjölmörgum af brigð-
um heimiliskatta, sem til eru í
heiminum.
Þau Pjakkur og Kandís, en það
eru skírnarnöfn þessara kynlegu
katta, komu til landsins í fyrra og
eru í eigu þeirra Þórðar Þóris-
sonar og Vignis Jónssonar, sem
fengu sérstakt leyfi heilbrigðisyf-
irvalda til að flytja dýrin inn frá
Kaupmannahöfn. Þeir félagar
hafa nú safnað saman áhugafólki,
sem ætlar að halda stofnfund
Kattaræktarfélags fslands að
Hallveigarstöðum næstkomandi
fimmtudag kl. 20.00
Þeir félagar sögðu markmið
félagsins vera að auka hróður
kattaræktar til jafns við hunda-
rækt og aðra dýraræktun, auk
þess sem félagið myndi beina sér
fyrir kynningu ólíkra afbrigða af
heimilisköttum, meðal annars
með kattasýningum, og koma á
samskiptum við kattaræktarfélög
erlendis.
Uppruni
katta
Kattaættin, sem telur fjöl-
skrúðuga fjölskyldu ljóna, hlé-
barða, tígrisdýra og fleiri teg-
unda, kom fram á sjónarsviðið
um 40 miljón árum á undan
manninum, en heimiliskötturinn,
sem er sérstök tegund innan
kattafjölskyldunnar, var tekin í
þjónustu mannsins þegar á for-
sögulegum tíma. Elstu heimildir
um heimilisketti er að finna frá
Kína, Indlandi, Sýrlandi og Eg-
yptalandi, þar sem kötturinn var
heilagur. Egypska ástargyðjan
Pasht, sem var nátengd Isis, bar
kattarhöfuð. Athyglisvert er að
norræna ástargyðjan Freyja var
einnig kennd við ketti, en hún
ferðaðist um í vagni, sem dreginn
var af tveim köttum. Pasht og
Freyja áttu það líka sameiginlegt
að tengjast sólu og mána.
Til eru yfir þrjátíu skilgreind
afbrigði af heimilisköttum, sem
öll teljast þó til sömu tegundar.
Þau Pjakkur og Kandís eru síð-
hærð og eiga það sameiginlegt
með Angóraköttum. Angóra-
kettir hafa svipaðan líkamsvöxt
og venjulegur heimilisköttur.
Þeir eru kenndir við Ankara í
Tyrklandi, en uppruni þeirra er
óviss. Þau Pjakkur og Kandís eru
hins vegar af svokölluðu
persnesku afbrigði,sem á sér ó-
kunnan uppruna, en var einkum
flutt til Vesturlanda frá Afghan-
istan. Þessir kettir eru frábrugð-
nir venjulegum heimilisketti fyrir
þá sök að andlitið er samanrekið
eins og á Peking-hundi. Þeir eru
líka áberandi lágfættir, eymasmá-
ir og kringluleitir. Þeir Þórður
og Vignir segja þá áberandi ró-
lyndari og meira gefna fyrir gælur
en venjulegir heimiliskettir. Þá er
þeim ekki gefið um umhleyping-
ana í íslenskri vetrarveðráttu og
fara helst ekki út úr húsi á þeim
árstíma.
Kattaræktun hefur ekki verið
stunduð hér á landi á kerfisbund-
inn hátt, og því er mikið um
kynblöndun á meðal íslenskra
katta. Þannig eru hér á landi til
kynblendingar af síamsköttum,
en ekki er vitað til þess að hér sé
hreinræktaður síam. Þá er talið
að hér séu til að minnsta kosti
blendingar af norskum skógar-
ketti, auk hins sígilda heimili-
skattar, en þeir Þórður og Vignir
sögðu það verða eitt af verkefn-
um væntanlegs félags að skrá ís-
lenska ketti og gera ættartöflur,
þannig að ræktunin yrði mark-
vissari, en markviss kattaræktun
hefur tíðkast í Evrópu allt frá því
um miðja síðustu öld.
Þeir sem vilja fræðast frekar
um væntanlegt kattaræktarfélag
geta haft samband við þá Þórð og
Vigni í síma 624007 eftir vinnu-
tíma.
-ólg
6 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. mars 1990