Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 16
Hinn beiski ávöxtur
byltingarinnar
ViðtalviðhinnþekktajúgóslavneskaandófsmannMilovan Djilas um þróun mála í Austur-Evrópu
Milovan Djilas var einn af nán-
um samstarfsmönnum Titos í
baráttu gegn hernámi nasista í
Júgóslavíu og fyrir nýju þjóðfé-
lagi sem vildi sósíalískt heita.
Leiðir þeirra félaga skildu, Djilas
gerðist helstur gagnrýnandi
„Hinnar nýju stéttar" (svo nefnist
frægasta rit hans) í löndum sem
kommúnistar réðu, sat lengi í
fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Sovéska vikublaðið Nýr Tími
birti nýlega eftirfarandi viðtal við
Djilas sem hér er þýtt og endur-
sagt. Fyrst var spurt um ástæður
fyrir því að Ieiðir Djilasar og
Kommúnistaflokks Júgóslavíu
skildu.
Gegn
forréttindum
- Strax eftir stríðið, sagði Mil-
ovan Djilas, fékk ég óbeit á hrifn-
ingu kommúnistanna á munaði
sem var ekki á færi almennings:
bílar, villur, forréttindi ýmiskon-
ar. Fyrst hélt ég þetta væri tíma-
bundinn veikleiki eftir kröpp
kjör stríðsáranna, smámunir í
samanburði við hina miklu
kommúnísku hugsjón. Samt ák-
vað ég að hætta í pólitík og snúa
mér aftur að bókmenntum. Tito
vildi ekki sleppa mér. Um það
leyti komu upp deilurnar við Stal-
ín og það hefðu verið svik að yfír-
gefa flokkinn á þeim erfiðu tím-
um. Eftir dauða Stalins stöðvað-
ist sú frjálsræðisþróun sem hafði
aðeins farið af stað í Júgóslavíu.
Ég gat ekki samvisku minnar
vegna gert málamiðlun við slíka
stefnu. Yfirlýsingar mínar leiddu
til þess að ég var rekinn úr
flokknum og gagnrýni mín á
hegðun Júgóslava meðan á stóð
innrásinni í Ungverjaland leiddi
til þess að ég fékk þriggja ára
fangelsisdóm. Meðan ég sat inni
kom út fyrsta útgáfa bókar
minnar Hin nýja stétt og 1957 var
ég dæmdur aftur, í þetta sinn í níu
ára fangelsi. Fjórum árum síðar
var ég látinn laus, en handtekinn
aftur fjórtán mánuðum síðar. Ég
gaf út bókina „Samræður við
Stalín“...
Andkommúnist-
ar eru verri
—Ég hafði verið árum saman
sannfærður kommúnisti, allt að
því trúaður. Og ég hefi aldrei litið
á mig sem andkommúnista og
segi stundum í hálfkæringi að
ekkert geti verið verra en komm-
únismi annað en antikommún-
ismi, rétttrúaður antikommún-
ismi. í alvöru talað lít ég á mig
sem gagnrýnanda kommúnism-
ans. Samt tel ég ekki að gagnrýni
á upphafsmenn kommúnismans
dragi úr gífurlegu sögulegu mikil-
vægi þeirra. Hún kemur kenning-
um þeirra aftur niður á jörðina..
- Þar sem margir telja nú ekk-
ertpláss fyrir sósíalisma eða kom-
múnisma?
- Ég tel líka það sé mál til kom-
ið og óhjákvæmilegt að gefa þær
hugmyndir upp á bátinn. Hug-
myndir Leníns eiga við í nokkr-
um Iöndum við ákveðinn áfanga í
þeirra sögulegu þróun. Á hinn
bóginn er ég ekki sammála þeirri
tískuhugmynd að byltingarnar í
okkar löndum hafi verið mistök,
jafnvel glæpsamleg mistök. Ég er
þeirrar skoðunar að þessar bylt-
ingar hafí skilað árangri, borið
ávöxt. Að vísu ekki alveg þann
Milovan Djilas: Ég útiloka ekki að
okkar lönd geti orðið lýðræðis-
legri en Vesturlönd.
ávöxt sem við foringjarnir vonuð-
umst til.
Hugmynda-
fræðin var til
- Felur þessi árangur ekki í sér
m.a. hrun þeirrar hugmynda-
frœði sem þú sjálfur barðist eitt
sinn fyrir af ósveigjanteika íJúgó-
slavíu?
- Kommúnísk hugmyndafræði
er í reyndinni ekki til lengur. En
Fáni Júgóslavíu er farinn að
trosna...
Djilas með Tito skömmu eftir
stríð: ég kunni ekki við tilburði
hinnar nýju stéttar...
hún var til. Leiðandi hlutverk
hugmyndafræði er einkennandi
fyrir kommúnistaflokka sem eru
að berjast til valda. Það væri
heimskulegt að afneita samein-
andi krafti hennar og innblæstri.
En síðar, eftir að sigur vannst,
verður hugmyndafræðin tæki til
að halda völdum, og árangurinn
er sá að hún verður að formúlu og
leysist svo upp.
- Með öðrum orðum: þú spáir
því að það sem árum saman var
nefnt „raunverulegur sósíalismi“
muni hverfa?
- Hverfa með öllu. Þróunin í
Júgóslavíu og Sovétríkjunum er
mjög svipuð núna og því sem
gerst hefur í Ungverjalandi og
Tékkóslóvakíu. Samt fara
breytingarnar hægar í þessum
margra þjóða löndum okkar þar
sem raunverulegar byltingar áttu
sér stað.
- Raunverulegar byltingar
sagðirðu?
- Byltingar sem fólu í sér
valdatöku með vopnavaldi,
breytingar sem skópu fremur
sterkan valdahóp. Hann á sér
sigra og ósigra, þið kallið hann
„nomenklatúra" ég kalla hann
„nýja stétt“. Við vitum nú að
þetta fólk getur veitt sterka and-
spyrnu gegn þeirri þróun sem er
að gerast.
- Með valdi?
-Ég vona að ekki komi til
borgarastríða en ofbeldi kann að
verða notað og er þegar notað í
átökum milli þjóða.
Tvísýn framtíð
Júgóslavíu
Þessu næst rakti Djilas átökin
milli Serba og Albana í Kosovo,
sem eru m.a. notuð til að tefja
fyrir lýðræðisþróun í Serbíu og
Albaníu. Hann komst reyndar
svo að orði að sem hugsjón væri
Sambandslýðveldið Júgóslavía
löngu dautt. Að vísu geti þjóðir
landsins átt samleið, ekki síst Ser-
bar og Króatar sem tala sama
málið. En ef þjóðernishyggja
mun ráða þá sundrast Júgóslavía,
segir Djilas, eins þótt honum
finnist sjálfum að aðskilnaðar-
stefna sé tímabundið fyrirbæri og
stríði gegn framvindu sögunnar.
Djilas telur að kommúnista-
flokkarnir eigi sér ekki framtíð.
Ef að í Júgóslavíu eða Sovétríkj-
unum yrði reynt að snúa til baka,
t.d. með valdatöku hersins, þá
mundi slíkt afturhvarf vera að-
eins „kommúnískt" á yfirborð-
inu. Djilas telur ennfremur að
ekki sé unnt að endurreisa
Kommúnistabandalag Júgósla-
víu. Það sé í raun orðið margir
flokkar, sósíaldemókratískir í
eðli og þjóðernissinnaðir. Þróun-
in til margra flokka gengur mis-
hratt í landinu, segir hann enn-
fremur. Hún er varla byrjuð í
Serbíu, komin hálfa leið í Króatíu
en Slóvenar hafa að hans dómi
byltingarhlutverki að gegna í bar-
áttunni gegn hinu títóíska kerfi.
Hann telur reyndar meiri líkur á
að efnahagstengsl og menningar-
skyldleiki geti haldið Júgóslavíu
saman ef að lýðræði kemst á en ef
að reynt verður að halda ríkinu
við eftir formúlu Titos.
- Hvernig hefur þú komist að
slíkum niðurstöðum, spyr Nýr
Tími, þú sem varst virkur við að
byggja upp það sem þú kallar al-
rœðisstjórnarfar?
- Kommúnisminn var í mínum
huga frelsið, frelsið sem átti að
koma. Ég skil að það sem er að
gerast er harmleikur fyrst og
fremst fyrir gamla kommúnista.
Skelfilegur harmleikur... Hins-
vegar er það sem nú er að gerast
eðlileg eftirbyltingarþróun.
Lýðræðis-
bylting...
- Hvernig telur þú að fram-
vindan verði í Austur-Evrópu?
- Þetta er allsherjarþróun.
Austur- og vesturhluti Évrópu
eru að nálgast hvor annan. So-
vétríkin eru þá með talin. Ég
hafna alfarið þeirri vestrænu
kenningu að ekki megi veita So-
vétríkjunum efnahagsaðstoð
nema þau afneiti áhrifum sínum á
Austur-Evrópu. Ég hef sömu af-
stöðu til áforma um að skapa svo-
nefnda Mið-Evrópu, þeas. að
gera Pólland, Tékkóslóvakíu,
Ungverjaland og ef til vill Júgó-
slavíu að einskonar „stuðpúða“
milli Sovétríkjanna og Vestur-
landa. Slíkar kenningar eru
dæmigerðar fyrir þá stefnu að
skipta löndum upp í áhrifasvæði.
Ég geri mér að sönnu grein fyrir
því, að eitthvað mun eima eftir af
slíkri stefnu meðan risaveldin eru
til, en hún á ekki við um þróunina
í Austur-Evrópu nú. Þegar lönd
færast nær hvert öðru ætti það að
skila jákvæðum árangri. Fræði-
lega sé ég enga ástæðu til að úti-
loka þann möguleika að okkar
lönd verði í framtíðinni jafnvel
enn lýðræðislegri en Vesturlönd.
Eins og ég áður sagði lít ég á at-
burði í Austur-Evrópu sem lýð-
ræðisbyltingu. Fram að þessu
liggur þróunin til borgaralegrar
frjálshyggju. Ég held það sé blátt
áfram óframkvæmanlegt að
endurbæta það kerfi sem var -
það er blekking sem aðeins getur
tafíð fyrir þróuninni.
áb snaraði
16 SI'ÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. mars 1990