Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Blaðsíða 5
 200 miljóna ríkisklúður Sveitarfélögin á landsbyggðinni krafin um ofgreidda staðgreiðslu útsvars. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvœðinu fá óvœntan glaðning. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyja raskast um 40-50 miljónir króna Þetta er auðvitað heljarmikið áfall. Vegna þessa klúðurs með staðgreiðsluna raskast fjár- hagsáætlun okkar um 40-50 milj- ónir króna, sagði Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Þjóðviljann í gær, en vegna mis- taka hjá ríkinu fékk Vestmannaeyjabær rúmlega 20 miljónum meira en hann átti að fá af staðgreiðslu skatta í fyrra. Staðgreiðsluklúðrið snertir reyndar flest sveitarfélög á lands- byggðinni meira eða minna. Þau fengu flest of hátt hlutfall af stað- greiðslu útsvars á síðasta ári, en sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu fengu of lítið. Sveitarfé- lögin á landsbyggðinni súpa nú seyðið af þessum mistökum á sama tíma og sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu fá óvæntan glaðning. Staðgreiðslu útsvars er skipt eftir ákveðnu hlutfalli milli sveitarfélaga. í fyrra misfórust gögn frá stórum greiðendum á höfuðborgarsvæðinu og því rösk- uðust hlutföllin. Höfuðborgar- svæðið fékk of lítið, en lands- byggðin of mikið. Garðar Jónsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin á landsbyggðinni hafi samanlagt fengið 197 miljón- um of mikið á síðasta ári. Einstök sveitarfélög lenda svo illa í því að þau verða nú að endurgreiða allt að tíu af hundraði þess sem þau fengu af staðgreiðslu útsvars í fyrra. Það er því ljóst að fjárhags- áætlanir margra sveitarfélaga raskast verulega. Rfkið er þegar byrjað að draga þetta af staðgreiðslunni í ár, án þess að nokkrar skýringar hafi fylgt. NATO-sigling Kostará áttundu miljón Þórhildur Þorleifsdóttir: Landhelgisgœslan megnar ekki að sinna skyldum sínum vegna fjárskorts Dómsmálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson svaraði fyrir- spurn Þórhildar Þorleifsdóttur þingmanni Kvennalistans um til- gang ferðar varðskipsins Týs til Norfolk í Bandaríkjunum, á Al- þingi í gær. Kom fram í máli ráð- herrans að varðskipið verður í burtu vegna ferðarinnar í einn mánuð og mun ferðin kosta sjö milljónir áttahundruð og þrjú- þúsund krónur. Þórhildur sagði vandséð hvaða erindi varðskip ætti til Norfolk í stað herskips, en venjan er að önnur NATO-ríki sendi herskip á árlega hátíð í Nor- folk. Þórhildur sagði marga þeirrar skoðunar að Landhelgisgæslan megnaði ekki að rækja skyldur sínar aðallega vegna fjárskorts. Tækja-, flugvéla-, og skipakostur gæslunnar væri af skornum skammti og iðulega leigður út, til að mynda til Flugleiða. Gæsluna sárvantaði björgunarþyrlu til að sinnaöryggismálum ogekkrhefði reynst unnt að að kaupa ratsjá í flugvél hennar vegna fjárskorts. AHt þetta sagði Þórhildur draga úr öryggi- og tiltrú sjó- manna og annarra sem þyrftu að Hveragerði Sameiginlegt prófkjör Á laugardaginn fer fram sam- eiginlegt prófícjör í Hveragerði vegna framboðs við komandi sveitarstjórnarkosningar. Að þessu prófkjöri standa óflokks- bundnir, Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarf- lokkurinn. Kjörfundur er kl. 15- 20 á laugardag í húsnæði Tónlist- arskólans við Fljótsmörk. í kvöld, föstudagskvöld, verð- ur prófkjörið kynnt og rætt á opnu húsi í sal Verkalýðsfélags- ins Boðans í Hveragerði. Qj^-p Arnaldur Bjarnason segir að Vestmannaeyingar hafi reiknað með að fá 22-23 miljónir af stað- greiðslunni í mars, en niðurstað- an varð 11 miljónir. Bæjarstjórn hefur engar skýringar eða sund- urliðun fengið á þessum mun. Útsvarstekjur þessa árs eru miðaðar við tekjur fyrra árs og því má búast við að Vestmanna- eyingar hafi reiknað sér of háar útsvarstekjur í ár sem nemur 20- 30 miljónum. Sú upphæð og 20 miljónirnar sem þeir fengu of- greiddar í fyrra, nema samtals um þriðjungi af heildar framkvæmd- afé bæjarins í ár. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæj- arstjóra á Akranesi, fékk Akra- nesbær 30 miljónir í staðgreiðslu í mars í fyrra, en 15 miljónir í ár. Skagamenn hafa þó ekki fengið neitt yfirlit frá ríkisbókhaldi. Á sama tíma fær Reykjavíkur- borg endurgreidd tvö prósent af heildarstaðgreiðslunni í fyrra. -gg i\JN\Ði\RBANKÍ Slðasta umferð Reykjavíkurskákmótsins var tefld í gærkvöldi og.fyrir hana voru níu taflmenn jafnir í efsta i L.Árnas sæti. Átta þeirra tefldu innbyrðis. Þeir Helgi Ólafsson og Jón I skák þeirra með jafntefli. Mynd Kristinn. \rnason voru meðal þeirra átta og lyktaði reiða sig á Gæsluna og almennt eftirlit og löggæsla hlyti einnig að vera bágborin á miðunum. Sér sýndist það undarleg ráðstöfun að leggja í kostnað við ferð Týs til Norfolic, sem ekki virtist eiga sér lagastoð, á meðan ekki væri hægt að sinna eftirlits- og öryggismál- um sem skyldi. Menn leyfðu sér hégóma þegar þeir hefðu uppfyllt ákveðnar skyldur en tækju ekki af nauðþurftarfé til slíkra hluta. Dómsmálaráðherra sagði það nú gerast í fyrsta skipti að íslend- ingum væri boðið að skipa heiðurssæti á hátíðinni Norfolk. En hátíðin væri haldin af borgar- yfirvöldum í Norfolk þar sem að- alstöðvar Atlantshafsflota NATO væru. Um væri að ræða menningar- og viðskiptahátíð sem um 250 þúsund manns sæktu að jafnaði og hefðu borgaryfir- völd í Norfolk haft þann sið að bjóða einu aðildaríki NATO að nýta sér hátíðina til að kynna land sitt og þjóð hverju sinni. Að sögn ráðherrans er venjan sú aðþað ríki sem skipar heiðurs- sæti sendi herskip á síaðfnh-fsant- ráði við yfirstjórn Atlantshafs- flota NATO og væri þetta gert að ósk borgaryfirvalda í Norfolk. Þar sem íslendingar ættu ekkert herskip hefði verið óskað eftir því að íslendingar sendu varðskip og myndi bandaríska strandgæslan sjá um að taka á móti Tý. Tuttugu og þriggja manna áhöfn verður um borð í Tý þessa daga frá 5. apríl til 6. maí og að sögn dómsmálaráðherra verða engir farþegar um borð. En frá því hefur verið skýrt í fréttum að einn megintilgangur ferðarinnar væri að flytja íslenska „drottn- ingu“ til Norfolk. En sú hefð hef- ur skapast að aðildarríki í heiðurssæti hverju sinni sendi „drottningu" á staðinn. Þórhildur sagði íslendinga ekki vera hemaðarþjóð og þeir ættu heldur ekki að þykjast vera það. -hmp Litháen Reykjavík boðin sem fundarstaður Ríkisstjórnin verður við ósk Litháa um að bjóða fundarstað Ríkisstjórn íslands er reiðubú- in til að annast milligöngu til að greiða fyrir friðsamlegri lausn á deilunni um sjálfstæði Litháen, þannig að komið verði til móts við réttmætar óskir litháísku þjóðar- innar um frelsi og sjálfstæði. Þá býður ríkisstjórnin ReykjavBc sem fundarstað fyrir viðræður Litháa og Sovétmanna um lausn á deilunni, svo framarlega sem báðir aðilar óski þess að viðræð- urnar fari þar fram. f fréttatilkynmngu frá utan- ríkisráðuneytinu í gær segir að sendmefnd frá Litháen hafi gen^á fund Haraldar'Kröyer, sert’diherra í Osló, og"afhent hon- uro bréf til forseta fslands frá Landsbergis forseta Litháens. Jafnframt kom sendinefndin á framfæri fyrirspurnum um hvort ríkisstjórn ístands vildi bjóða fundarstað á íslandi fyrir samn- ingaviðræður milli litháískra yfir- valda og sovéskra. í bréfi Landsbergis til forseta íslands er gerð grein fyrir þvi að niðurstöður kosninganna 24. fe- brúar og 10. mars hafi gefið til kynna ótvíræðan vilja þjóðarinn- ar til að endurreisa lýðveldið Lit- háen og er lögð áhersla á að lýð- veldið Litháen muni fara að al- þjóðalögum og eftir ákvæðum Helsinki-samþykktarinnar um landamæri ríkja, svo og að tryggð verði réttindi allra þjóðflokka sem búa í Litháen. í lok bréfsins flytur forseti Lit- háen forseta íslands og íslensku þjóðinni hlýjar kveðjur litháísku þjóðarinnar og Æsta ráðsins, og lætur í ljós ósk um að íslenska þjóðin haldi áfram að lýsa stuðn- ingi við rétt litháísku þjóðarinnar til frelsis og sjálfsákvörðunar. Þorsteinn Pálsson og fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ísland viðurkenni sjálf- stæði Litháen. _sáf Arnarflug Sótt að úr öllum áttum KrisíinnSigtryggson: íslandsbanki hefurfulla tryggingu fyrir skuldum Arnarftugs af hálfu íslandsbanka að loka á fyrirtækið því bankinn hefur fulla tslandsbanki hefur lokað fyrir alla bankafyrirgreiðslu til Arn- Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 arflugs. Þá missti félagið einu millilandafhigvél sína ó miðviku- dag þegar sænskir eigendur vél- arinnar tóku hana fyrr en Arnar- flug hafði búist við. Flugleiðir tóku að sér að flytja farþega Arn- arflugs en í gær sögðust Flug- leiðamenn ekki geta flogið til Amsterdam eins og Arnarflug hafði óskað eftir, þar sem Flug- leiðir óttuðust að vélar þeirra yrðu kyrrsettar vegna skulda Arnarflugs. „Flugleiðir höfðu enga ástæðu til að óttast kyrrsetningu í Am- sterdam," sagði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, við Þjóðviljann í gær. „Þeir gerðu þetta einungis til að koma af stað fjölmiðlafári. Það er líka alltof harkaleg aðgerð tryggingu fyrir öllum okkar skuldum.“ Kristinn sagði að Fkigleiðir hefðu enga ástæðu rit að óttast kyrrsetningu véla sinna í Amster- dam þar sem engar útistandandi skuldir gætu orsakað slíkt. Þá tel- ur Kristinn aðgerð íslandsbanka alltof harkalega og engan veginn réttlætanlega. „Fyrirtækið er nú að vinna að því að finna lausn á sínum mál- um. Verið er að fara af stað með nýjan fjármögnunarpakka og von er á nýrri véi inn í áætlunina á laugardag. Svona skammtíma- lausnir eru auðvitað rándýrar og fyrirtækið stefnir að því að koma sínum málum í það horf að hægt verði að finna varanlegri lausnir.“ sagði Kristinn Sig- tryggsson að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.