Þjóðviljinn - 30.03.1990, Side 23

Þjóðviljinn - 30.03.1990, Side 23
Kanadamaður kemur á óvart Daniel Lanois er tónlistarmað- ur sem ég veit lítið um annað en það að maðurinn er frá Kanada og hefur „pródúserað" nokkrar af gæðaplötum undanfarinna ára. Síðasta stórvirki hans á þessu sviði var „Oh Mercy“ Bob Dy- lans, sem einmitt vakti sérstaka athygli fyrir einstakan hljóm sem byggði á einfaldleika og tærleika þar sem hárfínir gítartónar og munnhörpuleikur Dylans fengu að njóta sín til fulls. Dylan og La- nois unnu plötuna á jafnréttisgrundvelli en Dylan hef- ur verið þekkturfyrir margt annað en þolinmæðina þegar kemur að því að vinna með öðrum. Aðrar frægar plötur sem Lanois sá um að „pródúsera" eru „Johusa Three" U2, þar sem sumir segja að hann hafi náð að þroska U2 hljóminn í nýjar áttir og „So“ Pet- er Gabriels sem olli straumhvörf- um hvað vinsældir varðar hjá erkienglinum. Daniel Lanois. Það má vel vera að Daniel La- nois hafi gefið út fleiri plötur en „Acadie“ sem kom út í fyrra og ég hnaut um ekki alls fyrir löngu. En hvað sem fyrri afrekum La- nois líður þá er „Acadie“ rúm- lega allrar athygli verð. Hér er langt í frá nokkur æsingaplata á ferðinni heldur yfirveguð tónlist sem töluvert mikið er spunnið í og greinilega hefur verið legið yfir hvernig skyldi útfærð. Maður kannast að nokkru við vinnu- brögð Lanois frá „Oh Mercy“ Dylans á „Acadie“, sérstaklega í viðkvæmari köflum þar sem meira er leikið á þagnirnar en hljóðin. „ Acadie“ er plata sem fer ákaf- lega vel með því ástandi sem margir kannast við og upplifa gjarnan um og eftir hádegi á sunnudögum og fylgir því þegar hrossastóð Bakkusar ríður úr hlaði með látum eftir mis- skemmtilegar helgarheimsóknir. Lögin eru flest í rólegri kantinum en þau sem einhver æsingur er í eru í einhvers konar kántrý-rokk stíl, þó sú Iýsing sé alls ekki fullkomin. Það er annars furðulegt að hlusta á „Acadie'* að því leytinu að hún minnir oft sterklega á „Oh Afmælistónleikar Júpíters í kvöld Stórsveitin Júpíters heldur upp á það í dag að eitt ár er liðið frá því sveitin var stofnuð. Á þessu eina ári hafa að vísu nokkur manna- skipti orðið hjá Júpíters en að meginhluta er sama fólk á ferð- inni og var um það leyti sem sveitin tilkynnti ótímabært andlát sitt í haust. Það er þó varla hægt að tala um afföll hjá sveitinni þar sem hún hefur verið að bæta við sig meðlimum frá því hún var stofnuð og telur nú 13 manns. Halldór Lárusson trymbill er aftur genginn til liðs við sveitina en hann tók sér frí um nokkurt skeið og Pétur Grétarsson settist í hans sæti á meðan og Abdul sem sá um slagverk um tíma, er horf- inn úr liðinu. Annars er varla vinnandi vegur að fara rekja nákvæmlega hverjir skipa Júpíters og hverjir hafa Júpíters á eins árs afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Klúbbnum. Mynd: Kristinn. skipað hana. Það skal því látið ógert. í tilefni afmælisins heldur hljómsveitin tónleika á efstu hæð Klúbbsins í kvöld og leikur eng- inn vafi á að hljómsveitin verður í hátíðarskapi. Það er hún raunar alltaf þegar hún kemur fram. Skemmst er að minnast tónleika á Hótel Borg fyrir skömmu, þar sem áheyrendur slóu öll met í þeirri séríslensku íþrótt að dansa sitjandi í stólum sínum. Vinir Dóra höfðu leikið á undan Júpít- ers og þegar stórsveitin var klöppuð upp í lokin kallaði hún Vini Dóra á svið, þannig að pall- urinn var bókstaflega troðfullur af hljóðfæraleikurum og sveiflan komst í hámark. Vináttufélag Júpíters hefur farið stækkandi frá einum tón- leikum til annarra og væntanlega láta fáir sig vanta á afmælistón- leikana. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23 sam- kvæmt tilkynningu sem Júpíters hefur sent frá sér. Lítt þekkt hljómsveit, Afrodíta, mun troða upp á undan stórsveitinni og á tilkynningunni er það að skilja að allt geti gerst en í henni er að finna eftirfarandi spurningar fyrir tónleikagesti að fltuga: Dansar Heiðar rúmbu? Af hverju minn- irðu mig á garðslöngu? Hvað kostar smokkfiskur? Verpa ein- hyrningar fúleggjum? Er ástin segulstál? Er kalt á heimsenda? Mætir Afródíta í kyndiklefann? íslensk stórsveit hefur ekki tekið upp plötu svo árum ef ekki áratugum skiptir. Júpíters hyggst bæta úr þessu með hækkandi sól og fer í hljóðver með vorinu til að taka upp efni sem hlaðist hefur upp í gráum sellum meðlima. Út- gefandi plötunnar er fyrirtæki sem aldrei er að vita nema fari að ógna Smekkleysuveldinu, Ax publishing á Kópaskeri. En Ax gaf út í fyrra sumar fyrstu heims- tónlistina á íslandi, þegar það gaf út „Africa On Ice“ með Ghana manninum Cab Kay á kasettu, sem nú er löngu uppseld og orð- inn safngripur. Útgáfutónleikar Júpíters verða væntanlega hald- nir í sláturhúsinu á Kópaskeri og ekki ólíklegt að sætaferðir verði á staðinn. í millitíðinni geta áhangendur Júpíters ornað sér á sveiflunni í Klúbbnum í kvöld. Miðaverð á tónleikana er 900 krónur sléttar. -hmp Mercy“ hvað hljóm varðar en gít- arleikur og söngur er á köflum litaður áhrifum frá U2 og reyndar Brian Eno líka. Lanois hefur því greinilega ekki aðeins gefið þess- um aðilum eitthvað af sínum hug- myndum, heldur einnig fengið nokkrar að láni frá þeim á móti og fer vel með. Þó „Acadie“ hljómi voða líkt öll í gegn við fyrstu hlustanir kemur fljótlega í ljós töluverð tónlistarleg breidd í lögunum. Þetta held ég að megi skrifa meira á reikning þeirra vinnu- bragða sem Lanois viðhafði við gerð plötunnar, en einhvers ann- ars. Á plötuumslaginu fylgja nokkuð ítarlegar upplýsingar um hvar einstök lög voru tekin upp, hvernig þau urðu til og hvaða ein- stakir tónlistarmenn spila með honum í þeim. Þar sést að Lanois hefur þvælst á milli New Orleans, London og New York með ein- stök lög mismikið unnin og bætt í þau ólíkum köflum hér og þar með hjálp hóps af fólki. Þegar talað er um hljóm má ekki gleyma Brian Eno, þeim gamla hljómtilraunamanni, en hann kemur töluvert við sögu á „Acadie". Annað hvort hafa þessir tveir menn svipaðar hug- myndir um hvernig hlutimir eiga að hljóma eða Eno hefur haft svona mikil áhrif á Lanois. Alla vega er tómleikahljómurinn sem Eno er svo mikill snillingur í að skapa, mjög áberandi í mörgum lögum. Brian Eno leggur til stær- stan hluta hljómborðsleiksins ásamt því að radda með Lanois, sem sjálfur spilar á gítara, bassa og fleira. Maður að nafni Roger Eno leikur síðan á píanó en mér er ekki kunnugt um hvort hann er á einhvern hátt tengdur Brian Eno. „Acadie“ er ein þeirra platna sem komið hefur mér einna þægi- legast á óvart að undanfömu. Hún stendur algerlega sér á báti og þeir sem hafa áhuga á að kynn- ast hæglátri en vandaðri tónlist ættu ekki að láta „Acadie“ fram- hjá sér fara. -hmp D/EGURMÁL Músíktilraunir aftur af stað Músíktilraunir 90 fara af stað þann 5. apríl í áttunda skipti en Músíktilraunir hafa leitt margar ágætar hljómsveitir fram í sviðs- Ijósið á þessum átta árum sem margar hverjar hafa plumað sig ágætlega síðan. Frestur til að skrá sig rennur út klukkan þrjú á morgun og ber að tilkynna þátt- töku í síma 35935 í Tónabæ. Samkvæmt upplýsingum dæg- urmálasíðunnar hafa nú þegar tutugu hljómsveitir skráð sig héð- an og þaðan af landinu og sýnir þessi fjöldi að hugur er í ungum tónlistarmönnum. Fyrsta keppniskvöldið verður eins og áður segir þann 5. apríl í Tónabæ. Þá munu fyrstu 5-7 hljómsveitirnar flytja fjögur fmmsamin lög, sem er skilyrði fyrir þátttöku, og áheyrendur í sal gefa hljómsveitunum at- kvæði. Næstu keppniskvöld verða síðan 12. aprfl og 19. apríl með sama sniði. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar á hverju keppnis- kvöldi komast svo í úrslit og besta hljómsveitin verður valin á sjálfu úrslitakvöldinu þann 19. apríl. Frægð og frami getur blasað við þeim sem vinna í Músíktilraunum að ógleymdum faðmlögum ungra blómarósa, eins og þessi ungi tónlistar- maður fékk að kynnast á Músíktilraunum 1986. Mynd:S.mar HEIMIR MÁR PÉTURSSON Á úrslitakvöldinu velja áheyrendur einnig bestu hljóm- sveitirnar með atkvæðum sínum en sérstök dómnefnd dæmir einn- ig í keppninni og hefur álit nefnd- arinnar þungt vægi. Bestu hljóm- sveitirnar fá síðan tækifæri til að spreyta sig í hljóðveri og aldrei að vita nema úr verði áheyrileg plata. Eins og venjulega munu þekkt- ar hljómsveitir troða upp á Mús- íktilraunum. Alls munu fjórar þekktar hljómsveitir koma fram en dægurmálasíðan hefur ekki upplýsingar um hvaða hljóm- sveitir þetta verða. -hmp Föstudagur 30. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.