Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 6
Árangurinn og framtíðin Stórtíðindi í efnahagsmálum Fjármálaráðuneytið hefur undanfarið gengist fyrir fundum víða um land þar sem kynntur er efnahagsbatinn og ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum. Fjármálaráðherra fer þar í máli og myndum yfir mikilvægustu þætti efnahagsmálanna, auk þess sem opnaðar eru frjálsar umræður. Þjóðviljinn fylgdist með í Keflavík í upphafi maí Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði að nú væru merkileg tímamót í augsýn á Isiandi, það væri að bætast í hóp ríkja sem búa við mestan stöðugleika í efnahags- lífinu og betri möguleika til að- gerða og athafna. Þetta væru stór tíöindi fyrir Islendinga, sem barist hefðu við verðbólgu- drauginn eins og ættarfylgju. Veröbólgan í 6,5% 1988/89 spáðu forystumenn atvinnuveganna atvinnuleysi hér- lendis af stærðargráðu sem verst þekktisterlendis, bjuggust við að útflutningur mundi stöðvast, byggð raskast verulega og þjóðar- gjaldþrot blasa við. Þetta voru ekki aðeins orð, heldur stað- reyndir, og skýringin var alröng efnahagsstefna og crfiðar ytri að- stæður sem mögnuðu skekkjumar í hagstjóm rikisstjómar Þorsteins Pálssonar. Ný skýrsla frá OECD hefur staðfest þungan áfellisdóm yfir þeirri efnahagsstefnu í góð- ærinu. Núverandi stjóm greip til all- róttækra aðgerða, td. í skattakerf- inu. Ein aðalforsenda var sú að ná verðbólgunni niður. Og það hefúr tekist með þeim árangri, að verðbólga er nú skráð með eins stafs tölu hérlendis, í fyrsta sinn um langan aldur. Þjóðhagsstofn- un spáir 6,5% verðbólgu frá upp- hafi árs til áramóta, sem er svipað verðbólgustig eða lægra en í ná- grannalöndum. I fyrsta sinn í 25 ár þolum við samanburð við önn- ur lönd í þessum efnum. Fjármálaráðherra benti á það sem hann kallaði „apabúrið” á línuriti um verðbólguþróunina frá upphafi árs 1970, þeas. tíma- bundna lækkun verðbólgu frá því í ágúst fram til áramóta 1988. Þessi árangur náðist með gerviað- ferðum ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar, lögþvingunum, verð- hækkanir voru bannaðar og búið til gerviástand. Þegar búrið var opnað rauk verðbólgan upp á ný. Upp úr miðju ári 1989 byrjar svo verðbólgan að hjaðna fyrir alvöm i kjölfar ráðstafana núverandi rik- isstjómar og kjarasamninganna. % Verðbólgan 1987-1990 Breytingar síöustu þrjá mánuöi reiknaöar til árshækkunar % 4.0 3.0 2.0 1.0 0.0 -1.0 -2.0 -3.0 -4.0 -5.0 -6.0 Vöruskiptajöfnuður 1980-1990 Sem hluttall af vergri landsframleiöslu I-Q.8 I 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 spá Vextir, gengi, við- skiptajöfnuöur Vaxtamál hafa tekið nýja stefnu. Sú aðferð ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar að skella á vaxtafrelsinu í krafti erlendra kreddukenninga gal ekki Ieilt til annars en sprengingar. Tekist hef- ur að ná raungengi niður, og allir em sammála, efnahagssérfræð- ingar og fulltrúar atvinnuveg- anna, að raungengi sé nú rétt í fyrsta sinn síðan 1971 og í þriðja sinn síðan 1926. En breytingamar í efnahags- lífinu koma ekki bara fram í þeirri hagsveiflu sem sýnir lækkandi verðbólgu og meiri stöðugleika, heldur er einn skýrasti mæli- kvarðinn á hagstjómina etv. vöm- skiptajöfnuðurinn. I fyrra var hann 2,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og getur farið upp í 3% á þessu ári. Fjármála- ráðherra vakti sérstaklega athygli á því, að ef hin umfangsmiklu þotukaup Flugleiða em tekin út úr, þá kemur í ljós að árangurinn er í raun enn þá betri. Á einu ári em nú keyptar 2-3 þotur, sem ekki hefur verið gert á undanfom- um ámm, svo það skekkir saman- burðinn við „þotukaupalausu” árin. Lántökur innanlands Ríkisstjómin hefur lagt á það áherslu að taka innlend lán og Aukaúthlutun úr kvikmyndasjóði Menntamálaráöuneytiö hefur fariö þess á leit við stjórn kvikmyndasjóðs og úthlutunarnefnd að af því fé sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til kvikmyndamála umfram þærfjárveiting- ar sem ákveðnar eru í fjárlögum ársins 1990 verði úthlutað 5 milj. kr. í tap- og undirbúnings- styrki fyrir kvikmyndagerð. Óskað er eftir umsóknum um fé þetta. Umsókn- ir, merktar aukaúthlutun, sendist kvikmynda- sjóði íslands, pósthólfi 320,121 Reykjavík, fyrir 30. maí n. k. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands Tónlistarskólinn á Akureyri Staða forskólakennara og forskóla- og hljóð- færakennara í tengslum við grunnskóia eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur fyrir áður auglýstar stöður fiðlu- og píanókennara eru framlengdar. Um- sóknir berist fyrir 29. maí 1990. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96- 21788. Skattar ríkis og sveitarfélaga í OECD-löndum Hlutfall af vergri landsframleiðslu OECD Portúgal island Sviss 133 o/ /o 1987 /1988 /1989 hefur snarsnúið dæminu við í þeim efnum, úr 80% erlendri Ián- töku í 80% innlenda lántöku með sölu ríkisskuldabréfa, gæti farið í 90-100% á þessu ári. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hefur lýst því yfir að þetta sé rétt stefna og íjármálaráðherra sagðist nú bara vona að Jóhannes tapaði ekki áttum í bílnum á leið úr Seðlabankanum inn í Landsvirkj- un, ef hún ætlar að fjármagna allt með erlendum lándum getur allt farið úr skorðum á ný. Olafur Ragnar segir því „yfir til þín Jó- hannes”, eins og góðkunnir sjón- varpsmenn. Viðskiptabankamir em í á- kveðnum vanda eftir að búið er að ná niður verðbólgunni, geta ekki lengur notfært sér þann mikla vaxtamun sem tíðkaðist áður. Bankakerfið hér þolir varla verð- bólgu með eins stafs tölu og full- trúar bankanna hafa farið fram á það við íjármálaráðherra að lækka skatta á bönkunum, sem hefur algerlega verið hafnað. Skattar eru lágir hér Margir spyija, hvemig núver- andi ríkisstjóm hafi náð þessum góða árangri í stjóm efnahags- mála. Sumir halda að hann bygg- ist á skattpínslum, og sá falsáróð- ur er mjög ákafur úr vissum nom- um. Fjármálaráðherrann er nefnd- ur skattaskelfir, en sagðist hafa haft ánægju af „Skattmann” í ára- mótaskaupinu, enda væri „Bat- mann” í miklu áliti hjá þeim. Og skattamir eru það eina sem Sjálf- stæðismenn vildu ræða í eldhús- dagsumræðunni, þeir vilja yfir- leitt ekki ræða efnahagsmál á breiðum gmndvelli núna. Stað- reyndin er sú, að skattar hafa að- eins aukist um 2 prósentustig hjá núverandi rikisstjóm, og er heild- arskattbyrði hér enn með lægsta móti í OECD-ríkjum. Það kemur í ljós, þrátt fyrir á- róðurinn, að skattar em furðu Iág- ir hér, miðað við nágrannalöndin. Fjármálaráðherra líkti þeim, sem halda því fram að skattbyrðin sé hærri hér, við þá sem trúðu á Óðin og Þór forðum. Staðreyndin er sú, að ef öll Evrópulönd em skoð- uð, þá em aðeins Tyrkland og Sviss með lægri skatta en ísland. Skattbyrðin hér er minni en í Bretlandi Thatchers. Skattar ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsfram- Ieiðslu, em um 33% á Islandi, eða að meðaltali 41% í Evrópubanda- lagslöndunum og 39% í OECD- löndum. Hæstir em þeir í Sví- þjóð, 56% af landsframleiðsl- unni, svo 52% í Danmörku og 47% í Noregi. Hjá Thatcher er hlutfallið 38%. Beina eöa óbeina skatta? Það er í þessu sambandi at- hyglisvert að skoða samsetningu skattanna á íslandi, í EFTA, EB og Bandaríkjunum. Þá kemur í ljós, að tekjuskattur og trygginga- gjöld bæði einstaklinga og fyrir- tækja em lægst á íslandi, rúm 20%, en hæstir eða tæp 50% í Bandaríkjum. Eignaskattur er hæstur í Bandaríkjunum, svo á Is- landi, þá í EFTA og lægstur í EB. Neysluskattar em hæstir á Is- landi, tæp 60%, svo í EFTA, þá í EB og lægstir í Bandaríkjunum, um 5%. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að aðalgallinn við of háa neysluskatta væri sá að þeir köst- uðust strax út í verðlagið, ef ein- hverjar aðgerðir em á ferðinni í hagstjóm. Það er því rétt að lækka neysluskattana, enda er það í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga OECD. Það er auð- veldara að breyta beinum sköttum til jöfnuðar en neyslusköttum. í skoðanakönnun hefúr komið fram, að menn vilja auka útgjöld til allra þátta, en ekki hækka neina skatta. Fjármálaráðherra drap líka á þá ranghugmynd, að skattar mættu vera lægri hér, vegna þess að við hefðum engin hemaðarútgjöld. En vegagerð, hafnargerð og önnur samgöngu- mál em svo stór herkostnaður hjá okkur að hann vegur það fyllilega upp-, Ólafúr Ragnar Grimsson benti á, að hann væri eini fjár- málaráðherrann í 10 ár sem hafi reynt niðurskurð á rikisfjármálum á 2-3 mánaða fresti. Og aðhald í ríkisrekstri hefur stóraukist. Töl- umar árið 1989 tala sínu máli. Fjárfesting ríkisins minnkaði um 7%. Yfirvinna ríkisstarfsmanna dróst saman um 3% og vinnu- magn um nær 1%. Launakostn- aður minnkaði að raungildi um 1%. Og útgjöld vegna launa- og rekstrarkostnaðar ráðuneyta og stofnana drógust saman að raun- gildi um 1,5%. ÓHT 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Kennarar Kennara vantar viö grunnskólana á Akranesi. Tónmenntakennara við Brekkubæjarskóla, 100% staða, kennara á bókasafn Brekkubæj- arskóla, 100% staða, sérkennara í Grunda- skóla, 100% staða, tvær stöður íþróttakennara við Grundaskóla, 100% stöður. Umsóknarfrestur ertil 26. maí n.k. Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri Brekkubæjarskóla, í vinnusíma 93-11938, heimasími 93-11193 og Guðbjartur Hannes- son, skólastjóri Grundaskóla, í vinnusíma 93- 12811, heimasími 93-12723. Skólanefnd Laust starf Staða auglýsingastjóra Þjóðviljans er laus til umsóknar. Umsóknir, þar sem m.a. skal greint frá menntun og fyrri störfum, þurfa að berast framkvæmdastjóra blaðsins, eigi síðar en mið-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.