Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 8
* líelgárblad Útgefandi: Útgáfufélag Þióðviljans Framkvæmdastióri: Hallur Pall Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson Útlit: Þróstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: ® 68 13 33 Auglýsingadeild: = 68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Síðumula 37,108 Reykjavík Leiðtoginn mikli og dreifing valds Við lifum á svo trúlitlum tímum, að það er mestallt púður úr persónudýrkun sem pólitísku fyrirbæri víðast hvar um heimsbyggðina. Meira að segja er persónu- dýrkun á poppurum dauflegri miklu en hún var. Þó má finna eina fróðlega undantekningu og hún birtist í þeim dansi sem Sjálfstæðismenn stíga í kringum Davíð Oddsson. Síðast í gær birti einn af frambjóðend- um flokksins grein í Morgunblaðinu, þar sem því er lýst með drjúgum tilfinningahita að það sé „dýrmætt fyrir íbúa Reykjavíkur að eiga jafn sterkan, hugaðan og hreinskiptinn en einnig mannúðlegan borgarstjóra”. I leiðinni er Davíð kallaður „mikill leiðtogi” í fyrirsögn og honum stillt upp sem andstöðu við „veika foringja” hér og þar í forustuhlutverkum. Þessi pistill er um margt tímanna tákn: málefni fara ekki hátt í umræðunni, hinsvegar leitar á menn frukt fyr- ir þeim sem á mikið undir sér, fyrir þeim sterka, sem fer sínu fram hvað sem hver segir. Þetta ástand er afar hentugt fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í bæ: pólitísk deyfð gerir það freistandi að varpa öllum áhyggjum á bak við Leiðtogann mikla og sjá þær ekki framar - amk. ekki þangað til hver og einn þarf að hafa áhyggjur af dag- vistarplássi eða húsnæði í ellinni. Fjölmiðlastaðan virk- ar á sama veg: Davíð sýnist vera einn gegn átján - það dylst fyrir hrekklausum að hann hefur Golíat sín meginn í slagnum, samsteypu þeirra sem reka borgina og eiga fyrirtæki hennar - sem að sínu leyti eru nú að auglýsa það á löngum listum að þau kosti þessa eða hina hverf- isskrifstofu Sjálfetæðisflokksins í kosningabaráttunni. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa að vonum sett á oddinn kröfur um lýðræði og valddreifingu gegn þeim' feiknalegu uppsöfnun valds og persónugervingu þess sem Sjálfstaeðisflokkurinn treystir á. Borgarmála- fólk Alþýðubandalgsins hefur haft forystu um að móta raunhæfar tillögur í þeim efnum. Reyndar settu Alþýðu- bandalagsmenn í vinstrimeirihlutanum 1978-1982 þeg- arfram ágætar hugmyndir bæði um lýðræðistiltæki eins og hverfisstjómir og svo nýja tilhögun ráðninga í emb- ætti, sem átti að vinna gegn því að borgarbúar sætu uppi með þungt hlass „eilífra augnakarla”. Því miður náðu þær ekki fram að ganga fyrir sakir þvermóðsku í Alþýðuflokknum. En þessar hugmyndir lifa - eins og Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi gerði ágætlega grein fyrir hér í blaðinu fyrr í vikunni. Þar minnti hún á þetta: Alþýðubandalagið vill að borginni sé skipt í hverfi, sem hafi hverfastjómir. Þær geri tillögur til borgarstjómar um mál sem hverfin varða, þær hefðu sitt að segja um alla helstu málaflokka áöur en borgarstjóm ræður þeim til lykta (svo sem dagvistar- heimili, leikvelli, opin svæði, æskulýðsmál, íþróttamál, leiðir strætísvagna, skipulagsbreytingar innan hverfa). Þá er gert ráð fyrir því, aö fulltrúi hverfisstjómar hafi rétt tii aö sitja í borgarráði með málfrelsi og tíllöguréttí þegar rædd eru málefni sem varða hverfið og að hverfiss^óm- ir hafi nokkur eigin Qárráö. Og markmið slíkrar skipunar mála er aö sjálfeögöu aö dreifa valdi, færa það nær þeim sem ákvarðanir gagnast - eða bitna á. Sumum finnst slíkar hugmyndir of róttækar, aðrir þykjast sjá I þeim hættu á aukinni skriffinnsku. Vitanlega fyígir einhver áhætta öllum breytíngum. En hér skal nú minnt á valddreifingarboðskap Alþýðubandalagsins, að fátt er nauðsynlegra en aö menn haldi áfram ótrauðir að vinna úr kostum lýðræðis á tlma, þegar það er boðað hástöfúm að menn geri best I því aö falla í stafi yfir því dýrmæta hnossi aö eiga sér Mikinn Leiðtoga. ÁB Kabaretthópurinn sem skemmtir mönnum með stríðsáraminningum [ Nomæna húsinu um helgina. Lög og Ijóö í stríði Söngur og upplestur í Norræna húsinu Leikaramir Ása Hlín Svav- arsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Jóhann Sigurðsson ásamt tónlistarmanninum Jóhanni G. Jóhannssyni hafa undan- farið skemmt mönnum með söng og upplestri í Norræna húsinu í tengslum við dag- skrá hússins um Seinni heimsstyrjöldina. Kabarett sinn kallar hópur- inn „Þeir héldu dálitla heims- styrjöld...” lög og ljóð í stríði. Heitið er fengið að láni frá Megasi en textar hans eru með- al þeirra sem þau syngja. Aðrir textahöfundar eru m.a. Hulda, Halldór Laxness, Jón úr Vör og Bertolt Brecht. Einnig syngja þau gamla bandaríska Cole Porter slagara. Milli laga eru lesin brot úr skáldsögum og ljóðum. Lesið er úr Sóleyjarsögu eílir Elías Mar, Við gluggann eftir Stein Steinarr, Gangvirkinu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Virkinu í Norðri eftir Gunnar M. Magn- úss. Ljósmyndasýning á mynd- um frá stríðsárunum á Islandi í sölum Norræna hússins stendur enn um sinn eða til loka júní, en þessa helgi gefst mönnum í síð- asta sinn tækifæri til að sjá kab- arettinn. Hann verður sýndur á laugardagskvöld kl. 21 og sunnudagkl. 16. Ungum er það allra best r Nemendur í Leiklistarskóla Islands flytja trúarljóð í Borgarleikhúsinu Nemendur í 3. bekk Leiklist- arskóla íslands hafa sett saman Ijóðadagskrá um ís- lenskan trúarskáldskap fyrr og síðar í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur. Dagskráin er samsett úr ljóðum, sönglögum og leiknum brotum úr ýmsum áttum. Svo dæmi séu tekin verða flutt brot úr Merði Valgarðssyni eftir Jó- hann Sigurjónsson, Passíu- sálmum Hallgrims Péturssonar, atriði úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson og úr Jóni í Brauðhúsum eftir Halldór Lax- ness. Auk nemenda Leiklistar- skólans koma fram þau Soffía Jakobsdóttir og Jón Hjartarson. Undirleikur á gamalt sveitaorg- el er í höndum Jóhanns G. Jó- hannssonar. Lýsingu annast Lárus Bjömsson. Sýningar verða á mánudag og þriðjudag kl. 20 og miðviku- dag kl. 16 á Litla sviði Borgar- leikhússins. Helgarveðrið Horfur á laugardag og um en þurrt að mestu. r. Hæg, breytileg átt, skýjað með köfl- t SÍÐA—HÝTT HBJjARBLAÐ Fðctudagur 1t. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.