Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Síða 12
X-NESKAUPSTAÐUR Einar Már Sigurðarson verður ekki öfundsverður að morgni 27. maí og upp frá því ef andstæð- ingum Alþýðubandalagsins í Nes- kaupstað verður að þeirri ósk sinni að meirihlutinn f bæjar- stjórn falli. Einar Már skipar fimmta sæti G-listans og á því sæti veltur hvort 44 ára líf meirihluta G-listans verður framlengt. „Ég trúi því að ég sé að gera rétt, svo líðan mín er bara góð og ég get ekki sagt að ég kvíði kosn- inganóttinni. En fólk má auðvit- að ekki trúa þeim áróðri minni- hlutans að við séum nánast örugg með áframhaldandi meirihluta í bæjarstjórn. Þetta verður tvísýnt eins og svo oft áður. Ég held það eigi vel við mig að vera í þessu sæti, baráttusætinu. Pað er hluti af lífsskoðun minni að maður eigi að standa í baráttu í stað þess að halda sig á lygnum sjó. Ég er bara að taka nauðsyn- lega áhættu," segir Einar Már í samtali við Þjóðviljann. Þjóðviljinn og Morgunblaðið Hann er 38 ára gamall og hefur kennt við Verkmenntaskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið. Hann er varamaður í bæj- arstjórn, en nú veltur allt á því að hann nái að verða aðalmaður. Ef Fimm efstu á G-listanum talið frá vinstri: Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson, Sigrún Geirsdóttir, Einar Már Sigurðarson og Klara Sveinsdóttir. Alþýðubandalagið hefur fimm bæjarfulltrúa og þarf að halda þeim til þess að halda meirihluta. Myndir gg. Samviilc forysta og valddreifing Einar Már Sigurðarson er í baráttusœti G-listans í Neskaupstað: Bar- áttan um meirihlutann verður tvísýn eins ogsvo oftáður. Minnihlutinn hefur ekki gegnt aðhaldsskyldu sinni ekki, fellur meirihlutinn eftir 44 ára úthald. Andstæðingár Alþýðubanda- lagsins nota einatt svipuð rök gegn meirihluta flokksins þar og andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins nota í Reykjavík. Til ergömul gamansaga um að Alþýðubanda- lagsmenn í Neskaupstað vilji heldur dreifa Morgunblaðinu en Þjóðviljanum síðustu vikurnar fyrir kosningar. Rökin gegn meirihluta G- listans eru á þá leið að bæ sé ekki hollt að hafa sama meirihluta eins flokks of lengi, valdið spilli, stöðnun haldi innreið sína í kerf- ið. Er ekki bara orðið tímabært að skipta um meirihluta? Breiðfylking „Það er satt og rétt að við erum sökuð um stöðnun og margt ann- að. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum að miklu leyti þurft að sinna því aðhaldshlutverki sjálf sem minnihlutinn á í raun að sinna. Við höfum lagt áherslu á stööugaendurnýjun innan frá, en minnihlutinn hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita okkur raunverulegt aðhald. Þeir í minnihlutanum hafa til dæmis ekki flutt neinar stefnu- markandi tillögur á þessu kjör- tímabili öllu. Þeir fluttu engar breytingartillögur við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Auðvitað ræða menn málin innan meirihlutans og eru ekki alltaf sammála um alla hluti. Það er meðal annars vegna þess hve breiddin er mikil innan okkar raða og vegna þess að þessi breiðfylking sem við erum endur- nýjast reglulega. Lýðræðið er því virkt þrátt fyrir að minnihlutinn hafi ekki staðið sig sem skyldi í aðhalds- hlutverki sínu.“ Ungt fólk „Það er til að mynda sérstak- lega áberandi hve ungt fólk er fjölmennt í efstu sætum G- listans. Meðalaldur frambjóð- enda er lágur og fólkið kemur úr öllum starfsstéttum. Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt. Það er því fráleitt að yfirfæra málflutning andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavíic á okkur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr hinum sterka manni. Við erum ekki að bjóða fram „ofurmenni“, en byggjum starf okkar á samvirkri forystu og valddreifingu," segir Einar Már. Hann segir Alþýðubandalagið nú hafa hugmyndir um að auka vald kjörinna fulltrúa enn frekar á kostnað embættismanna. Til dæmis með því að bæjarfulltrúi en ekki bæjarstjóri verði formað- ur bæjarráðs. „Við höfum einnig áhuga á að stórauka upplýsingastreymi frá bæjaryfirvöldum til bæjarbúa. Markmið okkar er einnig að auka áhuga bæjarbúa á málefnum bæjarins á milli kosninga. Það er lýðræðinu nauðsynlegt að fólk taki þátt í umræðu og láti sig á- kvarðanir yfirvalda einhverju skipta,“ segir Einar Már. Gott aluínniissfsnd ........ Bæjarstjórnarkosningar snúast að þessu sinni mjög víða um at- vinnumál, enda er atvinnu- ástandið víða með eindæmum erfitt. Þetta á þó ekki við Nes- kaupstað. Þar er fremur skortur á vinnuafli en skortur á vinnu. í fjórðungnum í heild er þó 3,5 prósent atvinnuleysi og hvorki meira né minna en fimm af hverju hundraði kvenna hefur ekki atvinnu. Kosningabaráttan snýst miklu fremur um hvort meirihluti Al- þýðubandalagsins á að fá áfram- haldandi umboð eða ekki. En hvað hefur Alþýðubandalagið gert til þess að verðskulda fram- lengt umboð til þess að fara með meirihluta í bæjarstjórn? „Á þessu 44 ára tímabili sem Alþýðubandalagið hefur farið með meirihiutavald hefur átt sér stað gífurleg uppbygging félags- legrar þjónustu samfara því að hér hefur verið haldið uppi traustri atvinnu. Atvinnuástand- ið byggist að verulegu leyti á góðri samvinnu bæjaryfirvalda og stjórnenda fyrirtækja, ekki miðstýringu eins og stundum er EinarMár Sigurðarson: Það á vel við mig að veraíbaráttusætinu. Mér finnst betra að standa í baráttu en að vera á lygnum sjó. Mynd gg. haldið fram. Samstarf bæjaryfir- valda og stærsta fyrirtækisins í bænum, Síldarvinnslunnar, hefur verið mjög gott og á þeim nótum að full atvinna komi á undan ítr- ustu hagkvæmni í þrengsta skiln- ingi þess orðs.“ Næg dagvistarpláss „Það er nú eins og fara með gamla lummu að hér hefur þörf fyrir dagvistun m'ög lengi verið fullnægt, sem er mjög ólíkt flest- um öðrum bæjarfélögum. Meirihlutinn hefur lagt metnað sinn í að byggja upp gott fram- haldsnám. Tónlistarskólinn hef- ur einnig verið ofarlega á for- gangslistanum, enda er hann nú miðstöð tónlistarlífsins í bænum. Tónlistarskólinn var áður sam- eiginlegt verkefni ríkis og bæjar, en bærinn hefur alltaf sett markið hærra en hlutdeild ríkisins hefur gert ráð fyrir. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að fjölga íbúðum aldraðra verulega og þær framkvæmdir eru á lokastigi í bili. Á næsta kjörtímabili verða fþróttamálin í brennidepli. Það hefur þegar verið tekin ákvörðun um að byggja nýtt íþróttahús í stað þess að byggja við það gamla eins og áður var rætt um. Minni- hlutinn hefur dregið lappirnar í þessu, en þetta verður stærsta verkefni næsta kjörtímabils. Einnig hefur verið ákveðið að halda áfram uppbyggingu á skíð- asvæðinu í Oddsskarði og það er óneitanlega brýnt að bæta að- stöðu til sundiðkunar.“ Sorpmálin „Það er líka brýnt að finna úr- lausn fyrir félagsstarf unglinga. Unglingarnir hafa haft bráða- birgðahúsnæði fyrir fél- agsmiðstöðina Atóm, en það er ljóst að þeir verða að fá betri að- stöðu. Sorpmálin eru hér í ólestri eins og víða annars staðar. Það hefur á svæðinu, en það er fyrirsjáan- legt að kostnaður við slíka lausn verður mikill. Við munum áfram kanna möguleikann á sameigin- legri lausn, en það starf má ekki taka of langan tíma.“ Einar Már segir uppbygging- una í Neskaupstað hvorki hafa byggst á óhóflegum álögum né óvenjulega háum tekjum miðað við önnur sveitarfélög. Neskaup- staður hefur safnað skuldum eins og svo mörg önnur sveitarfélög." Skuldugt sveitarfélag „Neskaupstaður er skuldugt sveitarfélag, það er ekki hægt að neita því. Við eigum það nefni- lega sammerkt með öðrum sveitarfélögum, öðrum en Reykjavík að tekjur okkar eru allt of litlar. Við höfum barist fyrir uppstokkun á tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga og telj- um nýju lögin um þetta aðeins lítið sícref í rétta átt. Það þarf að stórefla tekjustofna sveitarfélag- anna,“ segir Einar Már. -gg 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.