Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 2
SYSTIR SKAÐA SKRIFAR
Við
erum
best!
Ég svíf um á amarvængjum jákvæðninnar.
Brosmild sem krókódíll og hláturmild eins og
hýena, jafn troðfull af fogmm fyrirheitum og
gluggaumslag beini ég jákvæðum röntgen-
augum mínum að landi og þjóð. Og sjá, þetta
er allt harla gott. Horfm er þessi kona sem af
einhverjum ástæðum neyddist endalaust til að
böðlast áfram í útsynningi með hausinn undir
sér, nú vef ég bara treflunum þéttar að hálsin-
um, stari dreymnum augum upp í öskugráan
sumarhimininn og hugsa um hvað við séum
nú öllsömul heppin að fá að búa hér norður
við heimskautsbaug, merkilegasta þjóð í
heimi í besta landi í heimi fyrir utan mörk hins
byggilega heims. Mér er loksins orðið þetta
ljóst.
Þetta hefur náttúrlega verið vitað lengi, þó
ég hafi ekki haft hugmynd um það, en það fer
ekkert á milli mála að staðreyndin hefur verið
ýmsum kunn í gegnum aldimar. Ég er sann-
færð um að hér hefur búið jákvætt fólk sem
vissi þetta allt frá Landnámsöld, - og jafnvel
fyrr. Og leitum við eftirseinni tíma sönnunum
höfum við þær alveg pottþéttar til dæmis í öll-
um ættjarðarljóðunum sem enn draga hrifn-
ingartárin fram í augun og í sjálfri pýramíða-
kenningunni sem sannar að hið nýja Ljós
Heimsins muni koma frá Islandi innan
skamms, - og sú kenning kemur meira að
segja frá útlöndum svo hún hlýtur að vera
sönn og engin leið að saka okkur um þjóð-
rembu og hroka í því sambandi.
Að vísu finnst mér soldið hæpið að ákveð-
inn árgangur, sem ég hirði ekki um að nefna,
vilji eigna sér hinn nýja Messías, ekki afþví ég
sé öfundsjúk eða að mér finnist neitt endilega
að sá ákveðni árgangur sé ekki beinlínis til
stórræðanna, neinei, ekki þannig séð. Þetta er
ósköp þokkalegur árgangur svona eftir því
sem slíkir gerast, það er ekki það. Mér finnst
bara ekkert jákvætt að ætla að eigna sér hlut-
ina rétt si-sona. Ég á við, það má alveg gefa
hinum séns þar til annað sannast.
En hvað sem þvi líður þá erum við best.
Það hefur verið margsannað með samanburði,
svo það fer ekkert á milli mála. Við erum gáf-
aðasta, hæfileikaríkasta og fallegasta þjóðin á
norðurhveli jarðar að minnsta kosti og þó víð-
ar væri leitað. Við eigum merkilegustu menn-
inguna og landið okkar er pottþétt það falleg-
asta í heimi, við eigum hér fallegustu jöklana,
fjöllin og fossana, náttúran er hér öll hin gjöf-
ulasta, hér er lambakjötið best og hér er eftir-
sóknarverðast að búa því okkar velferðarþjóð-
félag er sko líka það besta í heimi. Hér drýpur
hreinlega smjör af hverju strái, - þar sem þau
er á annað borð að finna.
Veðrið hér er líka ákaflega gott. Það sést
með tilliti til breiddargráðu og samanborið við
Grænland, Norðurpólinn og Suðurskautsland-
ið. Hér er einfaldlega alveg himnesk veðrátta.
Þeim sem vilja vera eitthvað neikvæðir og
nöldra má benda á að við værum nú illa stödd
ef við gætum ekki talað um veðrið, hamingjan
má vita hversu mörg hjónabönd hefðu leyst
upp og hvað mörg fjölskylduboð endað í
harmleik ef ekki væri blessað veðrið okkar að
ræða um. Og hvemig ætti eiginlega að enda
fréttatíma Sjónvarpsins? Ja ég bara spyr. Og
vilji einhver draga landkosti hér í efa má bara
benda á það að hér er þó mun betra en að hýr-
ast á Jan Mayen, það fer ekkert á milli mála.
Ég hefði nú haldið það!
Öllu þessu er restin af landsbyggðinni nú
að átta sig á, sannaðist það svo ekki varð um
villst þegar hún Beta fékk sér hingað flug og
bát? Ég ætla nú bara ekkert að segja, og hún er
alls ekki ein um þetta, ónei! Hingað streyma
túrhestar til að berja okkur augum og dást að
okkur um leið og að íjöllunum okkar og Hall-
grímskirkju og til að fá það ókeypis hjá falleg-
asta kvenfólki í heimi. Það var sko alveg rétt
landkynning að vekja athygli á því á sínum
tíma og ófáar ánægjustundimar sem við kven-
fólkið höfum haft af erlendum karlpeningi
fyrir bragðið. Einsog það sé ekki munur að fá
aðeins meira úrval svona yfir hásumartímann?
Og allir þessir túrhestar sanna svo ekki
verður um villst það sem sumir hér hafa alltaf
vitað því við spyrjum þá alla, hvem einn og
einasta og það mörgum sinnum á dag: Há dú
jú læk Æsland? Og hver skyldi hafa fengið
neikvætt svar við þeirri spurningu nema frá
bilaðri manneskju? Ha?
Já. Það er bara eitt sem mér finnst vanta
svo allt verði hér alfullkomið og ég geri að já-
kvæðri tillögu minni að það verði barasta flutt
inn, auðvitað að undangengnum nákvæmum
rannsóknum á hreinleika, heilbrigði, innræti
og öðmm kostum, því hingað til fyrirheitna
landsins getum við aðeins hleypt því besta! En
mér finnst vanta hér mörgæsir. Þær geta
kommúníkerað telepatískt og svona burtséð
frá því hvað það væri nú gaman að ræða við
þær þá em þær líka svo settlegar og vel klædd-
ar. Svo myndu þær líka taka sig svo vel út við
Ráðhúsið okkar nýja.
^Ég vil að þið Teggið ykkur
alla fram við blásturinn
þannig að annar eins leikur1
á þjóðsöngvunum hafi
[ aldrei heyrst.
í RÓSA-
GARÐINUM
AÐ VERA EÐA
VERA EKKI
Fólk að flyt
„Ég hef ekki orðið var við að
fólk sé að flytja héðan, þvert á
móti virðist fólk vera að flytja
hingað á staðinn. Atvinnu-
ástand hér er líka betra en á
sama tima í fyrra. Þá voru 18
á atvinnuleysisskrá en nú 7",
segir Björn Níelsson sveitar-
stjóri á Hofsósi.
Níelsson
að hætta
Björn Nielsson hefur ákveðið
að láta af starfi sveitarstjóra
Hofsóshrepps og mun það
líklega gerast um mánaða-
mótin júlí-ágúst. Ástæðan
fyrir því er sú að Björn ætlar
að hefja nám í Tækniskóla
íslands í haust.
Úr Feyki
AF MANNKOSTUM
ÞJÓÐHÖFÐINGJA
Bretadrotning er alþýðleg og
alúðleg í fasi. Hið sama gildir
um forseta Islands.
Ur leiðara DV
HVAÐ VARÐ UM
GESTRISNINA?
Við skulum sem íyrr nýta
heimsóknir þjóðhöfðingja til að
efia markaði... Þannig getum við
- eins og oft hefur gerzt, fengið
til baka það, sem við höfum
kostað til skrúðsins.
Úr leiöara DV
ÞJÓÐHÁTÍÐ MEÐ
FRAMSÓKNAR-
BRAG
Hátíðarhöld 17. júní fóm vel
íram á Húsavík og var stjómað
af röggsemi. Og einhvetjum varð
að orði að það væri greinilegt að
Framsóknarmenn væm teknir
við stjóminni í bænum. Hafliði
Jósteinsson var kynnir á hátíðar-
höldunum, Einar Njálsson, ný-
ráðinn bæjarstjóri, flutti hátíðar-
ræðuna og Stefán Haraldsson,
bæjarfulltrúi B-lista kynnti
hestasýningu. Og að sögn kunn-
ugra fóm þar einungis framsókn-
arhross, en það mun hafa sést á
hlaupalaginu og svo vom hest-
amir einnig opnir í báða enda.
Víkurblaóiö
JARTEIKN HIN
NYJU
Á (þjóðhátíðardaginn) gerð-
ist raunar kraftaverk sem fram-
sóknarmenn hafa auðvitað eign-
að sér. Sem sé það að hátalakerf-
ið brást ekki að þessu sinni. Elstu
menn muna ekki eftir meiriháttar
mannfagnaði á Húsavík sem
ekki hefur einkennst af míkra-
fónmeinum og hátalarahallæri...
Sumir telja að þetta sé vísbend-
ing um farsæla framsóknarstjóm
næstu 4 árin.
2 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990
Víkurblaðið