Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 3
Af minjagripum í tolli Ýmsar sögur hafa spunnist í gegnum tfðina af viðureign landans við tollverði á Kefla- víkurflugvelli þar sem þeir síð- astnefndu hafaoftast haft bet- ur. Fyrirskömmu kom einn að norðan heim úr heimsókn frá Englandi. Þar hafði hann farið víða um og heimsótt meðal annars nokkra viskífram- leiðendur sem gerðu vel við hann. Áður en hann lagði af stað heim keypti hann tvær viskíflöskur af stærri gerðinni, ásamt stórum kassa af Ha- vanavindlum auk hefðbund- inna vindlinga. Þegar hann kom til Keflavíkurflugvallarfór hann rakleiðis í rauða hliðið í tollinum í þeim tilgangi að greiða toll af varningnum. Aður en kom til þess ákvað hann hvort ekki væri reynandi að sannfæra tollinn um það að viskíflöskurnar væru í raun minjagripir frá framleiðendun- um og því ekki réttlátt að hann þyrfti að greiða toll af þeim. Eftir nokkurt þóf, japl og fuður féllst tollurinn á sjónarmið þess norðlenska og hleyptu honum í gegn með flöskurnar góðu án gjalds og líka með tóbakið. Það er af flöskunum að frétta að þær ku vera báðar tómar og langt gengið á tó- bakið. ■ Hvað er sam?- keppni? Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, fyrrverandi kommúnisti og núverandi frjálshyggjupostuli, skrifar at- hyglisverða kjallaragrein í DV í vikunni. Hann er að skrifa um samkeppni og úthúðar Kenn- arasambandi Islands í leiðinni fyrir að vilja ekki veita nem- endum í skólum landsins verðlaun eða viðurkenningu fyrir „námsafrek", því sam- keppni sé af hinu góða. Síðan fer Guðmundur að skilgreina orðið samkeppni og kemur með all nýstárlega kenningu um það orð: „Samkeppni, hvort sem hún fer fram á íþróttavelli, í skólum, í verslun og viðskiptum eða fjölmiðlum, er með öðrum orðum sú at- höfn er fleiri en einn keppa saman að einhverju marki.“ Ekki er nú orðabókin alveg sammála Guðmundi því í henni stendur að samkeppni þýði það að keppa sín á milli í einhverju, ekki saman. Eða eru samkeppnisfyrirtæki kannski að keppa saman að því að ná til sín viðskiptum? Eru þau ekki frekar að kepp- ast við að ná viðskiptum hvert frá öðru? ■ iJUI^FERÐAR við Stýnð. Dýrkeypt mótmæli Meira af hinum norðlenska. Fyrir nokkru þótti honum þjón- usta Pósts & síma ekki vera nægilega góð f sinni heima- byggð. Til að leggja áherslu á mótmæli sín barði hann þétt- ingsfast í borðið hjá Póstinum með þeim afleiðingum að hann handarbrotnaði. Fyrirþó nokkrum árum varð bóndi þessi fyrir því, að slegið var á þessa sömu hönd með sleggju þegar hann lagði hana á girðingarstaur í þeirri trú að félagi hans væri búinn að reka smiðshöggið. ■ Kerfið samt við sig Opinberir starfsmenn þekkja það manna best hvað það getur verið erfitt að herja út úr kerfinu smá aur þegar þarf að kaupa einhvern hlut sem viðkomandi stofnun þarf nauðsynlega á að halda. Hinsvegar skortir ekki aurinn þegar ferðalög yfirmanna eiga í hlut. Svo mun hafa verið á dögunum þegar yfirmaður Rafmagnseftirlits ríkisins fór til Kína á norrænan sam- starfsfund og á heimleiðinni var komið við á Svalbarða. ■ Umboðsmenn Þjóöviljann vantar umboðsmenn á Húsavík og Dalvík. Vinsamlegast hafiö samband við af- greiðslu blaðsins í síma: 91-681333. þJÓÐVILIINN Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn fimmtudaginn 5. júlí nk. að Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Veldu aðeins það besta þegar þú terð út að borða Einn hJuti verltsin ^öku/sZt”ftrerUbva»' ^pauesWunZrfsSummm,Unum finmanniál - hrrt„ j mar með ^Aðsenda ð,aunverðaí| ^^“Or‘%*****'* 5'm'ISar'°S,1öfundarfbVa'dar10 XWkr. v/ðurkenn' Þe,rra fa sPaug/ð send/st b Un®U flVcr- pf'ÍTta,u"dm ^<>sthoirsi94 12sReykjavík VERVM EKK! HRvcr KGG- VERUM j * 6 kg. poki með hálfum lambsskrokk úr l.fl. A, snyrtum og sneiddum á grillið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.