Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 7
Borturn í Alberta - fylkisbúar fara sínar eigin leiðir í krafti olíuauðs. arbrots með franska tungu og menningu yrði virt. Brian Mul- roney rorsætisráðherra og leið- togi íhaldsflokksins, sjálfur frá Quebec, vann kosningar 1984 og komst þar með til valda að miklu leyti út á loforð um að jafna þennan ágreining og tryggja ein- ingu landsins. 1987 tókst honum að fá alla fylkisforsætisráðherr- ana til að gera við sambands- stjórnina Meech Lake-samning svokallaðan, en samkvæmt hon- um fengu Quebecmenn kröfum sínum um stjórnarskrárinnskot að mestu framgengt. Hlaut Mul- roney þá enn mikið lof sem sam- einandi landsfaðir og dugði hon- um það vel í baráttunni fyrir kosningarnar 1988, sem hann einnig vann. Uppreisn fámennari fylkja En fljótlega sló í bakseglin. í Manitoba, Nýju Brúnsvík og Ný- fundnalandi komu til valda nýjar stjórnir, sem drógu til baka hlut- deild þessara fylkja í Meech Lake-samningi. I Nýju Brúnsvík gætir með mesta móti hefða frá loyalistunum (eins og áður- nefndir bresksinnaðir Banda- ríkjamenn voru kallaðir) og Ný- fundnaland býr við bágan efna- hag. Þar í fylki finnst mönnum að þeir séu í stjórn- og efna- hagsmálum afskiptir af sam- bandsstjórn og stóru fylkjunum tveimur. Atvinnuleysi erþarekki minna en 17 af hundraði og marg- ir Nýfundnalendingar leita sér vinnu útfyrir heimahagana, þar á meðal til stóru fylkjanna. Clyde Wells, forsætisráðherra þeirra frá því í fyrra, kvaðst telja hættu á að frönskumælandi Quebecmenn létu minnihluta þar í fylki sæta misrétti á grundvelli stjórnar- skrárinnskotsins um sérstöðuna. Stjórnir Manitoba og Nýju' Brúnsvíkur lýstu því nú yfir að ef frönskumælandi menn ættu að fá sérstöðu viðurkennda í stjórnar- skrá, væri fráleitt að ekki fengju það fleiri, t.d. þyrfti að tryggja þar betur réttindi kvenna, frum- byggja og svæða þeirra geysivíð- lendra en strjálbýlla norðan- lands, sem ekki eru fylki. Þessi fylki og fleiri af þeim fá- mennari krefjast þess einnig að þeim sé veitt aukin hlutdeild í stjórn landsins með breytingum á öldungadeild, þ.e.a.s. efri deild þingsins. Til hennar var stofnað með lávarðadeildina bresku sem fyrirmynd, í hana er ekki kosið, heldur eru menn útnefndir í hana eftir fylkjum. Minni fylkin vilja að kosið verði í deildina og að þingmönnum þeirra þar sé fjölg- að á kostnað stóru fylkjanna tveggja. Ontario tók vel í þetta, en Fransmennirnir í Quebec segja þvert nei. Cree-indíánar felldu £V3eec§i Lake-samning Frá því í byrjun mánaðarins lagði Mulroney nótt við dag við að þrúkka fylkisforsætisráðherr- unum til samkomulags á ný og tókst það að lokum, án þess að Quebecmenn yrðu að gefa eftir svo teljandi væri. Clyde Wells var að sumra sögn beittur til þess nokkuð þjösnalegum þrýstingi og hann t.d. beðinn að gleyma því ekki að hið fátæka Nýfundnaland (á kanadískan mælikvarða) ætti helming fjárlagatekna sinna undir sambandsstjórninni. En þá upphófust Cree-indíánar í Manit- oba. Forustumenn þeirra tóku nú undir þau sjónarmið, er þegar höfðu komið fram, um að sér- stöðu frumbyggja væri að litlu getið í stjórnarskránni og fulltrúa þeirra á Manitobaþingi tókst að tefja svo framgang málsins þar að þingið hafði ekki tekið afstöðu í því áður en Mecch Lake- samningurinn rann út 23.þ.m. Þetta er mikill pólitískur ósigur fyrir Mulroney, sem annars hefur reynst ýtinn og sleipur samninga- maður. Margir kenna honum um að svo fór sem fór, segja að hann hafi dregið of lengi að reyna að koma á samkomulagi. í Quebec vex fylgi sjálfstæðissinnum, sem saka forsætisráðherrann þar, Ro- bert Bourassa, um alltof deiga frammistöðu í baráttunni fyrir kröfum síns fólks. Líkurnar á því að Quebec kljúfi sig út úr Kanada eru um þessar mundir með meira móti. Færi svo er ekki einu sinni víst að enskumælandi fylkin níu héldu hópinn. í Nýja Skotlandi kvað vera fyrir hendi nokkur áhugi á því að ganga í Bandarík- in. Ifylkjunumílandinumiðjuog vestanverðu gætir einnig þreytu á ráðríki stóru fylkjanna og sffelld- um kröfum þeirra í Quebec um viðurkennda sérstöðu. Þetta á einkum við í Manitoba og Al- berta, en íbúar síðarnefnda fylk- isins hafa eflst mjög að sjálfs- trausti vegna olíuauðs. Tvístringur á flokkakerfi? Allt þetta er á leið með að koma trístringi á flokkakerfið. Til þessa hafa verið ríkjandi í stjórnmálunum tveir flokkar, íhaldsmenn og frjálslyndir, sem farið hafa með völd til skiptis. Ríkisstjórnir hafa yfirleitt haft á bakvið sig öruggan þingmeiri- hluta. Eftir fall Mecch Lake- samnings eru sambandsþing- menn frá Quebec farnir að segja sig úr gömlu flokkunum og hafa við orð að stofna sérstakan þing- flokk fyrir fylkið. Og síðustu mánuði hefur Umbótaflokki svo- kölluðum, sem mest fylgi hefur í Alberta, aukist fylgi í mið- og vesturfylkjum. Þrátt fyrir allt þetta er ástæðu- laust að ganga að því sem gefnu að Kanada detti í sundur. Það er eitt auðugustu ríkja heims og þar sem sundurskipting ylli sennilega áföllum í efnahagsmálum, er lík- legt að reynt verði til þrautar að jafna ágreining þann allan, sem ógnar einingu. Föstudagur 29. júni 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 FRÉTTIR Norðurlönd Reykjavík ekki alltaf dýrust Innlendar landbúnaðarvörur eru dýrastar á Islandi miðað við innlendar vörur hinna Norðurlandanna Ikönnun sem verðlagsyfirvöld á Norðurlöndum hafa gert sam- eiginlega á verði 20 vörufiokka, kom í ljós að innfluttar vörur voru í fimm tiifellum ódýrastar í Reykjavík af þeim níu vöruflokk- um sem kannaðir voru. í tveimur tilfellum voru innfluttu vörurnar næst ódýrastar í Reykjavík en ein dýrust. Innlendar landbúnaðar- vörur sem kannaðar voru voru í nær öllum tilfellum dýrastar í Reykjavík miðað við höfuðborgir hinna Norðurlandanna. Af fimm innlendum fram- leiðsluvörum var ein ódýrust í Reykjavík og tvær næst ódýrast- ar. Ein innlend framleiðsluvara, rjómaís, var dýrust í Reykjavík. Samanburðurinn var hins vegar Reykjavík mjög í óhag þegar kom að innlendum landbúnaðar- vörum. Af fimm vöruflokkum sem kannaðir voru, reyndust þrír vera dýrastir í Reykjavík en tveir næst dýrastir. Alls voru sjö af tuttugu vörutegundum ódýrastar í Reykjavík, sex í Kaupmanna- höfn, fimm í Stokkhólmi og tvær í Osló. Fimm vörutegundir voru dýrastar í Reykjavík, níu í Hels- inki, fjórar í Osló og ein í Kaup- mannahöfn. Svínakótilettur voru dýrastar í Reykjavík en fryst fiskflök voru ódýrust í Reykja- vík. Hveiti var 150% dýrara í Hels- inki en Reykjavík, hrökkbrauð var 100% dýrara í Reykjavík en Stokkhólmi, smjörlíki var 100% dýrara í Helsinki en Reykjavík, eldhúsrúllur voru 44% dýrari í Osló en Reykjavík, rjómaís var 149% dýrari í Reykjavík en Kaupmannahöfn, egg voru 109% dýrari í Reykjavík en Kaup- mannahöfn og smjör var 81% dýrara í Reykjavík en í Osló. Niðurstöður þessarar könnun- ar er í samræmi við niðurstöður könnunar sem Verðlagsstofnun gerði síðast liðið sumar. -hmp N esj a vallavirki un Kæruleysi olli slysi Banvænt gas olli slysum á sex starfsmönnum verktaka við Nesjavallavirkjun. Kæruleysi verktaka olli því að banvænt gas slapp út í and- rúmsloftið í stöðvarhúsið Nesja- vallavirkjunar í fyrrakvöld og olli slysum á sex starfsmönnum vcrktakans. Starfsmennirnir voru að eiga við frárennslislagnir án samráðs við starfsmenn hita- veitunnar, enda þótt tckið hafl verið fram að hafa yrði samráð við þá. Slys hefur áður orðið vegna þessa gass. Gasið sem um er að ræða er brennisteinsvetni. Það myndast í jörðu niðri og kemur upp með gufunni. Það þéttist hins vegar um leið og vatnið og fer niður um frárennslislögn með vatninu. Að sögn Gunnars Kristins- sonar hitaveitustjóra varð slys af völdum brennisteinsvetnis árið 1982, en það var ekki alvarlegt. Starfsmaður Hitaveitunnar anda- ði gasinu þá að sér í borholukjall- ara, fékk aðsvif og féll niður í kjallarann. Hann hlaut ekki al- varleg meiðsl. Gunnar segir að Hitaveitan telji sig gera nægilega öruggar ráðstafanir vegna gassins, en að það þurfi greinilega að brýna bet- ur fyrir mönnum að fara að öllu með gát. „Það var búið að banna mönnum eða eiga við lagnir þarna án samráðs við okkar starfsmenn,“ segir Gunnar. Vinnueftirlitið og RLR rannsökuðu málið í gær. -gg Verömunur 284%munurá kóladrykkjum ískóla lang ódýrasti kóla- drykkurinn Verðlagsstofnun gerði verð- samanburð á morgunverðark- orni og kóiadrykkjum í 40 versl- unum á höfuðborgarsvæðinu þann 21. júní. Samanburðurinn leiddi í ljós að ískóla var lang ódýrasti kóladrykkurinn af um 15 tegundum. ískóla var að meðalt- ali 284% ódýrara en Coca Cola, þar sem það var ódýrast. Einn lítri af ískóla kostaði að meðaltali 74 krónur en einn lítri að Coca Cola kostaði að meðal- tali 284 krónur. Af fjórtán tegundum af morg- unverðarkorni kostuðu 100 grömm af Kelloggs Corn Flakes minnst, eða 41 krónu. Hæsta verðið reyndist á Kelloggs Rice Krispies og var það 61% dýrara en á fyrrgreindu kornvörunni. Mesti verðmunur á milli versl- ana á ákveðinni tegund af morg- unkorni var 147% á Ota Guld Korn. Munurinn á lægsta og hæsta verði af ískóla var 127%. -hmp Mógilsármálið Yfirlýsing frá starfsmönnum á Mógilsá vegna yfirlýsingar landbúnaðarráðherra Yfirlýsing sú um dr. Jón Gunn- ar Ottósson, sem landbúnaðar- ráðherra, Steingrímur J. Sigfús- son, sendi frá sér í gær vekur okk- ur bæði óhug og hneykslan. Yfirlýsingin er full af ýmsum mis- túlkunum og hálfkveðnum vís- um, en þar sem þessi yfirlýsing þekur alls 9 bls. mun það taka nokkurn tíma að svara öllum at- riðum. Þangað til tími hefur unn- ist til að svara að fullu, látum við okkur nægja að taka fram eftir- farandi: Landbúnaðarráðherra hefur alltaf látið sem málefni skipti engu í þessari deilu, heldur að- eins persónur. Raunar hefur landbúnaðarráðherra verið ó- fáanlegur til að ræða þessi mál á málefnalegum grundvelli, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli okkar og mikil fundahöld. Þvert ofan í fullyrðingar land- búnaðarráðherra, þá snýst málið einmitt um fagleg vinnubrögð í skógrækt og landnýtingu, og vönduð og ábyrg vinnubrögð í áætlanagerð, fjármálastjórn og rekstri. Landbúnaðarráðherra er að reyna að bjarga sér út úr því fádæma klúðri sem hann hefur komið málefnum Rannsókna- stöðvarinnar á Mógilsá í. Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, þ.m.t. bæði forstöðumaður og aðrir starfs- menn, hefur að undanförnu átt mikið og gott samstarf við ýmsa aðila og stofnanir, þ. á m. Há- skóla íslands, Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands, Land- græðslu ríkisins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Norr- ænt samstarf um skógræktarr- annsóknir, Queens háskóla í Kanada, Rannsóknastöð Kanad- ísku ríkisskógræktarinnar í St. Johns á Nýfundnalandi, garðyr- kjubændur á Suðurlandi, bændur Sem plöntulífeðlisfræðingur við Landnýtingardeild Rann- sóknastofnunar Landbúnaðarins hef ég átt samstarf við sérfræð- inga Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins að Mógilsá. Við höfum unnið að verkefnum er tengjast áhrifum umhverfisþátta á vöxt aspartrjáa og níturferlum í jarðvegi. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að samstarf mitt við sér- fræðinga stöðvarinnar og for- stöðumanna hennar hefur verið á Síðu í Austur-Skaftafellssýslu, skógræktarfélög, ýmsa starfs- menn í deildum Skógræktar ríkis- ins, o.s.frv. Því samstarfi sem landbúnaðarráðherra óskar eftir í niðurlagsorðum yfirlýsingar sinnar hefur þegar verið komið á, undir forustu dr. Jóns Gunnars Ottóssonar. Nær hefði verið að landbúnað- arráðherra þakkaði Jóni Gunnari vel unnin störf. Þorbergur Hjalti Jónsson Úlfur Óskarsson Kristján Þórarinsson með miklum ágætum. Faglegur metnaður, áhugi á viðfangsefn- inu og áhersla á hópsamstarf hafa einkennt vinnubrögð þeirra í tengsium við þau verkefni sem við höfum unnið saman að. Þaö er von mín að lausn finnist á deilunni um Mógilsárstöðina sem tryggi framtíð sjálfstæðra rannsókna í þágu skógræktar hér á landi. dr. Haildór Þorgeirsson Sérfræðingur Rannsókna- stofnun landbúnaðarins Yfirlýsing

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.