Þjóðviljinn - 29.06.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Page 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Úðit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: * 68 13 33 AuglýsÍngadeHd:« 681310 - 6813 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur I lausasölu Setning og umbrofc Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Pnentun: Oddl hf. Aðsetur: Siðumúla 37,108 Reykjavik Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins í kvöld hefst á Egilsstöðum miðstjómarfundur Alþýðubandalagsins og stendur fram á sunnu- dag. Landsfundur var haldinn í fyrra og sam- kvæmt lögum flokksins ber að halda miðstjómar- fund þrisvar þau ár sem ekki er haldinn lands- fundur. Fyrsti miðstjómarfundur ársins 1990 var haldinn í febrúar, svo tímasetning fundarins núna er mjög eðlileg og ekki til komin vegna þeirra heitu umræðna sem hafa átt sér stað innan flokksins undanfarið. Hins vegar stjómar mið- stjómin málefnum Alþýðubandalagsins í umboði landsfundar og mótar pólitíska stefnu flokksins þegar ekki liggja fyrir stefnuyfirlýsingar lands- fundar. Fundurinn axlar því mikla ábyrgð og get- ur haft veruleg áhrif á gang mála. Af þessum sök- um er mikilvægt að sem flestir þeirra sem tök hafa á sæki miðstjómarfund og vanhugsað að hunsa hann, eins og þó hefur bryddað á núna. Nauðsyn þess að sem flestir mæti á fundinn er enn skýrari í Ijósi þess að mörg mikilvæg mál- efni liggja nú fyrir ríkisstjóm, sem varða ma. stór- iðju og Evrópusamstarf, er því augljóst að mið- stjómarfundurinn núna hefur brýnum verkum að sinna. Fyrir utan almennar stjómmálaumræður enj á dagskrá hans sérstaklega störf ríkisstjóm- arinnar og árangur í efnahagsmálum, úrslit sveit- arstjómarkosninganna, stjómmálaástandið og staða flokksins, flokksstarfið og undirbúningur Al- þingiskosninga, sjávarútvegsmál og landbúnað- armál. Þótt þessum miðstjómarfundi sé ekki ætlað að fjalla um stefnuskrá Alþýðubandalagsins, þá vill svo til að þessa dagana hefur Alþýðubanda- lagið verið að senda til umfjöllunar í flokksfélög- unum um land allt drög að nýrri stefnuskrá flokks- ins undir heitinu „Lýðræði og jöfnuður”. Undirtitill draganna er „Bætt lífskjör, blómleg menning, ís- lenskt forræði.” Á haustfundi miðstjómar verður síðan kosin ný stefnuskrámefnd til að fullvinna drögin og leggja fýrir næsta landsfund. Alþýðu- bandalagsmenn standa þess vegna frammi fyrir því um þessar mundir að kveðja margt í þeirri stefnuskrá sem þriðji landsfundur flokksins sam- þykkti fyrir tæpum 16 ámm. Nýju stefnudrögin em að miklum mun einfaldari og hnitmiðaðri í sniðum en gamla stefnuskráin, geyma meginlín- ur en höfundar þeirra ætla sér ekki þá dul að gefa jafn nákvæmar forskriftir að þjóðfélaginu og áður tíðkaðist. í formála sínum að nýju stefnuskrárdrögunum segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, ma. í framhaldi af orðum um stjómmálaþróunina annars staðar í Evrópu: „En séraðstæður okkar benda einnig til að við lifum tímabil þáttaskila í íslenskum stjómmálum. Miklar breytingar eru að verða á íslensku samfélagi, í efnahagslífinu, í félagsmálum og í menningarieg- um efnum. Þessar breytingar hafa undanfarin ár vakið mikla ólgu og valdið verulegu umróti á hinu pólitíska sviði, og þeirtímar umbrota, gerjunar og nýsköpunareru engan veginn liðnir.” Miðstjómar- fundurinn núna fer fram við þær aðstæður að ólga af ýmsum toga leikur um flokkinn og forystu- menn hans. Sumt af henni á sér rætur innan Al- þýðubandalagsins, en annað er hluti af þeirri endursköpun og gerjun þjóðfélagsmálanna og stjómmálanna almennt sem formaður flokksins nefnir í ofangreindum formálsorðum að stefnu- skrárdrögum. Það byggist því á hættulegri skammsýni ef menn freistast til þess að halda að þeir leysi ágreining sinn og vandamál með því að beina sjónum eingöngu að flokksstarfinu, foryst- unni og kosningaúrslitunum í maí sl. Brýnt er að flokksmenn hafi það hugfast að þeim býðst að vera þátttakendur í uppbyggingarstarfi jafnaðar- manna á íslandi, og að nokkru er til fómandi á persónulegum grunni til að stuðla að langtíma- markmiðum félagshyggjufólks. ÓHT • % ÞAB HEFBl EUAHVER. KiT AÐ VAR'ANN Vib. RBSNíáALtÍ DUSAR. bbtur hérAlanuí. 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.