Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIP
Fundur miðstjórnar
Alþýðubandalagsins
haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1.
júlí næstkomandi
Föstudagur 29. Júní kl. 20.30
1. Fundurinn settur í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum
2. Stjórnmálaumræður
2.1. Störf ríkisstjómarinnar / Árangur í efnahagsmálum.
2.2. Úrslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða
flokksins.
Laugardagur 30. júní kl. 9.00
Framhald stjórnmálaumræðna.
3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga.
4. Sjávarútvegsmál.
5. Landbúnaðarmál.
6. Önnur mál.
Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið í
heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurinn skoðaður og
kvöldinu síðan eytt í boði heimamanna.
Sunnudagur 1. júlí kl. 10.00
Framhald umræðna
Afgreiðsla mála.
Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00.
Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara I
skoðunarferð um nágrennið.
Flug og gisting
Ferðamlðstöð Austurlands hf. sér um skránlngu t flug til Eg-
ilsstaða og í glstlngu.
Nauðsynlegt er að mlðstjórnarmenn skrái slg sem fyrst og í
síðasta lagi 25. júní.
Síminn í Ferðamiðstöð Austurlands er 97-12000.
Stelngrfmur J. Sigfússon
formaður mlðstjórnar
Alþýðubandaiagsins
Alþýðubandalagið Suðurlandi
Undirbúningur miðstjórnarfundar
Miðstjórnarfulltrúar Alþýðubandalagsfélaga á Suðurlandi mætið
vel á miðstjórnarfund.
Hafið samband við eftirtalda út af gistingu og ferðum:
Ingibjörgu Sigmundsdóttur Hveragerði, sími 34259.
Önnu Kristínu Sigurðardóttur Selfossi, sími 22189.
Margréti Frímannsdóttur Stokkseyri, sími 31244.
Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.)
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990
um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna
Búðareyri - Hólmanes - Eskifjörður - Brelðavík - Vöðlavík
Rútur leggja af stað sem hér segir:
★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00.
★ Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30.
★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00.
Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30
á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar-
firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði,
silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður
á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur.
Ferðalok um kl. 19.
Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason
o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru.
Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Þátttakendur skrál sig sem fyrst hjá Feröamlöstöft Austur-
la'nds, Egilsstööum, sfmi 12000.
Hafið meðferðis nesti og gönguskó.
Allir velkomnir. Kjördasmlsráö AB
Þú verður að gá til þess
að í bflnum sé
öiyggisbúnaður fyrir böm
- og að þau noti hann
yUMFEROAR
RÁÐ
Saga og eöli fótboltans
Fótbolti, hverslags fyrirbrigði
er nú það? Þessa dagana sitja
fjölskyldurnar og jafnvel heilu
ættirnar fyrir framan sjónvarpið
og glápa á þessa undarlegu
skemmtun. Tuttugu og tveir
menn sparka á milli sín bolta, og
mörg hundruð þúsund manns
æpa úr sér lifrina af spenningi.
Hver er þessi íþrótt og hvers
vegna er hún svona vinsæl? Brit-
annica segir að fótboltinn sé svo
vinsæll, því það sé hægt að leika
hann í hvaða veðri sem er og við
fremur frumstæðar aðstæður. En
varla er það allur sannleikurinn.
Mamma segir að það sé hægt að
fara niður á Tjörn að skoða og
gefa öndunum í hvaða veðri sem
er, og er það síst verri skemmtun.
Og er það sjaldgæf sjón að sjá
mörg hundruð þúsund manns við
Tjamarbakkann og aldrei er bein
útsending þaðan. Nei það er
eitthvað annað sem gerir þessa
íþrótt jafnspennandi og raun ber
vitni.
Kálfskinn,
mannshöfuð og
kvennabolti
Upphaf fótboltans má rekja til
Rómaveldis hins forna, þá
spörkuðu menn á milli sín kálf-
skinnstuðru og er lítið meira um
það að segja, nema það er talið
að börn hafi einkum og sér í lagi
leikið þá íþrótt. Seinni tíma
heimildir segja að fótboltinn hafi
verið leikinn á miðöldum í Chest-
er á Englandi. Er þá sérstaklega í
frásögur færandi árlegur kapp-
leikur sem var þar alltaf háður á
sprengidag. Bæjarbúar skiptu sér
í tvö lið og byrjaði fyrsti kapp-
leikur dagsins á því, að keppend-
ur slógust um að fá að sparka
höfði af dönskum stigamanni á
milli sín. Þessi athöfn endaði
reyndar að lokum með þvílíku
írafári og uppþotum, að bæjar-
yfirvöld sáu þann kost vænstan að
stöðva leikinn fyrir fullt og allt.
Var sprengidagsfótboltinn þá
framvegis háður á milli giftra
kvenna bæjarfélagsins og hinna
ólofuðu. Heimildir segja að þær
giftu hafi alltaf unnið hvernig sem
á því stóð. Þær hafa kannski átt
harma að hefna, en einsog kunn-
ugt er þá var lauslæti og framhjá-
hald landlæg plága, jafnt þá sem
nú. Einnig er vitað til þess að í
Arabíu hafi menn stundað knatt-
leik á hestum, þar sem þeir slógu
mannshöfuð á milli sín einsog í
ísknattleik. Það skyldi þó aldrei
vera að víkingar vorir hafi leikið
sér með dauðann í knattleik sín-
um? Þeir voru allavega allnærri
honum á stundum, samanber
þegar Egill Skallagrímsson þoldi
illa að verða undir í knattleiknum
og hjó exinni í höfuð Gríms
Heggssonar þannig að stóð í
heila. Enska krúnan hafði miklar
áhyggjur af vinsældum fótboltans
á miðöldum vegna þess að hún
taldi að þessi iðja stæli dýrmætum
tíma frá bogfimi og skylmingum,
sem eru náttúrlega miklu nytsam-
legri íþróttir fyrir þá sem vilja
halda völdum.
Lífið í einfaldri
mynd?
Platón, heimspekingurinn for-
ni, mun hafa haldið því fram að
kappleikir væru hreinsandi fyrir
sálina. Þar æstust menn upp og
fengju útrás fyrir reiði sína og
aðrar erfiðar hvatir, en menn
yrðu stilltari heima hjá sér. Tja,
einhver hélt því fram, og mun víst
vera sannað, að í borgum einsog
Kaupmannahöfn, þar sem vændi
er leyft og annar klámiðnaður,
þar sé mun minna um nauðganir
og önnur kynferðisafbrot. Þetta
skyldi þó ekki vera rétt hjá Plat-
óni? Samkvæmt því væri senni-
lega ráð að gera fótbolta að
skyldufagi í öllum skólum, svo
börnin hætti að rífast við foreldr-
ana, og í beinu framhaldi af því
ætti að skylda börnin til að lesa
klámbókmenntir í skólanum í
staðinn fyrir menningarsorann,
til að koma í veg fyrir að bældar
kynferðishvatir þeirra finni sér
farveg í nauðgunum og öðru of-
beldiskynlífi. En hver er þessi at-
höfn, fótboltinn? Tvö lið eru að
keppa um að sigra hitt. Þau slást
um einn bolta og reyna að koma
honum klakklaust fyrir enda-
mörk. Þetta minnir óneitanlega á
dýraríkið. Hundar hafa sérstaka
ánægju af því að bítast um bein.
Og þótt annar hundurinn nái yfir-
tökunum, þá getur hann ekki
hætt, svo æsandi er þessi iðja,
heldur eggjar hann hinn hundinn
til þess að halda áfram að bítast
um beinið. En af hverju eru þeir
að bítast þetta? Hundasérfræð-
ingar segja að þeir séu að búa sig
undir alvöru lífsins. Nákvæmlega
sömu rökin og íþróttafrömuðir
okkar beita fyrir sig.
íþróttahreyfingin hefur svo
mikið „menningar- og uppeldis-
gildi“ segja þeir. Hundafræðing-
arnir segja jafnframt að hundarn-
ir séu að þjálfa sig í að mæta erfið-
um aðstæðum í Iífinu einsog
slagsmálum. En ef fótboltinn er
einsog bein hundsins hvað er það
þá, sem við fáum útúr því að
horfa á þessa togstreitu? Birtist
ekki bara lífið í einfaldri mynd í
fótboltanum? Fólk er alltaf að
slást um eitthvað. Það slæst um
völd á fundum og í nefndum. Það
er sífellt að niðurlægja hvert ann-
að til þess að komast til valda í
stjórnmálum og inn á heimilun-
um. Fólk er að bítast um peninga,
erfðagóss og fundinn reka í fjöru.
Það hafa nú orðið heilu
heimsstyrjaldirnar útaf svona
togstreitu. Allt gerir fólk sér að
bitbeini. Að ekki sé nú talað um
ástina. Tveir menn keppa um
sömu konuna með því að hvor
gerir grín að hinum, eða annar
sýnir fram á betri fjárhagsstöðu
en hinn. Nú svo er það sígilda, að
fara útí garð og gera útum málin
með hnefaréttinum og míga svo í
kross á næsta fylliríi. I fótboltan-
um kemur síbreytileg togstreita
upp í leiknum, menn eru ýmist
fáir eða margir að slást um bolt-
ann. Stundum er það ein hetja
sem bjargar gangi mála og stund-
um er það öll liðsheildin sem
vinnur að sigri.
Frygð áhorfenda
En er þetta ekki nokkuð langt
gengið, að halda því fram að fót-
boltinn sé spegill lífsins? Er þá
lífið ekki merkilegra en þetta?
Eintóm keppni og togstreita?
Drjúgur hluti lífsins fer í þau mál,
flestir kýta eitthvað og rífast á
hverjum degi, sumir gera ekki
annað. Margir telja að fótboltinn
sé einsog vaxinn útúr nautaatinu,
en þar takast á öfl ljóss og
skugga, dags og nætur. Og er þá
boli nóttin sjúk. En hvar eru þá
öfl góðs og ills í fótboltanum? Nú
auðvitað er það góða í því liði
sem hver heldur með. En fyrst
fótboltinn er spegill lífins, hvar
kemur þá ástin og hamingjan inn
í hann? Hafið þið ekki tekið eftir
því hvað þeir faðma hver annan,
kyssa og klappa, þegar þeir loks-
ins skora mark? Þá liggur við að
kempurnar ætli að sturlast úr
hamingju á stundum, keleríið
verður svo ofsafengið að mann-
skarinn æpir af frygð í mörg þús-
und manna kór á meðan og það
glampar á hamingjuna í hverju
auga. Svo lífið er að sparka bolta
og hitta í mark, og í Guðs friði gef
ég boltann yfir til þín.
Tumi Leifs.
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENUUM BELTIN
hvar sem við sitjum
í bílnum.
UMFERÐAR
RÁO
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ