Þjóðviljinn - 29.06.1990, Qupperneq 12
Verðimir
gæta
varðanna
25 ár síðan Blaðamannafélag Islands hóf formlegt
sjálfsaðhald með siðareglum og siðanefnd. Reglumar
hafa verið umdeildar og em í endurskoðun
Andúö á umtali
Blaðamenn taka flestir að-
haldshlutverk sitt út á við alvar-
lega, en það má færa rök fyrir
því að minna hafi farið fýrir
metnaði í sjálfsaðhaldinu.
Blaðamenn virðast vera sam-
mála um að siðareglur Blaða-
mannafélags Islands séu ófull-
nægjandi, enda eru þær nú í
endurskoðun enn eina ferðina,
25 árum eftir að þær voru fyrst
samþykktar. Þar til fýrir fimm
árum var blaðamönnum bein-
línis bannað að fjalla opinber-
lega um úrskurði siðanefndar.
Spumingin um hver á að gæta
varðanna hlýtur að varða ekki
einungis fjölmiðlafólk, heldur
einnig þá sem eiga samskipti við
fjölmiðla og þá sem nota þá.
Siðareglur eiga með réttu að til-
greina markmið og tilgang alvar-
legrar blaðamennsku, hlutverk
fjölmiðlafólks, réttindi og ekki
síst ábyrgð.
Siðareglur eiga einnig að vera
leiðbeinandi um vinnubrögð Qöl-
miðlafólks í viðkvæmum málum.
Það má því scgja með nokkrum
sanni að siðareglur eigi að vera
nokkurs konar fagleg stefnuskrá
stéttarinnar.
Auk þess á fólk að gela feng-
ið uppreisn æru hjá siðanefnd og
komast þannig hjá því að leita til
dómstóla.
Með þessu móti hafa blaða-
menn trúað því að hægt væri að
bæta vinnubrögð stéttarinnar og
auka tiltrú á hana meðal almenn-
ings.
Liður í faglegri
þróun?
Islenskir blaðamenn hófust
seint handa við fQrmlegt sjálfsað-
hald ef miðað cr við aðrar þjóðir.
Það er ekki óeðlilegt að miða við
Norðmenn í þessum efnum. Þar-
lendir blaðamenn hafa verið að
þróa sjálfsaðhald sitt síðan árið
1936 og eru komnir mun lengra á
leið en íslenskir, sem komu sér
fyrst upp siðareglum og siða-
nefnd árið 1965.
Blaðamenn sem stóðu að
samningu reglnanna á sínum tíma
fullyrða að setning þeirra hafi
verið Iiður í faglegri þróun sem þá
átti sér stað. Blaðamenn óskuðu
sér þá eins og nú meira sjálfstæð-
is frá stjómmálaflokkunum.
Einnig átti að gera tilraun til
þess að samræma vinnubrögð
blaðanna, til dæmis um birtingu
nafna og mynda í sakamálum.
Það kann að vera að setning
upphaflegu reglnanna hafi verið
liður í sjálfstæðisbaráttu blaða-
manna. Reglumar bera þess hins
vegar lítil merki. Þær em fáorðar
mjög og setja blaðamönnum ekki
markmið um sjálfstæði. Þó em
þessar reglur frá 1965 enn undir-
staða reglnanna sem notast er við.
Virðing
stéttarinnar
Tilgangur siðareglna og siða-
nefndar er meðal annars sá að
auka tiltrú almennings á fjölmiðl-
um og starfsmönnum þeirra. Þetta
endurspeglast glöggt í fyrstu
grein reglnanna, þar sem blaða-
menn em áminntir um að aðhaf-
ast ekkert sem gei talist til van-
virðu fyrir stéttina, stéttarfélagið,
blaðið eða fréttastofuna. Blaða-
menn em þar einnig áminntir um
að forðast hvaðeina sem gæti rýrt
álit almennings á starfi blaða-
manns eða skert hagsmuni stéttar-
innar. Blaðamönnum er einnig
ætlað að sýna starfsfélögum sín-
um jafnan drengskap.
I þessu felst mjög eindregin
ósk um meiri virðingu fyrir
blaðamönnum og starfi þeirra.
Þessi regla hefur haldist ó-
breytt í siðareglum B.í. frá upp-
hafi og þess em dæmi að blaða-
menn hafi verið úrskurðaðir brot-
legir á gmndvelli þessarar reglu.
Almennar
kurteisisreglur
Upphaflegu reglumar vom al-
mennt orðaðar og að mörgu leyti
frekar almennar kurteisisreglur en
fagleg stefnuskrá. Þó vom þar á-
kvæði sem skipta máli svo sem
um trúnað við heimildamenn,
sakleysi manna uns sekt hefur
verið sönnuð og um alvöm þess
að birta nöfn ákærðra eða gmn-
aðra áður en dómur hefur verið
kveðinn upp.
Jafnframt því sem reglumar
vom settar, var sett á fót þriggja
manna nefnd til þess að úrskurða
um kærur. Nefndarmenn komu
allir úr blaðamannastétt og höfðu
lítið að gera lengst af, kannski
ekki síst vegna þess hve mikil á-
hersla var lögð á að ekki væri
íjallað opinberlega um siðamálin.
Árið 1977, þegar 11 ár vom
liðin frá fyrsta dómi siðanefndar,
óskaði stjóm blaðamannafélags-
ins eftir því að siðanefnd tæki
saman greinargerð um reynsluna
af störfum sínum og kæmi með
tillögur um hvemig haga bæri
störfum í framtíðinni.
Svar siðaneíhdar við þessari
ósk er forvitnilegt. Nefndin segist
telja siðareglumar frá 1965 bera
keim af varfæmi, enda hafi þær
þá verið nýlunda. Síðan segir:
„Það hefur verið vandamál
siðanefndar hvetju sinni, hve
reglumar em almennt orðaðar,
þannig að niðurstöður siðanefnd-
ar í einstökum kæmmálum segja
kannski meira en siðareglumar
sjálfar.”
Nefndin óskar sjálf eftir nán-
ari skilgreiningum á ýmsum á-
kvæðum í reglunum. Þó varð ekki
af breytingum á reglunum fyrr en
árið 1985 og um þær breytingar
má vissulega deila.
I bréfi siðanefndar til stjómar
B.í. kemur fram að til álita hefur
komið á þessum tíma að tryggja
birtingu úrskurða í blöðum sem
félagsmenn vinna við. Nefndin
leggst gegn þessum áformum og
rökstyður skoðun sína á þessa
leið:
„Ef gera á úrskurði neftidar-
innar opinbera em þeir um leið
orðnir refsidómur - og trúlega
bitbein - og ekki vænlegir til þess
að ná upphaflegum tilgangi sín-
um. Nær væri að úrskurðimir
væm ræddir á fundi í B.I. og
krufnir þar til mergjar.”
Þetta sjónarmið varð ofaná
meðal blaðamanna allt til ársins
1985.
Mikilvæg ákvæði
I upphaflegu reglunum var á-
kvæði um að hægt væri að víkja
blaðamanni úr félaginu ef hann
gerðist sekur um alvarlegt brot á
siðareglum. Þessu var aldrei beitt
og þegar reglunum var breytt
1985 var þetta ákvæði strikað út.
Þess í stað kom ákvæði um að
hægt væri að víta blaðamenn á fé-
lagsfundum. Þessu hefúr þó ekki
verið beitt fremur en gamla á-
kvæðinu. Viðurlög hafa því í
flestum tilvikum ekki verið önnur
en birting úrskurðar í Blaðamann-
inum.
Ekki er með nokkm móti
hægt að kalla breytingamar frá
1985 uppstokkun á sjálfsaðhald-
inu. Þó komu viðbætur sem skipta
vemlegu máli og skipta áreiðan-
leika stéttarinnar miklu. Þar má
nefna ákvæði um að blaðamaður
skuli „varast að lenda í hags-
munaágreiningi, til dæmis með
því að flytja fréttir eða frásagnir
af fýrirtækjum eða hagsmuna-
samtökum, þar sem hann á sjálfúr
aðild.”
Það var einnig nýmæli í regl-
unum að blaðamenn vom áminnt-
ir um að mgla ekki saman rit-
stjómarlegu efni og auglýsingum.
Ennffemur var kveðið á um að
blaðamenn skyldu fyrst og fremst
gæta hagsmuna lesenda í skrifum
sínum.
Þjónar lesenda
Þessi ákvæði láta kannski
ekki mikið yfir sér og það er ekki
hægt að segja að hér séu ítarlegar
skilgreiningar á ferð. En þessi á-
kvæði komast þó nærri því að
vera í samræmi við upphaflegan
tilgang reglnanna. Þama er um að
ræða ákveðin fyrirheit til almenn-
ings um að hann eigi að geta
treyst því að annarlegir hagsmun-
ir ráði ekki ferðinni á ritstjómum.
Blaðamenn eiga samkvæmt
þessu fyrst og fremst að vera
þjónar lesenda, en ekki til að
mynda auglýsenda. Þessi ákvæði
er hægt að líta á sem nokkurs
konar stefnuskrá stéttarinnar, þótt
fáorð sé og óljós.
Þess má reyndar geta að til-
laga kom fram á aðalfúndinum
1985 um enn eina breytingu í
þessa átt. Hún var á þá leið að
blaðamenn ættu ekki að taka við
gjöfum ffá fýrirtækjum, félaga-
samtökum eða stofúunum, sem
hann á samskipti við í starfi sínu.
Tilgangurinn með þessu var
vitaskuld sá að undirstrika enn
mikilvægi áreiðanleika frétta-
manna og sjálfstæðis þeirra gagn-
vart utanaðkomandi. Flutnings-
menn tillögunnar töldu að það
gæti stangast á við áreiðanleika
fréttamanns efhann tæki við gjöf-
um. Skemmst er frá því að segja
að tillagan var felld og áttu siða-
nefndarmenn sjálfir frumkvæði
að því.
Umdeild breyting
Um breytingar á skipan siða-
nefhdar og ákvæði um birtingu
úrskurða í vissum tilvikum er
fjallað í annarri grein hér í opn-
unni.
Reglunum var síðast breytt
árið 1988. Þá var aðeins gerð ein
grundvallarbreyting á reglunum
og var þar um að ræða viðauka
við fimmtu grein. I viðaukanum
felst að ef blaðamaður skrifar
undir fullu nafni afmarkaða þætti
í fjölmiðlum og persónulegar
skoðanir hans eru í fýrirrúmi,
gilda siðareglur ekki um hann.
Þessi viðauki hefur síðan verið
umdeildur og er meðal annars vit-
að að hluti siðanefndar lítur hann
homauga.
Fleiri breytingar voru gerðar á
reglunum 1988, en þær snerta
ekki grundvallaratriði, þótt þær
miði margar að því fýrst og
fremst að gera almenningi erfið-
ara fyrir að ná rétti sínum.
Hvaö segja
Norómenn?
Hér hefúr verið rakin í stuttu
máli þróun þessara reglna Blaða-
mannafélags Islands. En það sem
kannski er mestrar athygli vert er
það sem ekki stendur í reglunum.
Til þess að glöggva sig á því get-
ur verið ágætt að miða við siða-
reglur blaðamanna í öðru landi og
hér verður miðað við siðareglur
norskra blaðamanna.
í íslensku reglunum er óljóst
og lítt vikið að hlutverki blaða-
manna og ábyrgð þeirra. í siða-
reglum norskra blaðamanna er
hins vegar farið nokkrum orðum
um þessi atriði. Fyrsti kafli
norsku reglnanna fjallar um sam-
félagslegt hlutverk blaðamanna.
Norsku siðareglumar leggja
áherslu á að ftjálsir og óháðir fjöl-
Siðareglur blaðamanna
í starfi sínu hafa blaðamcnn allra fjölmiðla
jafnan í huga grundvailarreglur mannlegra
samskipta
1. grein
Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til
vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað
eða fréttastofu. Honum bcr að forðast hvað eina sem
rýrt gæti álit almcnnings á starfi blaðamanns eða
skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan
sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.
2. grein
Blaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu, sem
hann skrifar. Hann hcfur í huga að almennt er litið á
hann sem blaðamann, þó að hann koini fram utan síns
eiginlega starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður
virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína.
3. grein
Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo
sem kostur er og sýnir fýllstu tillitssemi í vandasöm-
um málum. Hann forðast allt, sem valdið getur sak-
lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa
sársauka eða vanvirðu.
4. grein
Það telst mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður
mútur cða hafi í hótunum vegna birtingar efnis.
Blaðamenn skulu hafa ríkt í huga hvenær almennt ör-
yggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings og
almannaheill krefst nafnbirtingar.
í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaða-
menn virða þá meginreglu laga að hver maður er tal-
inn saklaus þar til sekt hans hcfur verið sönnuð.
5. grein
Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágrein-
ingi, til dæmis með því að fiytja fréttir eða frásagnir
af fyrirtækjum eða hagsmunatökum, þar sem hann á
sjálfur aðild að. Hann skal fyrst og síðast gæta hags-
muna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í
hverju því, sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni
starfs síns.
Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu
að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman
ritstjómarlegu efni, sem hefúr augljóst upplýsinga-
og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða
máli.
Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningar-
frelsi blaðamanna sem skrifa undir fúllu nafni af-
markaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar
sem persónulegar skoðanir höfúndar eru í fýrirrúmi.
6. grein
Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið
framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta getur
kært ætlað brot til Siðanefndar BÍ.
Áður skal hann þó ieita leiðréttingar hjá viðkom-
andi fjölmiðli. Siðanefndin tekur kæruna fyrir á fúndi
innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo
fijótt sem kostur er. Taki siðanefnd kærumál til efnis-
legrar athugunar skal hún kanna heildarumfjöllun um
málið í hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn
kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sinu.
Siðanefnd greinir brot í fiokka eftir eðli þeirra:
a) óverulegt
b) ámælisvert
c) alvarlegt, og
d) mjög alvarlegt
Úrslnirði Siðanefndar verður ekki áffýjað.
Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal
birta í heild í félagstíðindum BÍ svo fijótt sem verða
má. Úrskurð um brot samkvæmt skilgreiningu c) og
d) skal viðkomandi Qölmiðill birta. Meginniðurstaða
nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta
af úrskurðum Siðanefndar sýna blaðamenn alla þá
aðgát, sem regiur þessar ætlast til sbr. 1. og 2. grein að
framan.
Nú telur stjóm BÍ að gengnum úrskurði Siða-
nefndar að brot sé svo alvarlegt, að frekari ráðstafana
sé þörf, og getur hún þá borið undir félagsfund tilögu
um vítur á viðkomandi blaðamann, enda sé þeirrar
ætlunar getið í fundarboði.
Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur
þeirra, eða viðkomandi blaðamaður er utan BÍ, og
gengur þá úrskurður sem ritstjóri og/eða ábyrgðar-
maður eigi beina aðild að. Þótt enginn þessara aðila
sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt
álit um kæraefni.
(Upphaflega samþykktar 9. maí en breytt 15. júní og
9. apríl 1988)
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN