Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 15
Bátafólkið kemur
Vildum bara komast burt
Víetnamarnir þrjátíu komnir til landsins
Fordómar
Hefurðu orðið vör við fordóma
í þinn garð á íslandi?
„Ég heyri auðvitað margt, þótt
fólk segi sjaldan nokkuð beinlínis
við mig, er sumt sem ég heyri
ekki nógu gott. Erfiðast er að
kynnast fólki eins og ég sagði
áðan. íslendingar eru feimnir, og
landið er fámennt. Það skýrir
kannski hversu langan tíma það
getur tekið að kynnast þeim.
En það er eitt sem mér finnst
að verði að breytast. Fólki sem
kemur til íslands gagngert til að
læra íslensku sér til ánægju og
yndisauka hefur fjölgað mikið á
undanförnum árum. Áður komu
menn einungis í því skyni að læra
málið til að geta lesið sögurnar.
íslendingar gera aftur á móti lítið
til að hvetja menn til að læra mál-
ið. Það er ætíð viðkvæðið hjá
þeim að íslenskan sé svo erfið að
það geti ekki nokkur maður lært
hana. Það hvetur fólk ekki beint
til þess að reyna að læra málið.
Þetta fer dálítið í taugarnar á
mér, því að þetta letur fólk frekar
en hvetur til að ráðast í það að
læra íslensku.
Ég kom hingað í fyrsta skipti
árið 1980 og þá reyndi ég að finna
kennslubækur í íslensku, en
framboðið var mjög takmarkað.
Það vantar tilfinnanlega bækur
fyrir þá sem vilja læra málið og
sérstaklega fyrir þá sem lengra
eru komnir og vilja læra meira
upp á eigin spýtur. Oft er það svo
að maður finnur ekki beygingu á
orði eða aðrar upplýsingar í
bókum og verður þá að tala við
sem tluttu burt á sínum tíma er nú
leyft að koma í heimsókn. Það er
alltaf skrítið að koma með Jónasi
í hans heimabyggð og hann segir
þarna er skólinn sem ég gekk í
þegar ég var lítill. Ég hef aldrei
getað gert þetta, farið og Téð
bernskuslóðir mínar eða sýnt
honum þær. Það sem öðrum er
eðlilegt er mér ómögulegt.
Nýtt land,
nýtt nafn
Lítur þú á þig sem Víetnama?
„Já, ég get ekki svarað því til ef
ég er spurð að ég sé bandarísk,
þótt ég hafi fengið bandarískan
ríkisborgararétt. Þegar ég kom
þangað árið 1975 var ég allslaus
og var ekki með neitt víetnamskt
vegabréf. Ég átti því ekki annarra
kosta völ en að taka upp banda-
rískan ríkisborgararétt. Þegar ég
ákvað að sækja um íslenskan
ríkisborgararétt þurfti ég að taka
upp íslenskt nafn. Það þótti mér
erfítt. í marga mánuði hugleiddi
ég hvaða nafn ég skyldi velja.
Jónas fékk lánaðar bækur á bóka-
safni sem við flettum í gegnum og
leituðum að nafni sem ég gæti
fellt mig við, og sagt þetta er ég.
Anh-Dao vill þó ekki segja
blaðamanni hvaða nafn hún valdi
á endanum, hún kallar sig eðli-
lega sínu eigin nafni. Hún vill
heldur ekkert tjá sig um það
hvort henni finnist ekki sárt að
börn hennar geti ekki borið ví-
etnömsk nöfn. Flestir hljóta að
vera því sammála að sá siður að
útlendingar sem taka upp íslensk-
Víetnamarnir þrjátíu komu til
landsins í gær eftir langa og
stranga ferð. Starfsfólk Rauða
krossins tók á móti þeim, sem og
nokkrir af Víetnömunum sem
komu hingað til lands fyrir rúmum
tíu árum. „l'slensku" Víetnamarn-
ir og börn þeirra héldu á litlum
íslenskum fánum og báru stórt
skilti sem á var letrað á íslensku
og víetnömsku: „Víetnamar,
velkomnir til íslands."
Hópurinn sem nú kemur hefur
verið í flóttamannabúðum í Hong
Kong síðastliðin þrjú ár. Þaðan
var flogið til Thailands, síðan til
Kaupmannahafnar og þaðan
beint til íslands. Það var því
ferðalúinn hópur sem kom til
Keflavíkur í gær.
Nýtt helgarblað ræddi stuttlega
við aldursforsetann í hópnum,
Vu Van Tuong, við komuna til
Keflavíkur, með aðstoð Teits
Minh Pnoc Du, sem túlkaði.
Teitur kom til landsins fyrir rúm-
um tíu árum í köldum septemb-
ermánuði 1979 og sagði að það
væru eflaust minni viðbrigði fyrir
þennan hóp að koma hingað á
sólbjörtum júnídegi.
Vu Van Tuong, sem er 65 ára,
sagði ferðina hafa verið erfiða
enda flugið langt. Flugið frá
Hong Kong til Thailands tók tvo
tíma, ferðin til Kaupmannahafn-
ar tók 13-14 tíma og þaðan var
farið samdægurs til íslands. Fólk-
ið er allt skylt eða tengt fjölskyld-
uböndum og sagðist Vu Van
ánægður með að hafa fólkið sitt í
kringum sig og að fjölskyldunni
væri ekki stíað í sundur. Nokkuð
er af börnum í hópnum, það
yngsta reyndar nýfætt.
Flóttamannabúðirnar sem
fólkið hefur dvalið í sagði hann
ekki heita neitt sérstakt en væru
auðkenndar með númeri, 46-A.
Allir í hópnum hafa verið þar í
þrjú ár, utan einn karlmaður sem
dvaldi þar í tíu ár.
Fólkið hafði ekki val um hvert
það færi úr búðunum og sagði Vu
Van að það hefði ekki skipt neinu
máli, þau hefðu fyrst og fremst
viljað komast burt og verið tilbú-
in að fara hvert sem var.
„Það kemur fólk frá ýmsum
löndum og velur úr. Við vissum
ekkert um fsland, áður en nú
erum við hér og við erum komin
til að vera,“ sagði Vu Van Tuong
og brosti um leið og hann steig
upp í rútuna sem flutti Víetnam-
ana til Grindavíkur. Þar munu
þeir dvelja í tvo til þrjá daga til að
jafna sig eftir ferðina, fara í
læknisskoðun, og halda síðan til
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
íslendingar gera afturá móti lítið til
að hvetja menn til að læra málið. Pað
erætíð viðkvæðiðhjáþeimað
íslenskan sé svo erfið að það geti
ekkinokkurmaðurlærthana. Pað
hvetur fólk ekki beint tilþess að
reyna að læra málið
Aldursforsetinn í hópnum heitir Vu Van Tuong og er 65 ára gamall.
Mynd Kristinn.
-vd.
Löng bið á enda
Hólmfríður Gísladóttir: Eg veit að landsmenn munu taka þessu fólki
opnum örmum
einhvern og spyrja ráða í stað
þess að fletta því upp í bók. Það
er margt sem mætti breytast til
batnaðar í þessum efnum. Og
eins og ég tæpti á áðan þá verða
þeir sem eru að læra að fá hvatn-
ingu, það má ekki draga út þeim
kjarkinn áður en þeir byrja, eins
og íslendingar gera stundum í
hugsunarleysi. Þegar ég kom til
Bandaríkjanna voru menn alltaf
að segja mér hversu vel ég talaði
enskuna og hvöttu mig, það var
mjög mikilvægt fyrir mig.
Geturðu sagt mér eitthvað um
Víetnam?
„Það er erfitt að segja eitthvað
í stuttu máli. Það sem ég hef lesið
nýlega bendir til að margt hafi
breyst. Landið hefur jafnað sig
töluvert síðan 1975. Efnahagsá-
standið hefur breyst til batnaðar
og gert það að verkum að flótta-
mönnum frá landinu hefur fækk-
að í seinni tíð. Það breytir hins
vegar ekki því að enn eru flótta-
menn í búðum víðs vegar um
heim sem ekki hafa fengið hæli
neins staðar. Meðal annars eru
enn 50 þúsund flóttamenn í búð-
um í Hong Kong, þaðan sem hóp-
urinn kemur hingað á morgun.
Annars er ég búin að vera mjög
lengi í burtu, næstum því helming
ævi minnar hef ég búið utan
heimalands míns. Ég get því lítið
sagt um ástand mála þar nú. Ég
vona að það verði auðveldara að
lifa þar svo að fólk verði heima.
Mikilvægt er að allir geri sér grein
fyrir því að menn yfirgefa ekki
heimili sín nema nauðugir. Flest-
ir myndu kjósa að lifa í Víetnam
ef aðstæður þar byðu upp á það.“
Langar þig að koma aftur til
Víetnam?
„Já, ástandið hefur batnað
núna, og landið hefur opnast
töluvert. Og þeim Víetnömum
an ríkisborgararétt verði einnig
að taka upp íslenskt nafn sé vafa-
samur. Ekki er síður áthugavert
að íslenskir þegnar af erlendu
bergi brotnir geti ekki skírt börn
sín nöfnum í höfuðið á foreldrum
sínum, eða frá sínu heimalandi,
eins og algengt er að íslendingar
geri sjálfir. Það þætti einhverjum
leitt að geta ekki borið fram nöfn
barnabarna sinna.
Fyrst og fremst
manneskjur
Hvernig geta íslendingar best
hjálpað þeim Víetnömum sem
hingað koma?
„Með því að horfa á þá sem
manneskjur fyrst og fremst, og
hjálpa þeim að læra málið. Til
þess þarf auðvitað þolinmæði, og
dugir ekki að hrista bara höfuðið
skilji þeir ekki hvað verið er að
segja þegar í stað. Við getum bor-
ið þetta saman við það að kenna
heyrnarlausum börnum eins og
ég hef gert, þá þýðir ekki að gef-
ast upp geti maður ekki skilið þau
strax. Maður verður að leggja sig
fram, t.d. reyna að láta þau
benda á það sem þau eiga við,
fara inn í eldhús og sýna hlutinn,
skrifa hann niður, teikna hann
eða hvað annað sem mönnum
dettur í hug. Mikilsvert er að sýna
áhuga á að skilja þau og á að
hjálpa. Það verður að hjálpa
þeim að læra íslenskuna, en ekki
bara segja þetta er of erfitt tung-
umál!
Einnig er mikilvægt að
leiðrétta þau þegar þau segja
eitthvað vitlaust svo þeim fari
fram finnst mér. Þau geta ekki
lifað hér án tungumáls, án tung-
umálsins getur þeim ekki liðið vel
á íslandi."
BE
Með komu Víetnamanna 30 í
gær er þar með helmingur þeirra
víetnömsku flóttamanna kominn
til landsins sem ríkisstjórnin á-
kvað á síðasta ári að veita hæli
hér á landi. Að sögn Hólmfríðar
Gísladóttur hjá Rauða krossi ís-
lands er von á að þeir sem eftir
eru komi hingað til lands á næsta
ári.
í hópi víetnömsku landnem-
anna eru 19 fullorðnir og 11 börn,
þar af eru fjögur barnanna á skó-
laaldri. Flest allt fólkið er mægt
eða skylt. Hólmfríður sagði að af
fenginni reynslu væri æskilegra
að fólkið væri tengt. - Þannig
hefur fólkið stuðing hvert af öðru
meðan það er að aðlagast íslensk-
um aðstæðum, sagði Hólmfríður.
Víetnamarnir voru valdir úr
hópi 60 einstaklinga sem Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hafði áður valið úr hópi
þeirra þúsunda Víetnama sem
enn dvelja í flóttamannabúðum í
Hong Kong.
Hólmfríður sagði að Víetnam-
arnir 30 sem komu til landsins í
gær hafi verið valdir úr með tilliti
til þess að þeir voru líklegastir til
með að spjara sig hér. - Við
ræddum við fólkið úti og lögðum
ríka áherslu á að hér á landi væri
lífið erfitt og ekkert félli mönnum
fyrirhafnarlaust af himnum ofan.
Þá reyndum við að haga valinu
þannig að við stíuðum ekki í
sundur ættingjum. í hópnum
núna er til að mynda ein stór fjöl-
skylda og allt í allt eru 24 af þess-
um þrjátíu skyldir eða mægðir.
Víetnamarnir þrjátíu eru allir
búddatrúar og allir tala þeir sama
málið sem er ólíkt því sem var
með hóp víetnamskra flótta-
manna sem kom hingað fyrir
nokkrum árum. Sá hópur var
mun sundurleitari.
Hólmfríður sagðist ekki óttast
að þessu fólki myndi farnast illa
hér á landi. - Þetta fólk er harð-
duglegt ogjákvætt. Víetnamarnir
sem hér eru fyrir hafa í það heila
tekið komið ár sinni vel fyrir
borð. Ég vona og veit reyndar að
fslendingar munu taka vel á móti
þessu ólánsama fólki sem hefur
þurft að yfirgefa ættland sitt og
orðið að dvelja um langa hríð í
flóttamannabúðum í Hong Kong
í algjörri óvissu um hver væri
framtíð þess, sagði Hólmfríður.
Nýtt Helgarblað tekur heilshugar
undir þessa ósk um leið og þessir
nýju landnemar eru boðnir hjart-
anlega velkomnir.
-rk
Þrátt fyrir langt og strangt ferðalag til nýrra og ókunnra heimkynna
leyndi ánægjan sér ekki í svipbrigðum víetnömsku flóttamannanna 30
sem komu til landsins í gær. Vistaskiptin fóru þó framhjá yngsta
flóttamanninum, aðeins mánaðargömlum, sem hvíldi áhyggjulaus í
örmum móður sinnar. Mynd Kristinn.
Föstudagur 29. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 15