Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 18

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Síða 18
„Svona er prógrammið" Að veldi Lajos Portisch í ungversku skáklífi sem stendur enn í viötali sem dagblað í Reykjavík átti við Boris Spasskí er heimsbikar- mót Stöðvar 2 stóð yfir haustið 1988 sagði heimsmeistarinn fyrrverandi frá því er hann flatmagaði við bakka Laugardalslaugar og Lajos Portisch besti skákmaður Ungverja í meira en 30 ár steig upp úr lauginni að aflokn- um kflómetra spretti og Spasskí spurði hann eitthvað á þá leið hvort þetta væri nú nauðsynlegt. Svarið sem hann fékk er einkennandi fyrir Portisch: „Það veit'ég ekkert um en svona er prógrammið." Þetta er dæmigerð lýsing á Lajos Portish sem enn og aftur kveður sér hljóðs með frábærri frammistöðu jafnvel þó hann sé kominn af léttasta skeiði. I lokamóti Stórmeistarasam- bandsins, GMA, sem lauk í Moskvu í upphafi þessa mánaðar sannaði Port- isch enn styrk sinn og ávann sér rétt til þátttöku í heimsbikarmótunum. Það er athygiisvert að sama tíma sat landi hans Zoltan Ribii heima og í von um að komast beint áfram á reiknuðum meðalstigum. Ribli er sennilega blauðasti skákmaður heims og nú er það staðreynd að honum hefur orðið að ósk sinni og kemst áfram sem er reginhneyksli í skákheiminum eink- um þegar horft er til þess að meistarar á borð við Ivantsjúk og Gelfand sem á óbirtum lista FIDE munu sitja jafnir í þriðja sæti með 2680 Elo stig sitja hjá. f Ungverjalandi hefur Ribli fyrir margt löngu myndað þríeyki með stórmeisturunum Sax og Pinter og þeir hafa lengi beðið þess að Portish félli af stalli. Enn virðist nokkur bið æltla að verða á því. Undanfarið hafa frá þessum stórmeisturum gengið svo harðvítugar ásakanir í garð Portisch að með ólíkindum má telja. Sax hélt því nýlega fram aí viðtali að Portisch hefði árum saman reynt að hamla skákferli sínum með öllum tiltækum ráðum og svo hefði einnig verið og margir aðrir ungverskir skákmenn hefðu sömu sögu að segja. Portisch svaraði fyrir sig í viðtali sem birtist nýlega í hinu virta tímariti New in chess. Ekki ætla ég að rekja efni þess- ara deilna í smáatriðum en það stend- ur eftir að Portisch hefur lýst því yfir að hann muni ekki framar tefla í Ól- ympíuliði Ungverja. Hann er ekki maður orða og viðtalið í New in chess er eitt fárra sem birst hafa við hann. Mér segir svo hugur að hann kjósi frekar að láta verkin tala enda hefur svo farið í viðureignum hans við Sax að í svo til hvert einasta skipti sem þeir mætast hefur Sax orðið að láta í minni pokann. Portisch fékk skákmenntun sína í „skóla“ Botvinniks sem aldrei gerði ráð fyrir neinum frávikum frá pró- gramminu. Svo við snúum okkur að mótinu í Moskvu þá setti það mark sitt á keppnina að vegna sérstakra reglna gátu aðeins fimm Sovétmenn vænst þess að komast áfram en að öðru leyti voru sjö sæti laus. Mótinu gerði ég skil fyrir nokkrum vikum en því lauk þannig að fimm skákmenn urðu efstir með 7 vinninga sem er afar lágt vinn- ingshlutfall en segir nokkuð um gang mála. Portisch var efstur ásamt So- vétmanninum Baarev en ætlaði sér um of í innbyrðis uppgjöri þeirra og tapaði en hlaut að lokum 6V6 vinning sem dugði. Hann tefldi við Sax í 7. umferð. Þeir stóðu báðir vel að vígi með 4 Helgi Ólafsson vinninga úr sex skákum en jafntefli kom aldrei til greina. Sax var eins og dæmdur maður í þessari skák. Hann gerðí þau mistök að tefla eitt af þess- um klassísku afbrigðum af Nimzoind- verskri vörn óg þau þekkir Portisch betur en nokkur annar. Ég man ekki betur en að sjálfur Tigran Petrosjan hefði ratað í eigi ósvipaða stöðu með biskup og riddara gegn biskupum Portisch. En það er reginmunur á Sax og Tigran sáluga sem beitti allri sinni varnartækni og hélt jöfnu. Moskva 1990, 7. umferð: Lajos Portisch - Guyla sax Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. cd4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 dxc4 7. Bxc4 Rbd7 8. Db3 c5 9. 0-0 a6 10. a4 Hb8 11. Hdl Dc7 12. Bd2 b6 13. Hacl Bb7 14. Be2 Bxc3 (Sax hefur áreiðanlega séð lengi eftir þessum leik. Hann lætur biskupapar- ið af hendi og eftir að staðan opnast ráða biskupar Portisch lögum og lofum.) 15. Bxc3 Re4 16. Bel Bd5 17. Da3 Db7 18. Re5! (Sterkur stöðulegur Ieikur einkenn- andi fyrir Portisch. Eftir 18. .. Rxe5 19. dxe5 er 19. .. h6 þvingað og svart- ur nær öflugu frumkvæði með 20. f3 Rg5 21. h4 Rh67 22. e4 Bc6 23. Hd6 o.s.frv.) 18. .. Ref6 19. Rxd7 Rxd7 20. f3 cxd4 21. e4 Bc6 22. Hxd4 Hbc8 23. b4 b5 24. a5 Re5 25. Bf2 h6 26. Hddl Hfd8 27. De3 Rc4 28. Da7! (Drottningaruppskiptin styrkja stöðu hvíts því svartur á erfitt með að verja veikleikana á svörtu reitunum og í peðastöðunni á drottningarvæng.) 28. .. Dxa7 32. Kf2 f6 29. Bxa7 Hd7 33. g4 Kf7 20. Hxd7 Bxd7 34. h4 31. Hdl Be8 Vmningsáætlun Portisch er tiltölu- lega einföld. Hann myndar peða- storm á kóngsvængnum og skapar þar með enn frekari veikleika í stöðu svarts.) 34. .. Ke7 35. Hgl Kf7 36. g5 fxg5 37. hxg5 h5 38. Hhl g6 39. Hdl Re5 40. Bc5 Rc6 41. Hd6 Hd8 42. f4 Hxd6 43. Bxd6 Bd7 44. Ke3 Kg7 45. Bf3 Be8 46. Bc5 Kh7 47. Kf2 Kg8 48. Kg3 Rd8 49. Be7 Rc6 50. Bd6 Rd4 51. Bdl Bd7 52. Bc5 Rc6 53. Bf3 Be8 54. f5! (Þessi peðaframrás ræður úrslitum. Hvítur nær að ryðja kóngi sínum braut á meðan kollegi hans kemst ekkert.) 54. .. exf5 55. exf5 gxf5 56. Kf4 h4 57. Kxf5 Kg7 58. Kf4 Bd7 59. Be4 Rd8 6Ö. Bd4+ Kg8 61. Bf6+ 62. Ke5 - Hér fór skákin í bið en Sax gafst upp án frekari taflmennsku. Hann brotn- áði við þetta tap og hlaut aðeins einn vinning úr fjórum síðustu skákunum. Vissulega hefur Portisch hamlað fra- mgang hans á skáksviðinu. Norðurlandamótið að hefjast Norðurlandamótið í Opnum flokki og kvennaflokki hefst nú um helgina. Spilað er í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni og er þetta í fyrsta skipti sem mótið er spilað þar. ísland sendir lið til þátttöku í báðum flokkum. Lið okkar í Opnum flokki er skipað: Karl Sigurhjartarson, Sævar Þor- björnsson, Þorlákur Jónsson, Guðmundur Páll Arnarson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. Þrír þeir fyrst- nefndu urðu Norðurlanda- meistarar 1988, er mótið var spil- að hér heima og eiga því titil að verja, Lið okkar í kvennaflokki skipa: Esther Jakobsdóttir, Val- gerður Kristjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir. Fyrirliði er Sig- mundur Stefánsson. Skrifstofa Bridgesambandsins hefur ekki séð ástæðu til að kynna þetta stórmót sérstaklega fyrir bridgeáhugafólki hér á landi. Af þeim ástæðum er erfitt að greina frekar frá þessu móts- haldi. Ef að líkum lætur, verður þetta strembið mót, því ná- grannaþjóðir okkar eru meðal þeirra bestu í heiminum í íþrótt- inni. Liðsskipan sveita þeirra er því stóra spurningin í umfjöllun þáttarins. Karlaliðið ætti þó að eiga góða möguleika, sérstaklega ef dags- formið verður í lagi. Umsjónarmaður óskar liðun- um góðrar ferðar og góðs árang- urs. Nokkrir leikir voru á dagskrá Bikarkeppni Bridgesambandsins um sfðustu helgi. Sveit Estherar Jakobsdóttur Reykjavík sig’-aði sveit Skúla Jónssonar Sauðár- króki með um 40 stiga mun. Sig- ursveitin mun mæta sveit Sig- mundar Stefánssonar í 2. umferð. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar sigraði sveit Hótel Hafnar á Hornafirði, nokkuð örugglega. Sveitin mun mæta Guðlaugi Sveinssyni og félögum frá Reykjavík í 2. umferð, en þeir síðarnefndu sigruðu sveit Eð- varðs Hallgrímssonar Skaga- strönd í jöfnum og skemmti- legum leik. Sigurinn byggðist á alslemmu í síðustu lotu, sem norðanmenn sögðu en töpuðu, á meðan hógværir sunnanmenn létu hálfslemmu nægja. Alslem- muna mátti vinna með þvf að finna dömuna í trompi, sem lá þriðja úti gegn einu. Búast má við á næstu dögum að meira fjör færist í keppnina og leikjum fjölgi nokkuð. Enn er ól- okið 10 leikjum úr 1. umferð. Á þessum síðustu og verstu (eða þannig) er alltaf ánægjulegt að geta greint frá jákvæðum „fréttum“. Ungaparið okkar, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthí- as Þorvaldsson (landsliðsmaður í yngri flokki) hafa sett upp hring- ana. Umsjónarmaður samgleðst þessu ágæta bridgefólki og árnar þeim velfarnaðar á komandi árum. Athyglisvert er þegar meist- arastigaskránni sem BSÍ gaf út í vor er flett, að ýmislegt virðist vera að í skráningu stiga. Sem dæmi um áunnin stig á síðasta keppnisári (frá áramótum 1989 til áramóta 1990) má taka Jón Sigur- björnsson frá Siglufirði. Hann er sagður hafa áunnið sér hvorki meira né minna en 428 silfurstig á einu ári. Aðrir í fjölskyldu Jóns á Siglufirði eru einnig mjög stiga- háir í silfurstigum á síðasta ári. Ásgrímur Sigurbjörnsson hefur áunnið sér 368 stig, Steinar Jóns- son sonur hans 322 stig, Anton Sigurbjörnsson 277 stig, Ólafur Jónsson, sonur Jóns, með 264 stig. Þessir fjórir spilarar erú hæstir yfir landið í silfurstigum á síðasta ári. Getur það staðist? Stigefsti silfurstigaspilari frá upphafi (1976, er skráning stiga hófst) er Jón Baldursson. Hann hefur áunnið sér inn samtals 1960 silfurstig eða að meðaltali 130 stig á ári. Sú tala þykir nær lagi (í meðaltali) heldur en þau 428 silf- urstig sem Jón Sigurbjörnsson er skráður fyrir á síðasta keppnisári. Spilarar hér innanlands verða að geta treyst því að skrifstofa Bridgesambandsins yfirfari að- send stig og skrái þau til sam- þykktar, ef rétt er að hlutunum staðið. Mig grunar sterklega að norðanmenn, vestanmegin og austanmegin, misnoti sér yfirgjöf stiga í þeim mótum sem þeir hafa staðið fyrir sameiginlega. Ein leiðin er að gefa „uppbótarstig" í sínum eigin meistaramótum, innan svæðis. Með þessari aðferð ætti að vera hægur vandi fyrir góðan spilara, eins og Jón Sigur- björnsson tvímælalaust er (og sama gildir um alla hans fjöl- skyldu) að „næla“ sér í þetta 300- 500 silfurstig yfir árið. Það er með öllu óþolandi að fólk sem býr ekki yfir lágmarks- þekkingu á meistarastigum, sé með lúkurnar í þeirri vinnu, sem vinna þarf. Oft er talað um tvær tegundir af spilamennsku innan bridges- ins. Sú fyrri á við sveitakeppnis- spilamennsku og hin síðari um tvímenningsspilamennsku. Fáir spilarar hafa aðferðafræðin í lagi í báðum flokkunum. Þeir eru þó til nokkrir. Lítum á dæmigert spil fyrir tví- menningin (ég nenni ekki að fjalla um sveitakeppnissniðið; þar gildir að fá þá slagi sem þú þarft, ekki prik meira ef þú vilt ekki hætta spilinu um of). Norður/Suður á hættu, Norður gefur; S: Á10642 H: 85 T: D2 L: D532 S: 8 S: D73 H: DG762 H: ÁK104 T: 54 T: G873 L: ÁG1098 L: K7 S: KG95 H: 93 T: ÁK1096 L: 64 Sagnir ganga: Norður Austur Suður Vestur Pass 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðarPass Pass Dobl Pass Pass Pass Nokkuð djörf ákvörðun hjá Norður, miðað við hættur í spil- inu. Tveir niður doblaðir gefa A/ V 500 í sinn hlut, meðan 4 hjörtu slétt staðin gefa 420. Greinilega stefnir í botn (lágmarksskor) hjá N/S nema sagnhafi finni dömuna í spaða. Ef sagnhafi hins vegar fer einn niður, fá A/V 200 í sinn hlut, sem getur reynst toppur ef 4 hjörtu vinnast. Nú, útspil Vesturs er hjartadrottning og síðan hjart- agosi, þá laufaás og síðan laufa- gosi lítið úr borði og Austur drep- ur á kóng. Austur skilar lágum tígli um hæl, við látum tíuna og lágt frá Vestur. Hvað nú? Ef spaðinn er 2-2 hjá A/V og tígull- inn ekki verri en 4-2 þá tapast alltaf 4 hjörtu. En ef spaðinn reynist vera 3-1 og tígullinn enn- þá ekki verri en 4-2 (má ekki vera 3-3) þá vinnast alltaf 4 hjörtu. Sagnhafi verður því að búa sig undir 3-1 leguna í spaða. Austur er búinn að sýna okkur að hann á aðeins 2 lauf (þegar kóngurinn kom í gosann) og þar af leiðandi eru yfirgnæfandi líkur á að Austur haldi á lengdinni í spaða. Rétt spilamennska er því að spila lágum spaða að ás og svína síðan spaðagosa, þegar Austur lætur lágt í annan spaðann. Með þeirri aðferð vinnst: 4 hjörtu vinnast og þess vegna eru 4 spaðar doblaðir einn niður - 200 toppskor á spil- ið. Aðferðafræði sem þessi er nauðsynleg í tvímenningskeppni, vilji menn ná árangri. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÉ Föstudagur 29. júni 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.