Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 20
Einar Már
Guðmundsson
Af fregnum
úr borginni
Furðulegum fregnum
rigndi yfir borgina.
Þvottakona, sem starfað
hafði við Háskóla íslands,
sagði að kvöld nokkurt hefði
hún mætt látnum prófessor á
efri ganginum í aðalbygg-
ingu skólans, fundið þrjú
nöguð hangikjötsbein í
kjallara bókasafnsins og séð
tóma brennivínsflösku rúlla
undan skjalaskáp.
Prófessorinn var aðeins
að athuga hvað hefði gerst í
fræðigrein hans síðan síðast
og enginn kippti sér upp við
að sjá hann, hvorki á
göngum skólans né í fyrir-
lestrarsölunum þar sem
hann sat fölblár með þykka
glósubók fulla af gulnuðum
blöðum.
Aftur á móti storkuðu
stelpurnar í sértrúarsöfnuð-
inum „Dætur guðs“ al-
mennu velsæmi, því ekki
nóg með að þær strípuðust
um göturnar hvenær sem
veður leyfði heldur kysstu
þær vegfarendur jafnan á
munninn um leið og þær af-
hentu þeim bæklinga með
kenningum um holurnar á
líkama mannsins eða drógu
þá með sér til villtra ástar-
leikja í Alþingisgarðinum á
bak við þinghúsið og ekki
bætti úr skák nú þegar að
„Synir guðs“, karladeild
safnaðarins, voru líka farnir
að láta á sér kræla.
Furðulegum fregnum
rigndi...
Hver hafði málað trén í
Hljómskálagarðinum rauð,
sprengt plastpoka fulla af
svínsblóði við útidyr sendi-
ráða, klætt styttuna af þjóð-
skáldinu í kjólföt, reist ríkis-
stjórninni níðstöng, letrað
klúryrði á kirkjudyr og
skreytt strætisvagna borgar-
innar undarlegum vígorð-
um?
Setningar einsog „Hér býr
djöfull borgaranna“, „Guð
er þorskur“, „God is cod“, á
íslensku og ensku, mátti sjá
letraðar á kirkjudyr víðs
vegar um borgina. Þó staf-
irnir væru fjólubláir prent-
uðust þeir aðeins svart-hvítir
í blöðunum. Þar mátti líka
sjá atvinnulausa málara
mála yfir vígorðin á vögnun-
um en einhverjir höfðu
komist inn í braggana við
Kirkjusand á meðan vagn-
stjórar sváfu.
Það var sem næturhúmið
gleypti atvikin og skolaði
þeim mannauðum út í birt-
una; og þannig var það ein-
mitt, þegar xbúar við fáfarna
götu í miðbænum vöknuðu
og sáu sér til mikillar furðu
hvar hlaðið götuvígi stóð við
horn hennar. Gamalt fólk
greip óttaslegið um hjartað
og hætti sér ekki út fyrr en
lögreglan var búin að senda
þrjá sprengjusérfræðinga á
vettvang og kanna málið til
hlítar.
Samt fann lögreglan ekk-
ert nærtækt tilefni sem skýrt
gat veru götuvígisins þarna á
horninu. Þetta var mikill
köstur, hlaðinn úr framhlið-
um þriggja vinnuskúra,
ónýtum ísskápum, gömlum
eldavélum, ryðguðum bfl-
hræjum og dekkjum undan
vörubílum og dráttarvélum.
Ekki hafði heyrst til neins og
enginn sést á ferli.
Þegar lögreglan hafði
gengið úr skugga um að eng-
inn unglingur fyndist í bfl-
hræjunum eða dularfull tákn
skráð með leyniletri, var í
rauninni ekkert annað eftir
en að hringja í Hreinsunar-
deildina og biðja hana um að
fjarlægja götuvígið. Samt
þorði varðstjórinn ekki ann-
að en að sýna fyllstu var-
kárni, hringja í vegamála-
stjóra, Listasafnið og tala
við þjóðminjavörð, minnug-
ur þess er nokkrir lögreglu-
þjónar tóku sig til og létu
Hreinsunardeildina fjar-
lægja fúið spýtnadrasl sem lá
í hrúgum á gangstétt við
Bergþórugötuna.
En varla hafði sorpbfllinn
frá Hreinsunardeildinni
sturtað spýtnadraslinu á
haugana en í ljós kom að hér
var á ferðinni myndlistar-
sýning sem farið hafði land
úr landi og alls staðar legið
óáreitt á gangstéttum; eða
alveg þar til hún komst undir
smásjá Reykjavíkurlögregl-
unnar. Lögreglan fékk á
baukinn frá blaðamönnum
og var skömmuð fyrir sví-
virðilegt menningarleysi. Þá
gat hún átt von á að þurfa að
greiða himinháar skaðabæt-
ur.
Lögregluþjónarnir, sem
pöntuðu sorpbílinn, voru
teknir inn á teppi og húð-
skammaðir fyrir að kynna
sér ekki hvað þeir væru að
gera áður en þeir gerðu það.
En þessu vísuðu lögreglu-
þjónarnir alfarið á bug og
voru hinir kotrosknustu,
staðráðnir í að halda því til
streitu að væri spýtnadraslið
myndlist mætti alveg eins
banna þeim að góma inn-
brotsþjófa á staðnum nema
þeir fullvissuðu sig fyrst
hvort þeir væru að leika í
kvikmynd...
Ein andlitsmynda Sigurjóns á sumarsýningu safnsins. Lágmynd þessi sýnir báða vanga Elsemarie
Christensen, og var gerð árið 1936. (tengslum við sumardagskrá safnsins eru haldnir tónleikar hvert
þriðjudagskvöld.
"“’Ý 5> ^0
Listasafn Sigurjóns
Sönglög fyrir fiölu og píanó
Næstkomandi þriðjudags-
kvöld verða haldnir þriðju tónleik-
arnir á sumardagskrá Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar í ár.
Að þessu sinni bera tónleik-
arnir yfirskriftina Sönglög fyrir
fiðlu og píanó. Það eru þær Hlíf
Sigurjónsdóttir og Gyða Þ. Hall-
dórsdóttir sem leika á hljóðfærin
þetta kvöld.
Efnisskráin er leikandi létt,
meðal tónskálda sem þær stöllur
flytja verk eftir eru Boccerini,
Kreisler, Beethoven, Schubert,
Paganini, Massenet og Elgar.
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu-
leikari stundaði framhaldsnám í
Bandaríkjunum og Kanada, en
hefur síðan hún lauk námi starfað
víða bæði hér heima og erlendis.
Gyða Þ. Halldórsdóttir fór í
framhaldsnám til Þýskalands og
Austurríkis, þar sem hún nam
söng, kórstjórn og organleik.
Hún starfaði m.a. á ísfirði að
námi loknu, en er nú organisti við
Seltj arnarneskirkj u.
Eins og önnur þriðjudagskvöld
í sumar hefjast tónleikarnir kl.
20.30. í safninu út á Laugarnes-
tanga stendur nú yfir sýning á
andlitsmyndum Sigurjóns, og er
safnið opið um helgar frá kl. 14-
18, en á mánudags, miðvikudags
og fimmtudagskvöldum kl. 20-
22. BE
Norræna húsið
Jósk alþýðulist
Þjóðdansaflokkur og mynd-
skerar frá Jótlandi sýna listir
sínar í Norræna húsinu um helg-
ina ásamt íslenskum áhugahóp-
um í sömu greinum, Þjóðdansafé-
laginu og tréskurðaklúbbnum
Oddhaga.
Danski hópurinn kemur hing-
að á vegum AOF í Give, sem eru
systursamtök Menningar- og
fræðslusamtaka alþýðu. Þátttak-
endur í íslandsferðinni eru nær 70
talsins og frá hinum ýmsu stöðum
í Danmörku.
í hópnum eru tuttugu dansarar
og með þeim í för eru fimm hljóð-
færaleikarar m.a. harmóniku-
leikari sem er ekki síður laginn
myndskeri. Hæfileikamaður
þessi er jafnframt aldursforsetinn
í hópnum, hann hefur kennt út-
skurð árum saman og var einn
aðalhvatamaðurinn að stofnun
Bjálkahússins í Give, þar sem
fram fer margvísleg menningar-
og félagsstarfsemi.
Þjóðdansararnir og myndsker-
arnir hafa áður komið fram er-
lendis, en þetta er í fyrsta skipti
sem hóparnir eru í för saman. Til-
gangur ferðarinnar hingað til
lands er ekki síst að að hitta og
kynnast áhugafólki um sömu efni
hér á landi. Einnig ætla þau að
kynna sér sögu og menningu
landsins og fara í skoðurnarferð
um Reykjanes og Suðurland.
Auk þess verður efnt til dans- og
skemmtikvölda með íslenskum
félögum hópsins.
Tréskurðasýning Bjálka-
hússfélaga og Oddhaga verður
opnuð í bókasafni Norræna húss-
ins á sunnudag kl. 15. Klukku-
stund síðar sýna dönsku og ís-
lensku þjóðdansararnir í aðalsal
hússins. Sama kvöld kl. 20 heldur
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur erindi um íslenskt menn-
ingarlíf.
Tréskurðasýningin verður
opin fram á næsta fimmtudag, 5.
júlí, en dansararnir munu sýna á
útitaflinu við Lækjargötu kl. 12 á
þriðjudag, og í Kringlunni
næstkomandi fimmtudag kl. 15.
Myndskerar frá Danmörku sýna verk sín ásamt íslenskum kollegum
sínum í Norræna húsinu um helgina. Auk þess munu danskir og
íslenskir hópar sýna þjóðdansa.
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. júní 1990