Þjóðviljinn - 29.06.1990, Page 23

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Page 23
„ísland er magnað land“ Huglæknar á námskeiði í heilun og líföndun á Snæfellsnesi og fleiri „kraftstöðum“ Don McFarland kírópraktor, Sondra Ray rithöfundur og huglæknir ásamt Margréti Elíasdóttur sem skipulagði námskeiðshaldið. Mynd Kristinn. „Líföndun og líkamssamspil“ er tilraun til þýðingar á ensku orð- unum „re-birth and body harm- ony“ sem eru lykilhugtök í all- sérstöku alþjóðanámskeiði sem fram fór hér á landi síðustu dag- ana í júní. Eflaust kannast ein- hverjir við hugtakið líföndun enda hefur áhugi á slíku, ásamt fleiru af huglæga sviðinu, aukist mjög hér á landi síðustu misseri og hin- ir ýmsu gúrúar hafa efnt til fjöl- sóttra námskeiða í tengslum við fræði þessi. Þeim sem ekki eru „innvígðir“ ef svo má að orði komast, kemur þetta afar spánskt fyrir sjónir og til þess að svala forvitninni fór Nýtt helgarblað á stúfana og tók tali leiðbeinendur á fyrrnefndu námskeiði, sem bar yfirskriftina „Liberation Training". Skipu- leggjandi námskeiðsins er íslensk kona, búsett í Stokkhólmi, Mar- grét Elíasdóttir. Kraftar frá jörðunni Námskeiðið stóð yfir í tíu daga í kringum Jónsmessuna og fór fram á ýmsum stöðum á landinu sem, að sögn Margrétar, búa yfir meiri krafti en aðrir og þar sem „straumar frá jörðunni eru sterk- ari en annars staðar“ eins og hún komst að orði í samtali við blað- ið. Þessir staðir eru t.d Snæfells- nes og Snæfellsjökull, Bláa lónið, Hveravellir og Mývatn. Þátt- takendur voru 45 talsins og koma frá ýmsum löndum heims, frá Skandinvaíu, Evrópu og Banda- ríkjunum. Þeir kalla sig á ensk- unni „healers", huglækna, og beita einkum aðferð við lækning- arnar sem fengið hefur nafnið heilun á íslensku. Leiðbeinendurnir tveir á námskeiðinu heita dr. Don McFarland og Sondra Ray. McFarland er hnykklæknir og Sondra Ray hefur skrifað fjölda bóka um notkun huglægra að- ferða við leitina að lífshamingj- unni. Þau hafa haldið námskeið og fyrirlestra víða um heim og sögðu í samtali við Nýtt helgar- blað að þeim þætti alveg einstakt að koma til íslands þar sem eld- fjöll og jöklar blasa við hvert sem litið er. „Straumarnir frá jörð- unni eru mjög sterkir hér og við fáum alveg sérstaka tilfinningu við að koma hingað," sagði Mc- Farland. Döggin á Jónsmessunótt „Við heyrðum um þennan sið, að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt, og urðum hug- fangin af þessu,“ sagði Sondra. „ Við vildum vita hvers vegna fólk gerði þetta og komumst að því að Island er tilvalinn staður til að halda slíkt námskeið. Náttúru- kraftarnir hér eru svo magnaðir að meira segja vatnið ykkar hefur stórkostleg áhrif á mann.“ Inntakið í kenningum þeirra Sondru Ray er í stuttu máli það að beita öndun og sálfræði til þess að losa fólk við andlega og líkam- lega vanlíðan. Mikil áhersla er lögð á að fara aftur í fortíð við- komandi „sjúklings" og finna í henni orsakir þess sem hann er að gera í dag. „Allt sem þú hefur áður gert er byggt inn í vefi og taugakerfi líkamans og undir- meðvitund og hefur áhrif á alit sem þú gerir í dag,“ sagði McFar- land. „Hlutverk mitt er að finna þessar orsakir og hjálpa þér að losna við neikvæða strauma og hugsanir sem valda vanlíðaninni. Allt snýst þetta um eigið val hvers og eins.“ Hvernig leið þér sem fóstri? Farið er allt aftur í fóstur- skeiðið við þessa leit að nei- kvæðum atburðum og upplifun- um, hversu undarlega sem það kann nú að hljóma, og telja þau Ray og McFarland að líkamlega sjúkdóma megi rekja til erfiðrar fæðingar og jafnvel meðgöngu. „Sjúkdómarnir koma inn með neikvæðri hugsun og leyndar- dómurinn felst í því að hreinsa út þessar hugsanir," sagði hann. „Markmið okkar er að hjálpa viðkomandi til að stjórna lífi sínu sjálfur og sýna honum hvernig hann getur með jákvæðri hugsun lifað betra lífi á allan hátt,“ sagði Sondra Ray. Líföndunaraðferðin við að losa fólk við hina ýmsu kvilla, líkam- lega eða andlega, er í raun ekki flókin, og ku að sögn þeirra sem reynt hafa, vera mjög árang- ursrík. Hún felst í því að anda djúpt og þenja út brjóstkassann, öfugt við magaöndun sem oftast er notuð í slökun. Með önduninni á að „anda inn orku“ sem losar mótstöðu og spennu úr líkaman- um. Blaðamaður gerði stutta til- raun, undir leiðsögn Margrétar, með aðferð þessa, og því verður ekki neitað að hinir skrítnustu straumar fara um líkamann. Náladofi og spenna Tilfinningunni sem fylgir má helst líkja við náladofa í höndum og fótum og spennutilfinningu í vöðvum líkamans sem veldur því að eftir nokkra stund fær maður þá tilfinningu að maður þurfi að kreppa sig saman í fósturstell- ingu. Blaðamaður batt enda á til- raunina í miðju kafi þegar hend- urnar voru orðnar svo dofnar að hann óttaðist að þær yrðu ekki brúklegar til skrifta meir þann daginn, en Margrét sagði að til að ná árangri þyrfti að halda áfram önduninni þar til líkaminn væri að fullu í fósturstellingu og færi sfðan í rétta stöðu aftur þegar hann væri búinn að losa sig við alla spennu. Margt af kenningum heilunar- fólksins hljómar vægast sagt bylt- ingarkennt. Til dæmis kvaðst Sondra Ray geta kennt fólki að- ferðir til jákvæðrar hugsunar sem gæfu þann árangur að fólk gæti lifað í hundruð ára. Aðspurð kvaðst hún vita um nokkur hundruð ára gamalt fólk; al- menningur sæi það bara ekki vegna þess að svona hluti þyrfti að nálgast með opnum huga. Já, það er margt skrítið í kýr- hausnum! -vd. NÝ FLÍSADEILD íérpöntum ítalskan marmara og granit Við sögum og borum flísarnar eftir þínum óskum eða leigjum þér góðan flísaskerara 1 Bjóðum öll hjálparefni. TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 7.940,24 1978-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 5.072,81 1979-2 fl. 15.09.90-15.09.91 kr. 3.307,03 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1985-1. fl.A 1985- 1. fl.B 1986- 1.fl.A3ár 1986-1. fl.A 4 ár 1986-1. fl.B 1986- 2. fl.A 4 ár 1987- 1.fl.A2ár 10.07.90-10.01.91 10.07.90-10.01.91 10.07.90-10.01.91 10.07.90-10.01.91 10.07.90-10.01.91 01.07.90-01.01.91 10.07.90-10.01.91 kr. 41.894,69 kr. 28.876,75** kr. 28.877,45 kr. 30.744,38 kr. 21.297,65** kr. 26.517,71 kr. 23.139,58 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.