Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Með hverjum á ég að halda? TILLITSSÖM GUÐFRÆÐI Hann sagði þó að Aðventistar hefðu ekki sett neinn stimpill á Evrópubandalagið sem Anti- Krist eða nokkurn slíkan hlut. Tíminn Ég hefi eiginlega engan áhuga á fótbolta. Að vísu spilaði ég soldið sjálfur þegar ég var strákur og gerði meira að segja mark einu sinni í þriðja flokki. En það mark var flas ekki til fagnaðar: það var að vísu eina markið í leiknum og tryggði mínu liði sigur, en það var enginn mættur til að horfa á afrekið. Auk þess rak ég löppina í nefið á markmanni andstæðinganna og brotnaði nefið en ég meiddi mig í hnénu og verð alltaf var við það hné hvenær sem ég þarf að hlaupa niður Esjuna eða álíka fjall og má með sanni segja að oft veldur fótbolti firnum. Og samt, og samt horfi ég á hemsmeistarakeppnina og blygðast mín sár- lega vegna þess að eiginlega er ég á móti múgsálinni en múgsálin er guð þessa fótbolt- atiltækis eins og allir vita, 25 miljarðir manna horfa alls á þessa leiki á Italíu, það er fimmfalt mannkynið, fótboltinn er það eina sem sam- einar mannkynið síöan guð dó. Eða svo segir frændi minn, Karl Marx Jónsson. Ég hinsvegar, ég vil vera sér á parti og sjálfstæður. En samt horfi ég á, eða er partur af áhorfinu eins og nú er sagt í fræðunum. Og mátti láta Villu litlu frænku mína koma að mér í miðjum leik Svía og Skota á dögun- um og hún dró nú ekkert úr sinni fyrirlitningu á veikleikum minnar sálar frekar en fyrri dag- inn. Jæja Skaði sjálfur, sagði hún glottandi út að báðum. Svo þú getur ekki heldur komist af án þess að lúta í gras og súpa úr hóffari auglýsingaveldisins, hetjudýrkunarinnar og múgsefjunarinnar. Mín sök, mín sök, mín mikla sök, sagði ég sáttfús. Þú, frændi minn, ætlar líka að renna sam- an við hálfvitaofstopann sem breytir öllum karlpeningi þjóðarinnar í gagnrýnislausan skríl sem situr slefandi og öskrandi og piss- andi á sig fyrir framan sjónvarpið og lætur allt annað lönd og leið? Því er nú verr, Villa mín, sagði ég. Ég get ekki einu sinni öskrað. Nú hvers vegna ekki? spurði Villa. Vegna þess að ég veit ekki með hverjum ég á að halda, sagði ég. Þarftu að vita það? spurði Villa. Að sjálfsögðu. Annars fær maður ekkert fútt og kikk úr þessu. Fótbolti er einskis virði nema þú elskir annað liðið. Og þú ert fjöllyndur sem fyrr Skaði? spurði Villa með glampa í hæðnisauganu. Rétt er það, sagði ég. Til dæmis núna: ég vil gjarna halda með Skotum af því að Eng- lendingar hafa farið illa með þá um aldir, en ekki get ég heldur verið á móti Svíum sem eru mínir frændur og halda uppi sóma Norðurlandanna. Svo get ég ekki heldur ver- ið með Svíum því þeir fundu upp kratismann og vandamálin. Geturðu barasta ekki haldið með einhverj- um sem eru nógu langt í burtu eins og Kam- erún? spurði Villa. Það mætti æra óstööugan að halda með Afríkuríki, þau eru svo mörg. Svo á ég víst að heita hvítur maður, sagði ég. Það var þá heiðurinn, sagði Villa. En hvað með ítala, passa þeir ekki vel fyrir þig? Kannski, sagði ég. Rómverjar og Dante, menningin sérðu, já þetta er nokkuð gott. En svo var það fyrir tuttugu árum að einhver ítali stal af mér sólarferðarkærustu og maður get- ur ekki verið að púkka undir svoleiðis pakk. Hver veit nema sonur hans sé í ítalska lands- liðinu? Ég geri ráð fyrir að við afskrifum England, sagði Villa. En hvað með Þjóðverja þá? Nei, sagði ég. Sá púki er orðinn nógu feitur í Evrópu þótt ég fari ekki að hlaða undir hann líka með mínum særingum. Villa hugsaði sig um og sagði síðan: Veistu það frændi: ég sé að hún hefur rétt fyrir sér stelpan sem skrifar fjölmiðlaspistilinn í Pressunni. Og hvað segir hún? spurði ég. Sjáum nú til, sagði Villa og fletti upp í blað- inu, hún segir: „Það dylst auðvitað engri hugsandi manneskju að knattspyrnan vekur upp lægstu hvatir hvers einstaklings". Jæja, sagði ég. Og hvernig kemur það heim og saman við mig? Fótboltinn vekur upp þá hvöt þína sem þú telur lægsta og óttast mest, Skaði frændi. En hún er skoðanaleysið.... JÁ, ANNARS ÞYRÐU MENN EKKI AÐ GERA HITT Vínið hefur ávallt verið upp- spretta gleði, menningar og jafnvel lífsins sjálfs. Morgunbladið LOKSINS ALMINNI- LEGIR HEIÐINGJAR! Saltfiskur í Katalóníu er því samnefnari trúarbragða. Morgunblaðið MILLI MANNS OG HESTS... Hvað eruð þið (hrossaræktar- ráðunautar) að dæma og hvaða gildi hafa þeir dómar fyrir hrossa- rækt? Er það kannski á stefnu- skránni að taka kynbótagildi knapanna með inn í dæmið? Morgunblaðið FLEIRI FÚLIR EN BHMR Kirkjubæjarhrossin mæta ekki á landsmót. DV ÞÚ GUÐ SEM GOLFI STÝRIR Guð velur stundum óverðuga til stórra hluta, sagði séra Jón E. Baldvinsson sendiráðsprestur sem vann bifreið fyrir að fara holu í höggi. DV EF ÆSKAN VILL RÉTTA ÞÉR ÖRVANDI HÖND.. Fjórir ungir menn ætluðu að henda lögreglumanni í höfnina í Vestmannaeyjum á sunnu- dagsmorgun. Áður höfðu þeir hent ungum manni í sjóinn. DV Á AÐ SETJA DAVÍÐ UNDIR FALLÖX- INA? Migið er í öll skot og gáttir og á gangstéttar og er hjarta Reykja- víkur orðið eins og Versalir áður en sá flór var mokaður með kóngi, aðli, hirðfíflum og þeim sora öllum sem þar þreifst undir gljáandi yfirborði. Tíminn LIST ER ÞAÐ LÍKA OG VINNA Hæfileikakeppni fór fram í veitingahúsinu Glymi í síðustu viku. Þá kepptu 22 pör um það, hvert þeirra líktist mest Eurovison-förunum, Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Ör- varssyni. 2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990 Pressan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.