Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 5
• •
irncTí tt\ Ar’CFDFTTro
Hafskip
Saklausir segir Sakadómur
Fjórtán voru sýknaðir en Björgólfur og Páll Bragi fengu
skilorðsbundinnfangelsisdóm
Dómur var kveðinn upp í Haf-
skipsmálinu í - Sakadómi
Reykjavíkur í gærmorgun og
voru fjórtán hinna ákærðu sýkn-
aðir en tveir voru dæmdir í skil-
orðsbundið fangelsi. Það eru þeir
Björgóifur Guðmundsson fyrr-
verandi forstjóri Hafskips og Páll
Bragi Kristjónsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
fyrirtæksins.
Björgólfur fékk fimm mánaða
dóm og Páll Bragi tveggja mán-
aða. Fullnustu dómsins var frest-
að í tvö ár sem þýðir að ef þeir
brjóta ekki af sér á þeim tíma
sleppa þeir við tugthúsvistina.
Þá var Helgi Magnússon fyrr-
verandi endurskoðandi Hafskips
dæmdur til að greiða 100 þúsund
króna sekt sem telst vera greidd
með tuttugu daga
gæsluvarðshaldvist hans á sínum
tíma. Helgi var jafnframt sýknað-
ur af kröfu um sviptingu réttinda
löggilts endurskoðanda.
Allir aðrir fyrrum starfsmenn
Hafskips sem voru ákærðir voru
sýknaðir. Þeir eru: Ragnar Kjart-
ansson fyrrum forstjóri Hafskips,
Árni Árnason, Sigurþór Charles
Guðmundsson og Þórður Haf-
steinn Hilmarsson. Þá voru
fýrrum bankastjórar Útvegs-
banka íslands sýknaðir, þeir
Halldór Guðbjartsson, Lárus
Jónsson, Ólafur Helgason og
Axel Kristjánsson. Ennfremur
var Ingi R. Jóhannsson endur-
skoðandi bankans sýknaður sem
og þáverandi bankaráð Útvegs-
bankans.
Þegar Hafskipsmálið var dóm-
tekið í Sakadómi krafðist ákæru-
valdið óskilorðsbundins fangels-
isdóms yfir þeim Björgólfi, Páli
Braga, Ragnari og Helga Magn-
ússyni en skilorðbundins dóms
yfir öllum hinum.
Það var Sverrir Einarsson for-
maður dómsins sem las upp
dómsorðin í gærmorgun en
meðdómendur hans voru þau
Ingibjörg Benediktsdóttir og
Amgrímur ísberg. -grh
Gróðurrannsóknir
Fræðslumynd
um Mógilsá
Myndbær hf. er að Ijúka gerð myndar um
Rannsóknarstöðina að Mógilsá
Þessa dagana er Þorsteinn
Marelsson að leggja síðustu
hönd á 20 mínútna heimildar-
kvikmynd um rannsóknir og starf
Rannsóknarstöðvar Skógræktar
ríkisins að Mógilsá. Myndin er
gerð af Myndbæ hf. og kostar
stöðin gerð hennar að hálfu á
móti Myndbæ.
Heildarkostnaður við myndina
er um 1,2 miljónir króna. Hand-
rit unnu Þorsteinn og Jón Gunnar
Ottósson fyrrverandi forstöðu-
maður að Mógilsá í sameiningu.
Gerð myndarinnar hófst upp úr
áramótum.
Að sögn Þorsteins Marels-
sonar varð hugmyndin að mynd
þessari til í vetur eftir að Mynd-
bær gerði mynd fyrir Skógrækt
ríkisins, þar sem fjallað var um
starfsemi hennar.
„í myndinni er tæpt á sögu
stöðvarinnar, upphafinu og
hvernig gekk fyrstu árin. Síðan er
farið fljótt yfir sögu og meginefni
myndarinnar er það sem verið er
að vinna að nú, það er minnst á
fjölmörg verkefni og sérstaklega
reynt að gera svokölluðu aspar-
verkefni góð skil,“ sagði Þor-
steinn. Hann sagði að ekki væri á
neinn hátt komið inn á deilur ráð-
herra og starfsmanna um rekstur
stöðvarinnar.
Ætlunin er, að sögn Jóhanns
Briem framkvæmdastjóra Mynd-
bæjar hf. að selja myndina ýms-
um aðilum sem áhuga og gagn
hafa af, t.d. skógræktarfélögum.
Hann sagði að í dag væri mikill
áhugi á að skýra frá árangri af
rannsóknum á þennan hátt,
fremur en að dreifa þykkum
skýrslum, enda mun aðgengi-
legra. -vd.
Frá tökum á myndinni um Mógilsá: Jón Gunnar Ottósson, Þorsteinn Marelsson, Ernst Kettler kvikmynda-
tökumaður og Einar Guðmundsson. Mynd R.Á.A.
Húsbréf
FJórðungur umsækjenda kaupir
Aðrír eru einungis aðfágreiðslugetusína metna. Afföll íhúsbréfakerfinu eru um
9,6%
Það sem af er hafa húsbréfa- íbúðarkaup en aðrir eru einungis stofnunar ríkisins. Þegar hafa
deild borist um 2 þúsund um- að fá greiðslugetu sína metna. verið seldar 345 íbúðir í húsbréfa-
sóknir og bendir allt til þess að Þetta kemur fram á minnis- kerfinu og hefur fasteignaveð-
aðeins um 25% þeirra leiði af sér blaði um lánveitingar Húsnæðis- bréfum fyrir um 800 miljónir
Hafrannsóknastofnun
Rannsóknaskipin út
Starfsmenn áfram tilbúnir í aðgerðir sjái stjórnvöld ekki að sér
Afundi BHMR-sellunnar á Haf-
rannsóknastofnun í gærmorg-
un var samþykkt
rannsóknaleiðangra
að fara í rannsóknaskipunum Dröfn og
með Bjarna Sæmundssyni um leið og
Reykjavíkurborg
Davíð vill selja Glym
Guðrún Ágústsdóttir: Hin rétta ástæða kaupanna komin í Ijós. Húsið var keypt til
að bjarga Ólafi Laufdal
jg orgarstjóri vill að borgin selji
samkomuhúsið Glym sem
keypt var í miklum flýti ekki fyrir
alls löngu fyrir 118 miljónir króna
af Ólafi Laufdai, veitingamanni.
Þetta kom fram í tölu Davíðs
Oddssonar á fundi borgarstjórn-
ar í gær í umræðum um reikninga
og fasteignakaup borgarinnar.
Að sögn Guðrúnar Ágústs-
dóttur, varaborgarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins, staðfestir
þessi yfirlýsing borgarstjóra það
sem andstæðingar kaupanna
héldu fram, að markmiðið með
kaupunum hefði verið að létta
undir með Ólafi Laufdal í þeim
fjárhagslegu erfiðleikum sem
hann átti við að etja samfara
byggingu Hótel íslands.
- Helstu rökin fyrir kaupunum
voru þau að húsið myndi nýtast
vel fyrir æskulýðsstarf og fyrir
aldraða. Nú er það komið á dag-
inn að þetta var einungis yfirvarp
til að breiða yfir raunverulega
ástæðu kaupanna, enda hefur
húsið nýst afar illa til þessarar
starfsemi, sagði Guðrún.
- Kaupin á húsinu voru
hneyksli á sínum tíma enda var
ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til
kaupanna á fjárhagsáætlun borg-
arinnar, sagði Guðrún.
-rk
skipin verða tilbúin til brottfarar.
Olafur Karvel Pálsson fiski-
fræðingur og formaður stóru að-
gerðanefndar BHMR segir að
það hafi aldrei staðið til að fresta
ferðum skipanna um aldur og ævi
með aðgerðum starfsmanna.
Heldur hafi þær fyrst og fremst
verið til sýna stjórnvöldum fram
á að BHMR-félagar á stofnun-
inni eru tilbúnir til aðgerða á
meðan þau standa ekki við gerð-
an kjarasamning. Hinsvegar
stendur sú samþykkt starfsmann-
anna áfram að taka ekki þátt í
störfum hinna ýmsu nefnda og
ráða né að sinna stundakennslu
utan hins venjulega vinnutíma. í
því sambandi er verið að safna
undirskriftarlistum meðal starfs-
manna þar sem þeir eru beðnir að
skrifa undir yfirlýsingu þar um.
-grh
króna verið skipt fyrir húsbréf.
Afföll í húsbréfakerfinu eru um
9,6% sem er talið vera svipað eða
minna en ávallt hefur tíðkast af
útborgun í lánakerfinu frá 1986.
Húsbréf hafa verið notuð til að
greiða skammtímalán í bönkum
og lán lífeyrissjóða og því aukið
ráðstöfunarfé banka og lífeyris-
sjóða.
Að mati Húsnæðisstofnunar er
enginn verulegur munur á
greiðslubyrði milli lánakerfisins
frá 1986 og húsbréfakerfisins
þegar húsbréfakaup eru skoðuð í
heild. Þó er greiðslubyrði lægri í
lánakerfinu frá 1986 ef íbúðaverð
er undir 5 miljónum króna.
Lágtekju- og meðaltekjufjöl-
skyldur fá þann mun sem er á
greiðslubyrðinni að mestu bættan
með vaxtabótum. Hátekjufólk
fær þennan vaxtamun hins vegar
ekki bættan. Húsnæðisstofnun
segir að þessi samanburður eigi
eingöngu við um þá umsækjend-
ur sem hafa fengið lánsloforð frá
stofnuninni og geta valið á milli
lánakerfanna.
Hinsvegar verður samanburð-
ur á greiðslubyrði allt annar ef
íbúðarkaupandi hefur ekki láns-
loforð frá Húsnæðisstofnun. Þá
þarf að reikna með kostnaðinn
sem hlýst af því að bíða eftir láni
úr lánakerfinu frá 1986. í hús-
bréfakerfinu er aftur á móti engin
bið.
-grh
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5