Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 4
Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor, er á beininu Viö megum ekki fóma sjálfræðinu fyrir tímabundið hagræði Á Háskólahátíð um sl. helgi vakti ræða Sigmundar Guðbjarnasonar, haskolarektors, athygli. Þar vék rektor að nýskipan mála í Evrópu í kjölfar falls hins ríkisrekna sósíalisma í Austur-Evrópu og fyrirhuguðum samruna stórs hluta Vestur-Evrópu undir merkjum Evrópubandalagsins. I ræðunni varaði rektor við þeim afleiðingum og hættum sem að íslendingum stafaði með þessum breytingum. Sigmundur Guðbjarna- son er því á beininu í dag og gerir frekari grein fyrir varnaðarorðum sínum Forsvarsmenn Háskóla íslands hafa á undanförnum árum oft imprað á því að laga verði starf Háskólans að breyttum þjóðfél- agsháttum og þcim breytingum sem þú minntist á í ræðu þinni á Háskólahátíð á dögunum. Hvern- ig hefur Háskóli Islands brugðist við? í gegnum tíðina hefur verið reynt eftir fremsta megni að að- laga starfsemi og skipulagningu Háskólans breyttum aðstæðum háskóla yfirleitt. Þær kröfur sem við gerum til nemenda okkar eru mjög í takt við kröfur annarra há- skóla í Vestur-Evrópu og í Norður- Ameríku og breytingar hafa auðvitað orðið hér tilsvar- andi við þær breytingar sem hafa orðið við háskóla þessara landa. Ég get jafnframt nefnt með þessu að við höfum eftir fremsta megni reynt að fylgjast með því hvernig kandídötum okkar sem halda til framhaldsnáms erlendis hafi vegnað. Við höfum reynt að hafa samband við þá þegar þeir hafa snúið heim aftur að afloknu námi eða í frí og leitað eftir því hvað við hefðum mátt gera betur, hvar styrkur okkarog veikleiki hefur legið í því námi sem þeir hafa fengið frá okkur. Við verðum auðvitað að mæta alþjóðlegum kröfum og þá erum við-að tala um kröfur Vesturlandabúa. Þetta á við í öllum greinum og við höfum átt því láni að fagna og raunar þeirrar ánægju að margir þessara háskóla hafa beðið um fleiri slíka kandídata. Þeir hafa mjög gott orð á sér, þeir eru vel undirbúnir og hafa til að bera þann dugnað sem máli skiptir í erfiðu fram- haldsnámi. Mér þykir þetta sýna að íslenskir námsmenn standast fyllilega samanburð við erlenda stúdenta. Eitthvað meira hlýtur þá að þurfa til að mæta þeim breyting- um sem eru fyrirsjáanlegar á meginlandi Evrópu? Til þess að mæta þessum breytingum höfum við sett upp okkar eigin alþjóðaskrifstofu og unnið mjög markvisst að því á undanförnum árum að gera sam- starfssamninga við háskóla í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku og jafnvel í Japan þar sem hugað er að skiptum á nem- endum og kennurum og rann- sóknarsamstarfi. Við höfum auðvitað einnig hug á samstarfi á öðrum sviðum, t.d. því að sér- fræðingar frá öðrum mennta- stofnunum komi og leggi mat á gæði okkar starfa hér. Eitt af því sem við erum að vinna að er að gera slíkar úttektir á háskóla- deildum og námsbrautum til þess að reyna að tryggja að starfsemi þeirra sé í takt við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Þó að deild starfi með ágætum og miðað við áætl- anir fyrri tíma þegar hún hóf störf, þá hafa breytingar orðið það hraðar að við verðum auðvit- að að vera í takt við það og mæta kröfum góðra háskóla á Vestur- löndum. Það er okkar viðmiðun. Við höfum gert fjölmarga samninga við Norðurlöndin og Bretland, Þýskaland, Frakkland, Bandaríkin, Kanada og Japan og fleiri eru í burðarliðnum. Með þessu teljum við að við séum að tryggja óheftan aðgang náms- manna að góðum háskólum á Vesturlöndum. 1 máli þínu á Háskólahátíðinni ræddir þú iftillega um atgervis- flótta háskólamanna frá Islandi sem mönnum er oft tíðrætt um. Hvernig er unnt að bregðast við þessu? Eigum við íslendingar yfirhöfuð einhverja möguleika sem smáþjóð í samkeppni við stórþjóðirnar og fjölþjóðleg fyr- irtæki um háskólamenntað vinnuafl? Jú. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að íslenskir námsmenn koma gjarnan heim að loknum langd- völum erlendis við nám og störf. Menn bera sterka taugar til landsins. Ég tel að það verði mar- kvisst að vinna gegn þessari til- hneigingu ríku þjóðanna sem laða til sín hæfileikaríkasta og best menntaða fólkið. Sam- kvæmt þeim skýrslum sem ég sé og hef lesið þá er fyrirsjáanlegur skortur á fólki þjálfuðu til rannsóknarstarfa bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Evrópa hef- ur reynt að vinna mjög markvisst gegn þessum atgervisflótta til Bandaríkjanna en þar verður þörfin fyrir sérmenntað fólk til rannsóknarstarfa ekki minni samfara því sem það hefur dregið úr aðsókn ungra Bandaríkja- manna í nám tengt vísindarann- sóknum. Það er ljóst að það er farið að bera á því að útkjálkasvæðin í Evrópu munu í auknum mæli missa fólk, ekki bara til Banda- ríkjanna heldur einnig til Mið- Evrópu. Þetta er þegar orðið vandamál á írlandi og fyrirsjáan- legt er að þetta verði svo um Norður-Skandinavíu. Þegar er mjög leitað eftir hæfileikaríkasta og best menntaða fólkinu í Austur-F.vrópu og það verður lokkað þaðan til Mið-Evrópu og Bandaríkjanna. Ásókn í þetta fólk er þegar hafin og auðvitað hafa Austur-Evrópumenn áhyggjur af því. Ég held að við þurfum að taka okkur tak og gera ýmsar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að sama verði uppi á teningnum hér og á öðrum jaðarsvæðum Evr- ópu. í fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því hvers- konar framtíð við viljum sjá hér. Ætlum við einungis að vera hrá- efnisútflytjendur þar sem við þurfum ekki á vel menntuðu fólki til vísinda- og rannsóknarstarfa að halda eða ætlum við í raun og veru við að nýta tækni- og vísindi okkur til framdráttar. Það síðar- nefnda er auðvitað okkar von og vilji tel ég. Hins vegar eru að- gerðirnar ekki í samræmi við það. Það sem þarf að gera er í fyrsta lagi að gefa þessu unga fólki tæki- færi með verðugum verkefnum en uppbygging á tæknifrekum iðnaði hérna hefur verið ákaflega ómarkviss og j afnvel þróun og úr- vinnsla á okkar mikilvægasta hrá- efni, fiski og sjávarfangi, hefur ekki gengið nógu vel. Við hvern er þar að sakast? Þar er nú sjálfsagt í mörg horn að líta. Eitt skýrasta dæmið um þetta er fiskeldið. Þar hafa menn viljað spara sér rannsóknarþáttinn og það hefur orðið þeim kostnaðarsamt. Ljóst er að í fískeldinu eru verulegir möguleikar, en menn verða auðvitað að afla sér fyrst þeirrar þekkingar sem þarf til, en það hefur hreinlega ekki verið gert. Það sem dregur unga fólkið heim, númer eitt, eru tækifærin til þess að fást við verðug verk- efni. Það verður mikilvægara heldur en launin. Síðan þarf auðvitað að rækta þjóðernistilf- innguna. Sumum finnst það vera gamaldags að vera að ræða þá hluti. En ég tel það afar þýðingar- mikinn þátt svo að menn missi ekki trú á sínu heimalandi og þá tilfínningu að hér eigi að vera þeirra framtíð, hér hafí þeir skyldum að gegna og hér eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi. í þriðja lagi eru það launin. Launa- kjör þeirra manna sem helga sig rannsóknastörfum eru til mikils vansa. Við gerum stífar kröfur til manna um langt rannsóknarnám, doktorspróf og hvaðeina og hvað bíður þeira þegar heim er komið? Svo dæmi sé tekið þá eru iðnaðar- menn hér betur launaðir en hæst launaðir prófessorar, svo að ekki sé talað um dósenta eða lektora sem eru þar fyrir neðan í launum. Það er ekkert hégómamál að það þurfi að lagfæra þennan þátt. Það er erfítt að koma heim eftir langt og strangt nám og þurfa þá að koma sér þaki yfir höfuðið og byrja frá grunni í baslinu á mið- um aldri. Það er í sjálfu sér engin furða þó að margir heykist á að snúa heim. Ég held að þetta séu þeir þrír megin þættir sem þarf að huga að til að koma í veg fyrir atgervis- flótta háskólamanna. Það er að virkja þá, styrkja þjóðerni- skennd þeirra og borga mönnum mannsæmandi laun. í ræðunni sagðir þú eitthvað á þá lund að kæmi til inngöngu ís- lands í Evrópubandalagið geti breytingar á viðskiptaháttum haft úrslitaáhrif á viðskipta- hagsmuni og velferð þjóðarinnar, en afleiðingarnar geti verið ömu- rlegar þegar til lengri tíma er litið. Hvað áttir þú nákvæmlega við með þessum varnaðarorðum? Menn hafa gjarnan litið á þetta mál út frá viðskiptahagsmunum og því hagræði sem því fylgir, en það eru tvær hliðar á því máli. Það hefur verið tíundað mjög rækilega hvaða ávinningur þessu fylgdi, en ég hef áhyggjur af því að menn átti sig ekki á því hvað fyrirtækin eru orðin risavaxin sem eru að kaupa upp heilu at- vinnugreinarnar. Ég vék að einu fyrirtæki sem ég þekki aðeins til. Þetta fyrirtæki starfar í sextán löndum Evrópu í Bandaríkjun- um, Kanada, Ástralíu og í 40 löndum Asíu. Starfsmenn þess eru yfír 300.000 og veltan á síð- asta ári var yfir 2000 miljarða ísl. króna sem eru tuttuguföld fjárlög íslenska ríkisins. Fyrirtækið keypti á síðasta ári 55 fyrirtæki og mörg þeirra eru vel þekkt. Þetta fjölþjóðafyrirtæki ert.d. ráðandi á matvælamarkaði í Evrópu og mjög stórt á ýmsum öðrum svið- um. Það kemur mjög víða við undir ýmsum nöfnum í ýmsum löndum. Það rekur fískverslanir og fiskveitingastaði um alla Evr- ópu og selur auk þess fisk í Bandaríkjunum og Japan og rek- ur laxeldi í Skotlandi svo eitthvað sé upp talið. Þetta fyrirtæki hefur augljósan hag af því að kaupa sig í rólegheitum hér inn í íslenskar fiskveiðar og útgerð. Ef ekki er að gáð þá er þessu fyrirtæki í lófa lagið að kaupa upp megnið af kvótanum. Þá verður auðvitað ekki horft í atvinnuástand í ein- stökum byggðarlögum. Þeir mundu auðvitað kaupa allar fisk- verkunarstöðvar sem eru hag- kvæmar og slík fyrirtæki hafa engum skyldum að gegna gagnvart íbúunum, það hefur fyrst ogt fremst skyldum að gegna gagnvart hluthöfum sínum. Þetta fyrirtæki er ekki einu sinni stærsta fyrirtæki sinnar tegundar. Nú, það er ekki bara Evrópa sem við þurfum að huga að. Jap- anir eru að kaupa sig í stórum stíl inn í evrópsk fyrirtæki. Sam- kvæmt nýlegum fregnum eru þeir búnir að fjárfesta yfír 600 milj- arða króna í Bretlandi, yfir 300 miljarða í Hollandi og lítið minna í Lúxemborg og fleiri löndum. Ég held að menn geti ekki vænst þess þegar slík fyrirtæki verða búin að taka hér yfír stóran hluta af atvinnulífi okkar að þá verði það rekið með hliðsjón af þörfum landsbyggðarinnar. Þá verður einfaldlega hugsað um arðsemina eina saman. Verði af inngöngu íslands í EB er þessi framtíðarsýn sem þú ert að lýsa ekki óhjákvæmileg? Ég tel að það séu allar líkur á því að þetta blasi við ef við göngum í EB með þeim kvöðum og skyldum sem því fylgja, þ.e.a.s. frjálsu fjármagns- streymi. Það er alltaf verið að tala um að það skorti fjármagn inn í íslenskt atvinnulíf, en á sama tíma er verulegur áhugi á því hjá íslenskum atvinnurekendum og auðmönnum að geta fjárfest er- lendis. Við getum horft til þess að íslenskt fjármagn flytjist erlendis og erlent komi í staðinnn og ég held að það fylgdu í kjölfarið býsna óþægilegar breytingar. Ég held að það væri þá annað far- sælla eins og að koma á tvíhliða samningum milli íslands og EB. Ég óttast að með inngöngu í Evrópubandalagið þá verði ekki langt að bíða verulegar hnignun- ar hér. Sagan hefur kennt okkur hverjar eru afleiðingar þess að missa sjálfræðið fyrir tímabundið hagræði. Eru líkur á því að íslenskir námsmenn verði sjálfkrafa úti- lokaðir frá háskólanámi í EB- löndunum ef ísland gangi ekki í EB eða samningar náist milli EFTA og EB eins og oft heyrist fleygt í þessari umræðu? Ég tel að svo verði ekki. Það eru ýmsar áætlanir sem hafa verið gerðar af Evrópubandalaginu, s.s. Erasmus-áætlunin sem á að stuðla að hreyfanleika stúdenta og kennara innan Evrópubandal- agslandanna. Það hefur verið unnið að því að þessi áætlun nái einnig til EFTA-landanna. Það er alveg tilsvarandi áætlun milli Norðurlandanna. Við höfum gert tugi samninga bæði við Norður- löndin og EB-löndin um samstarf og samskipti sem oft hefur verið að þeirra frumkvæði. Til þessa hefur ekki borið á að erfiðara væri fyrir íslenska stúdenta að komast inn í háskóla en áður. Menn geta auðvitað ekki gengið inn í hvaða skóla sem er fyrir- hafnarlaust. Menn verða að mæta þeim kröfum sem þar eru gerðar. Ég held að þetta leysist með slíkri samningagerð, ekki aðeins milli landa, heldur einnig milli háskóla. Að slíkum samningum höfum við verið að vinna og sett upp í því skyni alþjóðlega skrif- stofu eins og ég gat um hér á undan. Á undanförnum árum hefur nokkuð verið um það rætt að Há- skóli íslands ætti í vök að verjast í samkeppni við hinn almenna vinnumarkað um hæfa starfs- menn. Þá er Ijóst að nokkrum erf- iðleikum hefur verið bundið að manna stöður við ýmsar deildir og hlutfall stundakennara af kennslukraftinum hefur aukist. Hvað er til ráða til að rétta hlut Háskólans í þessum málum - eða er þetta kannki einungis spurning um launakjör? Það er það að hluta þegar menn standa frammi fyrir því að launamunur er allt að því tvöfald- ur. Það má geta þess að við höf- um verið að reyna að ráða í kenn- arastöður í verkfræði og höfum ekki fengið í mörgum tilfellum. Dæmi eru til um að menn sem sótt hafa um stöðu hér við skólann,t.d. í raunvísindum og fengið, en hætt við þegar þeir átt- uðu sig á því hvað launakjörin eru ömurleg. Það er hörkusam- keppni hér á landi um vinnuaflið og Háskólinn verður oft undir í þeirri samkeppni þegar hann get- ur ekki boðið j afn vel og hin ýmsu fyrirtæki. Það þýðir þó ekkert að sýta það um of. Að lokum Sigmundur. Tók há- skólarektor lýsi í morgun? Já, eins og ævinlega. -rk 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990 Mynd Jim Smart

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.