Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 13
Huglækningar Huglækningar Huglækningar Huglækningar Huglækningar Hef séft ólæknandi sjúkdóma hverfa Guðrún Óladóttir reikimeistari í viðtali um huglækningar og handayfirlagnir Guðrún Óladóttir reikimeistari: „Augu fólks eru að opnast fyrir því að við getum farið að orðum Krists. Hann sagði: Þið munuð gera sem ég geri, og jafnvel betur...“ Mynd: Jim Smart. Um síðustu helgi birti Nýtt Helgarblað stutta umfjöllun um alþjóðanámskeið um' heilun og líföndun sem fram fór hér á landi um og eftir Jónsmessuna. Þátt- takendur komu allir erlendis frá en á íslandi er vissulega til fólk sem hefur lagt stund á fræði þessi. Guðrún Óladóttir reiki- meistari er ein af þeim, en svok- allað reiki er önnur grein af sama meiði heilunar og líföndun. Fyrir þá sem ekki hafa fyrr rekist á þessi undarlegu orð skal útskýrt að heilun er þýðing á enska orð- inu „healing" og þýðir að gera eitthvað heilt sem áður var van- heilt. Orðið reiki er japanska og þýðir fyrri hluti þess alheimur en seinni hlutinn Ijós eða orka. Titillinn „reikimeistari" gefur leikmönnum strax mynd af ein- hverju yfirskilvitlegu eða jafnvel kukli og göldrum en Guðrún segir þetta hreint ekkert skylt slíku og reiki sé mun nær kristinni trú en heiðni, ef eitthvað er. Hún er 39 ára gömul, fráskilin þriggja barna móðir. Þar til fyrir tæpum tveimur árum vann hún við ýmis ritarastörf. Þá fór hún fyrir forvitnis sakir, reyndar full efasemda, á námskeið hjá banda- rískri konu að nafni dr. Paula Horan, og kynntist reiki. Það breytti lífi hennar svo um munaði því í dag starfar hún eingöngu að því, heldur námskeið og leggur hendur yfir fóþf á eigin stofu. Fimmtán hundr- uð mættu Áhugi almennings er mikill og t.d. má nefna að í september sl. mættu yfir 1500 manns á 20 mín- útna hljóða stund sem hún, ásamt fleirum, boðaði til í Gerðubergi í Breiðholti. í augiýsingunni stóð að þennan tiltekna tíma færi fram hugleiðsla vegna þess að þá væri orkuflæði jarðar meira en ella og höfðu boð um það komið frá miðlum erlendis. En gefum nú Guðrúnu orðið: „Reikimeistari er sá sem hefur lokið þriðju gráðu í reiki,“ segir hún. „Reiki er náttúruleg aðferð við heilun. í því felst enginn spír- itismi, aðeins náttúran sjálf. ís- lenska orðið væri einna helst huglækningar. Beiting þess felst í handayfirlögn eða fjarheilun, þ.e. að senda einhverjum orkuna úr fjarlægð. Þetta geta allir lært. Við erum öll fædd með þeim eiginleika að geta læknað með handayfirlögn. Og það gerum við öll meira eða minna, ómeðvitað. Við leggjum hendur á enni veikra barna og ef Árangur huglækninga er af augljósum ástæðum erfitt að sanna og enda þótt einhverjir geti sagt frá bata þá er auðvelt að benda á agnúa á sönnunargildi slíkra frásagna. Þrátt fyrir það fer hér á eftir stutt frásögn Benedikts Egilssonar, 68 ára, sem leitaði hjálpar Guðrúnar Óladóttur fyrir rúmu ári, og við látum lesendum eftir að dæma sjálfum: „Ég hafði dottið á öxlina og meitt mig og auk þess var ég slæmur í baki vegna gamalla meiðsla," segir Benedikt. „Mér datt í hug að prófa þessa reiki-meðferð og var þá búinn að leita til lækna en þeir sögðu allir að þetta lagaðist með tímanum. við meiðum okkur leggjum við hendurnar á þann stað sem við höfum meitt okkur á. Ástæðan fyrir þessu eru gamlar minningar sem við búum enn yfir. Nú er fólk farið að átta sig á að þetta er hægt og þegar ég held námskeið þá er ég að vekja upp þessa hæfileika sem við höfum öll. Við köllum þessa orku jarð- arorku og við leiðum hana í gegn- um okkur til annarra sem þurfa á henni að halda vegna veikinda, vanlíðunar eða annarra orsaka. Kristur gat lækn- að Á námskeiði í reiki er fólk tengt svokallaðri alheimsorku sem er á hærri tíðni en jarðarork- an og þá getur það leitt orku í gegnum sig sem ekki er tekin frá því sjálfu. Þetta er lífsorkan sjálf, þessi guðlegi kraftur sem kemur frá Drottni og er allt í kringum okkur. Sagan á bak við reiki-aðferðina hófst á 19. öld í kristnum háskóla í Japan. Þaðan lagði prófessor nokkur af stað í leit að svari við spumingu sem nemendur höfðu lagt fyrir hann. Spumingin hljóð- aði þannig: „Ef Kristur gat lækn- að með handayfirlagningu, hvers vegna em þá ekki aðrir að því einnig?" Kristur sagði: „Þið mun- uð gera sem ég geri, og jafnvel betur.“ Leit prófessorsins leiddi hann eftir allmörg ár að munka- klaustri í Tíbet þar sem fundist höfðu handrit um ferðir St. Iza, sem af mörgum er talinn hafa ver- ið Jesú Kristur. Prófessorinn skoðaði þessi handrit og taldi sig hafa fundið svarið um hver að- ferðin væri. Hann vantaði þó enn kraftinn og til að finna hann ákvað próf- essorinn að fara upp á heilagt fjall og ástunda þar hugleiðslu í 21 dag. Á síðasta degi hugleiðslunn- ar birtist honum ljós og til að gera langa sögu stutta var þetta upp- hafið að reiki. Prófessorinn lagði í byrjun stund á handayfirlagn- ingar en ákvað síðan að kenna öðmm, enda væri það í valdi hvers og eins að velja sín örlög og ekki hans að breyta lífi fólks. Það varð að vera tilbúið til að leggja eitthvað á sig sjálft til að meta það sem það fékk, þ.e.a.s. orku- skipti urðu að fara fram. Hann þjálfaði og vígði þó að- eins einn reikimeistara skömmu áður en hann lést um síðustu aldamót. Sá kom fræðunum áfram og í dag em reikimeistarar um 300 talsins í heiminum. Þeir sem fara á reikinámskeið Mér skánaði eitthvað en batnaði aldrei alveg. Ég fór til Guðrúnar í þrjú skipti þrjá daga í röð, klukkustund í senn en það gerðist ekkert. Ég var alveg hlutlaus gagnvart þessu og eftir tíu daga fór ég í fjórða skiptið. Þá gerðist eitthvað og það varð einhver breyting á mér. Ég fann hita frá höndunum á henni og það fylgdi þessu mikil vellíðan. Mánuði seinna fór ég aftur og í allt fyrrasumar heimsótti ég hana mánaðarlega því ég fór alltaf batnandi, bæði í öxlinni og í bak - inu.Og í dag kenni ég mér einskis meins. Eftir þetta leið mér svo vel að og ljúka þriðju gráðu fara í gegn- um ákveðnar innstillingar þegar þeir gerast meistarar. Þetta er í raun eins og að stilla útvarpstæki inn á ákveðna bylgjulengd. Við- komandi situr á stól með lokuð augu og ég geri ákveðna hluti, nota ákveðin tákn, þau hin sömu og japanski prófessorinn fann í Tíbet. Hendurnar eins og straujárn Guðrún rekur eigin stofu þar sem hún iðkar reiki og leggur hendur yfir fólk. Hún segist oft á tíðum ekki taka neitt gjald fyrir en þyki fólki það vera henni skuldbundið þiggur hún framlög þess. „Þegar ég tek manneskju í meðferð þá annað hvort sendi ég henni orkuna úr fjarlægð, stund- um ásamt öðrum, eða legg hend- ur yfir svokallaðar orkustöðvar líkamans. Þær helstu eru sjö tals- ins: Hvirfilstöð, ennisstöð eða þriðja augað, hálsstöð sem er tjáningarstöð, hjartastöð sem er stöð kærleikans, sólarplexus, magastöð og rótarstöð. Eg fer með hendumar yfir þessi svæði og finn hvemig ást- andið er. Ég finn hvemig mann- eskjan dregur til sín orku í gegn- um mig. Ég gef þó ekki eigin orku heldur miðla orku til viðkom- andi.“ Talið berst að fyrstu reynslu Guðrúnar af handayfirlögnum og hún segist strax á fyrsta náms- keiðinu hafa fundið slíka hitatilf- inningu í höndunum að „þær urðu eins og straujárn“ eins og hún kemst að orði. „Því fleirum sem ég kenni því sannfærðari verð ég um réttmæti þess sem ég er að gera,“ segir hún. „Við eigum auðvitað að leita meira inn í okkur sjálf og nýta okkar eigin kraft fremur en að leita stöðugt í kraft lyfja og tilbúinna hluta. Fólk sem er næmt getur auðveld- Iega skynjað þennan kraft. Það dregur enginn orku frá manni ef maður ekki vill það. Fólk verður að vera tilbúið til þess að gefa af sér. Og ég vil taka fram að það er ekkert skilyrði að sá sem tekur við orkunni þurfi að trúa á lækningu.“ Kraftaverk eða skottulækningar? Vísindin hafa til þessa afneitað með öllu tilvist þessa lækninga- krafts hugans sem Guðrún talar um en aðspurð segist hún vita til þess að í Berkeleyháskóla í Kalif- ég fór að hugsa um að það væri gaman að gefa öðrum hlutdeild í þessu og það æxlaðist þannig að ég tók hjá henni fyrsta og síðar annað stig í reiki. Ég fór síðan að reyna að hjálpa öðrum og það hefur virst bera árangur, mis- mikinn þó. Ég finn ekki sjálfur hita frá höndunum á mér þegar ég tek fólk í meðferð en þegar ég lækna sjálfan mig finn ég hann greinilega. Auðvitað læknar líkaminn sig að einhverju leyti sjálfur en ég held að þetta hjálpi mikið til og er viss um að ég myndi enn eiga við þessi meiðsli að stríða ef ég hefði aldrei farið til Guðrúnar.“ -vd. omíu hafi farið fram vísindalegar rannsóknir á huglækningum. „Þar hafa meðal annars verið teknar myndir af orkuflæðinu fyrir og eftir meðferð og eins hafa mælst breytingar á heilabylgjum fólks sem er stillt inn á þessa al- heimsorku,“ segir hún. „Ég veit til þess að ákveðin sjúkrahús í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi hafa í þó nokkrun tíma boðið sjúklingum að leita til fólks sem vinnur með reiki á meðan þeir eru einnig undir læknishendi. Reyndar hef- ur íslenskur læknir leitað til mín og sýnt áhuga á að gera það sama hér á landi á sinni stofnun. Auk þess hafa tveir læknar komið á námskeið til mín þannig að það er greinilegt að hugur vísindamanna er að opnast gagnvart þessu. Engin takmörk Huglækningum em engin tak- mörk sett nema þau sem mann- eskjan sem tekur við orkunni set- ur upp sjálf. Ég stjórna í raun engu sjálf og lækna engan sjálf. Ég get bara hjálpað fólki tii að hjálpa sér sjálft. Ef viðkomandi er að nota veikindi sín til að ná til sín athygli og umhyggju annarra eða til að draga sig í hlé af því að hún er útkeyrð og þreytt þá minnka líkurnar á bata nema að manneskjan geri sér grein fyrir því að hún þarf ekki lengur á þessum sjúkdómi að halda.“ Guðrún er beðin um dæmi þess að fólk hafi hlotið bót meina sinna hjá henni og hún telur upp nokkur: Gömlum manni batnaði í baki og öxl, lítið barn sem var með óráði þegar að var komið var hitalaust skömmu síðar og varð alheilt eftir löng veikindi, æxli, bæði góðkynja og illkynja hurfu, ólæknandi höfuðverkur lagaðist, barn sem átti við hegðunarerfið- leika að stríða skipti um ham og svona áfram. Þetta hljómar vægast sagt ótrú- lega og hún er spurð hvort hún geti sannað eitthvað af því sem hún segir, t.d. bent á fólk sem hafi hlotið lækningu og er tilbúið til að leggja fram umsögn lækna um að áður ólæknandi sjúkdóm- ur hafi horfið. Hún svarar því til að fáir séu tilbúnir til að ræða opinberlega um reynslu sína en hafði þó, með stuttum fyrirvara, upp á einum manni sem var í meðferð hjá henni fyrir rúmu ári. Stutt viðtal við hann er hér annars staðar á síðunni. Ástæðurnar að baki sjúkdóma segir Guðrún einnig oftast vera huglæga og eiga rætur sínar að rekja allt til fæðingar. „Krabba- meinsæxli geta til dæmis mynd- ast vegna reiði. Reiði veldur miklum orkustíflum og þess vegna er fyrirgefningin svo mikil- væg. Ég get auðvitað ekki sannað þetta enda er þetta hlutur sem er svo erfitt að rannsaka,“ segir hún. „Fólk leitar oft til mín til að fá aðstoð við að öðlast ákveðið jafnvægi. Við það að leggja hend- urnar nokkrum sinnum á orku- stöðvarnar skapast jafnvægi á milli þeirra og líkaminn hreinsar sig af ýmsu sem hann hefur lokað inni. Þetta jafnvægi stöðvanna orsakar um leið jafnvægi á innkirtlastarfsemi líkamans. Það hefur í för með sér að fólk fer að finna fyrir innri ró og það leiðir síðan af sér að fólk er færara um að takast á við ýmist sjúkdóma eða aðra erfiðleika. Ég hef séð tilfelli þar sem aðeins ein með- ferð hefur orðið til þess að fólk hefur læknast strax en í raun ræð ég engu um hvernig það nýtir þá orku sem það fær í gegnum mig. “ Höfum hjálparengla Aðspurð um hvort „einhverjir að handan“ aðstoði við þennan orkuflutning, svarar Guðrún því til að allir hafi sína hjálparengla. „Við erum aldrei ein. Þetta eru andar, framliðnar verur sem vilja vinna með okkur. Þjóðkirkjan er ekki sammála öllu því sem við erum að gera en í Biblíunni er tilvist engla þó viðurkennd enda þótt ekki sé viðurkennt að þeir snúi til jarðarinnar aftur.“ Kirkjunnar menn geta eflaust ekki annað en tekið undir með Guðrúnu þegar hún bætir því við að þegar fólk biðji bænir fái það alltaf aðstoð, enda þótt hjálpin sé ekki alltaf nákvæmlega í því for- mi sem óskað var eftir. Og á þeim vísu orðum botnum við þetta við- tal við Guðrúnu Óladóttur, fyrsta reikimeistarann á íslandi. -vd. Er orðinn albata Benedikt Egilsson: Læknar gátu ekki hjálpað mér en eftir meðferð hjá Guðrúnu kenni ég mér einskis meins Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.