Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 25
Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra skoðar nýtt gróður- og landnýtingarkort af Héraði ásamt
starfsmönnum Héraðsskóga, Helga Gíslasyni verkefnisstjóra og Jóhanni Þórhallssyni verkstjóra. Mynd:
ÓHT
Skógrækt
Héraðsskógar
hér og nú
80 bændur eru með í skógræktaráætluninni á Fljótsdalshéraði.
Helgi Gíslason skógtækni-
fræðingur er verkefnisstjóri Hér-
aðsskóga, en um 80 bændur
hafa nú skrifað undir samkomu-
lag um þátttöku. Þótt frumvarpið
um Héraðsskóga hafi enn ekki
verið samþykktáAlþingi ernotuð
nokkur fjárveiting til fram-
kvæmda á þessu ári.
Stofnuð hafa verið samtök
skógarbænda á Héraði og er
Edda Björnsdóttir í Miðhúsum
formaður þeirra.
Hver eru helstu verkefnin sem
unnið er að í sumar?
- Girðingavinnunni er nánast
lokið, þetta eru rafgirðingar, og
síðan eru gróðursettar um 180
þúsund plöntur. Mínir starfs-
menn hafa séð um verkstjórn við
girðingavinnuna og þjónustu en
síðan hafa bændur í flestum til-
vikum unnið þetta alfarið sjálfir
og gróðursetningin hefur tekist
alveg ótrúlega vel.
Hvaða plöntur eru notaðar?
- Hér hefur eingöngu verið
plantað lerki, sem framleitt er á
Hallormsstað. Strax á næsta ári
förum við svo að nota fleiri feg-
undir og margfalt meira magn.
Næsta sumar ætlum við að planta
greni og stafafuru, hugsanlega
fleiri tegundum.
Skógurinn hér í framtíðinni er
hugsaður sem blandaður skógur,
þar sem lerki er notað sem land-
nemi, enda mjög hagstætt til
slíks. Kannski sjö árum seinna
gróðursetjum við plöntur sem
ekki eru landnemar, eins og
greni. Þá verður í skóginum blá-
Edda Björnsdóttir í Miðhúsum er formaður Félags skógarbænda á
Héraði og sýnir hér lerkiplöntu sem plantað var í síðustu viku. Mynd:
ÓHT
greni, sitkabastarður, hvítgreni,
stafafura og svo auðvitað lerkið.
Verður þetta þá nytjaskógur?
- Já, og til margvíslegra nota. í
fyrsta lagi verður þetta ein stór
útivistarparadís og þarna geta
menn kannski tínt sveppi, svo
eitthvað sé nefnt af þeim gæðum
sem fylgja skógunum. Inni í skóg-
unum er betra að stunda akur-
Enn um Víetnam
yrkju heldur en annars staðar
vegna skjólsins. Búast við hag-
stæðari árangri af kornrækt til
dæmis. Síðan eru aðrar nytjar af
trjánum, þau er hægt að nota sem
girðingarstaura, í kurl og sem
eldivið, þar sem menn notast nú
við olíu eða aðra orkugjafa. Slíkir
ofnar til húsahitunar eru þegar
komnir til skjalanna hér, þar sem
bændur grisja sinn skóg.
Launakjör bænda við vinnuna
fylgja ASÍ-töxtum, samkvæmt
tillögum bænda sjálfra. Reiknað
er með að þetta verði atvinnu-
skapandi, en hér er verið að
skapa framtíðarverðmæti fyrir
Bíóborgin
Uppgjörið (In Country)
Leikstjóri: Norman Jewison
Handrit: Frank Pierson og Cynthia
Cidre eftir samnefndri skáidsögu
Bobbie Ann Mason
Aðalleikarar: Bruce Willis og Emily
Lloyd.
Bíóborgin fór fyrir stuttu að
sýna nýjustu mynd Norman (Mo-
onstruck) Jewison, Uppgjörið.
En eftir eina og hálfa viku er
Uppgjörið strax komið í sal 3,
kannski vegna þess að þetta er
ekki „frábærasta grínmynd allra
tíma“. En hún er nú ágæt samt.
Samantha (Emily Lloyd) er
unglingsstelpa sem er að reyna að'
afla sér vitneskju um pabba sinn
sem féll í Víetnamstríðinu áður
en hún fæddist. Hún býr hjá
frænda sínum sem er fyrrverandi
hermaður, Emmett Smith (Bruce
Willis). Hann er sjálfur illa farinn
eftir stríðið, situr uppi með vond-
ar minningar og tíuþúsund-
metra-störuna. Þau búa í Hopew-
ell í Kentuckyfylki þar sem allir
vita allt um alla, og Samönthu
TJALDIÐ
Háskólabíó
Vinstri fóturinn ****
(My left foot)
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óður til likamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fóturinn dugar til að vera sjarmerandi og
sexy.
Shirley Valentine ***
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Þetta er klisja en það er alveg
satt). Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, af því allir aðrir i kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún lika
við stein en hann skilur hana ekki af því
hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd
um konu sem er dálítið galin og skammast
sín ekkert fyrir það.
finnst hún vera innilokuð í þess-
um smábæ. Þau eru bæði föst f
fortíðinni, Emmett með minn-
ingarnar og Samantha með árátt-
una að kynnast pabba sínum, en
saman reyna þau að komast frá
fortíðinni og takast á við nú-
tímann. í bakgrunni er bærinn
með fjölbreytt mannlíf og fjörugt
slúður.
Aðalsagan er hæg og þung og
verður að vera vel leikin ef hún á
að halda manni föstum. Emily
Lloyd sló fyrst í gegn hjá David
Leland í myndinni „Wish you
were here“ svo að hún er búin að
sanna ágæti sitt sem kvikmynda-
leikari. En ég skil ekki alveg
hversvegna ameríkanar flytja inn
leikkonu frá Englandi þegar allir
leigubílstjórar í New York eru
leikarar og allir þjónar í Los
Angeles sömuleiðis. Emily leikur
þetta með prýði en þó finnst
manni stundum eins og hún gæti
gert betur ef hún þyrfti ekki að
passa upp á suðurríkjahreiminn.
Og í sumum atriðum er ansi stutt í
enska framburðinn. Bruce Willis
Cinema Paradiso ****
(Paradfsarbfóið)
Það er f rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur. Því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þess vegna má
enginn sem hefur hið minnsta gaman af
kvikmyndum missa af henni.
Siðanefnd lögreglunnar *'A
(Internal affairs)
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
alit of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu.
Látum'ða flakka **
(Let it ride)
Þægileg gamanmynd með hnyttnum til-
svörum og góðum leik hjá aðalleikurunum,
Dreyfuss og Garr.
Horft um öxl 0
(Flashback)
Þetta er ein leiðinlegasta mynd sem ég hef
sýnir hér, mér til nokkurrar
furðu, að hann ræður við dýpri
persónusköpun en Die Hard
stereótýpu-töffarann.
Enn er verið að vinna úr Víet-
namstríðinu en áherslan er dáldið
önnur hér en í flestum öðrum
kvikmyndum. Sjónarhornið er
séð lengi. Hún er svo fyrirsjáanleg að mað-
ur getur farið heim eftir fimm mfnútur og
samt vitað endinn. Ég skil bara ekki hvao
afburðaleikarar á borð við Hopper og
Sutherland eru að gera þarna.
Bíóborgln
Kynlff, lygl og myndbönd ****
(Sex, lies and videotape)
Þetta er óvenjuleg mynd um venjulegt fólk
sem talar saman og sefur saman sitt á
hvað. Það er ógerlegt að útskýra hvað það
er sem gerir það að verkum að maður vill
ekki fara heim þegar myndin er þúin. En
svoleiðis er það nú samt. Drífið ykkur.
Stjttmubfó
Stálblóm ***
(Steel magnolias)
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tíma" eins og stendur f auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábae. En
hjá Samönthu sem fæðist í stríð-
inu og þekkir það aðeins af af-
spurn frá andlega sködduðum
frænda sínum. Kannski er þetta
ekki besta mynd Jewison en með
því betra í bíó á gúrkutíð kvik-
myndahúsanna.
Sif
lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo aö þið
skulið taka einn vasa klút með.
Laugarásbfó
Alltaf **
(Always)
Spielberg er hér með ansi væmna mynd
um flugmann sem deyr en kemur aftur til að
hjálpa ungum flugmanni að verða góður
og reyna við ekkjuna f leiðinni. Dreyfuss er
ekki alveg nógu sannfærandi sem ímynd
fífldirfskunnar en Hunter og Goodman eru
bæði mjög góð.
Hjartasklpti *V4
(Heart Condltion)
Ósköp slappur tryllir með Bob Hoskins í
hlutverki lögreglumanns sem fær hjarta úr
svertingja (sem hann hatar) þegar hans
hættir að virka. Nokkrir góðir brandarar
gera myndina ekki þess verða að sjá hana
og manni dettur helst í hug að Hoskins sé
þarna vegna einhverra mistaka.
Sif
alla.
Víða hægt að fá stórar spildur
sem verða eitt skógræktarsvæði,
til dæmis í Eiðaþinghá, þar sem
miklar umræður eru í gangi um
að girða allt láglendið af, sem
yrði þá eitt heilt skógarsvæði.
Sama má segja um Egilsstaða-
hrepp og bújarðir þar. Fátt er
eftir af sauðfé á þessum svæðum
og víða er ekkert lengur.
Arðbærar
fjárfestingar
- Stærsti áfanginn verður svo
að reisa hér gróðrarstöð, en allar
vonir okkar beinast að því að það
verði hægt. Ætlast er til að hún
verði hlutafélag og geti framleitt
um 800 þúsund plöntur á ári, en
það er sá fjöldi sem áætlað er að
verkefnið þurfi árlega. Til stofn-
unar hlutafélagsins fékkst auka-
fjárveiting á þessu ári. Óskað var
alls eftir 60 milljónum til Hér-
aðsskógaáætlunarverkefnisins í
ár, en við fengum ekki nema 15,
svo það fer langtum hægar af stað
en við vonuðumst til. Það var
náttúrlega áfall. En síðan bættist
við aukafjárveiting sem ætluð er
til að koma af stað hlutafélaginu
um gróðarstöðina og kaupa lerk-
ifræ frá Arkangelsk úr þessum
frægu 50 kflóum sem náðist að
kaupa þaðan.
- Þetta er heilmikil fjárfesting
landeigenda og ríkisins, segir
Helgi að lokum, ríkinu er ætlaður
15% arður af nettótekjum sem
koma af grisjunum og öðrum
nytjum. Það er gert ráð fyrir innri
vöxtum af þessu verkefni upp á
2-3%, sem er mjög gott, ef maður
miðar við ýmis önnur fyrirtæki.
Og nú er bara að vona að Alþingi
beri gæfu til að samþykkja Hér-
aðsskógaætlunina, annars verður
ekki hér sú paradís sem efni eru
til.
Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25