Þjóðviljinn - 06.07.1990, Side 23
Listahátíð næturlífsins
frá Pakkhúsinu
Pakkhús Postulanna er fjöl-
listahópur sem staðið hefur fyrir
kynningum hér á landi á því sem
er nýjast að gerast í bresku tón-
listarlíf, með því að flytja til lands-
ins heilu næturklúbbana, plötu-
snúða og hljómsveitir eins og A
Guy Called Gerald og lf?. Að-
alsprauta Pakkhússins, kannski
postulinn sjálfur, Þorsteinn Högni
kom einnig með puttana nálægt
komu Happy Mondays hingað í
vetur. Þær uppákomur sem voru í
Tunglinu á sama tíma og Happy
Mondays í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, vöktu töluverða at-
hygli i bresku tónlistarpressunni
og tímaritið The Face birti vand-
aða úttekt á þessari helgi í einu
tölublaða sinna.
Pakkhús Postulanna er ekki
dautt úr öllum æðum, því dagana
19.-22. júlí stendur fjöllistahóp-
urinn fyrir „Listahátíð næturlífs-
ins“ í Reykjavík. Vel heppnaðri
Listahátíð er nýlokið en hún fór
mest fram á daginn og fyrripart
kvölds. Pað er því 1 j úf viðbót fyrir
næturhrafnana að fá í beinu fram-
haldi Listahátíð næturlífsins.
Þorsteinn Högni er með ein-
hverjar hótanir um að þessi hátíð
verði síðasti gemingur Pakkhúss-
ins, en við trúum því rétt mátu-
lega.
Listahátíð næturlífsins hefur
alla burði til að verða hápunktur
fjölskrúðugrar starfsemi Pakk-
hússins. Mesti viðburður þessar-
ar hátíðar verður að teljast
endurkoma hinnar frábæru
hljómsveitar, The Band Of Holy
Joy, til landsins. En hamingju-
bandið mun vera með tónleika á
Hótel Borg þann 19. júní. Hljóm-
sveitin kom hingað upp á Klak-
ann í febrúar í fyrra, þegar hann
stóð virkilega undir nafni og tók á
móti breska hamingjubandinu
með fannfergi og kulda. Tón-
leikar hljómsveitarinnar í Tungl-
inu eru með allra bestu tón-
leikum sem haldnir hafa verið hér
á landi og það er ánægjulegt að
The Band Of Holy Joy vilji koma
hingað aftur til að spila í húsi sem
tekur innan við þúsund manns.
Tónlist hamingjubandsins nýtur
sín líka miklu betur í mikilli ná-
lægð við áheyrendur.
Þeir fjölmörgu sem sóttu tón-
leika Les Negresses Vertes á
Hótel íslandi ættu ekki að láta
þessa tónleika fram hjá sér fara.
Grænu blökkukonurnar eru ólík-
ar hamingjubandinu tónlistar-
lega séð, en andinn er svipaður.
Umfjöllunarefni texta þessara
hljómsveita er líka mjög líkt, þar
sem fjallað er um „taparann“ en
undir mjög hressilegri tónlist.
Dragspilið er einnig áberandi hjá
báðum hljómsveitunum.
En það verður miklu meira á
dagskrá Listahátíðar næturlífsins
en The Band Of Holy Joy. Breski
næturklúbburinn The Brain Club
stendur eina ferðina enn fyrir
hópferð til íslands og er búist við
að um 150 manns komi í þeirri
ferð, að meðtöldum tónlistar-
mönnum og öðrum lista-
mönnum. Þessi hópferð hefur
fengið enn meiri athygli en fyrri
ferðin. The Brain Club mun hafa
Vesturrokk aö austan
í seinni tið hafa ekki margar hljómsveitir verið áberandi af lands-
byggðinni. Fáar hljómsveitir landsbyggðarinnar hafa gefið út plötu á
liðnum árum og þær hafa ekki vakið ýkja mikla athygli. Frægust
þessara hljómsveita er Grafík, sem teljast verður frá ísafirði, þó hún sé
löngu flutt til höfuðborgarinnar.
Grafík nýtur líka nokkurrar sérstöðu í íslenskri rokksögu fyrir sér-
stæðar plötur sem skipað hafa hljómsveitina í fremstu röð íslenskra
hljómsveita.
Önnur hljómsveit landsbyggð-
arinnar, Sú Ellen frá Neskaup-
stað, hefur haldið lífi í nokkur ár
og hefur nú nýlega sent frá sér
plötuna „í örmum nætur“. Sú
Ellen á ekkert sameiginlegt með
Grafík annað en að eiga uppruna
sinn utan Reykjavíkur. Austfirð-
ingarnir færa ekki nýja vídd inn í
íslenskt rokk eins og Grafík
gerði, en það þýðir ekki að Sú
Ellen eigi ekki erindi. Hljóm-
sveitin fer troðnar slóðir og
semur lög í ætt við vestanrokk og
gerir það skammarlaust.
Sú framsækna gróska sem átt
hefur sér stað með hljómsveitum
eins og Risaeðlunni, Langa Sela
og skuggunum, Júpíters og
nokkrum öðrum, hefur ekki
skilað sér á landsbyggðina. Alla
vega hafa þannig hljómsveitir
ekki látið á sér bera í Reykjavík.
En hefðbundið rokk stendur
alltaf fyrir sínu ef það er vel gert
og eins og áður segir skilar Sú
Ellen efni sínu vel frá sér. Það má
líka segja að Sú Ellen gangi í hóp
örfárra hljómsveita sem kalla má
útverði hefðbundins rokks, sem
hefur verið lítið áberandi fyrir
frumleikaæðinu í þeim grúppum
sem mest ber á þessi misserin.
Það fer lítið sem ekkert fyrir
þeim sérislenska tóni sem sumir
hafa kallað „Gylfa Ægisson-
ar-effektinn“ á „í örmum nætur“.
En þessi tónn hefur einkennt
margar íslenskar plötur, líka þær
sem gerðar hafa verið af
reykvískum hljómsveitum. Ef
textar Sú Ellenar væru á ensku,
gæti hljómsveitin allt eins átt
ríkisfang í Bandaríkjunum.
Lögin á „í örmum nætur" er
frekar keimlík, enda semja þeir
Ingvar Jónsson hljómborðs-
leikari og Steinar Gunnarsson
bassaleikari og söngvari svo gott
sem allt efnið. Steinar virðist mér
standa upp úr hópi félaga sinna
sem kröftugur og á köflum mjög
skemmtilegur bassaleikari. Bass-
aleikurinn fær að njóta sín fram-
arlega og er blessunarlega ekki of
dimmur. Það falla sumar hljóm-
sveitir sem spila rokk í anda Sú
Ellenar, í þá gryfju að hafa bass-
ann of dimman eða feitan. Hvell-
ur bassi finnst mér henta slíkri
tónlist betur.
Annars heyrist mér þeir í Sú
Ellen vera nokkuð jafnvígir
hljóðfæraleikarar og vinna vel úr
lögunum. Það er hvergi yfirkeyrt.
Þetta kemur mjög vel fram í
f
Heimir Már
Pétursson
Hljómsveitin Sú Ellen.
smekklega fluttu síðasta lagi
plötunnar. Það lag, sem heitir
„Pat“, er eingöngu spilað. En að
mínum dómi hafa sárlega fáar ís-
lenskar hljómsveitir lagt sig niður
við að leika tónlist án söngs. Slík
lög bjóða upp á aðra hluti en
sungin lög og þar fá einstök
hljóðfæri að njóta sín betur.
Af sungnum lögum á plötunni
er titillag hennar líklegast til vin-
sælda. Þetta er hressilegt lag sem
plumar sig örugglega vel á dans-
leikjum hljómsveitarinnar. Mér
finnst hins vegar meira spunnið í
annað lag plötunnar, „Lúser-
inn“, eða „Taparann“. Þar finnst
mér hljómsveitin ná vel saman og
Jóhann G. Árnason trommu-
leikari á einn sinn besta sprett í
þessu lagi, ásamt bassanum Ing-
vari. í heildina séð, aðallega
vegna þess hvað lögin eru lík,
hefði mátt styðja Guðmund
söngvara mun meira með rödd-
um en Sú Ellen gerir. Guðmund-
ur er ágætur söngvari en myndi
njóta sín betur með bakröddum.
Textar Sú Ellenar skipta sjálf-
sagt minna máli hjá meðlimum
hennar en lögin, eins og hjá svo
mörgum. Þeir eru þó aldrei aula-
legir eða klaufskir, sem er meira
én hægt er að segja um kúfinn af
því sem hljómsveitum ogeinstak-
lingum dettur í hug að bjóða upp
á. Sú Ellen má vel við una með „í
örmum nætur“. -hmp
aðsetur á Hótel Borg og standa
þar fyrir alls kyns uppákomum
frá föstudeginum 20. júlí til
sunnudags.
í Hollywood verða síðan tón-
leikar bæði föstudags og laugar-
dagskvöld með hljómsveitinni
Beats International, sem nýtur
vaxandi virðingar og vinsælda í
Bretlandi. Hljómsveitin hefur átt
sex lög á topp tuttugu listanum,
þrátt fyrir stutta ævi og aðeins
nokkrar smáskífur og eina breið-
skífu. Beats International flytur
alþjóðlega kokteil tónlist. Þar
gætir samt mikilla áhrifa house og
hip hop, en það hefur verið fágað
af því mesti ungæðingshátturinn
og í staðinn koma öguð vinnu-
brögð.
Beats International er eigin-
lega meira hugarfóstur Norman
Cook, fyrrum bassaleikara indí
sveitarinnar Housemartins, en
hljómsveit í hefðbundnum skiln-
ingi. Hinir og þessir hafa spilað
með sveitinni það ár sem liðið er
frá stofnun hennar, meðal annars
tuttugu manna suður-afrísk sveit
sem heitir The Real Sound Of
Africa. Af öðrum má nefna sósí-
alistann Billy Bragg og Captain
Sensible sem var í The Damned
og The Real Sound Of Africa.
i Tónlist Beat Intemational
flokkast undir svo kallaða dans-
tónlist. Nokkur rígur er á milli
spámanna þessarar tónlistar og
þeirra sem flytja indí-tónlist í ætt
við einmitt Housmartins og nú
síðast Inspiral Carpets, Happy
Mondays og Stone Roses. Norm-
an Cook fékk því á sig nokkrar
ákúrur fyrir að svissa um tónlist-
arsvið. Hann hafði áður getið sér
gott orð sem plötusnúður þeirrar
tegundar sem spilar á plötuspilar-
ana eins og hljóðfæri með hjálp
„samplera“. En þar eiga hip hop-
ið og house tónlistin einmitt ræt-
ur sínar. Cook lætur alia gagnrýni
sem vind um eyru þjóta og svarar
henni háðulega í titillagi iýrstu
breiðskífu Beat International,
„Let Them Eat Bingo“.
Ég er í hópi þeirra sem hafa
verið skeptískir út í hip hop og
house. En sá bræðingur sem
kemur fram með danstólistinni
hefur heillandi tón fram að færa.
„Let Them Eat Bingi“ er síðan
allra besta danstónlist sem ég hef
heyrt. Lögin á henni eru óvenju
melódísk miðað við þessa tónlist-
artegund og mörg hver þræl
skemmtileg. Þar má nefna titil-
lagið ásamt „Burned Blues",
„Before I Grove Too 01d“,
„Wont Talk About It“ og fleiri og
fleiri.
Platan er sannkallaður alþjóða
gæðahrærigrautur, þar sem á
henni ægir saman afrískum tón-
um og vestrænum stórborgartón-
um í bland við hreinan djass, allt í
sama laginu. Þarna má til að
mynda heyra „samplun“ á
gömlum Clash lögum. Það er vel
gert að ná að blanda þessu öllu
sannfærandi saman þannig að
það verði skemmtilegt.
Breska sjónvarpsstöðin BBC2
kemur hingað með átta manna
tökulið í þeim tilgangi að taka
upp heimildarþátt um Listahátíð
næturlífsins í borginni norður
undir heimskautsbaug. Þátturinn
verður hluti að samstarfsverkefni
sjö evrópskra sjónvarpsstöðva,
sem eru með flokkaröð um
menningu og listir sem heitir Ext-
ra. Þátturinn verður sendur út til
20 landa, meðal annarra Sovétr-
íkjanna, Kanada og íslands og er
áætlað að um 30 milljónir manna
komi til með að sjá þáttinn. Einn-
ig er von á fulltrúum annarra fjöl-
miðla, til dæmis Melody Maker.
-hmp
Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23