Þjóðviljinn - 06.07.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Síða 6
Heiðursborgarí í Rostock Adoif Hitler var á miðvikudag sviptur sérréttindum, sem hann í bálfa öid eöa lengur hefur nptiö sem heiðursborgari í Rostock, nú norðarlega í Austur-Þýskalandi. Borgarstjórn Rostock fann nafn hans og fleiri háttsettra nasista á skrá yfir heiðursborgara staðar- ins er flett var í skránni í þeim tilgangi að strika yfir nöfn hátt- settra manna í kommúnistaflokki landsins, sem sæmdir höfðu verið heiðursborgaratitli á valdatíð þess flokks. Ákvað borgarstjórn- in þá að nöfn Hitlers og hans manna yrðu einnig strikuð út af skránni. Aðstoðaöi við sjáifsvíg David Lewis, 38 ára gamall sál- fræðingur í Vancouver í Bresku Kólumbíu, Kanada, gaf til kynna í fyrradag að hann hefði aðstoðað átta manneskjur, veikar af eyðni, við að svipta sig lífi. Fyrir aðstoð við sjálfsvíg er í Kanada hægt að dæma menn til allt að 14 ára fang- elsisvistar, en Lewis, sem sjálfur er fársjúkur af eyðni, telur sig eiga í lengsta lagi tvö ár ólifuð. Aðstoð sú, sem hann veitti, var í því fólgin að skilja eftir hjá sjúkl- ingunum stóra skammta af sterk- um lyfjum. Lewis, sem er for- maður félags eyðnisjúklinga í Vancouver, segist vera þeirrar skoðunar að lögleiða beri líknar- dráp í Norður-Ameríku. Renoir-mynd stolið Málverki eftir franska listmál- arann Renoir var stolið um há- bjartan dag og í návíst safnvarða og margs annars fólks á safninu Louvre í París í fyrradag. Er svo að sjá að þjófurinn hafi skorið málverkið úr rammanum með rakhnif. Það heitir La Femme Assise (Sitjandi kona) og er metið á sem svarar 48 milj. króna. Mútur og góð mæting Olivier Stirn, ferðamálaráð- herra Frakklands, sagði af sér því embætti í vikunni eftir að tals- menn stjórnarandstöðuflokka höfðu sakað hann um að hafa mútað atvinnulausum unglingum til þess að mæta á námstefnu, sem ráðuneyti hans gekkst fyrir. Var það talið ráðherra til vegsauka að mætingin var góð. Að sögn borg- aði hann ungiingunum 300 franka (um 3000 kr.) hverjum. Serbar leysa upp Kosovoþing Þing Serbíu lýsti því yfir í gær að þing sjálfstjómarhéraðsins Kosovo skyldi leyst upp. Áður höfðu serbnesk stjómvöld lýst ó- löglega samþykkt Kosovoþings, þess efnis að héraðið segði skilið við Serbíu. Sú samþykkt Kosovo- þings var gerð á mánudag. Mannræningjar gramir íransstjórn Kastast hefur í kekki með ís- lamska Jihad, sjítaflokki þeim í Líbanon er sagður er hafa flesta vestrænu gíslanna þar í haldi, og stjórn írans. Tveir gíslanna, Bandaríkjamennirnir Robert Polhill og Frank Reed, vora látn- ir lausir í aprfl s.l., að sögn eink- um vegna þrýstings frá Iran og Sýrlandi. Stjórn fyrmefnda ríkis- ins vildi með því milda hug vest- urlandaríkja í sinn garð, en Ji- hadmönnum gramdist sá þrýst- ingur er íranskir verndarar þeirra beittu þá. 15 vesturlandamenn eru enn fangar mannræningja í Líbanon, þar af sex Bandaríkja- menn, þrír Bretar, tveir Vestur- Þjóðverjar, tveir Svisslendingar, einn íri og einn ítali. Troðningur í Mekka Vegna bættra samgangna og efnahags hefurfjöldi Mekkapílagríma margfaldast síðustu ár. Því fylgir aukin hætta á slysum og átökum Fimm meginatriði guðsdýrkun- ar í íslam eru trúarjatning, bænin sem iðkuð skal fimm sinn- um á dag á vissum tímum, fram- lag til fátækra og sjúkra, fasta, iðkuð í mánuði nefndum á ara- bísku ramadan, á persnesku og tyrknesku ramazan og pflagríms- för til Mekka (haj, hadj, hadjdj). Þessi atriði eru gjarnan kölluð grunnstoðir íslams fimm. Þessa dagana er síðastnefnda stoðin ofarlega á baugi í heimsfréttunum vegna hörmu- legs slyss í grennd við Mekka á mánudag, er yfir 1400 pflagrímar, margir þeirra Indónesar og Tyrk- ir, köfnuðu eða tróðust undir til bana í göngum undir aðalvegi, er þeir voru á leið milli tveggja helgra staða á þeim slóðum. Tvær miljónir 1987 Pflagrímsferðir til Mekka, helgustu borgar íslams, eiga sér stað einu sinni á ári, í síðasta mánuði íslamsárs. Ætlast er til þess að hver múslími fari slíka för að minnsta kosti einu sinni á ævinni, og með stórbatnandi samgöngum og batnandi efnahag talsverðs hluta múslíma (olía o.fl.) hefur margfalt fleira fólki á undanförnum áratugum gefist kostur á að gegna þeirri trúar- skyldu en áður var. Á 19. öld vora pflagrímarnir aldrei fleiri en 160.000 árlega, 1970 voru þeir um 375.000 og 1987 um tvær milj- ónir. Hin eiginlega guðsdýrkun sam- fara pílagrímsförinni hefst er pfl- agrímurinn klæðist sérstökum búningi, sem hann verður að gera áður en hann fer inn í Mekka. Sá búningur er á arabísku, tungu ís- lams, nefndur ihram, sem þýðir að með því að hafa skrýðst bún- ingnum er pflagrímurinn helgað- ur, laus við veraldlegan hvers- dagsleika. í helgunarástandi þessu verður hann að gæta þess að hafa vissar reglur í heiðri. Hann má þannig f því hvorki raka sig né skerða hár sitt, ekki klippa neglur, ekki bera á sig ilmefni eða núa olíu í hár sér, ekki hafa sam- farir eða verða dýrum að bana, né heldur fella tré eða yfirleitt slíta upp nokkrar jurtir. Viss frá- vik koma til greina. Abraham alls- staðar nálægur Einn þekktasti liður helgi- haldsins, sem fer fram jafnframt nánast stöðugum bænalestri, er helgihlaupið kringum Kaaba, moskuna fornu í Mekka sem er heilugust af öllu helgu þar í borg og þar með í heiminum öllum, samkvæmt trú múslíma. í austur- horni musteris þessa er inn- múraður svartur steinn, helgast- ur af öllu helgu í guðshúsinu. Vaninn er að hver pflagrímur renni helgihlaupið þrisvar, með- an hann dvelst í Mekka. Það ger- ist með þeim hætti að pflagrímur- inn fer sjö sinnum andsælis kring- um Kaaba. Abraham, sem arabar kalla íbrahim og telja líkt og frændur þeirra gyðingar forföður sinn, er allsstaðar nálægur í Mekka. í Kóraninum stendur skrifað að hann hafi með aðstoð sonar síns ísmaels byggt Kaaba, elsta sanna helgidóminn í heimi. Múslímar trúa því einnig að Abraham sé höfundur allra þeirra helgisiða, er pflagrímar iðka í Mekka. íranir (á jarðskjálftasvæðinu í norðvesturhluta lands síns) biðjast fyrir í áttina til Mekka - nú fá þeir ekki að fara þangað sem pílagrímar. Eins og margt annað úr gyðing- dómi og kristni er biblíusagan um Abraham og Hagar, ambáttina sem hann gat ísmael við og rak síðan ásamt með barninu út á eyðimörk, með í íslam, með þeirri breytingu að vegur ísmaels er aukinn og hann tekinn að nokkra við hlutverki því er ísak hálfbróðir hans hefur í Biblíunni. ísmael er þannig forfaðir araba, hliðstætt því að gyðingar eru komnir af ísak. í íslam er það ísmael, sem Abraham ætlar að fórna að boði Drottins, en ekki ísak eins og með gyðingum og kristnum mönnum. Hámark helgihalds Mikilvægur liður í hátíðahöld- um þeim, er hér um ræðir, er að vitjað er helgrar lindar, Zamzam, skammt frá Kaaba. Sú lind á að hafa sprottið upp þar í auðninni er Hagar reikaði þar um með drenginn sinn, að bana kominn af þorsta. Lind þessi helg er einnig í þættinum um Hagar og ísmael í Gamla testamentinu, en þar er hún staðsett þar sem nú er ísra- elsríki sunnanvert. Pflagrímarnir renna kringum Kaaba og vitja Zamzamlindar hver fyrir sig, en í vissum atriðum helgihaldsins taka allir þátt sam- eiginlega. Þau hefjast með því að níunda dag pflagrímamánaðarins leggja allir pflagrímarnir leið sína til Arafat, sem er flöt rúma 20 km austur af Mekka. Á flötinni safn- ast allir fyrir og dveljast þar frá hádegi til sólarlags. Við flötina er klettahæð, kölluð Miskunn- semdarfell, og þaðan er prédikað yfir söfnuðinum. Þá nær helgi- hald pflagrímatíðarinnar há- marki. Þetta er í fyrsta lagi gert í minn- ingu síðustu pflagrímsfarar Mú- hameðs spámanns til Mekka, en þá prédikaði hann yfir fylgis- mönnum sínum, sitjandi á úlfalda uppi á Miskunnsemdarfelli. í öðru lagi er hermt að þarna hafi Adam og Eva hist, eftir að þeim var vikið úr paradís. Grýting Satans Margir pflagrímar hafa lýst trú- arreynslu þeirri, er varð hlut- skipti þeirra á Arafatflöt. Einn þeirra sagði: „Bræðralagið hefur náð hámarki, en reynslan stór- fenglega er persónuleg. Ég er þar með drottni mínum, þetta era helgustu stundir lífs míns ...“ Eitthvað á þessa lund hefur væntanlega orðið reynsla þeirra pflagríma, sem á sunnudag voru á Arafatflöt. Nóttina eftir gistu þeir samkvæmt venju á stað, sem Muzdalifa heitir, og héldu um morguninn áfram áleiðis til Mekka. Á þeirri leið er reglan að komið sé við á stað sem heitir Mina. Þar era þrír ferkantaðir múrstöplar og hendir hver pfla- grímur sjö steinum í einn þeirra. Þetta er kallað að grýta Satan. Þessi helgisiður er í heiðri hafður í minningu þess, er Abraham var í þann veginn að fórna ísmael Guði. Samkvæmt íslamskenn- ingu kom þá Satan á vettvang og reyndi að telja Abraham á að óhlýðnast þessu boði Guðs, en Abraham brást reiður við og hrakti Satan á brott með grjót- kasti. Þessi liður helgihaldsins táknar að því illa sé á brott vísað og að hinn trúaði berjist gegn freistingunum í fullri hlýðni við Allah. Eiga paradísar- vist vísa En að þessu sinni komust ekki allir pílagrímatma svo langt. í leiðinni frá Arafat til Mina eru nú göng. undir aðalveg, um 600 metra löng. Samkvæmt Reuters- frétt hafði hálf önnur miljón pfl- agríma lagt leið sína til Árafat í þetta sinn, og væntanlega hafa þeir verið álíka margir á leiðinni til baka. Fréttir frá Mekka hermdu að um 50.000 manns hefðu verið í göngunum, þegar ofsahræðsla greip fólkið þar af einhverjum ástæðum með þeim afleiðingum að fjölmargir biðu bana. Aðstandendum þeirra sem fórast er það að líkindum huggun að í íslam er því trúað, að þeir sem látast í pflagrímsför til Mekka eigi vísa vist í paradís. Slys þetta má efalaust skrifa á reikning gífurlegra þrengsla við helgihaldið, sem miljónir manna hafa tekið þátt í síðustu ár. Ýmis- legt annað miður æskilegt getur skeð, þegar saman er komin slík mannmergð víðsvegar að úr heimi. Áður var algengt að far- sóttir kæmu upp í Mekka á pfla- grímatíð, en læknavísindin hafa nú mikið til hrint þeim háska frá. 1987, þegar um tvær miljónir manna, fleiri en nokkra sinni fyrr eða síðar, fóra pflagrímsför til Mekka, kom þar til heiftarlegra óeirða og vora um 400 manns, flest íranir, drepnir í þeim. Við það versnaði mjög í samskiptum lrans og Saúdi-Arbíu, sem vora ekki of miklir vinir fyrir. Kvótakerfi Ótti við að svoleiðis endurtæki sig kom ráðamönnum Saúdi- Arabíu til að innleiða kvótakerfi, þannig að síðan fær ekki nema tiltekinn fjöldi pflagríma frá hverju landi að koma til Mekka árlega. Mun sú ráðstöfun hafa verið gerð einkum til að koma í veg fyrir mjög mikið aðstreymi írana, en klerkarnir sem þar ráða keppa við furstana af Saúdætt um forastu í íslam. íran mótmælti og tók fyrir pílagrímsferðir síns fólks til Mekka. Kvótakerfið takmark- ar aðsóknina þó ekki mikið, enda eru pflagrímsferðir þessar Saúdi- Arabíu til mikillar vegsemdar og auk þess hefur hún af þeim gríð- armiklar tekjur. S.l. ár beið pakistanskur pfla- grímur bana í Mekka og 16 særð- ust af völdum sprengju. Saúdiar- abísk yfirvöld létu þá hálshöggva 16 sjíta frá Kúvæt, þar af tíu ír- anskrar ættar, sem dómstóll fann seka um að hafa komið sprengj- unni fyrir. Dagur Þorleífsson Alsírskar kvenréttindakonur Bannað verði að kjósa tvisvar stafstrúarmanna, vann yfirburða- sigur í kosningunum. Alsírsku kvenréttindakonurn- ar segjast ætla að berjast ó- trauðar fyrir umræddum breytingum á kosningalögum, í von um að þær verði gerðar áður en þingkosningar fara fram. FIS krefst þess að kosið verði til þings sem fyrst, en Þjóðfrelsisfylking- in, ríkisflokkur landsins frá því að það varð sjálfstætt 1962, hefur hingað til hafnað þeirri kröfu. Kvenréttindakonur segjast þegar hafa orðið varar við viss uggvænleg framkvæði af hálfu bókstafstrúarmanna, t.d. séu þeir sumsstaðar farnir að leggja að konum að leita ekki til annarra lækna en þeirra sem eru kven- kyns. Kvenréttindakonur í Alsír, sem ekki varð um sel við sigur ís- lamskra bókstafstrúarmanna í borgar- og sveitarstjórnakosning- unum þarlendis nýverið, beita sér nú ákaft fyrir því að ríkisstjórnin breyti kosningalögum, á þann veg að eiginmenn geti héreftir ekki kosið tvisvar í einu og sömu kosn- ingunum, þ.e. greitt atkvæði fyrir eiginkonur sínar einnig. Talskonur kvenréttindasam- takanna halda því fram, að í kosningunum á dögunum hafi fjölmargir eiginmenn kosið fyrir hönd eiginkvenna sinna, og til þess að fá það hafi þeir ekki þurft annað en sýna persónuskilríki þeirra. Telja kvenréttindasam- tökin að þetta hafi átt drjúgan þátt í því að FIS, flokkur bók- 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.