Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 11
Bjami er í flokki meö Beethoven Stærðfræðingar víðsvegar úr heiminum saman komnir að Laugarvatni til að heiðra Bjarnajónsson sjötugan. George McNulty: Að fylgja Bjarna er eins og að fara í langá göngu um frumskóginn í dag lýkur á Laugarvatni fimm daga alþjóðlegu málþingi stærðf- ræðinga, sem haldið er Bjarna Jónssyni stærðfræðingi til heiðurs. Þátttakendur eru sjötíu talsins og koma víðs vegar að úr heiminum, til dæmis frá Banda- ríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Ástralíu, Japan og Suður Kóreu. Bjarni hefur verið prófessor í stærðfræði við Vanderbilt há- skóla í Nashville í Bandaríkjunum um áralangt skeið og verið ákaf- lega farsæll fræðimaður. Starf Bjarna eru til dæmis lagt til grundvallar í viðleitni manna til að skilja eðli forritunar fyrir tölvur í heiminum í dag. George McNulty prófessor við Suður Karolínuháskóla var aðal- skipuleggjandi ráðstefnunnar í Bandaríkjunum en Jón Ragnar Stefánsson formaður íslenska stærðfræðafélagsins sá um skipu- lagninguna hér heima. McNulty sagði í samtali við Nýtt Helgar- blað, að Bjarni væri sérstaklega frægur fyrir störf sín í svo kallaðri grindarfræði og allsherjaral- gebru, sem setti hann í flokk með helstu risum stærðfræðinnar. Grindarfræðin var fyrst þróuð á fjórða og fimmta áratugnum en McNulty segir Bjarna eiga heiðurinn af því að þróa þessi fræði stærðfræðinnar eftir það. Hugmyndir Bjarna hefðu gert hann að ótvíræðum leiðtoga á sínu sviði. „Það er erfitt að of- meta framlag Bjarna," sagði McNulty. Fær erfiðar hugmyndir Og McNulty heldur áfram: „Að fylgjast með störfum Bjarna er eins og að fara í langa göngu um frumskóginn. Maður gengur í langan tíma og svo opnast allt í einu dyr sem gefa manni óvænta sýn, sem maður hafði alls ekki búist við að sjá.“ McNulty segir Bjarna ekki eingöngu hafa gert erfiða hluti, framlag hans liggi fyrst og fremst í því að hafa fengið erfiðar hugmyndir, sem menn eigi kannski erfitt nteð að átta sig á í fyrstu en séu undursamlega einfaldar þegar menn hafi náð að skilja þær. „Stærðfræði er mjög lík tónlist- inni. Maður getur verið mjög gott tónskáld eða átt auðvelt með að skrifa tónlist í ákveðnum stíl, en aðeins mikill tónlistarmaður bryddar upp á nýjum stíl,“ segir McNulty. En hvers vegna er málþingið haldið á íslandi? „Það hefði auðvitað verið auðveldara að hafa þetta málþing nær heimkynnum flestra þeirra sem sækja það. En Bjarni er mjög verðugur fulltrúi íslensku þjóðarinnar, sem hún getur verið stolt af. Við erum hingað komin til að heiðra Bjarna sjötugan á heimaslóðum og ég vona að með því að fylkja saman hér á íslandi úrvali stærðfræðinga alls staðar að úr heiminum, geri íslendingar sér grein fyrir að hér er á ferð maður úr þeirra hópi sem hefur framið stórvirki. Stærðfræði er ekki grein sem margir eru kunn- ugir. Það er auðvelt að benda á bestu söngvara samtímans og bestu dansarana. Fólk fer á tón- leika og sér dansarana dansa en venjulegt fólk uppgötvar sjaldan fegurð stærðfræðinnar. Það getur því auðveldlega farið fram hjá fólki að vinna Bjarna er mikið framlag til menningarinnar og að Bjarni er í flokki með mönnum eins og Beethoven. Hugsunin er f jársjóður Við getum spurt okkur hvað það er sem gefur mannlegri til- veru æðra gildi. Það eru ekki byggingar og vegir sem mennirnir byggja. Hinn raunverulegi fjár- sjóður liggur í því sem mennirnir skapa með huga sínum. Þetta er það sem við getum ekki aðeins skilað börnum okkar og þeirra börnum, heldur það sem við get- um skilað öllum heiminum. Þetta er það sem Bjarni hefur gert með ævistarfi sínu, hann hefur skapað fjársjóð fyrir mannkynið í heild. Sá nýi skilningur sem Bjarni hefur skapað í stærðfræðinni er aðeins rétt að byrja að hafa áhrif. Næsta kynslóð tölvuhönnuða og hugbúnaðarhönnuða mun hafa verkfæri í höndunum sem auðvelda þeim að skilja það sem hún er að gera. Þegar menn hanna tölvuforrit í dag veltur það mikið á guði og lukkunni hver útkoman verður. Menn vinna út frá einhveri hugmynd og vona að vinna þeirra leiði til einhvers sem virkar rétt. Frekari skilningur mun leiða tövuvísindin meira í átt til verkfræði og arkitektúrs, þar sem menn munu skilja grund- vallareðli tölvuvísindanna betur, þannig að hægt verði að gera alla vinnu skilvirkari. Þetta er hagn- ýta gildið í vinnu Bjarna. Hann hefur lagt grunninn að því að tölvuvísindin geti þróast í þessa átt. Menn koma til með að vera mikið með fingurna á lyklaborð- um í framtíðinni og þannig mun- um við í raun komast í snertingu við ævistarf Bjarna án þess að gera okkur grein fyrir því,“ sagði George McNulty. -hmp Helgarveðriö Horfur á laugardag: SA- og A-átt. Skýjað og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en víða þurrt N-lands. Horfur á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og skúrir á vfð og dreif um mest allt land. Hiti 10 til 18 stig báða dagana. George McNulty segir erfitt að ofmeta framlag Bjarna Jónssonar til stærðfræðinnar. Mynd: Kristinn Lék mér aö tölum sem krakki BjarniJónsson: Ég hef alltaf fyrst og fremst haft áhuga á rannsóknum. Pað skilja allir hvers vegna menn vilja fara til tunglsins en fólki finnst erfiðara að skilja hvers vegna menn vilja grúska einir í sínu horni „Sem krakki var ég ekki góður í neinu nema stæröfræði," segir Bjarni Jónsson. Mynd: Kristinn. Bjarni Jónsson er sjálfur mjög hógvær maður í viðkynningu og þegar ég spyr hann út í mikilvægi ævistarfs hans, vill hann sem minnst úr því gera og helst ekki tala um það. „Þeir reyna að gera sem mest úr mínu starfi hér í fyrir- lestrunum, en ég held að ég hafi verið farinn að dotta undir lokin,“ sagði Bjarni. En Nýtt Helgarblað bar að garði þegar tyrsta degi málþingsins var að Ijúka. Bjarni fæddist að Draghálsi í Svínadal 15. febrúar árið 1920 og hefur verið í Bandaríkjunum meira og minna allt síðan hann lauk stú- dentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1939. Á afmælis- hátíð Háskóla (slands árið 1986 var Bjarni gerður heiðursprófess- or við skólann. Þó Bjarni eigi sitt heimili í Bandaríkjunum og unnið hafi allt sitt ævistarf þar, segist hann alltaf koma til landsins öðru hvoru til að heimsækja sitt fólk. Hann segir að ekki hafi verið um marg- ar stöður að velja hérna heima þegar hann lauk sínu námi og að- staða til rannsókna hafi verið lítil. „Ég hef alltaf stundað einhverja kennslu en það eru rannsóknirn- ar sem ég hef fyrst og fremst haft áhuga á,“ sagði hann. Undirstaða allra vísinda Árið 1966 var stofnuð sérstök prófessorsstaða við Vanderbilt háskóla í Minnesota og hefur Bjarni gegnt þeirri stöðu síðan. Hann hefur birt um 80 fræði- greinar sem hafa komið róti á heim stærðfræðinnar og haft mikil áhrif á nýja kynslóð stærð- fræðinga. Stærðfræði er undirstaða allra annarra vísinda að mati Bjarna. En hann segir stærfræðinga alla tíð hafa átt hálf bágt, vegna þess að þeir eiga miklu erfiðara með að skýra hvað þeir eru að gera og hvers vegna þeir eru að gera það en aðrir vísindamenn. „Það vita allir hvers vegna menn vilja fljúga til tunglsins en það er erfið- ar að skilja menn sem sitja úti í horni og grúska,", segir hann og á greinilega við sjálfan sig þegar hann talar um grúskara. Bjarni segir að það þurfi ekki að vera erfitt fyrir fólk að skilja stærðfræði, fólk skilji einfaldega það sem það hefur áhuga á en sé skussar við það sem það hafi ekki áhuga á. „En sumir hafa líka sér- hæfileika í eina átt og sumir í aðra,“ sagði Bjarni. Þraut til að leysa En hvers vegna valdi Bjarni stærðfræðina? „Maður velur sitt verkefni vegna þess að maður finnur þar þraut til að levsa og maður vill fá svar. Þetta er eins og í öðrum keppnum, hvort sem það er skák eða fótbolti, þó þú keppir ekki við annan en sjálfan þig. Ég er enn í kappi við sjálfan mig og hætti því sjálfsagt aldrei. Stærð- fræðin hefur alla tíð verið mitt eina áhugamál og ég á alltaf eftir óleyst verkefni. Sem krakki vissi ég auðvitað ekki hvað stærðfræði var og hug- takið hefur líka breyst töluvert að innihaldi. Ég lék mér að stærð- fræðinni sem krakki og var ekki góður í neinu öðru fagi.“ Að lokum Bjarni, er það ekki mikill heiður fyrir þig að hingað komi stærðfræðingar héðan og þaðan úr heiminum til að heiðra þig sjötugan? „Jú það er það og ég átti alls ekki von á þessu. Það er oft hald- ið upp á afmæli fólks en þetta er miklu stærra í sniðum. Ég held að það hafi haft mikið að segja að starfsfélagar mínir hafa lengi ver- ið að tala um að hafa fund hér á íslandi og nú fundu þeir þessa afsökun og notuðu hana. Þeir eru stórhrifnir að því sem þeir hafa séð af landinu og undirbúningur- inn hjá Jóni Ragnari er til fyrir- myndar, þannig að þeir fara áræðanlega heim með góðar minningar." -hmp Föstudagur 6. júlf 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.