Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 15
Leikhús er linnulaus áhætta, segir Hjalti Rögnvaldsson leikari í Stavanger. „Það eru fimm ár síðan ég flúði þessar þrælabúðir. Mér var ekki lengur mögulegt að lifa með þessari brosmildu þrælahjörð, sem sáttfús og meðfærileg lætur fara verr með sig en hrossin í Fáksheimilinu. Þaoeinasem hún er ekki kúguð af er minnimáttar- kenndin." Hjalti Rögnvaldsson, leikari, flutti með fjölskyldunni af landinu fyrir fimm árum. Ekki til að verða frægur í útlöndum, eins og einhver gæti haldið, - maður- inn hafði leikið hverja stórrull- una af annarri. En þegar verðbólgan hafði étið upp allar eigur hans og sólar- hringurinn dugði ekki lengur til að vinna fyrir skuldum, yfirgaf hann leikhúsið og ísland og sett- ist að í Svíþjóð. Þaðan fór hann til Danmerkur og loks til Noregs, þar sem hann býr nú með konu og fjórum börnum. Eftir fimm ára útlegð hitti ég hann í Stavanger þar sem hann er fastráðinn leikari á Rogaland Teater, Borgarleik- húsinu í Stavanger. Það er sitt af hverju sem Hjalti hefur um Norðurlandaþjóðirnar að segja, ekki bara okkur íslend- inga, sem fáum það þó óþvegið. Hjalti hefur alltaf verið þekktur fyrir að skafa sparlega af skoðun- umsínum efþvf eraðskipta. Auk þess var hann einhver mestur ást- ríðu bókadraugur íslensks leik- húss og sannarlega eftirsjá af honum út fyrir landsteinana fyrir það eitt. Og hér sitjum við í sól og blíðu undir laufguðum björkum í Sta- vanger. Hjalti á kafi að æfa kóng í norsku víkingadrama um orrust- una við Hafursfjörð. Þetta verk verður frumsýnt í mikilli menn- ingarhöll í Sola sem reist var hér fyrir olíupeningana, og er fyrsta leiksýningin sem æfð er sérstak- lega fyrir þetta nýja hús. Sola er úthverfi Stavanger og orðið ríka- sta bæjar/sveitarfélag í Noregi meö tilkomu olíunnar. Hátíðarfrumsýningin, sem verður 27. ágúst, er kostuð af BP í tilefni af því að Norðmenn opna þá nýtt olíuleitarsvæði, sem nefnt er eftir Gyðu, konu Haraldar Hárfagra, aðalpersónunnar í Hafursfjarðarbardaganum. Efnt var til leikritasamkeppni af þessu tilefni og vann þetta verk Ase- Marie Nesse verðlaunin. Og Hjalti er ekki eini íslendin- gurinn sem þar kemur við sögu. Leikstjórinn er líka íslendingur, Stefán Baldursson. Hjörö af sljóum mönnum Snúum okkur til íslands fyrir fimm árum. Hvað var Hjalti Rögnvaldsson að gera þá? „Ég hafði nóg að gera við að leika og lesa upp. Var síðast á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og endaði á þeim arma Jóni Mart- einssyni í Islandsklukkunni. Leið bara vel í leikhúsinu. Við höfðum áður keypt okkur hús á Akureyri, misstum það og þá byrjaði píslargangan. Reikn- ingarnir hlóðust upp, ég vann eins og skepna en ekkert dugði. Ég óð manna á milli, hitti hjörð af sljóum mönnum, sem héldu sér fast í stólana og jánkuðu yfir ást- andinu, en gerðu ekkert. Allir þessir menn eru á launum við að þekkja samfélagið og nefnast stjórnmálamenn á íslandi. Að lokum var ég orðinn sannfærður um að fólki leiddist þetta ástand einfaldlega ekki nógu mikið. íslendingar eru sér- fræðingar í kaffibollakvörtunum. Þrekið virðist hafa farið í að vinna tíu þorskastríð. Kannski þyrftu Danir að fá yfirráð yfir okkur aftur, þá kæmi í ljós hvort það er einhver baráttuhugur eftir í okkur. Og ég ákvað sem sagt að flýja þetta land. Um daginn sá ég tilbúinn fréttaþátt fyrir árið 2048 um þró- unina í heiminum, m.a. eyðilagt ósonlag. Fyrsta fréttin var að fs- land var komið undir Kanada vegna óstjórnar í fjármálum. Ég hef séð margt ósennilegra. Ég sé ekkert sem bendir til þess að ís- lendingar myndu malda í mó- inn.“ Aftur til upphafsins? Þegar þú varst að missa íbúðina þína. Reyndir þú ekki að beita þér t. d. í húsnæðishópnum? „Ég reyndi það, húsnæðishóp- urinn lognaðist fljótt út af, þrátt fyrir gífurlega neyð þessa stóra hóps. íslendingar hafa viðbjóð á öllum félagslegum hugsunar- hætti. Sjálfur hef ég meira gaman af stjórnmálum en flokkum, og rekst illa í þeim. Ég er alinn upp í vinstri harðlínu og er hræddur um að pabbi hafi brennimerkt mig svo fyrir lífið, að ég get helst ekki lesið forystugreinar síðan. Ég gat því aldrei beitt mér flokkslega, enda hvergi nógu innarlega stað- settur í þeim efnum. Auðvitað höfðu allir „skoðan- ir“ á verðbólguni og vinnuþræl- dómnum. Það var sama við hvern maður talaði. Allir töluðu eins. En munurinn á því „að bjarga sér“ og að stunda hreina glæpa- starfsemi, eru mjög óljós. Það er lífshættulegt fyrir heiðarlegt fólk að þvælast fyrir löppunum á „duglegu fólki“ á íslandi.“ Komst snemma í tæri við bækur Segðu mér meirafrá uppvextin- um. Bókaáráttan. Hvar byrjar hún? „Ég komst í tæri við bækur strax í barnæsku. Að vísu bara „samþykktar" bækur. Engin lausung. Það vill svo vel til að þetta voru oftast góðar bækur. Og síðan hef ég frekar sóst eftir félagsskap við skáld en stjórnmálamenn. Ég er alinn upp í Hveragerði og þar bjuggu mörg skáld, Krist- mann, Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk og Gunnar Lífið er ekki bara peningar Þórunn Sigurðardóttir talar við Hjalta Rögnvaldsson, landflótta leikara eftir fimm ára útlegð Benediktsson, sem um tíma var íslenskukennari minn og frábær uppalandi. Ég bý að þeim kynn- um alla ævi. Þessi bókaárátta hefur fylgt mér síðan. í leiklistinni er hún mér ómetanleg hjálp. Ljóðið er litla systir leikritsins; tíminn svo naumur og rúmið svo þröngt, - eins og gott leikrit. Ljóðabækur hjálpa mér mest við að vinna hlutverk.“ Þegar þú komst inn í leikhúsið, kynntistu þá ekki gömlu leikara- kynslóðinni, bókamönnunum? „Jú, ég rétt náði í skottið á þessum tíma. Þegar ég var húsa- mús í útvarpinu var ég svo lán- samur að kynnast Þorsteini Ö. Stephensen, en mörgum árum áður hafði ég hitt Lárus heitinn Pálsson í tvær mínútur. Hann sagði við mig að ef ég ætlaði að verða leikari, skyldi ég lesa ljóð eins og brjálaður maður. Og svo kynntist ég Gísla Halldórssyni kornungur. Þetta er minn skóli. Að fá að kynnast þessari ástríðu. Og ég elska útvarpið. Að vera einn með skáldskap og hljóðnema er fullkomin tilvera fyrir mig. Og menn sem verða svona ein- farar, - geta unnið einir - þeir bjarga sér yfirleitt alls staðar. Það hefur reynst mín stærsta gæfa. Fluttirðu allar bœkurnar þínar með þér út? „Já. Ég gæti ekki verið án þeirra. Gagnlegasta bókin er Bræðraböndin hans Úlfars. Sú bók á að fylgja símaskránni. Menn eiga eftir að komast að því seinna. Já, og svo fór ég með allt hitt. Og hér er ég í allskonar bóka- klúbbum og bakhúsaforlögum, les allt sem að kjafti kemur. Ef það er vel skrifað. Svíar eru snill- ingar í útgáfumálum, gefa allt út, eru m.a.s. nógu kaldir til að gefa út eftir innflytjendurna. Það er meira en hægt er að segja um Norðmenn. Hér er innflytjenda- menningin „leyfð“ og klístruð oná klúbba og trúarsöfnuði. Góðar bækur eru mér stöðug örvun þegar ég er að vinna úr leiktexta. Ég vil nálgast texta ró- lega. Leiklistin er líka sameining allra hinna listgreinanna, þess vegna fæ ég mikið út úr því að hlusta á tónlist og fara á málverk- asýningar. Allt þetta gerir mig ríkari í andanum. Þá hef ég af meiru að taka. En bækurnar eru fyrst og síðast minn „lífslager“ - þangað sæki ég allt sem ég þarfn- ast. Lárus Pálsson sagði á þessum tveimur mínútum að leikarinn ætti að vera forvitinn. Forvitinn um stóra hluti, ekki hnýsinn um gluggatjöld náungans. Mérfinnst leikara stundum skorta þessa forvitni. Menn lesa Milan Kund- era af því að hann er frægur og filmaður. Grúskið, - þetta að þurfa að leita að einhverju nýju, - fyrir sjálfan sig, - það er svo- leiðis nýjungagirni sem leikhúsið þarf á að halda. Kannski hafa menn bara ekki tíma. Ég hef alltaf krafist tíma til að lesa. En auðvitað kemur þrældómurinn þarna inní, að geta ekki látið dagvinnuna duga fyrir nauðsynjum. Hafa varla tíma til að leggja sig á nóttunni. Afkomu- baslið gerir ekki ráð fyrir grúsk- urunum.“ Listamenn eiga að hafa það gott - þú trúir þá ekki á þjáning- una og þrœldóminn sem móður sköpunnarinnar? „Ja, særður listamaður er að vísu oft ansi góður. En klemmdur og bitur listamaður, og ef hann er nú líka útþrælkaður, hann er gagnslaus. Algerlega. Það er stór munur á þessu.“ Jesu Krists Trafikskole Enn og aftur til upphafsins? Hvert flyturðu fyrst? „Ég fór fyrst til Svíþjóðar, til Malmö. Fannst Svíarnir helvíti lokaðir, en samfélagið pottþétt. Þar lá ég aðallega í bókunum mínum, þar til ég komst á sænskunámskeið. Ég lærði skánsku og mér finnst það fjandi vel af sér vikið. En mér fannst ég í raun ekki kynnast Svíum mikið. Frá Svíþjóð lá leiðin til Árósa í Danmörku. Þar var gott að búa, ódýrt og notalegt. Danir eru að vísu ekki eins léttir og þeir þykj- ast, þeim leiðist dálítið að vera ekki stórveldi og þeir eru með mikla minnimáttarkennd yfir að vera svona „lille“. Konan mín, sem er fiðluleikari og kennari, fékk strax vinnu við sinfóníuna í Árósum. í fyrra var ég svo ráðinn sem Ieikari við Svalegangen. Áður hafði ég verið í ýmsu, síðast garðyrkju, en fékk nú loks lang- þráða vinu við leiklistina. Svalegangen er talið mjög gott leikhús. En ég fann að Danir hafa talsverða menningarlega minni- máttarkennd gagnvart okkur og vita lítið um okkur. Þó þekkja þeir systkinin Egil (Skallagríms- son) og Vigdísi og sumir hafa heyrt um Heklu. Þeir eiga eftir að ákveða hvort hún er þriðja systkinið. Ég lenti oft í hörkuþrætum við Dani út af íslandi og okkar menn- ingu. Var í Sosialistisk Bokklubb í Árósum og vann þar í sjálfboða- vinnu við og við til að fá meira af bókum frá þeim. Ég lærði fljót- lega að þar var best að þegja um íslenska menningu og bók- menntir, einkum út af handrita- málinu. Þeim svíður líka að við tókum okkur sjálfstæði ‘44. Ogfrá Danmörku ferðu svo til Noregs? „Já, mér var boðinn samningur hér við leikhúsið í Stavanger og ákvað að taka því. Konan mín fékk líka stöðu við sinfóníuna hér, en því miður hefur hún ekki getað haldið henni, þar sem við höfum lent í miklum erfiðleikum með barnagæslu. Ég hef verið mjög heppinn með þetta leikhús, alveg eins og Svalegangen, því bæði þykja af- bragðsgóð á landsvísu. Launin eru nálægt 100% hærri en á ís- landi og engin sérstök þörf á að hlaupa eftir aukavinnu í útvarpi, sjónvarpi eða auglýsingum. Mér þykja Norðmenn traustir og einbeittir karakterar. Þeir hafa beina línu til Almættisins og nota hana óspart. Trúarbragða- flóran er litskrúðug, en sama verður ekki sagt um mannlífið, þótt þeir eigi sinn Jesu Kristis Trafikskole. Það er ekki mikil forvitni í norsku mannlífi. Þetta er illa edrú fólk að jafnaði og verður líka illa drukkið, - allt skemmtanalíf er „skaffað" og fyr- irferðamikið. En þó þetta sé ekki Á æfingu á hinu glæsilega sviði í Sola kulturhús, sem reist var fyrir olíupeninga. Hjalti leikur Þóri Hornklofa, konung, en Harald hárfagra leikur einn þekktasti leikari Norðmanna, Knut Husebö (lék m.a. aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndaröðinni um Benóný og Rósu). Iselin Alme, ein þekktasta söngkona Norðmanna er hér á móti Hjalta. beinlfnis eldfimt fólk hversdags, þá skammast það sín ekkert fyrir að hrífast. Hrifinn Norðmaður er vís til að tala í Ijóðum upp úr þurru. En mér líkar vel hérna í leikhúsinu. Mitt lán er að mér finnst norskan svo fallegt mál. Ekkert mál jafnast þó á við ís- lenskuna sem leikmál. Hún er svo óumræðilega rík og tilbrigðin óendanleg. Öll hin Norðurlanda- málin eru þröng miðað við hana, en norskan samt áheyrilegust.“ Norska pressan algjör slúður- tunna „Eitt þoli ég illa hér, norsku pressuna. Þetta er alger slúður- tunna, sem hefur það markmið eitt að fá fólk til að hætta að lesa. Þar að auki eru blöðin skrifuð á hræðilegu tungumáli, aðallega enskuslettum, og um leið halda menn innfjálgar ræður um endur- vakningu “frumnorskunnar“, sem þeir kalla nýnorsku. Ég verð að segja að mér finnst íslenska pressan bera höfuð og herðar yfir þá norsku. íslending- ar mega eiga það að þeir hafa aldrei lagst í þetta slúðurbað. ís- lensku blöðin eru miklu, miklu betri.“ Og svo borgar olían fyrir menninguna í Noregi? „Já, inní þetta bænheita mið- aldamyrkur fór allt í einu að streyma leðja af hafsbotni, sem gaf milljarða og aftur milljarða. Og þá þarf auðvitað að nota í eitthvað jákvætt líka. Peningarn- ir eru mest notaðir í menningar- hallir. Síður í reksturinn. Enda sést hann minna á myndum. Auðvitað á maður ekki að kvarta yfir að hluti af þessum peningum er notaður í menning- una. Það er bara verst ef það verður til þess að engum öðrum finnst hún koma sér við. Menn- ingin á ekki að vera silkihúía fyrir eignakóngana. Satt að segja hef ég aldrei verið trúaður á gæfu svona auðfengins gróða. Ekki frekar en á stríðs- gróðann á íslandi. Hannes Sig- fússon lýsir þessu dásamlega í endurminningum sínum. Hvern- ig grandvart fólk missir vitið í braskið.“ Fermetrafyllerí og olíugróði „Mér finnst þessi aukna vel- megun hér lýsa sér í allsherjar fermetrafylleríi, hún hefur skapað forvitni um seðla og eignir, ekki um mannlíf og menn- ingu. Velmegunin fer í fitulag utaná þessi litlu, lokuðu samfé- lög, minnst í sjálft blóðið.“ Norðrið - sameinuð Evrópa? Heldurðu að Norðurlandaþjóð- unum gangi betur að finna hinn gullna meðalveg á milli félagslegs öryggis og lifandi frumkvœðis í sameinaðri Evrópu? „Gæti verið. Mér sýnist menn vera að reyna að skorða sig betur sem Norðurlandabúa í öllu þessu sameiningartali. Meira að segja Orkneyingar eru farnir að hugsa norrænt. Nú er ég ekki að segja að það sé neitt betra að vera nor- rænn en eitthvað annað. Saft að segja líkar mér ágætlega við þá Braselíumenn sem ég hef kynnst hér í Noregi. En landlaus má eng- inn vera. Með Önnu, börnunum fjórum og öllum bókunum. Börnin heita Albert Pétur, Benedikt Örn, Hlynur Jóhann og María Klara. Skoðanakannanir hér benda á aukið fylgi sameiningar Evrópu. En þetta verður barátta og hana þarf að heyja án minnimáttar- kenndar. Ég var einmitt að ljúka við að lesa Enzensberger, hann er frábær í að skilgreina Evrópu- samfélögin. Besta bókin hans heitir „Vanvittig normal“ og fjallar einmitt um okkar montnu álfu. Sameinuð Evrópa er vissulega ógn, en það er líka til ógn til bóta. En ef okkur er sama um okkar menningarlegu sérstöðu, þá er líka eins gott að það komi í Ijós. Aðalvandinn við þessi norr- ænu samfélög - ísland auðvitað undanskilið - er að þar hefur hið félagslega öryggi orðið að helsi. Hér fleyta skussar sér áfram í lognmollu hæfileikaleysisins, af því þeir hafa réttindi og skírteini. Þetta eru njörvuð samfélög þar sem menn verða veikir eftir samningsákvæðum sem þeir passa oft betur en vinnuna. Ég trúi ekki að það sé ekki hægt að finna leið til að tryggja fólki félagslegt öryggi, umönnun fyrir börn og gamalmenni og sómasamleg laun fyrir eðlilegan vinnutíma, án þess að kæfa sér- kenni, frumkvæði og hæfileika í leiðinni. Þessi útfletjunarárátta hefur komið mjög illa niður á listum, ekki síst leiklistinni.“ Leikhús í lægð Já, segðu okkur nú eitthvað um leikhús á Norðurlöndum? • „Ég hef því miður alltof lítið getað fylgst með því, nema þar sem ég hef verið staddur hverju sinni. En það er ljóst að leikhús á Norðurlöndum eru í kreppu, ekki bara á íslandi, þar sem mér skilst að gangi yfir djúp og kröpp lægð. Menn skrifa hér hverja bókina á fætur annarri um vanda leikhússins, listrænan, fjáhags- legan og stjórnunarlegan. Erland Josepsson (leikari og fyrrv. þjóð- leikhússtjóri Svía) og Kjetil Bang-Hansen (leikstjóri og fyrrv. þjóðleikhússtjóri í Osló) eiga þar tvær merkustu bækurnar. Sá síðarnefndi kemur mikið inn á stéttarfélagasiðgæðið, sem er á góðri leið að sjúga síðasta blóð- aropann úr sumum leikhúsunum hér. Umræðan um bætta aðstöðu og aukin réttindi á vinnumarkaði hefur borist inn í leikhúsin. Þenn- an fáránlega „vinnustað“, sem hýsir bæði áhugamálið og starfið undir sama þaki. Ýmsar reglur vinnumarkaðarins, sem eru lífs- nauðsynlegar í verksmiðju, verða fáránlegar hér. Eðli þessa starfs er algerlega sérstakt og það verð- ur að setja allar reglur út frá því. Það heimtar örlæti að vinna í leikhúsi, en fólk fær ríkulega endurgoldið: Þetta er linnulaus áhætta. Ekkert er eins skylt fáránleik- anum og leikari sem er að æfa hlutverk. Þess vegna þarf hann að taka það alvarlega. Og aðrir verða líka að taka hann alvar- lega. Samband leikstjórans og leikarans er eilífðarefni. Ekki síst hér í Noregi, þar sem menn hafa flutt inn mikið af leikstjórum (og leikmyndateiknurum) frá öðrum löndum. Það er mikið um kenn- ingar og kjaftæði og sumir af þessum spekingum eiga í brösum að rata útúr villigötu ofskýringar- innar. Þá verður vinna leikarans eftir leiðum einfaldleikans mest truflun á himneskri hugsýn leikstjórans." Leikhús eða pulsusjoppa „Leikhúsið er alltaf að búa til mannkynssögu. Ekki sögu um hæð og þyngd landsmanna, tekj- ur og barnafjölda. Það er gert út um allt. Nei, um tilfinningar, innra líf fólks í samfélagi við aðra. Hvergi annars staðar er sú saga skráð. Og leikhúsið þarf að vera lifandi, sjálfstætt og skap- andi. Þess vegna verður leikhúsið aldrei hinn pottþétti, þægilegi vinnustaður. Ög má aldrei verða. Þeir sem eru uppteknari af stéttarfélögum leiklistarinar en leikbókmenntunum sjálfum eiga einfaldlega að fara í önnur stétt- arfélög, þar sem er þörf fyrir þá. Og þeir sem eru uppteknari af fjárhagslegri afkomu leikhús- anna en listrænni, eiga að opna pulsusjoppu og láta leikhúsin í friði. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr stéttarfélögum leikhús- fólks. En hér í Noregi t.d. hefur þessi barátta farið algerlega út í öfgar. Leikhús er og verður ó- öruggur vinnustaður. En þar á samt að ríkja góður vinnuandi. Krefjandi og skapandi í senn. Þannig líður listamönnunum best. Og þannig líður listinni best. Þeir sem geta hugsað sér að vinna annars staðar en í leikhúsi, eiga endilega að gera það. Þetta á við um alla starfsmenn í leikhúsi, ekki bara leikarana. Allt annað er sjálfsmorð. Þeir sem ekki eru þjakaðir af ást á þessari listgrein, verða sífellt uppteknir af eiginhagsmunum og geta aldrei lagt á sig þær fórnir sem hún krefst. Fyrir utan að þeir hafa ekkert að gefa, hvorki sam- starfsmönnum né samfélagi. Svo- leiðis níska er iífshættuleg hverju leikhúsi.“ Þegar hér er komið sögu er þetta löngu hætt að vera viðtal. Hjalti þarf jafnmikið að spyrja mig ég ég hann. Og Hjalti heldur áfram: “Mér fannst mjög uppörvandi að lesa það sem Helgi Tómasson sagði um starf sitt í viðtalinu þínu við hann í Þjóðviljann á dögun- um. Ég er sannfærður um að öllum starfsmönnum í leikhúsi líður best undir svona aga, sem er ekki orðinn til vegna skapbresta eða duttlunga, heldur vegna strangrar listrænnar forystu. Til viðbótar við stjórnunar- vanda leikhúsanna bætist svo að æ fleiri hendur eru að káfa á sjálfu sköpunarverkinu. Auknar kröfur um rígneglda skipulagn- ingu og markaðssetningu hafa gert leikhúsunum nánast ógerlegt að starfa eðlilega. Leiklistin sjálf verður að fá frið. Frið fyrir skiln- ingsleysi og ástríðuleysi. Frið fyrir afskiptum misgáfaðra hand- hafa stéttarfélagsskírteina eða flokksskírteina. Hér synda menn í allar holur á svoleiðis pappírum. Ég er hræddur um að allt þetta eigi líka við um ísland, þó að ég hafi of lítið getað fylgst með ís- lenskri leiklist að undanförnu. Ég hef farið heim nokkrum sinnum á þessum tíma en mér fannst ég finna fyrir öllu þessu áður en ég flutti út. Menn réttlæta-erindis- leysuna með sífelldum rógi um „stofnanaleikhúsin". Samt er eins og að áhugaverðar sýningar litlu leikhópanna auðgi íslenskt leikhús sáralítið.“ Hvers vegna? Er það vegna þess að stofnanaleikhúsin eru dauð úr öllum œðum, eða er þessi tilraunaleiklist einfaldlega ekki nógu góð? Eigum við bara að reyna að vera ffréttabréf vestrœns leikhúsheims“ einsog Hávar Sig- urjónsson segir í ágœtri grein í Mbl. nýlega? Erekki kominn tími til að viðförum að einbeita okkur að því að skapa raunverulega ís- lenskt leikhús, innan stofnana jafnt sem utan? „Áreiðanlega. Ég er hræddur um að mikill hluti af þessari til- raunaleiklist heima, sé dálítið lit- aður af sjálfhverfu gáfnaglamri og erlendum eftiröpunum, þótt þar sé áreiðanlega margt gott á milli. En það er eins og að bolinn skorti styrk, stofninn, þar sem allar greinarnar vaxa. Sá stofn verður fyrst og fremst til í stærstu og sterkustu leikhúseiningunum. Leikhús er hvorki betra né verra en fólkið sem vinnur þar. Látum það heita stofnanaleikhús eða leikhóp. Menn hafa magapínu af þessu alls staðar í heiminum. Þetta er vandi vestræns leikhúss í hnotskurn. Vandinn er listrænn og fjárhags- legur í senn. Og listamenn verða að leysa hann. Með góðri list. Vandinn leysist ekki bara með peningum." Nú eigum við nýtt Borgar- leikhús og bráðum líka endurbætt Þjóðleikhús. Er ekki freistandi að koma aftur heim og leika? „Jú, og það kemur að því. Von- andi sem fyrst. Ég sakna íslensks leikhúss. Ég fæ ársleyfi eftir 3ja ára vinnu og þá vonast ég til að fara heim að leika. Kannski til frambúðar. Framtíðin er ótrygg eins og leiklistin. Og á að vera það.“ þs 14 SIÐA NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990 Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.