Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 9
„Það sem maður á kannski erfiðast með að sætta sig við, í sambandi
við samninga BHMR á þessum tíma, er að þeir skyldu ekki leggja
höfuðáherslu á að lægstu launin stórhækkuðu því innan raða þeirra,
eins og víðast annars staðar, eru lægst launuðu hóþarnir konur. Það
hefði verið verðugra viðfangsefni í samningum þeirra og kjarabaráttu
að leggja áhersluna á þá hóþa sem lægstireru, “ segir Sigríður Kristins-
dóttir, formaður SFR m.a. í grein sinni.
Samskipti ríkisvalds
og stéttarfélaga
Á undantörnum árum hata
stéttarfélög oft gert kjarasamn-
inga við ríkisvaldið og eins hefur
ríkisvaldið oft komið inn í til að
liðka fyrir samningsgerð. Þá hef-
ur ríkið oft krukkað í samninga,
t.d. með því að afnema vísitölu-
bindingu launa 1983 og banna
samninga og verkföll 1988.
Þeir samningar, sem mér eru
hvað minnisstæðastir, eru þeir
samningar sem gerðir voru eftir
verkfallið 1984. Þá var samið um
ríflega 20% kauphækkun en þá-
verandi ríkisstjórn rauf þá samn-
ingagerð með einu pennastriki
mánuði seinna með því að fella
gengið. Þótt ekki hafi verið samið
um vísitölubætur á laun, fylgdi
samningunum loforð ríkisstjórn-
arinnar um að halda verðlagi
stöðugu. Þá má segja að BSRB
hafi eitt reynt að halda uppi kjara-
baráttu en ekki var um víðtækan
stuðning frá öðrum launþega-
hreyfingum í landinu að ræða.
Hvorki BHMR né ASÍ studdu
BSRB í því verkfalli í verki. Og
veit ég að þá lenti margur BSRB-
félaginn í ágreiningi við yfirmenn
sína sem gjarna voru félagar í
BHMR, sem bæði gengu í störf
þeirra eða reyndu að fá aðra til
þess. Er það kannski þetta sem
að er í verkaiýðshreyfingunni:
skilningsleysi annarra á því þeg-
ar um baráttu er að ræða og því
takmörkuð samstaða?
Árið 1986 var síðan samið um
kjarabætur, að því leyti að lækk-
aðir voru tollar á bflum, vídeó-
tækjum og sjónvarpstækjum til
að gleðja alla þjóðina svo hún gat
keypt sér þessi nauðþurftartæki,
þeir sem höfðu efni á. Var það
ein af þessum þjóðarsáttum.
Árið 1986 tóku ný samnings-
réttarlög gildi en samkvæmt þeim
fer hvert aðildarfélag BSRB
sjálft með samningsumboð sitt.
Því var það að hvert félag gerði
sinn samning 1987 án þess að
bandalagið hlutaðist til um þá.
Þar náðist veruleg kauphækkun
til að byrja með, auðvitað án vís-
itölubindingar, enda er erfitt að
sjá hvernig unnt á að vera að
semja um vísitölubindingu launa
eða önnur brýn hagsmunamál
launþega án þess að öll verkalýð-'
shreyfingin standi saman að slík-
um samningum. Þrátt fyrir all-
mikla prósentuhækkun 1987,
sem var almennt frá 20-30%, var
hún ekki lengi að étast upp í verð-
bólgunni þar sem árið á undan
hafði verið samið um kaupæði.
Kjarasamningar
fyrir verslunar-
eigendurog
heildsala
Á þessum tíma tókst aldrei að
ná almennri verðtryggingu á
laun. Þau lán, sem tekin voru
vegna húsnæðis, hækkuðu með
ógnarhraða og var það vegna
þess að vísitölubinding var á lán-
um og verðbólga geisaði. T.d. í
samningunum 1986 má segja að
verðbólga hafi aukist mjög hratt
vegna verðlækkana og stór-
aukinnar sölu á þeim vöruteg-
undum sem nefndar voru hér að
framan. Virtust þeir samningar
vera til þess fallnir að aðstoða
verslunareigendur og heildsala,
og um leið var gengið látið síga.
Kaupmennirnir höfðu því allt sitt
á þurru meðan verkamaðurinn
borgaði alltaf meira og meira
fyrir vörurnar.
Eftir samningana 1987, þar
sem var engin verðtrygging, var
gengið áfram fellt og verðbólgan
látin stíga upp úr öllu valdi. En
ríkisstjórninni þótti greinilega
þeir samningar það góðir að hún
framlengdi þá einhliða. Má segja
að þá hafi samningsrétturinn ver-
ið tekinn úr höndum félaganna.
Var það bann látið gilda til 15.
febrúar 1989 og engin breyting á
þrátt fyrir að stjórnarskipti höfðu
orðið og „vinstri stjórn" tekið
við.
Lágmarkslaun
eða
markaðslaun
Næst þegar gerðir voru samn-
ingai; voru þeir kallaðir lág-
launasamningar, þar sem áhersl-
an var lögð á að hækka lægstu
launin; ákveðin krónutöluhækk-
un á laun en lífaldurshækkun á
lægstu laun. Þetta kom sér vel
fyrir þá sem voru orðnir fullorð-
nir eða breyttu um starf og flut-
tust milli launþegahreyfinga því
fólk fær í mesta lagi viðurkenn-
dan sex ára starfsaldur ef það
flyst t.d. frá ASÍ-félagi og yfir í
BSRB-félag. Þessi samningur
milli ríkisins og BSRB var undir-
ritaður snemma í aprfl 1989 og
svipaður samningur gerður á veg-
um ASÍ skömmu síðar. Um þetta
leyti voru háskólamenntaðir
starfsmenn hjá ríkinu með lausa
samninga og treystu þeir sér ekki
til þess að vera með í þessari
samningagerð, þar sem þeir hafa
lagt áherslu á í sínum samnings-
drögum að fá markaðslaun; þ.e.
viðmiðun við þau laun sem aðrir
háskólamenntaðir menn hafa úti
á vinnumarkaðinum. Þó er kann-
ski erfitt fyrir stóra hópa innan
BHMR að vera með þessa við-
miðun vegna þess að störf þeirra
eru nær eingöngu hjá ríkinu, eins
og t.d. kennara, hjúkrunarfræð-
inga, félagsráðgjafa, sálfræðinga
og presta, þótt flestir þessara
hópa (nema prestar) séu með
smáatvinnurekstur í sínu fagi.
Raunar er þetta ekkert nýtt með
markaðslaunin og má nefna að
sænskir háskólamenn í vinnu hjá
ríkinu hafa barist fyrir markaðs-
launum fyrir sig.
Það sem maður á kannski erf-
iðast með að sætta sig við, í sam-
bandi við samninga BHMR á
þessum tíma, er að þeir skyldu
ekki leggja höfuðáherslu á að
lægstu launin stórhækkuðu því
innan raða þeirra, eins og víðast
annars staðar, eru lægst launuðu
hóparnir konur. Hefði það verið
verðugra viðfangsefni í samning-
um þeirra og kjarabaráttu að
leggja áhersluna á þá hópa sem
lægstir eru. Því greinilega er þar,
eins og annars staðar, mikill að-
stöðumunur; bæði hvað fólk get-
ur skammtað sér í laun hvað
varðar hlunnindi eins og lestíma
eða óunna yfirvinnu. Það hefði
verið auðveldara fyrir önnur
launþegasamtök að styðja þá
baráttu því breiddin er töluverð í
launum hjá BHMR-félögum sem
vinna hjá ríkinu.
BHMR gerði sína samninga
við ríkið og undir þá var skrifað,
bæði af hálfu þeirra sjálfra og
ríkisvaldsins. Það er óviðunandi,
eins og nú hefur gerst, að stór
aðildarfélög launþegahreyfingar-
innar skuli grípa inn í samninga
annarra, þannig að ekki eigi að
standa við gerð þeirra. Eins ber
ríkisvaldinu auðvitað að standa
við sitt og kannski er það eitt af
því sem aðrir í launþegahreyfing-
unni geta óttast, að við þá samn-
inga, sem gerðir voru 1. febrúar
og voru ein af þjóðarsáttunum
okkar, verði ekki staðið.
Á þessu tímabilinu höfum við
reyndar fært sjávarútveginum
stórar gjafir, þegar stjórnvöld á-
kváðu að gefa útgerðarmönnum
og frystihúsaeigendum eftir þús-
unda milljóna króna skuld verð-
jöfnunarsjóðs sjávarútvegsins,
og hefðu þær auðvitað getað
komið launþegum vel. En eftir
sem áður finnst ýmsum að þeir
hafi ekki fengið nóg í sinn hlut og
þar er auðvitað verslunin fremst í
flokki, sem hefur orðið að draga
úr fjárfestingum því ekki hafa
verið byggðar eins margar versl-
unarhallir síðasta árið og áður og
mikið af slíku húsnæði stendur
autt vegna offjárfestinga í þeim á
liðnum árum. Það er spurning
hvort ekki mætti nota eitthvað af
því húsnæði öllu handa því fólki
sem bíður eftir úthlutun, bæði í
verkamannabústöðum og á
leigumarkaði borgarinnar, eða
þá þeim sem hafa lent í því að
heimili þeirra hafa orðið gjaldþ-
rota vegna þess að þeir hafa ekki
getað staðið í skilum vegna kaupa
á íbúðarhúsnæði.
Sönn dæmisaga
úr Grundarfirði
Um daginn var ég á ferð um
Snæfellsnes og varð þá vitni að
mjög sláandi hlutum. í kringum
Hellissand var ekki ein einasta
byggð jörð og hluti af nesinu
hafði verið í eigu einkaaðila í
marga tugi ára vegna veiðirétt-
inda. En sú fjölskylda hafði árum
saman rekið útgerðarfyrirtæki
sem var alltaf á hausnum. Á
Grundarfirði var eitt aðalvand-
amál útgerðarmannsins þar að
fela gróðann með því að byggja
mörghundruð fermetra skrifstof-
uhúsnæði meðan aðrir á staðnum
höfðu byggt þar elliheimili í sjálf-
boðavinnu. Víðar á landinu má
finna hliðstæð dæmi. Meðan rík-
ið þarf sífellt að liðka til fyrir sjá-
varútveginum er full ástæða til að
það hafi einhverja umsjón með
þeim peningum sem fara til hans,
til að tryggja að viðkomandi sjáv-
arpláss fái að njóta hagnaðarins
af útgerðinni.
Sameinuð
stöndum vér...
Það hlýtur að vera sameigin-
legt markmið verkalýðshreyfing-
arinnar að standa vörð um samn-
ingsrétt sinn og að ekki sé gengið
á gerða samninga. En ef maður
leitar skýringa á hinum ólíku
sjónarmiðum þá hefur oft vantað
að eitt aðildarfélag treysti sér til
að styðja við bakið á öðru. Þetta
hafa ríkisvaldið og Vinnu-
veitendasambandið notfært sér.
Ef við í þessu þjóðfélagi ætlum að
halda uppi almennri menningu
og félagslegri þjónustu þá hljót-
um við að reyna að efla þá starf-
semi, og vinna að bættum kjörum
þess fólks sem vill vinna við hana.
Auðvitað erum við öll innan
launþegahreyfingarinnar sam-
tengd hvert öðru og því ætti það
að vera okkur hagsmunamál að
finna til innbyrðis samkenndar og
að reyna að finna réttlæti hvert
hjá öðru.
Sigríður Kristinsdóttir er for-
maður Starfsmannafélags ríkis-
stofnana.
Sigríður
Kristinsdóttir
SFR
skrifar
Föstudagur 6. júli 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9