Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 16
Maradona é il diavolo - Mara-
dona er djöfullinn sjálfur. Þessa
fyrirsögn gat aö líta með stríðs-
letri yfir þvera forsíðu íþrótta-
dagblaðsins Totosport í gær. Hún
lýsir öfgafullum viðbrögðum við
ósigri Ítalíu í leiknum gegn Arg-
entínu í fyrrakvöld. Önnur dag-
blöð voru hófsamari, en jafnvel
hið virta dagblað La Repubblica
sagði í fimm dálka fyrirsögn á for-
síðu: Ítalía! Draumurinn erbúinn
að vera! Sjaldan hafa ítalir upp-
lifað annað eins spennufall eins
og í vítaspyrnukeppninni gegn
Argentínu. Á veitingastaðnum
Capitan Italo, þar sem ég horfði á
leikinn, var hvert borð setið, og
hópur ítalskra ungmenna hafði
búið sig undir þetta uppgjör með
fánum og stríðsmálningu í fána-
litunum yfir andlitið. Þegar
Donadoni lagðist í grasið eftir
misheppnaða vítaspyrnu fór
skelfingaralda um salinn og þegar
úrslitin urðu ljós mátti sjá hvern-
ig stríðsmálningin rann út í tárum
á sumum andlitunum, á meðan
aðrir börðu í borðið eða rúlluðu
saman fánum sínum og gengu
niðurlútir út. Það var enginn
lúðraþytur og bílflautublástur á
götunum þessa nótt. Engar blakt-
andi fánaborgir og bílastraumur á
götum með blaktandi fánum og
óhljóðum. Götur og torg tæmd-
ust af fólki og kyrrð færðist yfir
allt. Ítalía grét í hljóði.
Daginn eftir hafði Ítalía breytt
um svip. Hátíðarstemmningin
var fokin út í veður og vind. Fán-
arnir, sem héngu út af öðrum
hverjum glugga og af öðrum
hverjum svölum voru horfnir.
Umræðan á börum og götu-
hornum snerist að vísu enn um
fótboltann, en tónninn var
breyttur. Biturleikinn snerist upp
í gagnrýni. Gagnrýni á leikmenn-
ina sem brugðust, gagnrýni á
þjálfarann Vicini, en þó einkum
og sér í lagi illa dulin óvild í garð
Maradona, sem birtist í sinni
skýrustu mynd á forsíðu dag-
blaðsins Totosport: Maradona er
djöfull!
Mondiali
Italía grætur
La festa é finita
Fyrir leikinn hafði pressan
túlkað þessa viðureign sem upp-
gjör á milli Maradona og Schil-
acci. Og aðrir gengu svo langt að
segja að leikurinn væri uppgjör á
milli ftalíu og Napolí. Maradona
er leikmaður í Napolfliðinu, og
var því á heimavelli í þessari
viðureign. Hann hefur á 5 árum
gert Napolí-liðið að meistaraliði í
ítölsku bikarkeppninni og nánast
verið tekinn í guðatölu íborginni,
á meðan hinar hefðbundnu
knattspyrnuborgir á N-Ítalíu eins
og Tórínó og Mílanó hafa litið
hann sem svarinn óvin. Ýmsir
veltu því fyrir sér fyrir leikinn
hvort áhorfendur í Napolí myndu
halda með LANDSLIÐINU
EÐA Maradona. Maradona
blandaði sér inn í þessa umræðu
með eftirminnilegum hætti.
Hann sagði sem svo: Þegar við í
Napolí-liðinu mætum til leiks í
Tórínó, Veróna eða Mflanó fáum
við gjarnan óblíðar kveðjur eins
og þessar: Farið heim ogþvoið
ykkur! eða: Velkomnir til Italíu!
Okkur hefur verið tekið eins og
útlendingum. Hvers vegna er ætl-
ast til þess af knattspyrnuunn-
endum í Napólí, að þeir séu ítalir
einn dag á ári, ef þeir eru útlend-
ingar aðra 364 daga ársins?
Blaðamenn voru ekki lengi á
sér að draga Schilacci inn í þessa
umræðu. Hann er Sikileyingur
frá Palermo, og lék lengi með
staðarliðinu þar. „Mér hefur tek-
ist að sameina þá Ítalíu, sem hef-
ur verið sundruð," sagði Schil-
acci. „Ég er sameiningartákn
suðursins og norðursins.“
Þótt þessi umræða hafi öll ver-
ið hin furðulegasta, þá afhjúpar
hún mikilvægan þátt í því mikla
tilfinningadrama sem á sér stað í
kringum heimsmeistaramótið í
knattspyrnu. Knattspyrnan er í
rauninni orðin eina viðurkennda
formið eða farvegurinn fyrir þá
tilfinningu að vera þjóð. Sérstak-
lega á þetta við um Italíu, þar sem
þjóðernistilfinningin hefur
löngum átt erfitt uppdráttar af
sögulegum, efnahagslegum og
pólitískum ástæðum. Það eru
ekki nema 130 ár frá því Ítalía var
sameinuð í eitt konungsríki.
Konungsveldið náði þó aldrei að
skapa þá einingu um ríkisvaldið,
sem til dæmis er rótgróin í Frakk-
landi. Suður-ítalir litu margir
hverjir á konunginn sem fram-
andi yfirvald, og bandalag kon-
ungsins við Mussolini gerði end-
anlega út um konungsvaldið á ít-
alíu. En jafnvel eftir lýðveldis-
stofnunina 1945 hefur Ítalía verið
sundruð, og það er almennt ein-
kenni á þjóðinni, að hún ber litla
virðingu fyrir ríkisvaldinu og enn
minni virðingu fyrir þeirri þjóð-
ernistilfinningu, sem annars stað-
ar hefur átt sér farveg innan hers-
ins eða trúarbragðanna. Þessi
þjóð, sem á sér fegursta land í
Evrópu og ríkari menningararf
en flestar þjóðir, hefur ekki náð
að finna sér betra sameiningar-
tákn en strákana í landsliðinu.
Leiksnerpan og sindrandi augna-
ráð Schilacci snertir þá tilfinn-
ingu í hjarta hvers ítala, að þarna
sé Ítalía sameinuð. Þarna, í þessu
11 manna vaska liði á leik-
vellinum er ftalía sameinuð fyrir
augliti alheimsins. Hversu unaðs-
leg er ekki sú tilfinning að sjá
snilldarleik þessara 11 drengja,
þar sem þeir/við/ég leggja hvert
landsliðið að velli á fætur öðru.
Hversu fallegir eru þeir/við/ég
ekki í líkamlegu atgervi sínu,
snerpu og óbilandi áræði! Og
hvflíkur sársauki er það að sjá
þessa ímynd ftalíu niðurlægða í
vítaspyrnukeppni þar sem tilvilj-
unin ræður ein!
Timburmennirnir eftir sigur-
vímuna lýsa sér gjaman í óráði,
biturleik og órökstuddri gagn-
rýni, ásökunum eða jafnvel heift.
En þegar timburmennirnir rjúka
hægt og sígandi úr þjóðarvitund-
inni vakna menn upp við sund-
raðan vemleika þar sem hver
höndin er uppi á móti annarri:
verkalýðsfélögin hafa boðað til
allsherjarverkfalls að afstöðnu
heimsmeistaramóti til þess að
leggja áherslu á kröfuna um
verðtryggingu launa. Hjaðninga-
víg mafíunnar á Sikiley og í Nap-
olí halda áfram á sama hátt og
réttarhöldin yfir mafíunni, sem
engan enda taka. Ungmenni
halda áfram að deyja af of stórum
skammti af heróíni, og atvinnu-
Ieysið er það sama og áður. Og
deilurnar halda áfram innan
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júlí 1990
ríkisstjórnarinnar eins og fram-
haldsleikrit, sem hætt er að
snerta nokkurn mann. Hin sund-
urvirku öfl virðast allsráðandi í
þessu þjóðfélagi og jafnvel
kommúnistaflokkurinn á nú í
verulegum erfiðleikum með að
grípa á hinum þjóðfélagslega
veruleika með þeim hætti að það
leiði til samkenndar um einhvern
þann sameiginlega málstað sem
fólk sjái tilgang til að sameinast
um. Við þessar aðstæður verður
sársaukinn þeim mun þungbær-
ari, þegar fótboltadraumurinn er
rofinn með einu vítaskoti. Alg-
leymi knattspyrnudraumsins á
sjónvarpsskjánum er sætara en
nokkurt eiturlyf, og vei þeim sem
sviptir okkur þessum draumi!
Áð lokum þetta:
Þegar ég horfði á leik Ítalíu og
Uruguay fyrr í vikunni hjá Kapt-
ein Italó sátu miðaldra hjón á
næsta borði. Þau höfðu komið sér
þannig fyrir að eiginmaðurinn
hafði góða yfirsýn yfir sjónvarps-
skerminn, en eiginkonan sat
andspænis manni sínum og sneri
baki í skerminn. Þetta var greini-
lega fólk sem hafði unnið hörðum
höndum um dagana og var komið
í sumarfrí til þess að njóta lífsins.
Þau fengu sér forrétt með
blönduðu sjávarfangi úr Adría-
hafinu til hátíðabrigða, og var
greinilegt að girnilegur maturinn
framkallaði svolítinn glampa í
annars þreytuleg andlitin. Ann-
ars sögðu þau fátt, og eiginmað-
urinn varð stöðugt uppteknari af
leiknum og horfði yfir höfuð
konu sinnar. Hún horfði hins
vegar á mann sinn af því umburð-
arlyndi og þeirri hlýju virðingu
sem raskaðist ekki einu sinni við
það að hann virti athugasemdir
hennar varla svars. Þótt allt ætl-
aði af göflum að ganga þegar
Schillacci skoraði sigurmarkið,
þá fann þessi ítalska eiginkona
ekki hjá sér ástæðu til að snúa sér
við í stólnum og horfa á sjónvarp-
ið. En það djarfaði fyrir
samúðarfullu brosi í andliti henn-
ar þar sem hún virti fyrir sér fagn-
aðarviðbrögð eiginmannsins.
Hann pantaði sér spaghetti með
fiskisósu á eftir forréttinum, en
hún fékk pizzu af einföldustu
gerð með tómatsósu, og þau
neyttu vínsins í mesta hófi. Þegar
leiknum var lokið stóðu þau upp
frá borðum án þess að segja neitt
og héldu út í nóttina. Ekkert virt-
ist geta sundrað þessu hjóna-
bandi. Ekki einu sinni fótboltinn.
En atvikið vakti hjá mér þá
spurningu hvort hin trygglynda
ítalska eiginkona og húsmóðir sé
yfir það hafin að finna þjóðemis-
kennd sinni farveg í fótboltanum.
Er þörfin fyrir algleymið í sjón-
varpinu kannski kynferðislega
skilyrt? Dýrkun ítala á móður-
inni og hlutverki hennar sem
huggandi kjölfesta í tilverunni
varð mér allt í einu skiljanlegri.
Nú þurfa ítalskir karlmenn á
mömmu inni að halda sem aldrei
fyrr.
Frá Ólafi
Gíslasyni
fréttarítara
Þjóðvitjans í
Porto Verde