Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 21
þeim rétt til að dæma um það,
hvað er þjóðum Austur-Evrópu
fyrir bestu? Mega menn ekki fá
sitt klám ef það er það sem þeir
vilja?
En nú er á það að minna, að
vangaveltur af þessu tagi eru ekki
barasta lífsþreytuviðbrögð rit-
höfunda og menntafólks á Vest-
urlöndum. Rithöfundar í Evrópu
austanverðri, sem hafa staðið í
andófi, einatt í stöðu sem virtist
með öllu vonlaus, þeir hafa sams-
konar áhyggjur. Það kom
reyndar í minn hlut á málþinginu
að minna einmitt á þetta. Solz-
henitsin hinn rússneski tók það
mjög skýrt fram í frægri ræðu sem
hann hélt í Harvard fyrir nokkr-
um árum, að hann gæti ekki mælt
með vestrænu samfélagi sem fyr-
irmynd: það einkenndist alltof
mikið af frukti fyrir efnislegum
þörfum mannsins, og þrengdi
mjög að hans innra lífi, eins og
hann komst að orði. Reyndar er
Vaclav Havel, nú forseti Tékk-
óslóvakíu, mjög á sömu buxum í
erindi, sem hann samdi 1984 (og
birtist nýlega í Tímariti Máls og
menningar - það fjallar um pó-
Ii|tík og samvisku).
Vaclav Havel er þar ekki að
gera lítið úr þeim mun sem þá er á
samfélögum í austri og vestri. En
hann varar mjög við þeirri sjálf-
umgleði, að menn bara hrósi sér
af því að vera ekki eins og þessir
andskotans kommar. Honum
finnst það ekki skipta höfuðmáli,
hvort tilviljun vill því svo haga,
að við eigum í höggi við einhvern
forstjóra í vestri eða skrifræðis-
dólg í austri - við erum í báðum
tilvikum dæmd til að glíma við
það sem Havel kallar yfirgang
hins ópersúnlega valds. Sem ein-
kennist einmitt af því að það spill-
ir hinum “náttúrulega heimi“ þar
sem maður og náttúra eru í sæmi-
legu samræmi, þar sem réttlæti,
heiður, svik, vinátta, hreysti og
samúð skipta enn nokkru máli.
(Svo vitnað sé lauslega til um-
mæla Havels um þann heim sem
hann saknar - bæði í austri og
vestri).
Við skiptum
ekki máli
En hvað þá um okkur sem
erum í Evrópu vestanverðri, sem
er einnig að gerast “öðruvisi“,
með sínum samruna og innri
markaði? Danskur rithöfundur,
Peter Rönnow-Jensen, hann var
reiður, hann sagði að Danmörk
væri ekki lengur til, honum
fannst evrópudvölin hafa dregið
mátt úr dönskum bókmenntum
ef nokkuð væri - við erum núna,
sagði hann, með svipuð upplög á
bókum og við vorum um síðustu
aldamót. Aðrir vildu vera bjart-
sýnir, sjá eitthvað jákvætt í þró-
uninni eins og Thomas von Veg-
esack, sem hefur mikið fjallað
um þýskar bókmenntir og gefið
út þýska höfunda. Hann sagði
m.a. á þá leið að það væri þó
skárra að Pýskaland gerðist
menningarstórveldi hið næsta
okkur en Ameríka og fleira í
þeim dúr.
ar hefðu engan slagkraft í Evrópu
allsherjarkaupskapar, þar sem
menningarafurðir væru fyrst og
fremst varningur eins og allt ann-
að.
Andófið
sem hvarf
Edvard Hoem hafði líka
áhyggjur af smáþjóðamenningu í
hinu evrópska dæmi - þegar bók-
menntir til að mynda færast æ
lengra út í horn (nema hvað fjöl-
þá uppgötva menn í snarii nýja
sögulega nauðsyn. Þá „nauð-
syn“, að allir játist í snatri undir
reglur innri markaðar Evrópu,
sem er stillt upp eins og einhverju
sem er óumflýjanlegt, sem er
utan við viljann: það sem er það
er skynsamlegt sögðu menn á
dögum Hegels.
Hetjur undan-
haldsins
Sem fyrr segir: það er erfitt að
draga saman í stuttu máli það
Norski rithöfundurinn Edvard
Hoem, kom inn á þetta þema líka
í sinni tölu: vissulega bæru Evr-
ópumenn í sér einhvern söknuð
eftir einhverju sem var þar „áður
en Amríkanar komu“. Honum
fannst hinsvegar að sá söknuður
eftir einhverju sem kallað væri
sameiginlegur evrópskur menn-
ingararfur, væri nú mjög mis-
brúkaður í þágu blygðunar-
lausrar evrópskrar hagsmunasér-
hyggju. Auk þess sem menn-
ingarhjalið væri næsta innan-
tómt, röksemdir í þágu menning-
miðlagaldurinn heldur uppi ör-
fáum heimsnöfnum) þá munu
höfundar í litlum samfélögum
verða að búa við æ þrengri kost.
Hoem vék ltka að þeirri merki-
legu staðreynd, að rithöfundarnir
sjálfir eru furðu afskiptalitlir í
Evrópuumræðunni, það er sem
þeir hafi gefist upp við það fyrir-
fram að hafa áhrif á hana. Það er
andófið, andstaðan, sem hefur
gefið Evrópu sinn svip, sagði
hann - allt frá dögum Páls postula
til Húss og Gramsci og Havels, en
nú er eins og andófið sé dautt.
Ég gat ekki stillt mig um að
skjóta því að, að það væri skrýtið
nú, þegar hin „sögulega nauð-
syn“, sem var ríkistrú og höfuð-
réttlæting alls ástands í Austur-
Evrópu, nú þegar hún er dauð,
Árni
Bergmann
helsta sem sagt var á slíkri ráð-
stefnu. En það sveif yfir vötnum
einhver tregi eftir því ástandi að
menningin skipti máli og það væri
hlustað á rithöfunda og einhver
von um að það mætti takast að
gera pólitíkina eitthvað annað en
„valdtækni" (orðalag Havels).
Koma að einhverri siðferðiskröfu
sem mark væri á tekið.
Við ræddum t.d. grein fróðlega
eftir þýska rithöfundinn Enzens-
berger, sem er að lofa þá menn í
Austur-Evrópu sem hann kallar
“hetjur undanhaldsins". Þá á
hann við menn eins og Jaruzelski
hinn pólska og Gorbatsjov og
fleiri, sem hafa tekið að sér að
grafa undan því valdi sem bar þá
sjálfa fram til áhrifa, en hefur
lifað sjálft sig. Menn sem taka að
sér að stjórna undanhaldi úr víg-
stöðu sem ekki verður lengur var-
in og uppskera fyrir lífsháska og
margar óvinsældir sinna manna.
Ráðstefnumenn voru ekki allir
sammála Enzensberger um það,
að Gorbatsjof og hans nótar væru
siðferðilegar hetjur: kannski
væru þeir blátt áfram neyddir til
að hrekjast undan vindi aðstæðn-
anna, kannski vissu þeir ekki
hvert þeir væru að fara þegar þeir
hófu sitt “undanhald“. En það er
ef til vill ekki aðalatriðið í þessu
samhengi. Þegar Enzensberger
hefur borið lof á Gorbatsjof og
fleiri kemur hann að sínum
mönnum í vestrinu. Hann segir
að einnig hér þurfum við á „hetj-
um undanhaldsins" að halda. Það
er ekki aðeins um það að ræða,
segir hann, að það þurfi að taka
stefnu á afvopnun, niðurskurð
vígbúnaðar. Það er bara eitt svið
af mörgum. Það þarf, segir Enz-
ensberger, að hörfa frá óverjandi
stöðu - til dæmis í skuldastríði
sem við heyjum gegn þriðja
heiminum. Og erfiðasta unda-
nhaldið af öllum er eftir - „unda-
nhald í því stríði sem við höfum
háð gegn okkar eigin lífræna um-
hverfi allt frá því á dögum iðn-
byltingarinnar.?
Beðið um
hugrekki
Enzensberger telur vestræna
stjórnmálamenn alltof smáa í
sniðum til að þeir geti tekið að sér
slík verkefni - en það er í von um
að slíkir menn finnist sem hann
heldur fram dæmum úr austur-
vegi: „Það er ekki hægt að móta
stefnu í umferðar- og orkumálum
sem nafn sé gefandi nema að
menn leggi út í skipulegt undan-
hald. Þetta krefst þess m.a. að
menn leggi niður vissar veiga-
miklar iðngreinar, sem þegar til
lengdar lætur eru ekki síður
ógnvekjandi en alráður flokkur.
Það hugrekki sem til þarf er varla
minna en kommúnistaforingi
þarf að eiga til að afnema vald-
einokun flokks síns“.
Og sem fyrr segir: í þessu efni
koma áhyggjur rithöfunda í
austri og vestri inn á sömu
brautir. Hjá Enzensberger sjáum
við svipaðar áhyggjur og í ræðu
Havels um pólitík og samvisku.
Svipaða von um að hægt sé að
sveigja stjómmálin undir sið-
ferðiskröfur, skapa það sem Ha-
vel kallar „andpólitísk stjórn-
mál“.Með öðrum orðum (segir
Havel) pólitík sem ekki er vald-
og stýringartækni eða list hins
praktíska og árangursríka, held-
ur pólitík sem aðf rð til að leita
að og finna líf sem nark er á tak-
andi, vernda það c>g þjóna því.
Hversu óprak; kt og „af-
strakt" sem slík: vangaveltur
hljóma nú um stui ir í „öðruvísi
Evrópu“
Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARELAÐ — SÍÐA21