Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 28
y í . r í I f í í 1 i I Bubbi og rasisminn Bubbi Morth^ns er nú í heil- ögu stríði við Isfirðinga vegna þess að trúbadúrinn og far- andverkamaðurinn fyrrver- andi telur ísfirðinga vera kyn- þáttahatara. Bubbitelur ísfirð- inga til kynþáttahatara vegna þess að þeir lemja Grænlend- inga, rétt eins og þeir væru Bolvíkingar. En það mun koma fyrir á ísafirði að fullir ísfirðingar og fullir Grænlend- ingar lendi í faðmlögum. Illar tungur segja hins vegar að ástæðan fyrir því að Bubbi hafi efni á því að setja við- skiptabann á ísfirðinga, sé að ísfirðingar séu mjög latir að sækja tónleika poppgoðsins og því sé ekki miklu fórnað. ■ Boðsmiða fyrir styrk Forsvarsmenn Listahátíðar voru duglegir við það að til- kynna fjölmiðlum að boðs- miðafjölda yrði stillt í hóf að þessu sinni. Þegar nær dró hátíðinni virðist gjafmildi stjórnarmanna þó hafa aukist umtalsvert, því að heyrst hef- ur að oft hafi meira en hundr- að miðum verið úthlutað til kúltúrelítu landsins á sumar sýningar. Megnið af boðsmið- um fór þó til styrktaraðila há- tíðarinnar. Fyrirtæki sem af einstakri gjafmildi létu fé af hendi rakna til menningarinn- ar réttu svo út hina höndina og tóku fyrir greiðann tugi boðs- miða. Meðal fyrirtækja sem styrktu hátíðina voru Eimskip, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar, Landsvirkjun, Seðlabankinn, Hekla hf, íslenskir Aðalverk- takar, IBM á íslandi og Lands- bankinn ■ Megrunarkúr og mmmmmmmmmmmmtmmtmmmrnmmmmmmmmmmm náttúruvernd Magnús Skarphéðinsson er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á náttúruvernd og vin- skap við spendýr hafsins. Hvað sem öllum klettum í haf- inu líður, með eða án ráðherr- atignar, eru til menn með mikil fjárráð sem vilja styrkja Magn- ús í viðleitni sinni. Aga Khan hefur stundum styrkt Magnús tif ýmissa verka og nú síðast hefur furstinn boðið Magnúsi á ráðstefnu um náttúruvernd í Sviss. Það er hins vegar merkilegt við föðir Aga Khans, að hann átti við offituvanda- mál að stríða og fór f all sér- stæða megrun. Hann hét því að gefa þyngd sína í gulli til fátækra innan tiltekins tíma. Engum sögum fer af því hvernig megrunarkúrinn gekk en aðferðin er jafn athugandi fyrir því fyrir þá efnamenn sem teljast vera í þungavigt. ■ „ ÉG ER SJÁLFBJARGA UMSVOMARGT" l Bifreið. Jeep Cherokee limited, með ABS-bremsukerfi og Metallic-lakki. Árangurinn af baráttu Sjálfsbjargar færir hundruðum fatlaðra einstaklinga nýja lífsvon, nýja trú á lífið. Happdrætti Sjálfsbjargar er einn veigamesti tekjustofn samtakanna. Bifreið. Subaru Legacy Sedan 1800cc, 4WD. 5 bifreiðar, Subaru Justy J-12 SL 4WD, 3ja dyra, 34 ferðavinningar að eigin vali með Sögu/Útsýn, SJÁLFSBJÖRG LANDSSAMBAND FATLAÐRA SAMEINADA/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.