Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 19
Málverkasýning Ólafur Th. Ólafsson opnar á Selfossi Ólafur Th. Ólafsson opnar á morgun, 7. júlí málverkasýningu á Hótel Selfossi kl. 16. Á sýning- unni verða 30 vatnslitamyndir og teikningar. Ólafur lauk prófi úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979 og hefur eftir það stundað list sína samhliða kennslustörfum. Hann hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar og einnig tekið þátt í sam- sýningum, bæði austanfjalls og í Reykjavík. Sýningunni lýkur 15. júlí. Heimslist í Hafnarborg I gær var opnuð í Hafnarborg sýning á verkum búlgarska listamannsins Jordan Sourtchev í kaffi- stofu safnsins. Á efri hæð hússins eru verk Toshik- atsus Endos sýnd enn um sinn. Jordan Sourtchev er ungur listamaður frá Búlgar- íu, og þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir utan heimalands síns. Þar hefur Jordan haldið fimm einkasýningar síðan hann útskrifaðist úr listadeild háskólans í Tarnovo. Á sýningunni í Hafnarborg eru rúmlega þrjátíu pennateikningar. Listamaður- inn starfar sem teiknari og mun á meðan sýningu stendur teikna myndir af fólki ef þess er óskað. Sýning Jordans stendur til 22. þessa mánaðar. Los Angeles og Hafnarfjörður I síðasta Helgarblaði birtist viðtal við japanska listamanninn Toshikatsu Endo, en það er við það að bæta að nú stendur einnig yfir sýning á verkum hans í Los Angeles, og hann er auk þess fulltrúi Japana á Feneyjar-tvíæringnum í ár. Sýningin í Hafnarborg er hingað komin frá Sví- þjóð, en var þar áður í Finnlandi. Héðan fer svo sýningin til Noregs og Danmerkur. Sýning þessa nýlistamanns frá Japan stendur til 22. júlí, og báðar sýningarnar eru opnar frá kl. 14-19 alia daga nema þriðjudaga. BE Föstudagur 6. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 HELGARMENNINGIN Vagnadans valinn í Vasterás Fantasía vekur athygli á áhugaleiklistarhátíð í Svíþjóð og heldur til Litháen og Lettlands í leikför í haust Fantasíuhópurinn vakti athygli áhorfenda á leiklistarhátíð í Va- sterás í Svíþjóð, og var valinn til að sýna Vagnadans í Litháen og Lettlandi í haust af sérlegum full- trúa áhugaleikfélaga Eistlend- inga. Nýtt helgarblað náði tali af Kára Halldóri leikstjóra og kenn- ara hópsins, en leikarar Fantasíu notuðu tækifærið eftir velgengn- ina í Svíþjóð og setti á sig ferða- skóna. Kári segir hópnum hafa gengið ágætlega, að hans sögn var þetta kannski óvenjulegasta sýningin á hátíðinni, og taldist mest í anda tilraunaleikhúss. Hópnum þótti mest gaman að því hversu ólík viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda voru, og kom oft til skemmtilegra umræðna um Vagnadansinn, og hafði hver sína skoðun á verkinu. Við vildum ekki að sýningin hefði neinn einn boðskap, eða einhvern útskýran- Iegan og auðskilin boðskap, held- ur var það ætlun Fantasíu að snerta við hugmyndum manna. Einnig þótti leikurum og leik- stjóra skemmtilegt hversu ólík viðbrögð hinna mismunandi þjóða og þjóðarbrota voru við Vagnadansi. Á hátíðinni sýndu auk Norðurlandaþjóðanna, að undanskildum Færeyingum, einnig hinir ýmsu minnihlutahóp- ar svo sem finnskir innflytjendur í Svíþjóð, tamflskur leikhópur frá Danmörku og íranskir innflytj- endur frá Stokkhólmi. Kári Hall- dór segir gaman að sjá hvað er að gerast meðal innflytjenda á Norðurlöndunum, þeir hafi tengst leiklistinni þar en fari jafn- framt sínar eigin leiðir. Óvenjulegur dans Sýning Fantasíu, Vagnadans, er á mörkum þess hefðbundna leikhúss eins og við þekkjum það, segir Kári Halldór. Þetta er leikur án orða, sem einnig snertir við danslistinni og gjörningum. Flestar aðrar sýningar á hátíðinni byggðust mikið á texta, eins og í hefðbundnu leikhúsi. Sumir hóp- arnir voru að reyna að koma ein- hverjum boðskap til skila, fyrir aðra var boðskapurinn sá að skapa sterka upplifun. Á hátíðinni var fulltrúi áhuga- leikfélags Eistlendinga sendur út af örkinni til þess að velja eina sýningu til að sýna í Lettlandi og Litháen í haust. Vagnadans Fantasíuleikhóps- ins varð fyrir valinu, og þykir hópnum það vissulega mjög spennandi. Að sögn Kára Hall- dórs er þetta tækifæri til að kynn- ast nýjum áhorfendum og við- brögðum þeirra, sem er einstakt og spennandi tækifæri. Aðspurður um framhald á starfsemi Fantasíu þegar leikferðum þeirra lýkur, segir Kári Halldór að hópurinn hafi verið önnum kafinn við æfingar og sýningar á ímyndunarveikinni eftir Moliére áður en þau æfðu Vagnadans að nýju og sýndu tvisvar fyrir brottför, og því gafst ekki tóm til að ræða hvað við taki í haust. Hins vegar sé hið eilífa vandamál leikhúsa hérlendis, bæði áhuga- og atvinnuleikhúsa, að ekki fást nægir peningar til að halda uppi starfsemi án erfið- leika. Fantasía voni það besta, og kannski koma til auknir styrkir svo að hópurinn megi starfa enn um sinn að nýjum verkefnum, sagði leikstjórinn að lokum. Dulúðlegt tilraunaverk Nýtt helgarblað hefur undir höndum einn af þeim dómum sem birtust um Vagnadans í Sví- þjóð. Er hann ritaður af Martin Hedén í Vestmanlands Lans Tidning fyrir skömmu. Þar fer höfundur lofsamlegum orðum um sýningu Fantasíu, og segir m.a. að Vagnadans hafi verið dulúðlegust og nýstárlegust sýn- inganna á hátíðinni. Hann minn- ist sérstaklega á skemmtilega og sérkennilega tónlist verksins, og dans leikara, sem honum þótti öllum takast að skapa sannfærandi persónur í þessum leik án orða. BE Ein Fantasíuleikkvennanna úti á götu í Svíaríki í einni af innkaupakörfunum góðu úr Vagnadansi, og vekur þar greinilega ekki minni athygli en inni í leikhúsi. Priðjudagstónleikar Þekkt lög Sólrún Bragadóttir söngkona og Jónas Ingimundarson píanó- leikari hafa sett saman dagskrá með þekktum lögum eftir Franz Schubert og verða þessi lög flutt á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar þann 10. júlí nk. Sólrún Bragadóttir hóf söng- nám í Tónlistarskóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur, en fór í framhaldsnám til Bandaríkj- anna þar sem hún lauk masters- gráðu frá Indiana University. Þaðan fór hún til Þýskalands á fastan samning við leikhúsið í Ka- iserslautern og þar hefur hún sungið sl. þrjú ár. Þar hefur hún Schubert sungið mörg stór hlutverk, m.a. Mimi í La Bohéme eftir Puccini, Gildu í Rigoletto eftir Verdi, Greifafrúna í Brúðkaupi Fígarós, Maríu í óperu Smeta, Selda brúð- urin og Suor Angelica eftir Pucc- ini. í haust fer Sólrún til óperu- hússins í Hannover, þar sem hún er ráðin til þriggja ára. Hún hefur þar feril sinn með því að syngja hlutverk Pamínu í Töfraflautunni eftir Mozart. Jónas Ingimundarson hefur starfað sem píanóleikari, kennari og kórstjóri frá 1970. Jónas er þekktur um land allt fyrir tón- leika sína. Auk þess hefur hann Sólrún Bragadóttir söngkona syngur á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 10. júlí nk. haldið tónleika á Norðurlöndum, á meginlandi Evrópu, í Banda- ríkjunum og Kanada.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.