Þjóðviljinn - 06.07.1990, Side 20
Einar Már
Guðmundsson
Óvinir
hlátursins
Verður bókin
homreka
í Evrópu?
Málfrelsið er komið til Austur-Evrópu og allt það sem ekki gat
birst áður getur nú komið út og mikið er það gleðilegt.
Um leið er eitthvað að hverfa sem menn sjá eftir: sú staða
sem rithöfundar í Austur- Evrópu höfðu síðastir manna, að það
var mark á þeim tekið, bæði af valdhöfum og almenningi. Nú
kemur varla annað í staðinn en undanrenna af afþreyingariðn-
aði Vesturlanda, menningin, bókmenntirnar hrekjast út í horn.
Um leið er Evrópa að sameinast undirfánum kaupsýslunnar
og enginn veit hvernig bókmenntum reiðir af í þeim dansi, síst
bókmenntum smærri þjóða. Allir eru nokkuð svo ráðvilltir.
Og í vangaveltum um þetta allt fer allmikið fyrir von um að
takast megi að skapa eitthvað það úr leifunum af evrópsku
andófi í austri og vestri, sem gæti tryggt einhverja siðferðilega
vídd í pólitík og viðskiptum, eitthvað það hlutverk bókmenntum
til handa sem mark væri á takandi.
Ég var að lesa í góðri trú, grein
Salman Rushdies í síðasta hefti
Tímarits Máls og menningar, og
þá rifjaðist upp fyrir mér atvik
sem gerðist í þorpi nokkru við
sjávarsíðuna fyrir einsog þrjátíu
árum, og hér segir frá.
Frændi minn, einhleypur
rennismiður, símaði í bæinn og
bauð mér að vera viðstöddum af-
mælishátíð í þorpinu þar sem fjöl-
mörg skemmtiatriði áttu að fara
fram ásamt íþróttum og leikjum.
Ég þáði að sjálfsögðu boðið og
var mættur daginn fyrir hátíðina.
Samræður okkar frænda, sem lík-
lega mundu flokkast undir
heimspeki, treysti ég mér ekki að
færa til bókar en við veltum ýmsu
fyrir okkur, meðal annars kuð-
ungum.
Næsta dag rann afmælishátíðin
upp og þá rigndi einsog guði þyk-
ir tilheyra þegar afmælishátíðir
eru haldnar hér á landi. Stórt
svið, sem frændi minn hafði
hjálpað til við að smíða, beið og
stólum var raðað á plan þar sem
stundum var þurrkaður saltfisk-
ur.
Fyrst hélt bæjarstjórinn sína
bæjarstjóraræðu en svo lék lúðra-
sveit. Næst átti að vera erindi um
sögu bæjarins og síðan
skemmtiatriði fyrir börnin. Til
síðarnefndu atriðanna kom þó
aldrei, því varla hafði lúðra-
sveitin lokið ieik sínum en í ljós
kom að kynnirinn var gufaður
upp; en í hans stað stóð grindhor-
að skáld á sviðinu.
Skáldið hóf að lesa ljóð; og
ljóðið fjallaði um grútarbræðsl-
una. Ég get ekki vitnað í það en
man að andlitsdrættir skáldsins
voru reiðilegir; og urðu æ reiði-
legri því lengra sem á lesturinn
leið.
Ég sá að fólk var tekið að
ókyrrast í stólunum. Sumir pís-
kruðu í hálfum hljóðum en aðrir
lögðu lófana á lærin og hristu
höfuðin. Nokkrir virtust þó hafa
gaman af eða þar til bæjarstjór-
inn reis upp, blábólginn af reiði,
og æpti:
Satan!
Um leið tók hann upp stein og
grýtti að skáldinu. í sömu mund
beygðu sig allir niður og gerðu
slíkt hið sama. Skáldið kvarð að
flýja af sviðinu en grjótkastið hélt
áfram.
Ég hljóp með stein í hendinni
og var allt í einu staddur á þjóð-
veginum. Þar sá ég hvar skáldið
hljóp, elt af fokreiðum þorpsbú-
um eða þar til það hvarf á milli
tveggja fjalla.
Stðan hefur skáldið verið á
stöðugum flótta, réttdræpt á
dansleikjum og úthýst af heimil-
um; og enn eru þeir til sem reyna
að muna ljóðið sem enginn hlust-
aði á og aldrei var lokið við að
lesa.
Kannski er þetta Salman Rush-
die málið í hnotskurn; andi þess
einsog hann getur birst öllum að
óvörum, líka hér norður við
dumbshaf.
Eitt sinn var gefinn út bæk-
lingur og hét hann Nóbelsskáld í
nýju Ijósi. Flöfundurinn var
prestur. Hann hélt því fram að
hlytu verk Halldórs Laxness
meiri útbreiðslu væru útflutn-
ingsatvinnuvegirnir í hættu, því
lýsingar Halldórs á óþrifnaði
gætu valdið sölutregðu á íslensk-
um matvælum á erlendum
mörkuðum.
Svipuð viðhorf mátti eitt sinn
sjá í grein í dönsku blaði. Þar
skrifaði færeyskur ferðamála-
fulltrúi, en þá hét Halldór Lax-
ness William Heinesen. Hann
taldi að með lýsingum sínum á
sértrúarsöfnuðum hafði Heines-
en unnið færeyskum ferðamann-
aiðnaði óbætanlegt tjón, og ætti
jafnvel að sekta hann fyrir.
Salman Rushdie málið öðlast
sína sérstöðu vegna þess hve nak-
ið og berskjaldað það er. Klerk-
arnir í íran eru ekkert að fara í
grafgötur með hverja þeir háta en
ofsatrúin er þeim ef til vill aðeins
yfirvarp til að fela það sem raun-
verulega er að í bakgarði þeirra
sjálfra.
Það er hins vegar rangt að túlka
ofsatrúna sem svo að hún eigi að-
eins við múslimi. Aðför Sovét-
stjórnarinnar gegn Alexander
Solzhenitsyn á sínum tíma var af
sama toga, s\'o og McCarty rétt-
arhöldin bandarísku um landráð-
astarfsemi innan ríkisstofnana.
Hið spéhrædda vald lætur ekki
að sér hæða. Því líður einsog fúl-
um kalli í strætó. Hlátur strák-
anna í aftasta sætinu ögrar hon-
um. Helst vildi hann banna fólki
að hlæja. Fyrsta bók Milan
Kundera heitir Brandarinn og
segir frá litlum brandara sem
flækist í neti valdsins þar til hann
er orðinn að skelfingu. Hláturinn
er óvinur valdsins af því hann er
stjórnlaus og mögulega skyldur
djöflinum. Sænska orðið
„skratta", sem þýðir að hlæja, er
sama orðið og skratti.
Á íslandi er bannað samkvæmt
stjórnarskránni að hrekkja emb-
ættismenn. Þeir eru verndaðir
gegn kímni almennings og strangt
til tekið er bannað að gagnrýna
þá. Nýlegt dæmi er hin viðkvæma
æra Viðeyjarklerksins, sem að
vísu hefur ekki verið gúterað enn
að sé meira virði en eitt eintak af
Tímanum.
Eg geri mér auðvitað ljóst að
langt er á milli Teheran og Við-
eyjar, að dauðadómskrafa klerk-
anna þar er einstök og vonandi
eins langt og hugsast getur á milli
hennar og skoðana færeyska
ferðamálafulltrúans í dæminu hér
að ofan og klerksins sem skrifaði
Nóbelsskáld í nýju Ijósi.
En hinu má ekki gleyma að
undir syfjulegu yfirborðinu
leynast oft skuggalegar tilhneig-
ingar eða einsog gamli geð-
læknirinn sem hlustaði á sjúkling-
inn lýsa heimilisaðstæðum er
honum fundust fremur hvunn-
dagslegar og venjulegar en sagði
svo: „Jahá, Kleppur er víða.“
Rithöfundar
á málstefnu
Eitthvað á þessa leið var mál-
stefna sem efnt var til á Biskops
Arnö á dögununum, en þangað
komu rithöfundar frá Norður-
löndum, frá íslandi við Sigurður
A. Magnússon. Rithöfundum frá
Eistlandi hafði líka verið boðið
(en í fyrra áttu þeir í fyrsta sinn
málþing við norræna rithöfunda á
sama stað), en þeir komu ekki og
fékkst ekki á því skýring. í þeirra
skarð hlupu Juris Kronbergs og
Ivo Illiste, Letti og Eistlending-
ur, bókmenntamenn báðir, bú-
settir í Svíþj óð. Málstefnan bar
yfirskriftina „Bókmenntir og
gildismat í öðruvísi Evrópu". Það
leiðir af sjálfu sér að undir þeim
hatti kemst æði margt fyrir, kann-
ski meira en góðu hófu gegnir.
Hvað er til dæmis „öðruvísi Evr-
ópa?“. Enginn reyndi að svara
því sérstaklega - þó var það
mönnum bersýnilega efst í huga,
að ríkiskommúnisminn var hrun-
inn í Austur-Evrópu og þar með
var tekið stórt skref til samstill-
ingar þjóðlífsmynstra um alla álf-
una - rétt um það bil sem hin
sameiginlegi innri markaður
Vestur-Evrópu er að gjörast
veruleiki. Um þetta voru menn
að fjalla svona fram og aftur.
Mér dettur ekki í hug að skrifa
einhverskonar fundargerð um
þetta málþing, né heldur þreyta
lesendur á nafnaþulum sem vísa
til þess hver sagði hvað. Hér
verður aðeins drepið á það helsta
sem upp úr mönnum stóð.
Við áttum
á öðru von
Sem fyrr segir: menn byrjuðu á
að fjalla um Austur-Evrópu, rit-
skoðunina og annað ófrelsi sem
var og frelsið sem komið er. í
máli sumra þátttakenda gætti
viss samviskubits eða þarfar fyrir
ádrepu á þá rithöfunda sem
höfðu í nafni vinstrimennsku eða
umburðarlyndis á villigötum
tekið mikinn þátt í sendinefnda-
leiknum: Æ þið vitið hvað við er
átt: einhver rithöfundur (kannski
ekki sérlega mikils metinn heima
hjá sér) fer í menningarsendi-
nefnd austur og er tekið sem stór-
höfðingja og það stígur honum til
höfuðs og truflar hann og hann
segir það sem valdhöfum kemur
vel þegar heim kemur. Mál-
þingsmenn voru vitanlega glaðir
yfir því að orðið var orðið frjálst í
Austur-Evrópu. En um leið voru
þeir eins og tregafullir. Þeir sáu
eftir þeim tíma þegar menn eins
og Solzhenitsin eða Vaclav Havel
voru ekki aðeins merkir rithö-
fundar, heldur áhrifamenn í
þjóðfélaginu, fóru með eitthvað
merkilegt siðferðilegt vald, sem
valdhafarnir gátu ekki við ráðið,
hve mjög sem þeir hertu á rit-
skoðun, bönnuðu bækur, beittu
fangelsisdómum og útlegð. Mig
minnir að það hafi einmitt verið
Solzhenitsin sem sagði um Tol-
stoj (sem átti á sínum tíma í veru-
legum útistöðum við keisaravald-
ið og ríkiskirkjuna); Mikill rit-
höfundur er eins og önnur ríkis-
stjórn í ófrjálsu landi.
Hið lakasta
breiðist út
En nú mega allir skrifa allt og
þá skreppur rithöfundurinn sam-
an, ef svo mætti segja, hann er
utanveltu í samfélagi sem tekur
mest mið af neysluvarningi og
nokkuð svo vélrænni afþreyingu.
Það vantaði ekki dæmi á mál-
þinginu (sum komu frá fullrúum
Balta, önnur frá útgefendum sem
höfðu samband við Austur-
Evrópu) um það, að útgáfustarf-
semi hefði um margt hnignað
austur þar á undanförnum mán-
uðum. Ríkisforlögin stóru, sem
vitanlega voru háð pólitísku eftir-
liti, en gáfu engu að síður út
margt ágætt, voru menningar-
stofnanir sem þurftu ekki að hafa
verulegar áhyggjur af gróða eða
tapi, þessi forlög eru að hrynja. í
staðinn kemur svo einkaframtak
sem vill hafa sinn gróða á hreinu á
nokkrum vikum: í Póllandi, sagði
forleggjarinn Dorothea Bromb-
erg, kemur þetta fram í feikna-
legu flóði af klámi og blóðugustu
ofbeldissögum. Menn komu með
ýmsar skýringar á þessum „þor-
sta í skít“ (sem Eistlendingurinn
Ivo IUiste kallaði svo) - m.a. var
minnt á það, að í ritskoðunar-
þjóðfélagi sem er á móti hasar og
reyfurum venst almenningur á að
nota t.d. sígildar skáldsögur sem
afþreyingu. En hvað sem útskýr-
ingum líður: mönnum þóttu það
bersýnilega leiðinleg kaup, að
þjóðir Austur-Evrópu losnuðu
við ritskoðun og annan slíkan
ófögnuð til þess eins að uppskera
einhverja undanrennu af vest-
rænu menningarástandi.
Ekki gikksháttur
Nú gætu menn sagt sem svo: er
þetta ekki allt saman venjulegur
gikksháttur rithöfunda og
menntamanna? Hver hefur gefið
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. júli 1990