Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.07.1990, Blaðsíða 18
Margeir og Jóhann fara rólega af stað á millisvæðamótinu Ein stærsti skákviðburður ársins hófst í Manila á Filippseyjum sl. föstudag. Par tefla 64 skákmenn 13 umferðir eftir Monrad-kerfi og er barist um 11 sæti í áskorendakeppn- inni. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson eru meðal þátttakenda en skákunnendum er enn í fersku minni glæsilegur sigur Jóhanns á milli- svæðamótinu í Szirak í Ungverjalandi fyrir þremur árum. Þeir félagar hafa farið rólega af stað, eru heldur að sækja sig en aðeins góður endasp- rettur tryggir eitt af ellefu efstu sæt- unum. Nokkuð er um óvænt úrslit og sér- staka athygli vekur fremur slök frammistaða tveggja af stigahæstu skákmönnunum þeim Nigel Short og Salov. Þegar tefldar höfðu verið fimm umferðir stóðu leikar þannig: 1.-4. með 4 vinninga: Ivantsjúk, Gelfand, Sax og Portisch. 5.-13. með vinning: Agdestein, Kiril Georgiev, Lautier, M. Gurevic, Lputian, Kortsnoj, Dolmatov, Damljanovic, Judasin. 14.-25. með 3 vinninga:NikoIic, Ehlvest, Seirawan, Kalifman, De Firmian, Popovic, Miles, Shirov, Ljubojevic, JÍubner, Dreev og Spas- ov. 26.-41. með 2Vi vinning: Margeir Pétursson, Vaganian, Kamsky, Gulko, Sokolov, Adams, Anand, Dzindzihasvili, Chandler, Short, 111- escas, Rachels, Rechils, Cabrilo, Stohl, Mascarinas. 42.-54. með 2 vinninga: Jóhann Hjartarson, Salov, Zapata, Spragg- ett, Torre, Tal, Marin, Ivanovic, De Rongguang, Lobron, Van Riems- dijk, Ftacnik, Rodgers. 55.-58. með IV2 vinning: Arencbia, E1 Taber Fouad, Carlos, De Rongu- ang. 59.-62. með 1 vinning: Smyslov, Thipsay, Sunye Neto, Afifi, Lin Ta. 63. með Vi vinning og biðskák: Pi- asetski. 64. með engan vinning og biðskák: Hmadi. Sovétmennirnir ungu Gelfand og Ivantsjúk ætla greinilega ekki að láta söguna frá Moskvu endurtaka sig en þar misstu þeir af sæti í heimsbikar- keppninni á síðustu stundu. Gelfand hefur verið spáð jafnvel enn meiri velgengni en Ivantsjúk sem er talinn of taugastrekktur til að ná heimsmeistaratitli en ef eitthvað mun hamla framgöngu hins nýja Borisar þá er það viss einbeitingarskortur. Lítum á eina af sigurskákum hans á mótinu í Moskvu í júní sl.: 2. umferð: B. Gelfand - E. Vladimirov Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 d6 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. Hbl Be6 6. b4 Dd7 (Ekki 6. ... Bxc4 7. b5 Ra5 8. Da4 og svartur verður að láta skiptamun af hendi.) 7. d3 Bg7 8. b5 Rd8 9. a4 Re7 10. Rd5 0-0 11. e3 Rc8 (Svartur teflir byrjunina alltof ró- lega og áður en varir nær hvítur mikl- um þrýstingi á drottningarvænginn. Betra var 11. ... f5 strax.) 12. Ba3 f5 13. a5 c6 14. Rc3! (Til að eiga inni sprengjuna a5-a6.) 14. ... f4 15. Rf3 fxe3 16. fxe3 Bh6 17. De2 a6 18. bxc6 Rxc6 19. 0-0 Rxa5 (Peðið á a5 hefur litla þýðingu mið- að við stöðuyfirburði hvíts. 20. leikur svarts er vitaskuld slakur en staða hans er strategískt töpuð.) 20. Re4 Bf5? a b c d e f g h 21. Rxe5! (Eða 21. ... dxe5 22. Bxf8Kxf823. g4 o.s.frv. 22. ... Bxf8 er svarað með 23. Rf6 og drottningin fellur.) 21. ... De8 22. Rxd6! Dxe5 23. Rxf5 (- og Vladimirov gafst upp því 23. ... Hxf5 er svarað með 24. Bd5 í Kg7 25. Bb2 og drottningin feliur. Nýi Elo-listinn Um síðustu mánaðamót sendi FIDE, alþjóða skáksambandið frá sér nýja ED, 1.0 lista og kennir þar margra grasa. Samkvæmt honum eru lOstigahæstu skákmenn heims þessir: 1. Garrí Kasparov, 2800. 2. Anatoly Karpov, 2730. 3. -4. Vasily Ivantsjúk, 2680. 3.-4. Boris Gelfand, 2680. 5. Jan Timman, 2660. 6. -7. Valeri Salov, 2655. 6.-7. Jan Ehlvest, 2655. 8. Gata Kamsky, 2650. 9. Mikhael Gurevic, 2640. 10. Yasser Seirawan, 2635. Uppsveifla Gata Kamsky kemur mest á óvart og þó staða hans á listan- um hljóti að breytast fljótlega verður það ekki frá honum tekið að hann hefur náð frábærum árangri við skák- borðið þrátt fyrir ungan aldur. Af íslensku skákmönnunum er sá sem þessar línur ritar efstur með 2595 Elo-stig og er í 33.-35. sæti ásamt Larry Christiansen og Tony Miles. Margeir Pétursson kemur næstur með 2550 Elo-stig og er í 79.-88. sæti og Jón L. Árnason er með 2540 Elo- stig og er í 96.-109. sæti. Jóhann Hjartarson er með 2520 Elo-stig. Stigatala annarra íslenskra skák- manna liggur ekki fyrir. Helgi Ólafsson Tíðindi frá Færeyjum Þegar þessar línur eru ritaðar (á miðvikudagskvöldi) er lokið við að spila 5 umferðir á Norður- landamótinu, sem fram fer þessa dagana í Þórshöfn í Færeyjum. Fréttir hafa aðeins borist af úrslit- um leikja eftir 4 umferðir. f kvennaflokki leiddu dömurnar okkar ásamt dönsku kvenna- sveitinni, með 76 stig. Úrslit í ein- stökum leikjum þeirra eru: Ísland-Noregur: 13-17. fsland- Svíþjóð: 24-6. Ísland-Finnland: 21-9. Ísland-Danmörk: 18-12. í opna flokknum var heldur ró- legra „tempó“ hjá okkar mönnum. Eftir 4 umferðir voru þeir í 3. sæti með 62 stig. Úrslit Ieikja hjá þeim til þessa eru: Ísland-Noregur: 15-15. ísland- Svíþjóð: 17-13. Ísland-Finnland: 17-13. Ísland-Danmörk: 13-17. í 5. umferð mættu liðin okkar svo heimamönnum og var aðeins sá leikur á dagskrá á miðvikudeg- inum. Ef að líkum lætur, þá sigra bæði liðin okkar í þeim viður- eignum og trúlega ná konurnar afgerandi forystu eftir þá umferð og mótið hálfnað. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá glæsilegu frammistöðu þeirra Estherar Jakobsdóttur, Valgerð- ar Kristjónsdóttur, Önnu Þóru Jónsdóttur og Hjördísar Eyþórs- dóttur. f opna flokknum rétta okkar menn líklega sinn hlut talsvert eftir spilamennskuna á miðviku- deginum og eru með í toppbarátt- unni fram undir síðasta leik. Ef þeir ná 20 stigum eða meir, hafa þeir skorað milli 80-90 stig eftir 5 leiki, sem útaf fyrir sig er vinn- ingsskor ef liðið nær sama árangri í síðari lotunni. Lið Svía og Dana virðast keppa um sigurlaunin, ásamt okkar liði. í kvennaflokki er hins vegar vert að vekja athygli á því, að liðið okkar er aðeins skipað 4 spilurum (engir varamenn) þann- ig að viðkvæm staða undir lokin, er þreytan fer að segja til sín gæti haft áhrif á úrslit í einstökum leikjum. Engin vítakeppni þar á ferð. Glæsileg staða hjá kvenfólkinu og hver veit? Hjá körlunum er erfiðara að spá í spilin. Með sama áframhaldi gæti liðið okkar hæg- lega varið Norðurlandatitilinn, sem vannst hér heima á síðasta móti, 1988. Ef svo fer, verður frammistaða þeirra félaga að telj- ast aldeilis frábær og framar von- um flestra. Fylgjumst með frétt- um. Sveit Grettis Frímannssonar Akureyri sigraði sveit Flemmings Jessen frá Hvammstanga í 1. um- ferð Bikarkeppni BSÍ. Sveit Grettis mætir sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar í 2. umferð, en sveit ferðalanganna úr Reykjavík sigraði sveit Stefáns Sveinbjörns- sonar úr Eyjafirði í 1. umferð, nokkuð örugglega. Þættinum er ekki kunnugt um úrslit í fleiri leikjum úr 1. umferð sem á að vera lokið fyrir næstu mánaðamót. Til þessa hafa 7 sveitir tryggt sér sæti í 16 sveita úrslitunum. Til þessa hafa íslendingar ávallt verið þiggjendur í er- lendum samskiptum, utan Bridgehátíðar ár hvert, og Norð- urlandamóta. Sá möguleiki að Bridgesamband íslands bjóðist til að halda Evrópumót landsliða eða jafnvel heimsmeistaramót (Bermuda Bowl) hefur verið ræddur lítillega síðustu árin, en þó aldrei í fullri alvöru. Frændur okkar og vinir, Finnar, stóðu fyrir síðasta Evrópumóti í sveitakeppni í Turku og að sögn tókst skipulagning og fram- kvæmd mótsins með afbrigðum vel. Þó er Bridgesambandið þeirra mun skemmra á veg komið en okkar, og spilarar þaðan ekki notið árangurs á opnum mótum. Umsjónarmanni sýnist full ástæða til að gera meir en að skoða þessi mál. Við ættum að hefja undirbúning nú þegar að Evrópumóti landsliða í Opnum flokki og kvennaflokki, sem haldið yrði hér á landi innan 2-3 ára. í framhaldinu ættum við svo að bjóða Alþjóðabridgesam- bandinu að halda heimsmeistara- mótið (Bermuda Bowl) innan 5-6 ára. Með þessu endurgreiðum við þeim þjóðum sem staðið hafa fyrir þessum mótum frá upphafi og um leið setjum við okkur á landakort bridgespilara um víðan heim. Hér er ein létt varnarþraut; Norður S: D852 H: 9654 T: K10 L: G107 Vestur: S: G1093 H: D102 T: ÁD8 L: ÁD8 Þú situr í Vestur. Sagnir hafa gengið: Suður Vestur Norður Austur 1 Hjarta 1 grand 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Og spilar út spaðagosa. Blindur (Norður) leggur upp, fé- lagi fylgir lit með fjarka og sagn- hafi tekur á ás. Þá hjartaás, hjart- akóngur og þriðja hjartað, sem þú færð á drottninguna. Félagi þinn á ekkert hjarta og lætur 2 tígla og lauf (ekkert hvetjandi eða letjandi í stöðunni, enda næsta víst að félagi á ekki marga „málaða“ menn á hendinni). Hvað nú? Hvað ber að varast í stöðum sem þessum? Rétt, kastþröng sagnhafa. Hvað ætlum við að gera ef sagnhafi „dælir“ niður trompunum (sem eru 3 eftir á hendinni hjá Suður)? Og hvernig leysum við vandamálið? Með því að taka ekki slag í vörninni. Ef við tökum slag á td. tígulás og spilum meiri tígli, tímasetjum við spilið fyrir sagnhafa og sjálfkrafa kastþröng (strípiþvingun) kemur til sögunnar. Við afstýrum þessu vandamáli einfaldlega með því að spila tíguldrottningu. Með því vinnst: a) ef félagi á tígulgosann, fylgjum við þessu eftir og látum lágan tígul ef sagnhafi spilar að tíunni síðar í spilinu. Inni á tígul- gosa spilar félagi laufi. b) ef sagn- hafi á tígulgosann, skiptir engu máli hvað við gerum í rauninni. Hvort hann fær 10 slagi eða 11 slagi er aukaatriði, miðað við glæsileika varnarinnar ef félagi á tígulgosann. c) ef sagnhafi spilar samt trompunum í botn, eftir að við höfum spilað tíguldrottningu, fylgjum við sannfæringu okkar og látum tígulásinn fjúka í trompið og höldum fast í áttuna í tígli. Og að lokum. Auðvitað átti fé- lagi okkar tígulgosann og spilið fer einn niður, ef vörnin hefur spilast eins og hér hefur verið greint frá. Fyrir lengra komna? Alls ekki. Sama hugsunin gildir hér eins og annars staðar í spil- inu. Að staldra við og setja sig í spor sagnhafa. Með þeirri aðferð leysum við auðveldlega þrautir á borð við þessar. Reyndu næst. Ólafur Lárusson 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.