Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 3
Kántrý
Hallbjöm með Nashvilleplötu
Margir þekktir kántrýleikarar spila undir hjá Hallbirni á nýrri plötu
Hallbjörn Hjartarson er nýkom-
inn heim frá Nashville í Banda-
ríkjunum með nýja kántrýplötu í
farteskinu. Hallbjörn segir miklar
breytingar vera á nýju plötunni
frá fyrri plötum, sem aðallega fel-
ist í því að aðeins sé notast við
náttúruleg hljóðfæri. Nýja platan
á að heita „Kántrý 6 frá Nash-
ville" og kemur út i næsta mán-
uði.
„Platan var tekin upp í réttu
andrúmslofti og réttu umhverfi
og spiluð inn af mjög frægum
mönnum sem hafa verið við þetta
í áratugi," sagði Hallbjörn í sam-
tali við Þjóðviljann. Þar mætti
nefna Bruce Atkins sem hefur
leikið með Dolly Parton og steel-
gítarleikarann Sonny Garrish
sem spilaði með Elvis Presley,
Eitt verka Ninu Gautadóttur á
sýningunni: Sá vill hafa sigur í
kaupum og sölum.
Kjarvalsstaðir
Sýningu Nínu
lýkur
Málverkasýningu Nínu Gauta-
dóttur á Kjarvalsstöðum lýkur á
sunnudag.
Verkin á sýningunni eru öll
unnin á síðastliðnum tveimur
árum, og er uppspretta verkanna
áhugi listamannsins á skrift og
táknriti. Nína notar rúnaletur
fjölkynngitákn og fornegypsku í
myndir sínar.
Kjarvalsstaðir eru opnir dag-
lega frá kl. 11-18.
Tammy Wynette, Roy Rogers,
Hank Williams, BB King og
fleirum. Hallbjörn sagði aðra
hljóðfæraleikara einnig mjög
færa í sínu fagi.
Hallbjörn gefur plötuna út
sjálfur og sagði fyrirtækið svo
dýrt að hann gæti gefið út tvær
plötur teknar upp á íslandi fyrir
sama pening. „En ég hef stund-
um verið sagður þrár og stórhuga
og þegar þessi hugmynd var farin
að gerjast í kollinum á mér, vildi
ég framkvæma hana hvað sem
hún kostaði,“ sagði Hallbjörn.
Þetta er gamall draumur hjá
Hallbirni því hann hafði ætlað sér
að fara til Nashville fyrir fimm
árum, þegar hann lenti í bílslysi.
Þegar Tammy Wynette kom til
íslands í vetur, sagðist Hallbjörn
síðan hafa fengið eins konar vít-
amínsprautu þegar hann hitti
kántrýdrottninguna í boði, og
ákveðið að láta drauminn rætast.
Áður en Hallbjörn fór út sagði
hann allar sínar hugmyndir um
„Villta vestrið“ hafa byggst á
þeim vestramyndum sem hann
hefði sýnt á 30 ára ferli sem sýn-
ingarstjóri. Það hefði því verið
mikils virði að komast til Nas-
hville og sjá hlutina með eigin
augum og vinna með mönnum
sem þekktu vel til kántrýsins.
-hmp
Þriðjudagstónleikar
Sópran og píanó
Næstkomandi þriðjudagskvöld
syngur sópransöngkonan Marta
Guðrún Halldórsdóttir við undir-
leik píanóleikarans Gísla
Magnússonar í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar.
Þau Marta Guðrún og Gísli
munu flytja lög eftir Schubert,
Brahms, Mendelssohn og Ric-
hard Strauss.
Marta Guðrún hóf söngnám
við Tónlistarskólann í Reykjavík
árið 1984 hjá Sieglinde Kahman,
auk þess sem hún nam píanóleik
hjá Gísla Magnússyni við Tón-
listarskólann í Garðabæ. Marta
stundar nú nám við Tónlistar-
skólann í Munchen.
Gísli Magnússon á langan tón-
listarferil að baki. Gísli hefur
komið fram víða á tónleikum
bæði sem einleikari og með Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Hann er
skólastjóri Tónlistarskólans í
Garðabæ.
Að vanda hefjast sumartón-
leikar Listasafns Sigurjóns Ólafs-
sonar kl. 20.30.
BE
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3
Hér er hægt að gera við og
lagfæra steypuskemmdir
Semkís eru íslensk viðgerðarefni fyrir steinsteypu.
Semkís efnin eru prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar-
ins og fagmönnum í byggingariðnaði.
Rað er ekki óleysanlegt vandamál að lagfæra frostskemmdir
í steypu, ryðskemmdir út frá járnabindingu, sprungur í veggjum,
brotna kanta og stærri eða minni múr- og steypuskemmdir ef
notuð eru Semkís viðgerðarefnin. Réttu viðgerðarefnin eru
íslensku Semkís efnin, þróuð og framleidd fyrir íslenskar aðstæður.
Semkís VIOO: Fljótharðnandi án trefja fyrir minni viðgerðir.
Semkís V200: Fljótharðnandi með trefjum fyrir viðgerðir á
álagsflötum og staerri rifum, sprungum eða holum.
Semkís V300: Hægharðnandi með trefjum og mikilli
viðloðun. Ætlað til viðgerða á stærri flötum þar sem álag er mikið.
Semkís FIOO: Stálvari til að ryðverja steypustyrktarjárn.
Semkís A100 Steypuþekja til verndunar á steypu-
viðgerðum, múrhúðun og allri venjulegri steypu.
Semkls efnin eru framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Framleiðandi er Sérsteypan sf. á Akranesi
sem er sameign Sementsverksmiðju rlkisins og íslenska járnblendifélagsins.
Heildsöludreifing:
Sementsverksmiðja ríkisins,
Afgreiðsla Sævarhöfða Reykjavík s: 91-83400
Afgreiðsla Akranesi, s: 93-11555.
Semkís efnin fást hjá öllum helstu byggingarvöruverslunum og hjá SANDI h.f.
Viðarhöfða í Reykjavík s: 91-673555
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SlMI: 93-13355