Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 14
er erfitt en skemmtilegt
—Sirkuslífið er á köflum mikið
harðræði, en manni leiðist
aldrei. Ég sé ekki eftir því að
hafa valið mér fjölleika að ævi-
starfi. Vitanlega verður maður
ekki ellidauður í sirkusnum. En
ég hef að nógu að snúa þegar
ég eldist. Ég hef sérhæft mig í
dýratamningum og það er mik-
ill hörgull á hæfu fólki til að
þjálfa dýr í fjölleikahúsið, segir
Díana fjölleikakona sem hefur
síðustu vikumar sýnt ýmsar
listir í Reykjavík ásamt félögum
sínum í spænska sirkusnum
Sirkus Raluy við góðar undir-
tektir borgarbúa.
Að öðrum atriðum óslöstuð-
um mun óhætt að fullyrða að þau
atriði sem Díana hefur upp á að
bjóða hafa vakið hvað mesta at-
hygli á sýningunum. Bæði er að
hún sýnir fjölbreytt töfrabrögð og
notast einnig við harla sjaldséðar
skepnur I sirkus, krókódíla,
slöngur og kóngulær. Nýju Helg-
arblaði lék því forvitni á að kynn-
ast aðeins þessari fjölhæfu lista-
konu.
Hugurinn stefndi í
dýralækningar
-Það er dálítið flókið að út-
skýra hvemig það atvikaðist að
ég ílentist í fjölleikahúsinu. Olíkt
svo mörgu sirkusfólki hefur ljöl-
skylda mín ekki verið tengd íjöl-
Snemma beygist krókurinn. Þessi unga spænska hnáta er strax farin að æfa
af kappi enda er það fremur venja en undantekning að sirkusstörf gangi
mann fram af manni (sömu fjölskyldunum.
gerði sína fyrstu samninga við
fjölleikahús sem fullgildur fjöl-
leikamaður. í því atriði sem hún
færði fyrst á svið notaðist hún við
hunda og hesta.
Næstu árin voru óslitinn tími
ferðalaga með sirkusum um þvera
og endilanga Evrópu. -Þetta var
harður skóli fyrir óharðnaðan
ungling, en engu að síður vel þess
virði að ganga í gegnum, segir
Díana.
Dýrin mín
stór og smá
Díana hefúr alltaf verið með
dýr í þeim atriðum sem hún hefur
fært á svið. -Pabbi og mamma
hafa alltaf verið með dýr þannig
að ég vandist mjög snemma á að
umgangast dýr og venja þau og
þjálfa til sýninga.
En er ekki harla óvenjulegt að
notast við krókódíla, slöngur og
kóngulær í fjölleikahúsum?
—Jú, frekar. En mig hefur
alltaf langað til að gera eitthvað
sérstakt. Það er í sjálfu sér ágætt
að vinna með hunda - þeir eru á-
gætir greyin en of meðfærilegir ef
eitthvað er. Upphaflega langaði
mig í ljón og tígrisdýr. Þegar ég
nefndi þetta við pabba og
mömmu var svarið einfaldlega
nei. „Þú skalt halda þig við
Hvort er maðurinn liðamótalaus eða með hjöruliöi í öllum liðamótum?
Einkennistákn fjölleikahússins, trúðamir, bregða á allskyns græskulaust glens við óblandna ánægju ungra sem ald-
inna gesta.
Ieikahúsinu mann fram af manni.
Pabbi og mamma eru bæði fjöl-
leikafólk en þau hófu ekki sinn
feril fyrr en á miðum aldri, segir
Díana þegar hún cr innt eftir upp-
hafi ferils síns sem fjölleikakona.
-Ég er fædd í Austurríki, en
foreldrar mínir eru þýskir. Þau
sendu mig sem bam til Þýska-
lands í skóla þannig að ég var
aldrei viðloðandi Ijöllcikahúsið
nema í fríum. Þau töldu að það
yrði mér notadrýgra að njóta
skólagöngu en að alast upp í
íjölleikahúsinu. Þessi ráðahagur
var mér reyndar ekki neitt á móti
skapi - mér hraus hálfpartinn
hugur við sirkuslífmu, - að vera
alltaf á þvælingi og búa stöðugt í
hjólhýsi. Hugurinn stefndi í há-
skóla að ioknu skyldunámi og þá
sérstaklega í dýralækningar. Én
atvikin höguðu því þannig til að
þcgar ég var á fimmtánda ári þá
spurði faðir minn mig að því
hvort ég vildi hlaupa tímabundið í
skarðið fyrir mömmu scm þá var
veik og aðstoða hann á sýningum
með bimi sem hann var þá með.
Þetta var vendipunkturinn í Iífi
mínu og síðan hef ég ekki horft
um öxl.
Það var líkt og það opnaðist
fyrir mér nýr heimur þegar ég
stóð á sviðinu. Ljósin, tónlistin og
áhorfendur - þetta hcillaði mig,
segir Díana.
Voru þá öll áfonn um frekari
skó/agöngu lögð til hliðar?
-Já. Þegar ég sagði forcldrum
mínum að ég hefði skipt um skoð-
un og vildi helga mig fjölleika-
húsinu sögðu þau að ég skyldi
gera eins og ég sjálf helst vildi og
ég hef alltaf verið þeim þakklát
fyrir það svar. Þau féllust þó ekki
á þetta alveg átölulaust og reyndu
að leiða mér fyrir sjónir alla þá
erfiðleika sem fylgja því að lifa
og slarfa í fjölleikahúsinu. Um
samdist að ég kláraði skólann
áður en ég legði frekari skóla-
göngu á hilluna, segir Díana.
Díana var 17 ára þegar hún
I
I
!
(
\
j
t
I
14 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. ágúst 1990