Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.08.1990, Blaðsíða 9
„EB ríkin og einkum sá innrí markaðursem þau eru að koma á laggimar einkennast miklu fremur aflangrí hefð fyrír óheftrí mark- aðshyggju og ríkisvaldi sem fyrst og fremst ber hagsmuni evr- ópskra stórfyrírtækja fyrír brjósti,” segir Birgir Bjöm Sigurjónsson meðal annars í grein sinni. Pólitísk ábyrgö lslenskir stjómmálamenn og embættis- menn eru þessa dagana að semja okkur inn í EES, evrópska efnahagssvæðið. Úr Stjómarráðinu berast hljóðlátar tilkynning- ar um þessa aðlögun, t.d. nýverið um af- nám „hafta” í gjaldeyrisviðskiptum. I far- vatninu em lög sem opna landið fyrir flest- um tegundum erlendra fjárfestinga. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins virðast ekki taka neina stjómmálalega ábyrgð á þessu aðlögunarferli. E.t.v. skilja þeir betur stéttabaráttu fortíðarinnar en samtímann eins og nýsett bráðabirgðalög bera vott um. Félagshyggjufólk verður að velja til for- ystu menn sem hafa burði til að greina samfélagsgerð síns tíma og geta dregið skynsamlegar ályktanir um framtíðina. Þátttaka íslendinga í viðræðum EFTA- ríkja við EB felur í sér mikilvæga pólitíska ákvörðun. Ef við íollumst á forsendur EB fyrir þessum viðræðum höfum við þar með fallist á grundvaHarmarkmið þess. Það er pólitísk ákvörðun sem varðar sjálfstæði landsins og það í hvers konar samfélags- gerð við lifum. Forsendur viðræöna um EES Skilmálar EB fyrir viðræðum við EFTA-ríkin um evrópskt efnahagssvæði, EES, eru að þar ríki óheft viðskipti með vörur, þjónustu og fjármagn og frjáls bú- setu- og atvinnuréttindi. Einnig að þar gildi öll helstu lög og reglur EB og að innan EES verði settur yfirþjóðlegur dómstóll til að fylgja eftir þessum lögum og reglum í hveiju aðildarrikjanna. Forysta EB hefur sagt að fiskveiðiréttindi Islendinga verði einnig að fylgja með líkt og gildir um fisk- veiðiréttindi EB-ríkjanna. Skilmálar EFTA-ríkja eru lítið þekktir. Oskir Islendinga um að halda fiskveiðirétt- indum utan við EES-samning og að hafa fullt vald yfir búsetu- og atvinnuréttindum á Islandi fá ekki hljómgrunn nema hugsan- lega sem hluti af tímabundinni aðlögun. Eg heyri hins vegar hvergi minnst á efasemdir EFTA-ríkja um óheftan markaðsbúskap. Fulltrúar þessara ríkja sem margir voru áður fyrr svæsnustu andstæðingar fijáls- hyggjunnar tala nú um „fríðindin fjögur” sem hvert annað fagnaðarerindi. Velferðarkerfi í skipt- um fyrir „frelsi” Grundvallareinkenni norrænu þjóðfé- laganna eru sterk lýðræðiskennd og hag- kerfi sem byggja á fullri atvinnu, jöfnun lífskjara og öflugu velferðarkerfi. Island er að vísu aftarlega á merinni hvað varðar jöfnun lífskjara og velferðarkerfi en telst samt án vafa til Norðurlanda í þessari merkingu. EB ríkin og einkum sá innri markaður sem þau eru að koma á laggimar einkenn- ast miklu fremur af Iangri hefð fyrir óheftri markaðshyggju og ríkisvaldi sem fyrst og fremst ber hagsmuni evrópskra stórfýrir- tækja fyrir brjósti. Helsta verkefni hagstjómar er stöðuglcikinn og verðlagið og gjaman stofnað til atvinnuleysis ef með þarf. Velferðarmálin hafa þar varla komist á blað. Allt tal um nýja félagslega hlið á EB við tilkomu hins innri markaðar er tálsýn. Aformin, sem hafa verið kynnt og fást ekki samþykkt vegna fyrirstöðu Thatchers, myndu engu breyta um félagslega hlið EB- ríkjanna. Andstaða Thatchers byggist held- ur ekki á áhrifunum heldur er hún gegn því yfirleitt að EB setji niður einhveijar reglur um þessi efni. Hún telur hlutverk EB vera að halda Iaunamönnuin í skefjum og það sé best gert með því að setja engar grunnregl- ur þeim til handa. „Markaðurinn tryggir réttlætið.” Þess vegna er brýnt að við áttum okkur á því að með jákvæðri afstöðu til viðræðna EB og EFTA á forsendum EB emm við í reynd að taka afstöðu gegn velferðarríkinu og með óheftum markaðsbúskap. Þar mæt- um við grundvallarspumingum eins og hvort vegur þyngra velferðarríkið eða tímabundnir viðskiptahagsmunir. Á bak við grillir í afstöðuna til lýðræðis og Viðræöur EB og EFTA stefna gegn velferðarríkinu jafnræðisþjóðfélags annars vegar og þjóð- félags peninganna hins vegar. EB og lýðræðið Með sáttmálum sínum hafa EB-ríkin myndað bandalagsríki eftir dæmigerðum krókaleiðum flókinna samninga framhjá öllum venjulegum lýðræðisreglum. Al- menningur í aðildarríkjunum áttar sig ekki á að búið er að stofna þetta ríki stjómmála- manna og embættismanna. Þessi almenn- ingur veit varla hvaða lönd em í EB og hef- ur í raun aldrei tekið afstöðu með eða á móti því að stofna þetta stórríki Evrópu. En EB er engu að síður staðreynd. O- lýðræðislegir starfshættir EB em augljósir. Æðsta löggjafarstofnun EB er Ráð- herraráðið sem í sitja einn ráðherra frá hverju aðildarlandanna. Það getur tekið víðtækar ákvarðanir um Iagasetningar með styrktum meirihluta. En Ráðherraráðið hefur þó ekki tillögurétt um lagasetningu. Þann rétt hcfur Framkvæmdastjóm EB, sem fer jafnframt með hið eiginlega fram- kvæmdavald EB-ríkjanna. I henni sitja 17 framkvæmdastjórar bundnir eiðstaf við sáttmála EB og mega í engu draga taum einstakra aðildarrfkja. Hlutverk framkvæmdastjómarinnar er að fylgjast með framkvæmd Rómarsáttmálans, ein- ingarlaga og reglna og sekta fyrir brot á samkeppnisreglum, þ.e. framkvæmda- og fullnustuvald. Framkvæmdastjómin undir- býr stefnumótun fyrir Ráðherraráðið og hefur hinn eiginlega tillögurétt, fer með málamiðlanir milli EB-ríkja og annast al- menna hagsmunavörslu EB útávið og fer með fjármálastjóm og vörslu sjóða. Að þessum verkum koma engir þjóðkjömir menn og skoðanir einstakra þjóðþinga hafa ekkert gildi. Þegar ráðherraráðið samþykkir „reglu- gerð” (regulation) að tillögu framkvæmda- stjómar fær hún óðar fullt lagagildi í öllum aðildarríkjunum scm landslög. „Tilskipan- ir” (directives) geta komið bæði frá ráð- herraráði og framkvæmdastjóm og binda viðkomandi aðildarríki til að breyta lands- lögum til samræmis. Margir halda að lýðræðið sé varið af Evrópuþinginu. Hlutverk þess er að vera ráðgefandi þing án formlegs valds um löggjafarmálefni nema í sértilvikum. Þing- ið hefur heldur ekki vald yfir fram- kvæmdastjóm en getur sett einstaka fram- kvæmdastjóra af með 2/3 atkvæða á Evr- ópuþinginu. Viðkomandi ríki skipar þá nýjan framkvæmdastjóra í hans stað. Þing- ið staðfestir aðild nýrra aðildarríkja. Þing- menn em bundnir trúnaði um allt sem fram fer á þinginu. Almenningur má ekki frétta af skoðanaskiptum á þinginu. Hagsmunir launamanna Forystumenn ASÍ og BSRB hafa látið tengja sig beint við áróðursvél markaðs- hyggjumanna, SATES, sem nú leggur ofur- kapp á að koma Islandi inn í evrópska efna- hagssvæðið. Þeir hafa verið með tillögur um að EFTA-ríkin setji á laggimar efna- hags- og félagsmálanefnd fulltrúa „aðila vinnumarkaðarins”. Slík nefnd starfar inn- an EB og er þar til að veita umsagnir um tillögur framkvæmdastjómar en hefur alls engin áhrif. Fulltrúar launafólks í efna- hags- og félagsmálanefnd EB koma frá stéttarfélögum sem taka til innan við 20% launamanna í löndum EB. Stór hluti þess- ara stéttarfélaga gerir ekki kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. I raun má segja að langfiestir launamenn í EB-lönd- um verði að gera sína eigin samninga um kaup og kjör. Launamenn sem enn em eftir í stéttarfélögum hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þeir em þar enn. Þróun hagsmunavörslu launafólks á ís- landi er í sömu átt. Aðlögunin að EES er að verða tilbúin. Á fundi um EB-EFTA málin lýsti hagfræðingur ASÍ því yfir að febrúar- samningurinn (þjóðarsáttin) væri dæmi- gerður fýrir þá samninga sem gera þyrfti í ffamtíðinni. Ef það er rétt þá em ÁSI og BSRB hætt að beijast fyrir kjömm félags- manna sinna. Forysta þessara samtaka virðist skilgreina efnahagsvandann alveg eins og samtök vinnuveitenda: verðbólga er mesta bölið og hækkanir launa helsta or- sökin. Þess vegna standa þessir aðilar að gerð kjarasamninga um alls ekki neitt (þjóðarsáttir) til að hemja verðbólguna. Þessi kjarastefna fellur eins og fiís við rass við boðskap vinnuveitenda um allan heim og er kjaminn í markaðsboðskapnum um EES. Orðaleppurinn „aðilar vinnumarkaðar- ins” á við það þegar forystumenn ASÍ og VSI gera eitthvað sameiginlega. Þessi orðleppur rímar vel við orðlepp eins og „þjóðarsátt”. Þetta gæti orðið útflutnings- vara handa stéttarfélögum í EB sem hafa fyrir löngu misst alla almcnna tiltrú. Mikið er hægt að sækja í íslenska skrúðmælgi. Evrópa á krossgötum Á síðustu mánuðum höfum við séð múra Austur-Evrópu hrynja. Út úr rústun- um skríður fólk eins og ég og þú sem vill frelsi; fólk sem vill atvinnuöryggi, jöfnuð og lýðræði. Þessar þjóðir hafa liðið fýrir misbeitingu valds í nafni félagshyggju og bræðralags. Fyrirþeim em ríku samfélögin í veslri cini valkosturinn. Þeim dylst ennþá misskipting tekna og auðs og afieiðingar ó- takmarkaðrar gróðasóknar í EB-löndunum. Þctta fólk er á valdi orðleppanna um „frels- in fjögur”. Ef þeir glepjast nú verða þeim siðar kynntar „þjóðarsáttimar” um engar kjarabætur í þjóðabandalagi sem snýst um fríðindi fjármagnsins. Við þurfum ekki aðeins að taka skýra afstöðu hér á Islandi gegn EB og hjáleigu þess, EES, heldur einnig að kynna málstað okkar hvarvetna í heiminum. Hijáð fólk úr löndum Austur-Evrópu á heimtingu á að heyra sannleikann um þau frelsi sem em til sölu vestantjalds. Birgir Bjöm Sigurjónsson erhag- fræðingur og fram- kvæmdastjóri BHMR. Föstudagur 17. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.